Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elísa KristbjörgRafnsdóttir fæddist í Neskaup- stað 17. ágúst 1944. Hún lést eftir hjartabilun á heim- ili sínu 27. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Rafn Einars- son skipstjóri, f. 6. ágúst 1919, d. 11. júní 1977 og Anna Margrét Kristins- dóttir, f. 7. mars 1927, d. 17. nóvem- ber 1989. Systkini Elísu Krist- bjargar eru: Svandís, f. 1949, Ein- ar Þór, f. 1951, maki Ragnheiður Thorsteinsson, Auður, f. 1956, maki Geir Oldeide, Hörður, f. 1961, maki Karitas Jónsdóttir, Þröstur, f. 1963, maki Hella Svav- arsdóttir og hálfsystir þeirra Berta Guðbjörg Rafnsdóttir, f. dóttir Rafns og Júlíönnu Garðars- dóttur er Sesselía Hlín, f. 1986. Á uppvaxtarárum í Neskaup- stað gekk Elísa Kristbjörg oftast undir gælunafninu „Ponsa,“ en Héraðsmenn sneru því í „Krillu“. Hún sinnti bústörfum með manni sínum, en starfaði einnig sem tal- símavörður hjá Pósti og síma á Egilsstöðum. Þar var hún mörg- um Héraðsmönnum haukur í horni, en eftir að hún og Gísli slitu samvistum flutti „Krilla“ til Reykjavíkur og starfaði þar um árabil á ritsíma Pósts og síma við Austurvöll. Síðar tóku við skrif- stofustörf, þar til hún flutti til Noregs, þar sem hún bjó um ára- bil í nálægð við Auði systur sína. Þar starfaði „Krilla“ við fisk- vinnslu, en eftir Noregsdvölina flutti hún aftur á Hérað og tók upp þráðinn hjá Símanum á Egils- stöðum. Fyrir um þrem árum flutti hún síðan til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Útför Elísu Kristbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. 1944, maki Eggert Bjarnason. Elísa Kristbjörg ólst upp á Norðfirði, en eftir grunnskóla þar fór hún í Hús- mæðraskólann á Hallormsstað. Þar kynntist hún Gísla Helgasyni, sem þá var að taka við búi foreldra sinna á Helgafelli í Fellum. Þar stofnuðu þau sitt heimili, í gamla Helgafellsbænum, en foreldrar Gísla, Helgi Gíslason frá Skógargerði og Gróa Björnsdóttir frá Rangá, höfðu þá byggt sér nýtt hús á jörðinni. Börn Elísu Kristbjargar og Gísla eru: 1) Helgi, f. 1962, dóttir hans og Önnu Guðríðar Gunnarsdóttur er Tinna Björk, f. 1987; og 2) Rafn Óttarr, f. 1967, maki Fanney Barðdal, Ég er sjö ára. Ég er hræddur, blautur og kaldur, hafði dottið niður um vök á Fljótinu. Ég hafði stolist út á ísinn, sem var ótraustur og hann brotnaði undan mér. Ég komst við illan leik heim til mín. Fötin fros- in utan á mér. Móðurfaðmurinn, hlýr og góður, tók á móti mér. Mamma fór með mig í baðkarið og þíddi varlega utan af mér fötin með volgu vatni. Talaði gætilega til mín. Ég var svo hræddur um að hún skammaði mig fyrir að hafa verið úti á ísnum. Það gerði hún ekki, hún hughreysti mig. Hún var glöð yfir að ég skyldi sleppa lifandi úr kulda Lagarfljótsins. Þaðan sluppu fæstir og því var almennur ótti við Fljótið. Hún færði mig úr blautum fötunum og lét renna volgt vatn í baðkarið, hún dýfði mér ofan í ylvolgt vatnið, það var svo gott, mér hlýnaði smátt og smátt. Hún hélt áfram að sefa hræðslu mína með fallegum og hlýj- um orðum til mín. Þegar mér var orðið hlýtt tók hún mig upp úr baðinu, þurrkaði mig með mikilli nærgætni. Færði mig í náttföt og fór með mig í rúmið sitt, breiddi yfir mig sængina sína, faðmaði mig, tal- aði áfram fallega til mín. Ég man ekki lengur orðin, aðeins tóninn sem endurspeglaði