Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 18
Málstofa
um verndun og sjálfbæra nýtingu
líffræðilegs fjölbreytileika hafsins
Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101,
föstudaginn 7. apríl 2006 kl. 11.30-13.00
Leitað verður svara við áleitnum spurningum á borð við:
• Hvernig ber að standa að verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins?
• Er réttmætt að setja allsherjarbann við botnvörpuveiðum
á úthafinu?
• Er nýting erfðaauðlinda á hafsbotninum utan innlendrar
lögsögu öllum frjáls eða falla þessar auðlindir undir
„sameiginlega arfleifð mannkyns“?
Dagskrá:
11.30 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur
í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður
Hafréttarstofnunar Íslands.
11.50 Fyrirlestur: Eric Jaap Molenaar frá Hafréttarstofnun
Hollands (NILOS) og Háskólanum í Utrecht.
12.30 Fyrirspurnir og umræður.
13.00 Hádegissnarl í boði Hafréttarstofnunar Íslands.
Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir
Akureyri | Stórir hangandi
klakaströnglar, svonefnd grýlu-
kerti, hafa valdið hættu á Ak-
ureyri og víðar að undanförnu.
Slökkviliðsmenn vinna við að
tryggja öryggi borgaranna og
eru oft kallaðir til þegar hátt
þarf að klífa. Þeir tóku að sér að
brjóta niður klakann af þak-
brúninni við Skipagötu 18 enda
er fjölfarinn gangvegur þar
undir og eins gott að vera á und-
an náttúruöflunum og brjóta
kertin niður áður en einhver fær
þau í hausinn.
Ljósmynd/Helgi S. Halldórsson
Grýlukertin brotin niður
Öryggi
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og
Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir,
frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Graeme Massie, skoski arkitektinn sem
átti verðlaunatillöguna um miðbæinn í
samkeppninni sem Akureyri í öndvegi
stóð fyrir, var hér á dögunum. Það vakti
athygli mína að samstarfsmenn Skotans
notuðu jafnan íslenskt nafn þegar um
hann var rætt eða hann ávarpaður; hér
uppi í Eyjafirði heitir hann Grímur.
Heiðursgestirnir tveir á Íslandsglímunni
í íþróttahúsi Síðuskóla um síðustu helgi,
Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Krist-
ján Þór Júlíusson bæjarstjóri, sátu rétt ut-
an við keppnisvöllinn og voru í hættu eitt
augnablik; litlu munaði að þeir fengju tvo
glímukappa í fangið. Svitadropar spruttu
fram á mótshöldurum augabragð en svo
brostu menn að þessu.
Akureyringar eru (eins og allir vita)
bestir og flottastir! Það sannaðist um síð-
ustu helgi þegar Helgi Jóhannsson hjá
Kjarnafæði hreppti titilinn Kjötmeistari
Íslands á sýningunni Matur 2006 í Fífunni
í Kópavogi. Verði okkur að góðu!
Helgi er ekki eini Akureyringurinn sem
fagnað hefur góðum árangri síðustu daga.
Drengir úr Verkmenntaskólanum urðu í 1.
og 2. sæti þegar iðnnemar kepptu í raf-
lögnum í Kringlunni. Jón Ágúst Sigurðs-
son varð Íslandsmeistari og Ernir Freyr
Gunnlaugsson annar.
Jón Ágúst var með áberandi besta frá-
ganginn á sínu verki að sögn og líka fyrst-
ur að ljúka verkefninu, rúmum klukku-
tíma á undan öðrum keppendum!
Í Eyjafirði búa nú rúmlega 400 útlend-
ingar af 40 þjóðernum. Nemar á 2. ári í
fjölmiðlafræði við HA opna á laugardag
sýningu í Ketilhúsinu, byggða á ljós-
myndum og viðtölum við 30 þessara
útlendinga. Það verður spennandi og
fróðlegt að komast að því hvernig útlend-
ingunum líður hér og hvað þeim finnst um
okkur hin …
Reikna má með því að nóg verði að gera á
Bautanum í dag. Veitingastaðurinn á 35
ára afmæli eins og fram kemur annars
staðar í blaðinu og rykið dustað af 35 ára
gömlu verði af því tilefni; hamborgarinn
kostar 85 kall og fín nautasteik 300 kr!
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON
BLAÐAMANN
Selfoss | Samkór Selfoss hefur undan-
farnar vikur æft af krafti Sálumessu
Mozarts ásamt Samkór Reykjavíkur,
Landsvirkjunarkórnum og Kirkjukór
Breiðholts. Sálumessan verður flutt í
Selfosskirkju á morgun og í Breiðholts-
kirkju nk. laugardag í tilefni þess að 250
ár eru liðin frá fæðingu Mozarts.
