Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Það er mikill gangur í sýn-ingum Leikfélags Akureyr-ar í vetur. Fullkomið brúð- kaup hefur slegið öll fyrri aðsóknarmet leikfélagsins og er nú komið suður í Borgarleikhúsið og virðist ætla að gera það gott þar ekki síður en fyrir norðan. Litla hryllingsbúðin var frum- sýnd við mikinn fögnuð og stendur undir væntingum; rómantískur söngleikur með hryllingsívafi og tónlistin er löngu búin að sanna sig og sannar sig einu sinni enn. Þarna á milli skaust svo Mar- íubjallan, nýlegt dramatískt verk frá Rússlandi, sem gerði það sem því var ætlað að gera; skapa ein- hvers konar mótvægi við létta dag- skrá LA að öðru leyti, en því var greinilega ekki ætlað að ganga nema í ákveðinn tíma, sýningum lauk þegar Hryllingsbúðin var tilbúin til frumsýningar.    Leikhússtjórinn Magnús GeirÞórðarson hefur einnig brydd- að upp á ýmsum öðrum nýjungum í rekstri leikhússins, gert unga fólk- inu á Akureyri auðveldara um vik með aðgang að leikhúsinu með lækkuðu miðaverði, áskriftar- kortum fyrir ungt fólk í og með í samstarfi við banka og önnur fyr- irtæki. Þetta er auðvitað hárrétt hugsað þar sem Akureyri er full af ungu fólki, sérstaklega yfir vetr- artímann, þar sem eru Mennta- skólinn, Verkmenntaskólinn og Há- skólinn; sannkallaður háskólabær þar sem leikhúsið fær verðugt hlut- verk sem miðpunktur menningar- lífs og afþreyingar í bæjarlífinu. Bæjaryfirvöld gera vel í því að koma auga á mikilvægi Leikfélags- ins í þessu samhengi og styðja það með ráðum og dáð og efla starfsemi þess svo Akureyri standi undir nafni sem hraðvaxandi bær menn- ingar og menntunar.    Leikfélag Akureyrar er eina at-vinnuleikhúsið utan höfuð- borgarsvæðisins og hefur staðið undir nafni allt frá því í byrjun átt- unda áratugarins er framsýn bæj- arstjórn í samstarfi við forkólfa Leikfélags Akureyrar ákvað að stíga skrefið til fulls og gera leik- félagið að atvinnuleikhúsi. Rætur LA standa þó engu að síð- ur traustum fótum í áhugaleik- starfseminni á Eyjafjarðarsvæðinu og hefur Leikfélagið orðið eins konar þungamiðja þeirra blómlegu starfsemi og fjölmörgu leikfélaga sem þar hafa vaxið og dafnað í skjóli við nálægðina af atvinnuleik- húsinu. Það fór nefnilega ekki eins og ýmsir töldu að áhugaleiklistin myndi dofna ef komið væri á fót at- vinnuleikhúsi í hjarta héraðsins. Þetta á að sjálfsögðu jafnt við um aðrar listgreinar; list elur af sér list og hvetur almenning til að taka þátt og njóta á sem fjölbreyttastan hátt.    Ekki má svo gleyma hinummargnefndu margfeldis- áhrifum af listsköpuninni þar sem alls kyns verslun og þjónusta dafn- ar í kjölfarið og væri gaman ef ein- hver reiknaði út hvað Leikfélag Ak- ureyrar er búið að skapa miklar tekjur fyrir bæjarfélagið bara í vet- ur með því að taka vel á annan tug þúsunda áhorfenda inn á sýningar sínar. Þetta er sú tegund af reikn- ingsdæmi sem gjarnan gleymist að reikna þegar horft er ofsjónum yfir þeim opinberum fjármunum sem lagðir eru í listsköpun af öllu tagi; til að skapa list, hvort sem er leik- list, bókmenntir, tónlist, myndlist eða hvaðeina, þarf alls kyns aðföng og þjónustu svo aurarnir dreifast