Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 14
STOFNVÍSITALA þorsks hefur lækkað um 15% frá mælingunni 2005 og er nú svipuð og árin 2002 og 2003. Mæliskekkja vísitölunnar var svipuð og árið 2005 en talsvert minni en 2004. Líkt og í síðustu stofnmælingu bendir lengdardreifing þorsksins til að árgangar 2001 og 2004 séu mjög lé- legir, 2003 árgangurinn frekar léleg- ur og árgangur 2002 nærri meðallagi. Fyrsta mæling á 2005 árganginum bendir til að hann sé nærri meðallagi. Þetta eru fyrstu niðurstöður úr stofnmælingu Hafrannsóknar, svo- kölluðu togararalli, á helztu tegund- um nytjafiska við landi. Því lauk í marsmánuði. Mest fékkst af þorski á Halamið- um, djúpt út af Norður- og Norðaust- urlandi og í Hvalbakshalla fyrir suð- austan land. Holdafar þorsksins var heldur lakara en árið 2005 og undir meðaltali áranna frá 1993 þegar vigt- anir hófust. Loðna fannst víða í þorskmögum en mest út af Vestfjörð- um. Ekki er beint samband á milli stofnvísitölu þorsks í stofnmælingu og viðmiðunarstofns fjögurra ára og eldri sem notaður er í aflareglu til að reikna aflamark. Miðað við síðustu út- tekt á stærð þorskstofnsins mátti gera ráð fyrir að stofnvísitala mældist nú eitthvað lægri en á síðasta ári. Þó er lækkunin heldur meiri en reiknað var með en vel innan skekkjumarka. Endanlegt stofnmat byggist á vísitöl- um á fjölda fiska eftir aldri og fjölda landaðra fiska eftir aldri og mun liggja fyrir í byrjun júní. Ýsa Stofnvísitala ýsu var há, líkt og síð- ustu þrjú ár. Mæliskekkjan í stofn- vísitölunni er eins og árin 2004 og 2005 hlutfallslega lítil, sem skýrist af mjög jafnri útbreiðslu ýsunnar. Lengdardreifing ýsunnar bendir til að árgangar 2004 og 2005 séu undir meðallagi en árgangur 2003 mældist mjög stór líkt og í síðustu tveimur stofnmælingum. Ýsan veiddist allt í kringum land en mest á grunnslóð út af Vestfjörðum og Norðurlandi og við suðvestanvert landið. Holdafar ýs- unnar var lélegt, einkum stóra ár- gangsins frá 2003. Talsvert fannst af loðnu í ýsumögum út af Vestfjörðum og við suðurströndina. Gullkarfi Stofnvísitala gullkarfa var lægri en árin 2003–2005 en þau ár var hún há miðað við fyrri ár. Árin 2003 og 2004 var óvissan í mælingunni hinsvegar mikil þar sem tiltölulega mikið af karfaaflanum kom á fáum stöðvum. Stofnvísitala gullkarfa var í lágmarki árin 1991–1995 en hefur hækkað nokkuð síðan. Flatfiskar Stofnvísitala skarkola var svipuð og árin 2004 og 2005, en er nú ein- ungis rúmur fjórðungur af því sem hún var í upphafi ralls. Vísitala sand- kola hefur lækkað hratt frá 2003 og var í ár sú lægsta frá upphafi. Vísitala þykkvalúru mældist sú hæsta frá upphafi stofnmælingarinn- ar og vísitala langlúru sú næst hæsta. Vísitala ufsa hefur farið hækkandi frá 2001 og var nú svipuð og árin 2004 og 2005. Vísitala steinbíts var nær óbreytt frá síðustu tveimur árum en þessi ár hefur hún verið með því lægsta frá upphafi stofnmælingarinn- ar. Stofnvísitölur keilu og löngu hafa farið hækkandi síðustu ár og hafa ekki verið hærri síðan 1989. Hitastig Hitastig sjávar við botn mældist hátt allt í kringum landið. Sjávarhiti fyrir austan og sunnan land mældist