Stjórnendur eru Keith Reed og John
Gear. Um er að ræða eitt viðamesta
verkefni sem kórarnir hafa tekist á
hendur. 30 hljóðfæraleikarar úr Sinfón-
íuhljómsveit Íslands leika með á tónleik-
unum undir stjórn Unnsteins Ólafssonar.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Æfing Fjölmennt er á æfingum kóranna. Myndin er tekin á æfingu í Selfosskirkju.
Keith Reed, stjórnandi Samkórs Selfoss, er við píanóið.
Sálumessa Mozarts æfð
Davíð Hjálmar Har-aldsson spreyttisig á nýjum brag-
arhætti:
Vikhendan er verulega snúin.
Einskis fremur óska mér
en að hún sé búin.
Lyklaborðið lækir vökva tára.
Tekur þvílík ósköp á
að yrkja þennan fjára.
Þegar umsjónarmaður
bað um leyfi til birtingar,
þá svaraði hann:
Stuðlavilla stendur fyrir sínu.
Hefur fundið holu í
heilabúi mínu.
Nú er verið að ferma
einn árgang Íslendinga.
Erlingur Sigtryggsson
orti af slíku tilefni:
Kornungt barn í kirkju gekk
Kristi trú að heita sinni.
Merkilegt hve Mammon fékk
mikinn gróða af athöfninni.
Af fermingum
pebl@mbl.is
Dettifoss | Stjórn Markaðsráðs Þingey-
inga skorar á stjórnvöld að tryggja nægj-
anlegt fjármagn til þess að hægt verði að
ljúka uppbyggingu á Dettifossvegi. Það er
íbúum á svæðinu og ferðaþjónustu í Þing-
eyjarsýslu mikil nauðsyn að þetta verði
gert eins fljótt og nokkur kostur er, segir í
áskorun sem félagið hefur sent frá sér.
„Ljóst er að ef ekki er tryggt fjármagn
til vegarins alls þá slítur það í sundur þá
heild sem verið er að reyna að skapa með
Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Dem-
antshringurinn er þegar kominn í mark-
aðssetningu hjá ferðaþjónustunni á Norð-
urlandi og er það gert í trausti þess að það
sjái fyrir endann á þessari nýju tengingu
milli þjóðvegar 1 á Mývatnsöræfum og
Kelduhverfis,“ segir í áskorun félagsins.
Lokið verði
við uppbygg-
ingu Detti-
fossvegar
Sandgerði | Prófkjör Samfylkingarinnar
og óháðra í Sandgerði fer fram næstkom-
andi laugardag. Kosið verður á kosninga-
skrifstofu S-listans við Vitatorg frá kl. 10
til 18. Prófkjörið er opið öllum kosninga-
bærum Sandgerðingum. Niðurstaða próf-
kjörsins er bindandi fyrir þrjú efstu sætin.
Sex gefa kost á sér í prófkjörinu. Þeir eru:
Guðrún Arthúrsdóttir verslunarrekandi
sækist eftir 2. sæti, Júlíus H. Einarsson
framkvæmdastjóri sækist eftir 1. sæti,
Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður og for-
maður Samfés, sækist eftir 1. sæti, Sigríð-
ur Ágústa Jónsdóttir forstöðumaður sæk-
ist eftir 3. sæti, Sturla Þórðarson
tannlæknir sækist eftir 1.–3. sæti og Þrá-
inn Maríusson, starfsmaður Flugmála-
stjórnar, sækist eftir 2. sæti.
Þrír bjóða sig
fram í 1. sæti
♦♦♦
STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hf. hefur
samþykkt að athuga með kaup á þriðj-
ungshlut í Múlavirkjun á Snæfellsnesi.
Þrír óðalsbændur á Snæfellsnesi
byggðu Múlavirkjun og sömdu við Hita-
veitu Suðurnesja um sölu á allri orkunni í
tólf ár. Virkjuninni er stýrt frá Svartsengi
og nýtt á mestu álagstímum.
Fram kom á aðalfundi HS hf. að einn
bændanna vildi selja sinn hlut og hefði
rætt það við Hitaveitu Suðurnesja. Ellert
Eiríksson, formaður stjórnar HS hf., segir
að niðurstaða sé ekki fengin.
Íhuga kaup á þriðjungs-
hlut í Múlavirkjun
♦♦♦