Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það verður framvegis stranglega bannað að reykspóla fyrir framan Den Danske bank. Bankastjórinn er alveg að fara á límingunum. Sameiginlegt átak al-þjóðasamtaka tón-listariðnaðarins, IFPI, og dóttursamtaka gegn ólöglegri dreifingu á höfundarréttarvörðu efni í gegnum netið mun hafa í för með sér tæplega tvö þúsund málsóknir á hend- ur aðilum í tíu löndum á næstu mánuðum. Aðgerð- in nær m.a. til tuttugu að- ila hér á landi og hefur skýrsla þegar verið send ríkislögreglustjóra um IP- tölur þeirra. Geta því allir þeir sem stunda ólöglega dreifingu gagna í gegnum netið átt von á að lenda í húsleit lög- reglu, upptöku tölvubúnaðar og síðar ákæru vegna meintra brota. Frá því í september árið 2004, þegar lögregla handtók tólf ein- staklinga vegna ætlaðrar dreif- ingar á sjónvarpsþáttum, kvik- myndum, tónlist og tölvuleikjum í gegnum skráarskiptaforritið DC++, hefur ríkislögreglustjóra verið tilkynnt um 30–40 Íslend- inga sem grunaðir eru um að hafa brotið gegn höfundarrétti með dreifingu ólögmæts efnis. Engar ákærur hafa þó verið gefnar út á og teljast málin enn í rannsókn. Brynjar Níelsson er lögmaður þeirra einstaklinga sem rann- sóknin síðan í september 2004 beinist að. Hann segir ljóst að eitt- hvað vefjist það fyrir ríkislög- reglustjóra að gefa út ákærur en rúmt eitt og hálft ár er frá því að rannsókn hófst. Aðspurður segist hann ekki geta gefið skýrar ástæður fyrir þessari seinkun en hún kunni að verða til þess að mál- ið sé ónýtt. „Það er löngu búið að spegla þessar tölvur og alveg ljóst hvaða gögn þeir tóku og í raun ekkert í rannsókninni sem ætti að valda slíkum töfum. Sennilega eru þeir að vandræðast með að refsi- heimildir séu ekki nógu skýrar,“ segir Brynjar og bætir við að hann hafi lítið sem ekkert heyrt af rannsókn málsins frá upphafi þess. Samband flytjenda og hljóm- plötuframleiðanda (SFH) er eitt þeirra félaga sem stendur að baki ábendinga um ólögmætar gjörðir netnotenda til lögreglu og vinnur í samstarfi við önnur hagsmuna- stamtök, s.s. Samtón og Samtök myndréttarhafa á Íslandi (SMÁ- ÍS). Fylgjast félögin m.a. með ólöglegum skráarskiptum á net- inu og gefa lögreglu skýrslu um meinta brotamenn. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SFH, segist bjart- sýnn á að ákært verði í þeim mál- um sem félagið hefur tilkynnt um og sakfellt, þó svo að slík mál hafi dregist lengi hjá lögreglu. „Okkar löggjöf er hliðstæð norrænni lög- gjöf og í ljósi þess að margir dóm- ar hafa nýlega fallið í samskonar málum í Danmörku eru það fyr- irheit um að dómar muni falla hér á landi,“ segir Gunnar sem vill hvorki gefa upp hvernig þeir tutt- ugu einstaklingar voru fundnir né hvaða skrárskiptiforrit voru notuð til meintra brota. Dómsúrskurð þarf til að fá nöfn einstaklinganna Þegar skýrsla um meinta brota- menn berst ríkislögreglustjóra eru þeir aðeins merktir með IP- tölum en vegna fjarskiptaleyndar verður að fá dómsúrskurð til að fá upplýsingar hjá farskiptafyrir- tækjum um rétt nöfn. Gísli Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Og Vodafone, segir að fyr- irtækið muni nú sem fyrr aðstoða yfirvöld ef upp koma alvarleg mál sem tengjast misnotkun á miðlun tónlistar eða ólöglegu niðurhali um netið. Hann áréttar hins vegar að dómsúrskurð þurfi til þess að Og Vodafone láti upplýsingar um viðskiptavini í té. „Við viljum ekki né getum rit- skoðað viðskiptavini okkar enda gerum við ráð fyrir að þeir séu heiðarlegt fólk,“ segir Gísli sem er ekki kunnugt um að yfirvöld hafi krafist upplýsinga um einhvern þeirra tuttugu einstaklinga sem nýlega var tilkynnt um. Ótal leiðir til að ná í efni Erfitt er að mæla hversu al- geng ólögleg dreifing gagna er á meðal íslenskra netnotenda en Hallgrímur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS, segir í skoðun að gera á því ítarlega könnun. „Við getum kannað hversu margir tengipunktar eru starfandi og hversu margir not- endur eru inni á þeim,“ segir Hall- grímur en tekur fram að DC-sam- félagið, sem var mjög öflugt í skráarskiptum, hafi að mestu liðið undir lok í kjölfar aðgerða ríkis- lögreglustjóra í september 2004. „Það sem gerist er að þessir tengi- punktar verða minni og erfiðara er að komast inn á þá. Að mínu mati er það ekki slæm þróun.“ Þrátt fyrir að ólögleg dreifing og niðurhal hafi farið minnkandi eru enn ótal leiðir til þess að ná sér gögn á netinu með ólöglegum hætti. Sú leið sem mestum vin- sældum á að fagna um þessar mundir er í gegnum kerfi sem nefnt er bittorrent en með því hala netnotendur niður gögnum frá mörgum aðilum í einu, þess vegna frá mörgum löndum, og dreifa þeim um leið áfram til ann- arra notenda sem sækja sama efni. Fréttaskýring | Aðgerðir gegn ólöglegri dreifingu á höfundarréttarvörðu efni Tuttugu aðilar sæti rannsókn Aðilar sem dreifa efni ólöglega í gegnum netið eiga á hættu að lenda í rannsókn Dreifing ólöglegra gagna er vandamál. Tæplega tvö þúsund ný málaferli í tíu löndum  Alþjóðasamtök tónlistariðn- aðarins, IFPI, sendu nýverið frá sér tilkynningu þess efnis að tvö þúsund ný málaferli, gegn ein- staklingum frá tíu löndum, séu í undirbúningi. Er sjónum aðal- lega beint að þeim sem opnað hafa öðrum aðgang að miklu magni af höfundarréttarvörðu efni. Af þessum tvö þúsund mál- um eru tuttugu þeirra hér á landi og reiknað er með að rannsókn lögreglu hefjist á næstunni. Eftir Andra Karl andri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.