víða og meiri fjármunir skipta um hendur en lagðir voru til í upphafi. Menningartengd þjónusta og ferða- mennska er ekki eingöngu bundin við byggðasöfn og sumarsýningar heldur er hún sífellt í gangi þar sem á annað borð er skapaður frjór jarðvegur fyrir listsköpun af ein- hverju tagi. List er atvinnuskapandi ’Þetta er sú tegund afreikningsdæmi sem gjarnan gleymist að reikna þegar horft er ofsjónum yfir þeim op- inberum fjármunum sem lagðir eru í listsköpun af öllu tagi.‘ Morgunblaðið/Kristján Starfsemi Leikfélags Akureyrar er með miklum blóma í vetur. havar@mbl.is AF LISTUM Hávar Sigurjónsson Í TILEFNI af 250 ára afmælisári Mozarts verða tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands tileinkaðir honum í kvöld. Með hljómsveitinni syngur Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Á efnisskrá eru: Tveir þættir úr Sálu- messu eftir Joseph Eybler, Toten- feier eftir Gustav Mahler og Sálu- messa eftir afmælisbarnið sjálft, Wolfgang Amadeus Mozart. „Aðalástæða þessara tónleika er afmælisár Mozarts og að páskarnir eru á næsta leiti,“ segir Petri Sakari. „Fyrir utan Sálumessu Mozarts mun- um við spila fyrsta hlutann af annarri sinfóníu Gustavs Mahler en hún hef- ur aldrei verið leikin hér á landi, ekki frekar en Sálumessa Eybler sem er nokkuð öðruvísi en margar slíkar.“ Sakari segir þetta ekki vera mjög þunga tónlist og að það séu margir hraðir kaflar í verkunum. „Það er gott að hafa Hamrahlíðarkórana með Sinfóníunni, sérstaklega þar sem þetta eru mjög góðir kórar, með ung- um röddum.“ Ásamt kórunum koma fram ein- söngvaranir Hanna Dóra Sturludótt- ir, Alina Dubik, Jónas Guðmundsson og Kouta Räsänen. „Ég vildi hafa ein- söngvara sem væru ekki of léttir, sér- staklega fyrir Sálumessu Eybler þar sem þarf stórar og dramatískar radd- ir. Ég kynni með ánægju til leiks finnska einsöngvarann Kouta Räs- änen. Hann er mikill bassi og syngur í þjóðaróperunni í Finnlandi,“ segir Sakari sem tekur við Sinfóníu- hljómsveitinni í Turkuu í Finnlandi á næsta ári. Stórkostleg tónmál „Sálumessa Mozarts er áhrifamik- ið og afar fagurt verk. Það er sann- arlega ánægjulegt að Sinfóníu- hljómsveit Íslands skuli treysta ungu fólki fyrir svo verðugu verkefni á af- mælisári tónskáldsins,“ segir Þor- gerður Ingólfsdóttir en Hamrahlíð- arkórarnir syngja sálumessurnar tvær á tónleikunum í kvöld. „Sálu- messa Eyblers, sem var sam- tímamaður og kunningi Mozarts, er nærri óþekkt verk og það er for- vitnilegt að kynnast því.“ Sálumessa Mozarts varð hans sein- asta verk og honum entist ekki aldur til að ljúka því en nemandi hans, Süssmayr, lauk verkinu að honum látnum. „Sálumessa Mozarts er með- al allra þekktustu verka hans. Mús- íkin fylgir innihaldi þessara fornu texta meistaralega vel og sterkar andstæður textans verða svo skýrar. Við heyrum innilegu bænina fyrir hinum látna, lúður dómsdagsins gell- ur, við skynjum vítislogana og heyr- um ákall mannkyns um frið. Það snertir við sálinni að heyra 125 ung- menni biðja um ljós og frið á þessu stórkostlega tónmáli,“ segir Þorgerð- ur. Morgunblaðið/Ásdís Petri Sakari hljómsveitarstjóri ásamt einsöngvurunum Hönnu Dóru