svo vel móðurástina. Ég sofnaði, svo vært, dreymdi svo vel. Mér var hlýtt á líkama og sál. Nú ert þú sofnuð, mamma mín, svefninum langa. Móðurástin vakir áfram í mér. Dreymi þig vel. Þinn sonur, Helgi Gíslason. Skömmu fyrir miðja síðustu öld var sáð til rósar í Neskaupstað. Þessi sáning tókst vel, rósin stækk- aði og dafnaði vel. Hún fékk nafnið Elísa Kristbjörg. Það þótti ekki þjált, þannig að fljótlega gekk hún undir nafninu „Ponsa“ í sinni heimabyggð. Það segir sitt um, hvernig hún kynnti sig meðal sinna samborgara. Hún var lífsglöð og vildi öllum vel. En hún vildi skoða heiminn og fyrsta skrefið var að fara „uppyfir“ og kanna þær unaðssemdir, sem ekki var notið „í neðra“. Þá var rósin í þann veginn að blómstra. Hýreyg og heillandi fljóð, sem bræddi alla með sínum hlýju brúnu augum og léttri lund. Þegar „uppyfir“ kom blasti við hérað með meiri víðáttum en rósin frá Neskaupstað átti að venjast. Þar var lengra til fjalla, en þau voru engu að síður tilkomumikil. Sólin reis hátt, lífið blasti við. Heim- urinn var að stækka og stækka. Rósin var örlítið óörugg í þessari víðáttu til að byrja með, en hún braggaðist. Ungir sveinar á héraði heilluðust af rósinni frá Neskaup- stað. Nafni minn og frændi á Helgafelli var einn þeirra. Hann átti margar ferðirnar í húsmæðraskólann á Hall- ormsstað, til fundar við „Ponsu“. Hún fór ekki onyfir aftur. Hún varð húsfreyja á Helgafelli, sem þá var eins og lítil umferðar- miðstöð í miðri sveit. Alvara lífsins blasti við. Nafni minn var tekinn við góðu búi af for- eldrum sínum og vildi gera stóra hluti. Það var unnið myrkanna á milli, en lítill tími til að rækta heima- garðinn. Þrátt fyrir það virtist rósin frá Neskaupstað ætla að blómstra, þótt ung væri og lítt hörðnuð til að standa af sér þau hret, sem fæstir komast hjá á lífsleiðinni. Rósir á þessu þroskaskeiði þola illa skugga annarra, jafnvel þótt skuggavöldun- um gangi ekki annað til en veita skjól. Hjálpa. Rósin reyndi að læra á lífið. Hún blómstraði þegar tápmikill drengur kom í heiminn og annar fáum árum síðar. Kraftmiklir strákar, sem hvor um sig voru lifandi eftirmyndir for- eldranna. Þar að auki varð rósin frá Neskaupstað vinsæl meðal sveitung- anna, sem kunnu að meta lífsgleði hennar og væntumþykju. Til þeirra hjóna var gott að koma og gestrisni þeirra fékk ég að njóta sumar eftir sumar. Nafni minn var kátur og hlýr við rósina og drengina sína, rétt eins og hann var oftar en ekki við sitt samferðafólk. En vinnu- dagurinn var langur og stundum óþarflega langur, þegar hann rakst á ölkúta, í sínum ranni eða hjá góð- um granna, sem voru á ásættanlegu þroskastigi. Liðleskja hans við bindindishreyf- ingu Fellamanna kom honum stund- um í koll, líkt og á við um marga aðra Skógargerðismenn! Það skyggði líka stundum fyrir hjá rós- inni. Hún hafði sína þyrna úr föður- garði, sem gerðu henni stundum erf- itt að höndla hamingjuna. Engu að síður reyndust nafni minn og Krilla mér einstaklega vel. Nafni hafði góða nærveru og stund- um tók ég mér frí úr vegagerðinni hjá Helga föður hans til að komast í ELÍSA KRISTBJÖRG RAFNSDÓTTIR ✝ Kristín SigríðurSigurðardóttir fæddist á Skinnalóni á Sléttu 16. mars 1917. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Ingi- mundarson smiður frá Brekku í Núpa- sveit, f. 1. desember 1881, d. 11. janúar 1917, og Arnþrúður Stefánsdóttir, f. á Skinnalóni 25. apríl 1892, d. 28. september 1967. Systkini Sigríðar, börn Arnþrúðar og Sigurðar Árna- sonar, f. á Sigurðarstöðum á Sléttu 24. maí 1890, d. 15. janúar 1979, eru Valborg, f. 27. ágúst 1926, Jón, f. 21. nóvember 1928, Hólmfríður, f. 2. nóvember 1930 og Margrét Anna, f. 5. júní 1933. Sigríður giftist 3. september 1946 Guðmundi Þorsteinssyni verkfræðingi, f. á Akureyri 31. júlí 1921, syni Þorsteins Jónssonar, f. 24. desember 1881, d. 25. apríl 1966, og Guðrúnar Guðmundsdótt- ur, f. 17. júlí 1894, d. 2. maí 1977. Vignir, f. 10. júlí 1976, sambýlis- kona Kristín Blöndal, f. 10. janúar 1972, dóttir þeirra er Anna Lára, f. 30. ágúst 2004, b) Sigurður Þór, f. 12. febrúar 1980 og c) Elísa Guðrún f. 12. janúar 1987. B) Hallgrímur, f. 24. febrúar 1959, maki Ingibjörg Haraldsdóttir, f. 9. ágúst 1961. Syn- ir þeirra eru Hrannar, f. 31. maí 1987 og Jón Þór, f. 29. apríl 1992. Fyrir átti Ingibjörg Elsu Jóhanns- dóttur Kiesel, f. 5. júní 1983. C) Sig- urður Arnar, f. 4. janúar 1967, maki Svala Kristín Hreinsdóttir, f. 15. júní 1969. Börn þeirra eru Árný Lára, f. 12. janúar 1992, Arnar Freyr, f. 10. nóvember 1995 og Sig- rún Eva, f. 15. júlí 2002. Sigríður ólst upp á Raufarhöfn, fékk almenna menntun og vann sér og sínum með ýmsum hætti. Að- stoðaði móður sína við mötuneyt- isrekstur, afgreiddi í Kaupfélag- inu, starfaði á símstöðinni, hljóp í síld og sinnti öðru því er til bjargar mátti verða. Hún nam í tvo vetur, 1935 til 1937, við húsmæðraskól- ann á Hallormsstað. Þau Sigríður og Guðmundur bjuggu alla tíð í Reykjavík. Fyrstu árin bar þau víða í húsnæðishraki eftirstríðsár- anna, en 1956 fluttu þau að Forn- ahaga 15 þar sem heimili þeirra stóð lengstum. Síðustu árin, frá 1998, bjuggu þau á Aflagranda 40. Útför Sigríðar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Börn þeirra Sigríðar og Guðmundar eru: 1) Sigþrúður fram- kvæmdastjóri, f. 10. ágúst 1949, maki Birgir Guðjónsson lögfræðingur, f. 8. maí 1948. 2) Kristján læknir, f. 28. desem- ber 1953, maki Auður Andrésdóttir jarð- fræðingur, f. 13. maí 1955. Börn þeirra eru: A) Sigríður, f. 13. desember 1981, sam- býlismaður Sturlaug- ur Jón Björnsson, f. 5. september 1981. B) Ólöf, f. 13. desember 1981, sambýlismaður Jón Árni Helgason, f. 8. október 1981. Sonur þeirra er Kristján Dagur, f. 27. febrúar 2005. C) Jón Birgir, f. 27. febrúar 1994. Sonur Auðar er Högni Þór Gylfa- son, f. 24. september 1975, sam- býliskona Amy Lynn Tucker, f. 29. október 1977. Sonur Sigríðar er Sigurður Ingimundarson, f. 25. jan- úar 1934, maki Guðrún Þórarins- dóttir, f. 11. september 1935. Synir þeirra eru; A) Elís Þór, f. 5. janúar 1956, maki Jónsína Ólafsdóttir, f. 16. janúar 1955. Börn þeirra eru; a) Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs. (Hannes Pétursson.) Hún tók mér hlýlega og ég fann að hjá henni væri hinn öruggi staður. Kyrrlát umhyggjan var mér at- hvarf og vinátta okkar var án fyr- irvara. Síðar frétti ég að hún hefði lagt mér óverðskuldað góð orð þá við hittumst í æsku minni. Við sátum stundum á hljóðskrafi og ég held hún hafi sagt mér ýmislegt sem ekki fór víðar. Ég ætla ekki að rjúfa þann trúnað. Þó skal sagt að ég tel að í henni hafi búið tvær sálir. Önnur sem hefði við aðrar aðstæður