hærri en árið 2005 en nokkru lægri en 2003. Fyrir norðan og norðvestan land var sjávarhiti með hærra móti líkt og árin 2003–2005. Tillögur um aflamark kynntar í byrjun júní „Niðurstöður mælingarinnar sem hér eru kynntar til bráðabirgða eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi nytjastofna við landið. Stofn- mælingin í ár gefur svipaða mynd og stofnmælingar áranna 2004 og 2005 hvað varðar magn og útbreiðslu flestra nytjastofna og staðfestir þær breytingar sem hafa sést á undan- förnum árum. Þessa dagana stendur yfir frekari úrvinnsla gagna svo sem aldursgreining helstu tegunda. Loka- úttekt á niðurstöðum og tillögur Haf- rannsóknastofnunarinnar um afla- mark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í byrjun júní næstkomandi,“ segir í frétt frá Hafrannsóknastofn- un. Stofnmæling botnfiska á Íslands- miðum, togararall, fór fram í 22. sinn dagana 1.–18. mars síðastliðinn. Fjór- ir togarar voru leigðir til verkefnisins: Páll Pálsson ÍS, Ljósafell SU, Brett- ingur NS og Bjartur NK. Auk þess var rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson við tilraunir í tengslum við togararall. Alls var togað á 557 rall- stöðvum allt í kringum landið. Aldursgreiningu fiska og úrvinnslu gagna er ekki lokið. Stofnvísitala þorsks lækkar um 15% Þorskárgangur síðasta árs virðist í meðallagi stór Stofnvísitala gullkarfa 1985 til 2005. Skyggða svæðið sýnir mæliskekkju, það er að 95% líkur eru á að endurtekin mæling lendi innan svæðisins. Stofnvísitala þorsks 1985 til 2005. Skyggða svæðið sýnir mæliskekkju, það er að 95% líkur eru á að endurtekin mæling lendi innan svæðisins. Stofnvísitala ýsu 1985 til 2005. Skyggða svæðið sýnir mæliskekkju, það er að 95% líkur eru á að endurtekin mæling lendi innan svæðisins. 14 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Heilsárshús í fallegu umhverfi í næsta nágrenni við Gullfoss og Geysi. Höfum til leigu 8 ný ca 100 fm heilsárshús við Geysi í Haukadal. Húsin eru öll ný og standa við nýjan 9 holu golfvöll sem tekinn verður í notkun vorið 2006. Húsin leigjast út fullbúin til minnst eins árs í senn. Stutt er í alla afþreyingu á svæðinu, hestaleiga, fjórhjólaferðir, vélsleðaferðir, flúðasiglingar og frábærar gönguleiðir í Haukadalsskógi. Á Hótel Geysi, sem er í göngufæri við húsin, er sundlaug, heitir pottar, veitingastaðir og bar. Frá Reykjavík og austur að Geysi eru 100 km, u.þ.b. klukkutíma akstur og í næsta nágrenni er Reykholt, Flúðir og Laugarvatn. Allar fyrirspurnir sendist á melhaed@islandia.is Sími 892 0566. FYRIRTÆKI - FÉLAGASAMTÖK Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 STÓRAGERÐI – SÉRHÆÐ www.lundur. is • lundur@lundur.is Björt, rúmgóð og töluvert endurbætt 141 fm neðri sérhæð ásamt 30 fm bílskúr, samtals 171 fm, í fallegu þríbýlishúsi sem er teiknað af Sigvalda Thordarson. M.a. fremri forstofa, hol, gestasnyrting, stofa, borðstofa og á sér gangi eru 3-4 herbergi og flísalagt baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Tvennar svalir. Gróinn garður. Verð 43,7 millj. Bílar á morgun 200 milljónir kr. í úrvinnslusjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.