Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÝMISLEGT bendir til að enn einn fjandvinur Bandaríkjastjórnar komist senn til valda í róm- önsku Ameríku, en á sunnudag verða haldnar for- setakosningar í Perú. Samkvæmt skoðanakönn- unum hefur nefnilega Ollanta Humala, fyrr- verandi yfirmaður í her landsins, forskot á aðra frambjóðendur en Humala þykir sumpartinn svipa til róttæklinganna Evo Morales, sem nýver- ið tók við embætti forseta í Bólivíu, og Hugo Chavez, forseta Venesúela. Alls eru tuttugu í framboði í forsetakosning- unum í Perú en skv. skoðanakönnun sem birt var sl. sunnudag fylgja 32,6% landsmanna Humala að málum. Næst á eftir honum kemur lögfræðing- urinn og miðhægrikonan Lourdes Flores með 26% og sósíal-demókratinn Alan Garcia, sem er fyrr- verandi forseti Perú, með 23%. Ólíklegt er að nokkuð þessara þriggja nái að tryggja sér 50% at- kvæða í kosningunum á sunnudag og því er næsta víst, að kjósa þarf aftur á milli tveggja efstu manna. Kjaftfor pópúlisti Ollanta Humala er ýmist sagður 42, 43 eða 44 ára að aldri, hefur aldrei verið í framboði áður en heitir því að stokka upp spilin í stjórnmálum Perú, stjórna landinu þannig að hag fátækari íbúanna verði betur borgið. Líkt og Morales í Bólivíu og Chavez í Venesúela hefur Humala í kosningabaráttunni byggt fram- boð sitt á gagnrýni á „nýfrjálshyggju hagstjórnar- módelið“ sem hann segir ekki hafa verið almenn- ingi í Perú til góðs. Þá hefur hann fordæmt umsvif erlendra stórfyrirtækja í landinu, segir þau engin jákvæð áhrif hafa á líf fólksins. Hefur hann heitið því að taka upp samninga við önnur ríki, þannig að hagur Perú vænkist, tryggja yfirráð ríkisins yfir námu- og gasvinnslu í landinu og útrýma allri spillingu í stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur hafa lýst Humala sem pópúl- ista í líkingu við hinn orðhvata forseta Venesúela, Hugo Chavez. En Humala á það einnig sameig- inlegt með Chavez að eiga að baki langan yfir- mannsferil í hernum. Hann þykir kjaftfor og síð- ast í gær voru ummæli, sem hann lét falla á þriðjudag, fordæmd; en þá spáði Humala því að keppinautur hans, Lourdes Flores, myndi ekki endast ár í embætti ef hún sigraði í kosningunum. Gaf hann í skyn að þjóðin myndi bylta henni úr embætti. Flores sagði um þessi ummæli Humalas í gær að óviðunandi væri að „maður sem tæki þátt í lýð- ræðislegum kosningum tilkynnti að hann myndi grafa undan sigurvegaranum [ef hann sjálfur tap- aði]“. Auðnum illa skipt Tæplega 28 milljónir manna búa í Perú en þar af eru um 16 milljónir á kjörskrá. Margir búa við mikla fátækt og hefur það leitt til þess, að mikil óánægja ríkir með stjórnmálastétt landsins og frá- farandi forseti, Alejandro Toledo, er svo óvinsæll að flokkur hans hefur ekki einu sinni fyrir því að bjóða fram í forsetakosningunum að þessu sinni. Toledo getur ekki sjálfur verið í framboði því að stjórnarskrá Perú bannar mönnum að sitja lengur en fimm ár á forsetastóli. Hagvöxtur hefur raunar verið góður í forsetatíð Toledos og var t.d. 6,67% á síðasta ári. Þess sér hins vegar ekki stað í pyngju fátækari íbúa lands- ins að þjóðartekjurnar hafi aukist, um 48% lands- manna búa undir fátæktarmörkum og um fjórð- ungur lifir við sára fátækt. Þessum ójöfnuði hefur Humala haldið á lofti í kosningabaráttu sinni í því augnamiði að fá hina efnaminni til að fylkja liði með sér. Humala fæddist raunar sjálfur inn í millistétt og hefur haft það býsna gott, var á sínum tíma hern- aðarfulltrúi við sendiráð Perú í París í Frakklandi og Seoul í Suður-Kóreu. Engu að síður hefur hann reynt að skilgreina sjálfan sig sem mann fólksins, auðmjúkan hermann sem berjist fyrir lítilmagn- ann í samfélaginu. Skrautleg fjölskylda Fjölskylda Humalas er skrautleg í meira lagi, þar er hver öðrum róttækari. Hefur Humala átt fullt í fangi með að sverja af sér skoðanir ætt- menna sinna, en faðir hans, Isaac, er m.a. sakaður um að hatast við kynþátt hvíta mannsins og um að hafa horn í síðu homma. Isaac Humala er sjötíu og fimm ára gamall og lítur svo á að hann sé beinn afkomandi inka- konunga, kveðst harður marxisti en lofar jafn- framt Adolf Hitler. Hann hefur rætt það op- inberlega að hann og kona hans hafi alið sex börn sín upp við þá hugsun, að þeirra biði að taka við völdum í landi sínu, með vopnavaldi ef nauðsyn krefur. Einn yngri bræðra Ollantas Humala, Antauro, reyndi einmitt að velta Alejandro Toledo úr sessi í janúar í fyrra en þá var hann majór í hernum. Sit- ur hann nú í fangelsi og bíður réttarhalda, en fjór- ir týndu lífi í valdaránstilrauninni. Enn annar bróðir Ollantas Humala, Ulises, er meðal frambjóðendanna tuttugu í forsetakjörinu sem fram fer nú á sunnudag. Sá er hins vegar ekki talinn eiga mikla möguleika á sigri. Fjölgar fjendum Bandaríkjanna? Humala með forskot fyrir forsetakosningarnar í Perú á sunnudag Reuters Ollanta Humala, íklæddur inkabúningi. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Haag. AFP. | Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, lést af völdum hjartaáfalls og ekk- ert bendir til þess að honum hafi verið byrlað eitur eða að hann hafi tekið lyf sem hafi valdið hjarta- áfallinu. Þetta er niðurstaða hol- lenskra réttarlækna og saksókn- ara sem rannsökuðu dauða Milosevic í fangelsi stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag 11. mars. „Milosevic lést af eðlilegum or- sökum og engar vísbendingar hafa komið fram um að glæpur hafi verið framinn,“ sagði í tilkynningu frá saksóknurunum í gær. Stuðnings- menn Milosevic höfðu haldið því fram að honum hefði verið byrl- að eitur. Enn- fremur höfðu vaknað grun- semdir um að Milosevic hefði sjálfur tekið skaðleg lyf í von um að hann yrði sendur til lækninga í Moskvu. Saksóknararnir sögðu að í líki Milosevic hefðu ekki fundist nein- ar leifar lyfja sem læknar Milos- evic hefðu ekki ávísað. Lést ekki af völd- um lyfja eða eiturs Slobodan Milosevic Bagdad. AP, AFP. | Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hafnaði í gær sönnunargögnum sem ætlað var að tengja hann við fjöldamorð á sjít- um í þorpinu Dujail árið 1982, sem fylgdi í kjölfar þess að reynt var að ráða hann af dögum. Á sama tíma vís- aði Rauf Abdel Rahman, yfirdómari í réttarhöldunum yfir Saddam, einum af verjendum hans úr réttarsal vegna óviðeigandi hegðunar. „Vitnin sem báru vitni voru sótt hingað eftir að þeim hafði verið mút- að og eftir að þeim hafði verið sagt hvað þau áttu að segja,“ sagði Sadd- am við réttarhöldin í gær. Í yfirheyrslum vegna morðanna í Dujail varði Saddam þá ákvörðun sína að láta rétta yfir þeim sem grun- aðir voru um að hafa reynt að ráða hann af dögum áður en þeir voru dæmdir til dauða. „Þetta var mín ákvörðun sem forseta. Ég hafði rétt til þess að spyrja spurninga [vegna dauðadómsins], en var sannfærður um réttmæti sönnunargagnanna.“ Saddam hafnaði einnig sönnunar- gögnum sem ætlað var að tengja hann við morðin í Dujail, þ.m.t. per- sónuskilríkjum þeirra dæmdu tilræð- ismanna sem voru börn og unglingar þegar dauðadómurinn var kveðinn upp. „Öll þessi skilríki eru fölsuð,“ sagði Saddam. „Ég get keypt svona skilríki á götum Bagdad sem sýna að Rauf dómari sé 25 ára gamall.“ Hafnar hugmyndum um afsögn Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hafnaði á mánudag tillögu Adel Abdel Mahdi, varaforseta lands- ins, um að hann segði af sér embætti til að liðka fyrir myndun þjóðstjórn- ar. Gaf Mahdi lítið fyrir þá áherslu Jaafaris að það væri íraska þingsins að ákveða pólitíska framtíð hans. „Jafnvel í bandalagi sjíta er andstaða [gegn Jaafari],“ sagði Mahdi í viðtali við BBC í fyrradag, en bætti jafn- framt við að hann væri sjálfur tilbú- inn í embætti forsætisráðherra. „Ég tel að hann ætti að víkja.“ Leiðtogar súnní-araba og Kúrda og þingmenn, sem aðhyllast verald- arhyggju í stjórnmálum, hafa ekki farið leynt með óánægju sína með störf Jaafaris, á sama tíma og æ fleiri flokksbræður hans hafi lagt til að hann segi af sér embætti. Segir vitnum hafa verið mútað                                      ! "         #$%&   #$%%                                   ! !    "         ' #$%%   #$$$   % %  %  & (" '  ! ! ( !     )  &  *+ (  *                           (   ,-.  % )          !      !% *! #$%+ /  %      , 0 1 2 314 25 657 1 '0    )   (   ,#$ -  . London. AP. | Fregnir af ósætti Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Gordons Brown fjármálaráð- herra, sem þykir líklegur til að taka við af Blair, hafa enn á ný farið á flug síðustu daga. Þeir Blair og Brown komu hins vegar fram saman opin- berlega í gær, þegar Verkamanna- flokkurinn kynnti stefnuskrá sína vegna komandi sveitarstjórnarkosn- inga, og reyndu þannig að kveða nið- ur slíkan orðróm. Grannt verður fylgst með gengi Verkamannaflokksins í þessum kosningum, en hugsanlegt er talið að úrslit þeirra hafi áhrif á það hvenær Blair víkur sæti. Helmingur vill að Blair hætti Tæpur helmingur Breta telur að Blair eigi að hætta áður en árið er liðið. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun á afstöðu kjósenda til forsætisráðherrans, sem hefur sjald- an eða aldrei verið óvinsælli. Samkvæmt könnuninni, sem var birt í dagblaðinu The Times, telja 34 prósent Breta að Blair eigi að hætta þegar í stað, en 13 prósent að hann eigi að hætta fyrir árslok. Snúa bökum saman Reuters Tony Blair og Gordon Brown koma til höfuðstöðva Verkamannaflokks- ins í London í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.