Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
„... og vaknaði svo í morgun alveg hress.Var að tryggja mér miða á U2 í sumar.
ÓMÆGOD!!! Það verður svo mikil snilld. Pabbi kemur líka, en það verður bara
SAMT GEEEGT!“
Blog.is
1. Repúblikanaflokkurinn í Banda-
ríkjunum er oft til einföldunar
skammstafaður G.O.P. Fyrir
hvað stendur skammstöfunin?
2. Lagið „Crazy“ komst í fyrsta
sæti breska vinsældalistans um
síðustu helgi. Hvað heitir hljóm-
sveitin sem samdi lagið og hvað
afrekaði það fyrst allra laga?
3. Hvert er talið vera eitt mesta
verk danska heimspekingsins
Sörens Kierkegaard og hvar er
hægt að ganga á texta heimspek-
ingsins um þessar mundir í
Reykjavík?
4. Nokia er eitt frægasta vöru-
merki heims á sviði símaþjón-
ustu en hvaðan kemur nafnið
upprunalega og hvar eru höf-
uðstöðvar fyrirtækisins í Finn-
landi?
5. Karl Lagerfeld er einn þekktasti
hönnuður í heimi. Nefndu tvær
fatalínur sem hann hannar og
borgirnar sem hann sýnir lín-
urnar í.
6. Með hvaða spænska knatt-
spyrnuliði leikur Diego Forlan
og frá hvaða landi er hann?
7. Hver er næststærsta borg Eng-
lands?
8. Hvert er leyniorðið sem dr. Bill
Harford þarf að fara með til þess
að komast inn í „veisluna“ í kvik-
myndinni Eyes Wide Shut frá
árinu 1999?
9. Við hvaða bókmenntir er Carl
Barks helst tengdur?
10. Í St. Pétursborg í Rússlandi er
listasafn sem margir telja eitt af
þremur merkustu söfnum ver-
aldar og iðulega er nefnt í sömu
andrá og Louvre í París og
Metropolitan í New York. Hvað
heitir safnið og í hvaða byggingu
er það staðsett?
Sjónvarp | Úrslitaviðureign Gettu betur fer fram í kvöld
Spurt að leikslokum
Úrslitaviðureignin í Gettu betur fer fram í Sjónvarpinu í kvöld en þar eigast við lið Menntaskólans á Akureyri og Verzlunarskóla
Íslands. Keppnin hefur um árabil verið eitt vinsælasta sjónvarpsefnið í íslensku sjónvarpi og keppnin í ár er engin undantekn-
ing. Í undanförnum viðureignum hafa bæði lið sýnt mikið baráttuþrek, herkænsku og yfirburðaþekkingu á allflestum sviðum og
því má reikna með harðri viðureign í kvöld. Til að hita bæði keppendur og áhorfendur upp fyrir átökin lagði Morgunblaðið
nokkrar laufléttar spurningar fyrir fulltrúa liðanna og það mátti varla tæpara standa.
Svör: 1. Grand Old Party 2. Gnarls
Barkley, komst á toppinn fyrir til-
stilli niðurhals á netinu 3. Either/
Or (Enten/Eller), Kjarvalsstaðir 4.
Fyrirtækið er nefnt í höfuðið
ábænum Nokia í Finnlandi, Espoo
(Helsinki) 5. Chanel í París/Fendi í
Mílan/Karl Lagerfeld í New York 6.
Villareal, Úrúgvæ 7. Birmingham
8. Fidelio 9. Andrés Önd 10.
Hermitage, Vetrarhöllin.
1. Grand Old Party (Rétt)
2. Pass
3. Pass
4. Í höfuðið á stofnanda fyrirtæk-
isins, Helsinki (1/2)
5. Ertu ekki að grínast? Pass
6. Pass
7. Birmingham (Rétt)
8. Pass
9. Andrés Önd (Rétt)
10. Vetrarhöllin (1/2)
Ásgeir Berg hafði skammstöfun
Repúblikanaflokksins á reiðum
höndum en þess má geta að
þrátt fyrir þetta viðurnefni
flokksins er Demókrataflokk-
urinn eldri svo munar rúmlega
hálfri öld. Höfuðstöðvar Nokia
eru reyndar í Espoo í Finnlandi
en bærin telst til Stór-Helsink-
issvæðisins og fær hann því rétt
fyrir það. Eins og sést átti Ás-
geir ekki von á tískuspurningu
en hefði e.t.v. átt að skjóta á að
Lagerfeld nefndi að minnsta
kosti eina línuna eftir sjálfum
sér. Birmingham kom eins og
skot, Andrés Önd líka en Ásgeir
flaskaði á Hermitage og endaði
því með fjögur stig.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lið MA: Magnús Þór Óskarsson, Ásgeir Berg Matthíasson og Tryggvi Páll
Tryggvason.
Stig: 4
Ásgeir Berg Matthíasson
1. Government Organization Party
2. Pass
3. Pass, Norræna húsinu
4. Pass, Turku
5. Chanel í París og Lagerfeld í
Mílanó (3/4)
6. Villareal, Argentínu (1/2)
7. Birmingham (Rétt)
8. Pass
9. Andrés Önd (Rétt)
10. Hermitage, Vetrarhöllin (Rétt)
Árni var ekki alveg kominn í
spurningagírinn í 1. spurning-
unni enda ekki mikið vit í
svarinu ef rýnt er í. Næstu þrjár
spurningar fóru einnig fyrir lítið
en í 5. spurningu hrökk hann í
gang. Eins og sönnum Verzlingi
sæmir vefst tískan ekki fyrir
honum og úr varð að hann hafði
¾ rétta. Lið Forlans kom um leið
en þjóðerni kappans vafðist fyrir
honum. Borgin kom eins og skot
og eftir smá umhugsun tengdi
hann Carl Barks við Andrés
Önd. Nú reyndi á því Árni varð
að svara báðum liðum rétt til að
komast yfir Ásgeir. Það gerði
hann og hafði sigur. En það
mátti ekki tæpara standa.
Morgunblaðið/Kristinn
Lið Verzló: Ásgeir Erlendsson, Árn Már Þrastarson og Hafsteinn Gunnar
Hauksson.
Árni Már Þrastarson
Verzlunarskólinn
í Reykjavík
Stig: 4 ¼ 10.
8.
6.
5.
4.
Menntaskólinn
á Akureyri
2.