lagt út á veraldarsjóinn án hiks, en var af nauðsyn fengin af þeirri sam- viskusömu og trúföstu til að vinna sér og sínum í túninu heima. Og þetta gerðist án eftirsjár held ég. Hún var orðvör og grandvör og lagði alltaf gott eitt til málanna. Tengdamóðir mín var samt ólíkinda- leg. Það kölluðu sumir ættarfylgju og kenndu við Skinnalón. Vel má það vera, en ég tel að glannalegur nútím- inn mætti temja sér slíkan hóglegan aðgang að kenndum sínum og hugs- unum. Hún hafði einstakt lag á að gleðja mig með gjöfum sem hittu í mark og vissi ég þó sjaldnast hvernig hún færi að því aldrei spurði hún neins. Mest held ég upp á ljóðabækurnar. Ég átaldi hana tíðum fyrir stöðugan lestur dagblaða, er virtust jafnvel gulnuð og velkt geta gefið henni eitt og annað mér hulið. Sagði ég þá að flestur annar texti væri bitastæðari. Hún hélt auðvitað sínu striki, en aldrei kom ég samt að tómum lestr- arkofa hennar. Hún var alltaf með á nótunum, en hallaði sér einkum að mönnum eins og Hannesi Péturssyni, Einari Braga og öðrum þeim sem fóru var- lega með orðin. Tengamóðir mín var ekki heilsu- hraust og ekki heldur kvartsár. Í þau ár er við fetuðum saman voru á hana lagðir sjúkdómar af ótrúlegu hugmyndaflugi, en ég vissi að nú færi nær endalokum þegar hún sagðist skömmu fyrir andlátið vera hundveik. Úr því svo stórt var sagt var stundin komin. Þakka þér sam- fylgdina, Sissa mín. Birgir Guðjónsson. Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. Þá mæða sálar hverfur hver, svo hvílst þú getur rótt, og sjálfur Drottinn sendir þér, er sefur, góða nótt. (Jón Helgason.) Við minnumst með gleði heim- sóknanna í Fornhagann og síðar á Aflagrandann. Brosið þegar við komum, allt svo hreint og fínt. Litla eldhúsið, eldhús- stólarnir, kollurinn með öllum blöð- unum sem þú áttir eftir að lesa. Uppáhelltu kaffi í gömlu kaffikönn- unni, rúsínunum, spjallinu, áhuga þínum og góðri nærveru. Kveðjunni, brosinu. Og svo vaskaðir þú upp allt í þinni réttu röð. Bestu þakkir fyrir samveruna. Árný Lára, Arnar Freyr og Sigrún Eva. Þar varst þú Í andartaki bernskunnar bastu mér blóm leiftrandi ljós auga mitt þáði snertingu örlátra handa þinna í vorsólinni fákur spretti úr spori í ærslafengnu fjöri dag og nótt í langri ferð horfi ég til himins sorg og söknuður í dögun bunar vatn í brunninn von á vegarbrún Blessuð sé minning Sissu, systur minnar, Hólmf́ríður. Okkur langar að minnast Sissu frænku okkar. Sissa var elsta systir mömmu. Hún var mikilvæg mann- eskja í lífi okkar systranna, sérstak- lega eftir að við fluttum í vesturbæ- inn 1970. Sissa og Gúi bjuggu á Fornhaga 15 og þangað lá leiðin ansi oft. Okkur var ávallt vel tekið og mikill áhugi sýndur á því sem við vorum að sýsla t.d. í skólanum. Sissa hlustaði á okkur eins og fullorðnar manneskjur með væntingar og áætl- anir um framtíðina. Þetta gerði það að verkum að okkur fannst við frek- ar mikilvægar og hefðum sitt hvað fram að færa. Hún ýtti sem sagt undir að við tjáðum skoðanir okkar og veltum hlutunum fyrir okkur. SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall föðursystur okkar og mágkonu, JÓNU I. HANSEN dönskukennara, Hraunbæ 90. Þ. Magnús N. Hansen, Sigurbjörg N. Hansen, Guðbjörg N. Hansen, Þórður G. Hansen, Guðlaug Kristófersdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.