Sturludóttur, Alina Dubik, Jónasi Guðmunds- syni, Kouta Räsänen og Hamrahlíðarkórunum, sem koma fram í Háskólabíói í kvöld. Tónlist | Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hamrahlíðarkórarnir flytja sálumessur eftir Mozart og Eybler „Snertir við sálinni“ Morgunblaðið/Ásdís Vel á annað hundrað ungmenni syngja á tónleikunum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tónleikarnir hefjast í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. KANSÓNUR úr suðri og norðri er yfirskrift hádegistónleika Íslensku óperunnar í dag. Þar syngur Kolbeinn Jón Ketilsson tenór lög frá Ítalíu, Noregi, Svíþjóð og Íslandi við und- irspil Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur píanóleikara. Kolbeinn hefur starfað mikið er- lendis undanfarin ár og komið fram í óperuhúsum í m.a. Þýskalandi, Belg- íu, Austurríki, Sviss, Frakklandi og Portúgal. Í byrjun síðasta árs söng hann hlutverk Radames í Aidu, sem var opnunarsýningin í nýja óperuhús- inu í Kaupmannahöfn. Kolbeinn kem- ur nú fram á Íslandi eftir þó nokkuð hlé. „Ég er í Gautaborg núna að syngja í Fidelio eftir Beethoven, ég á eftir þrjár sýningar og síðan kem ég aftur hingað til lands til að æfa fyrir Galdraskyttuna eftir Weber sem Sumaróperan sýnir á Listahátíð í Reykjavík. Auk þess syng ég líka með Rússibönunum 23. maí á vegum Listahátíðar,“ segir Kolbeinn sem augljóslega hefur í mörgu að snúast. „Í haust syng ég svo í óperunni Les Troyens eftir Berlioz hjá Parísaróper- unni. En ég verð óvenjulega mikið hér á Íslandi í vor og byrjun sumars. Ég fékk tilboð um að syngja í Rínargull- inu eftir Wagner í Lissabon nú í sum- ar en ég ákvað að taka því ekki því það var svo langt síðan ég hafði sungið hér á landi. Það er mér mjög mikilvægt að halda tengslum við land og þjóð.“ Kolbeinn segir tónleikana í dag vera einstaklega stóra stund hjá sér því hann hafi ekki sungið tónleika í um tíu ár og sé því spenntur fyrir hvernig til takist. „Ég hef verið að þvælast mikið á Ítalíu og um Skandinavíu og kem alltaf heim öðru hverju svo mér datt í hug að setja efnisskrána saman úr lögum frá þessum löndum,“ segir Kolbeinn sem ætlar að tengja efnis- skrána veðrum, vindum og árstíð- unum og þá sérstaklega vorinu sem hann vonar að sé á leiðinni. „Þetta verða léttir og skemmtilegir tónleikar í hádeginu.“ Tónleikarnir hefjast í Óperunni kl. 12.15 og standa yfir í um fjörutíu mín- útur. Tónlist | Kolbeinn Jón Ketilsson syngur á hádegistónleikum Óperunnar Efnisskrá veðra, vinda og árstíða Morgunblaðið/Eyþór Kolbeinn Jón Ketilsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BRAGI Ólafsson hefur ákveðið að ganga til sam- starfs við Eddu útgáfu um að næstu verk hans komi út hjá Eddu. Jafnframt mun Edda sjá um sölu, dreif- ingu og endur- útgáfur á eldri verkum hans, og réttindasölu þeirra erlendis. Bragi hefur um árabil gefið verk sín út hjá bókaforlaginu Bjarti. Bragi hefur lengi verið í fremstu röð rithöfunda og skálda. Hann var einn af stofnendum Sykurmolanna og Smekkleysu, en hefur um árabil helgað sig nær eingöngu rit- störfum. Bragi Ólafs- son til Eddu Bragi Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.