Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 17 ERLENT ÚTSALA verslun London. AFP, AP. | Bandaríska leyni- þjónustan CIA hefur notað einka- rekin flugfélög og leppfyrirtæki til að flytja fanga með leynd á milli landa í trássi við alþjóðlega samn- inga, að því er fram kemur í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin segja að í skýrslunni sé afhjúpuð „leynileg starfsemi, sem felst í því að fólk hefur verið handtekið eða numið á brott, flutt og haldið í leynilegum fangelsum eða afhent löndum þar sem fang- arnir hafa sætt pyntingum og ann- ars konar illri meðferð“. Ein vélanna lenti á Íslandi Amnesty sagðist hafa fengið gögn um nær 1.000 flugferðir véla sem virtust í eigu leppfyrirtækja CIA og flestar þeirra hefðu farið um lofthelgi Evrópuríkja. Sam- tökin hefðu einnig upplýsingar um 600 ferðir véla sem CIA hefði notað að minnsta kosti tímabundið. Ein þeirra véla sem getið er í skýrslunni, Gulfstream-þota með kallnúmerið N227SV, hefur lent á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt til- kynningu frá Íslandsdeild Amn- esty International í gær. Í skýrslu samtakanna segir að ein flugvélanna hafi oftar en hundrað sinnum millilent í banda- rísku herstöðinni við Guantanamo- flóa á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið í fangelsi. Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að flugvélar leppfyrir- tækja CIA hafa að minnsta kosti 25 sinnum millilent á Spáni frá árinu 2002. Í einni þeirra hafi verið egypskur múslímaklerkur, sem rænt hafi verið á götu í Mílanó, og fluttur í bandaríska herstöð í Þýskalandi og þaðan til Egypta- lands þar sem hann hafi verið pyntaður. Fangaflugið gagnrýnt í nýrri skýrslu Amnesty Í NÝRRI ævisögu um Lauru Bush, eiginkonu GeorgeW. Bush Bandaríkjaforseta, sem er unnin í samráði við forsetafrúna, er því haldið fram að hún hafi meiri áhrif á störf eiginmanns síns en áður hefur verið talið. Bók- in, sem ber heitið „Laura Bush: An Intimate Portrait of the First Lady“, er skrifuð af Ronald Kessler, fyrrver- andi blaðamanni hjá dagblaðinu Washington Post. Kessler reynir að sýna fram á það í bók sinni að Laura Bush hafi haft mun meiri áhrif á bak við tjöldin en áður hefur verið talið og jafnvel átt þátt í stefnu- mörkun og stöðuveitingum Hvíta hússins. Þannig vitnar Kessler í Condoleezzu Rice, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, um að það hafi verið að frumkvæði Lauru og „hennar hugmynd að fletta ofan af því hvernig talibanar komu fram við konur“. Kessler leggur einnig áherslu á að Laura hafi haft áhrif á skipanir í embætti í stjórn Bush og vitnar í orð Andrews Cards, sem nýlega sagði af sér embætti skrif- stofustjóra Hvíta hússins, um að „í einstaka tilvikum sé hún á móti útnefningum“. Þá er því haldið fram í bókinni að forsetafrúin geti haft taumhald á valdamesta manni heims með því ein- faldlega að „hvessa á hann augunum“, láti hann óvið- eigandi orð falla eða gæti þess ekki að sýna viðmæl- endum sínum viðeigandi kurteisi. Búist við að ævisagan verði metsölubók Kessler tekur dæmi af því þegar Bush sagðist ætla að hafa uppá hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden „lífs eða liðnum“, sem Lauru þótti óviðeigandi. „Hún vildi ekki sjá mig verða of herskáan eða að ég sýndi of blóðþyrst viðbrögð,“ er haft eftir forsetanum í ævisög- unni. Fastlega er búist við að ævisagan verði að met- sölubók, en Laura er á meðal vinsælustu forsetafrúa í sögu Bandaríkjanna. Alls nýtur Laura stuðnings um 85 prósent Bandaríkjamanna og þykir því afla eiginmanni sínum mikilvægs stuðnings, en hann hefur sjaldan eða aldrei notið jafn lítils stuðnings bandarísks almennings. Veitir forsetanum því ekki af hinu jákvæða umtali sem bókin um eiginkonu hans kann að skapa á meðal fjöl- margra aðdáenda hennar. Ekki allir gagnrýnendur jafn hrifnir Ekki eru þó allir jafn hrifnir af bók Kesslers og hafði einn gagnrýnandinn á orði að Laura hlyti að „brosa yf- ir mynd af henni sem sýni hana sem nær gallalausa konu“. Annar gagnrýnandi var harðorðari og sagði að náið samstarf Kesslers við starfsmenn Hvíta hússins þýddi að ævisagan væri lítið meira en hagstæð rit- skoðun á lífi og störfum Lauru. Forsetafrúin áhrifamikil á bak við tjöldin AP Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, heldur ræðu á fjáröflunarsamkomu fyrr í vikunni. Sjanghæ. AFP. | 24 ára Kínverji reyndi að selja sál sína á vinsælasta uppboðsvef Kína og hafði fengið 58 tilboð þegar stjórnendur vefjarins tóku auglýsinguna af netinu. Kínverjinn setti auglýsinguna á vefinn í vikunni sem leið og vildi fá sem samsvarar 90 krónum fyrir sál- ina. Þegar auglýsingunni var eytt nam hæsta tilboðið um 6.000 krón- um. „Við tókum auglýsinguna af net- inu vegna þess að við teljum að að- eins Guð geti ráðið yfir sálum,“ sagði fjölmiðlafulltrúi uppboðsvefjarins Taobao. „Það á bara ekki að selja sál- ir vegna þess að við getum hvorki séð né snert þær.“ Bauð upp sál sína á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.