Morgunblaðið - 06.04.2006, Side 4

Morgunblaðið - 06.04.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á ESSO STÖÐINNI Svangur? ÍSLENSKAR stúlkur lentu í kúlna- hríð á hóteli í úthverfinu Malden skammt fyrir utan Boston fyrir rúmri viku. Sigrún Helgadóttir gisti ásamt þremur vinkonum sínum á hótelinu. Stúlkurnar vöknuðu við umgang fyrir utan dyrnar sínar, ein- hver knúði dyra en þær fóru ekki til dyra og skömmu síðar heyrðu þær þrjá skothvelli. Ein kúlan lenti í hurðinni á herbergi þeirra og önnur fór í gegnum gluggakarm en ekki er vitað um afdrif þriðju kúlunnar. Stúlkurnar lögðust á gólfið og óttuð- ust að stór gluggi sem þær sváfu undir myndi brotna. Byssumennirnir hurfu á brott og lögreglan kom skömmu síðar og tók skýrslu af stúlkunum. Sigrún hefur verið au-pair-stúlka hjá fjölskyldu í Hampton í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum í sjö mánuði og fékk hún þrjár bestu vinkonur sínar í heimsókn. „Við vor- um á ódýru tveggja hæða hóteli með svalagangi og vöknuðum við að það var bankað fast á dyrnar,“ sagði Sig- rún. „Svo komu allt í einu þrjú byssu- skot og maður vissi ekkert hvað var að gerast.“ Síðar kom í ljós að þarna voru nokkrir grímuklæddir menn á ferð. Þurftu stúlkurnar að skipta um herbergi því lögreglan tók hurðina með sér til rannsóknar og tók Sigrún fram að stúlkurnar hefðu fengið „skotnóttina“ endurgjaldslaust. Lög- reglan undraðist hvað fjórar stúlkur frá Íslandi væru að gera í Malden á svo ódýru hóteli. Sigrún sagði að það hefði verið í sparnaðarskyni og að lögreglan hefði sagt: „Maður fær það sem maður borgar fyrir.“ Íslenskar stúlkur í kúlna- hríð utan við Boston „ÞÓTT maður sé kannski gráðugur í fiskinn, þá vill maður helst ekki lenda á botninum fyrir hann,“ sagði Jón Magnússon, skipstjóri á línu- bátnum Friðfinni ÍS 105 frá Flateyri, einum hinna þriggja báta sem komust klakklaust í land í gær eftir hörkulegar aðstæður á sjó, sambandsleysi og mikla ísingu. Bátarnir hættu veiðum vegna storms og leituðu til lands, en þrátt fyrir hauga- sjó, 5 metra ölduhæð og norðanstorm, var hins vegar mesti vandinn fólginn í ísingunni sem ein- angraði loftnetin og hindraði eðlilegt samband við land. „Loftnetin fyrir sjálfvirku tilkynningaskylduna ísuðu hjá okkur og það var ekki hægt að senda mann út til að berja af þeim vegna veðurs,“ sagði Jón. „Það var vitlaust veður, hrein norðanátt með 20 metrum á sekúndu. Á heimleiðinni fengum við á okkur hnút svo GPS áttavitinn datt út í smá- stund þannig að við þurftum að handstýra bátnum á meðan.“ Jón telur að ölduhæðin hafi verið um 5 metrar og brot. „Þetta var smáskælingur en hættan var aldrei mikil.“ Bátarnir þrír voru um 8 mílur frá landi þegar þeir héldu til Þingeyrar. „Við ætluðum fyrst að reyna að komast til Flateyrar en gáfumst upp á að sigla á móti vindinum. Því tókum við stefnuna inn á Þingeyri með ölduna á hlið. Þetta eru það góðir bátar að siglingin gekk vel en aftur á móti var að- alvandamálið fólgið í ísingunni. Það náðist illa samband við okkur en hitt var ekkert alvarlegt.“ Jón segir það næsta furðulegt að lenda í svona vetrarhríð í vetrarlok. „Þegar hann ætti nú að vera að sprengja af sér veturinn þá erum við að berjast í ísingu og kolvitlausu veðri. Það er búið að vera blíða nánast í allan vetur.“ Friðfinnur ÍS 105 var með rúm 4 tonn af afla þegar hann sigldi í land og sagði Jón að ekki hefði komið til álita að reyna að auka aflann í storm- inum, heldur koma sér í land. „Við hættum allir þrír að draga vegna veðurs. Það var ekki hægt að hanga í því lengur.“ „Maður vill helst ekki lenda á botninum“ HÁ glæpatíðni er í Malden, úthverfi Bostonborgar, sérstaklega rán og líkamsárásir. Á vefsíðunni www.malden.areaconnect.com/ crime eru birtar tölur yfir af- brotatíðni í Malden á árinu 2004. Íbúar þar eru rúmlega 5.600 en fram kemur að framdir voru 411 of- beldisglæpir í Malden á árinu 2004 og voru þeir mun algengari en sem nemur meðaltali á landsvísu í Bandaríkjunum. Morð í Malden eru nokkuð undir meðaltali en skráð var 281 líkamsárás, sem er langt yf- ir meðaltali glæpa á hverja 100 þús- und íbúa í Bandaríkjunum. Nauðg- anir og rán voru einnig mun tíðari miðað við íbúafjölda en meðaltal þeirra glæpa meðal Bandaríkja- manna. Ofbeldisglæpir algengir í Malden „ÞETTA gekk mjög vel og við er- um alveg sátt við ákvörðun um rýmingu,“ sagði Margrét Gunn- arsdóttir á Bolungarvík sem býr við Dísarland en hún var meðal þeirra sem rýmdu hús sín vegna snjóflóðahættu íTraðarhyrnu í gær. Flutti hún sig ásamt fjöl- skyldu sinni yfir í autt hús ætt- ingja á meðan viðbúnaðarstig er í gangi. Íbúar við Dísarland og Traðarland í sex húsum rýmdu hús sín og átti rýmingu að vera lokið fyrir kl. 21 í gærkvöldi. Kafasnjór er á Bolungarvík og var vonskuveður og snjókoma í bænum í gær. Sagði Margrét að fólk færi aftur heim til sín þegar hríðinni slotaði og hættuástandi yrði aflýst. Sagði hún að þótt vissulega hafi hvarflað lauslega að henni að hugsanlega þyrfti að rýma hús, hafi ákvörðun sýslu- manns samt komið á óvart síð- degis í gær. „Maður bjóst ekki við þessu fyrr en þá kannski á morgun [fimmtudag],“ sagði hún. Þar sem stutt er í sumardaginn fyrsta hljómar nokkuð ein- kennilega þegar snjóflóðahættu er lýst yfir, ekki síst eftir jafn- snjólausan vetur og raun ber vitni. En það er samt ekki nýtt fyrir Bolvíkinga, að sögn Mar- grétar, því grípa hefur þurft til rýmingar í bænum vegna snjó- flóðahættu um páska. „Meðan snjóar í vestan- og hánorðanátt eigum við von á þessu. En þetta er mesti snjór sem komið hefur í vetur.“ Margrét sagði það töluverða fyrirhöfn að rýma hús sitt, ekki síst þegar flust er í autt hús í eigu ættingja eins og hún og fjöl- skylda hennar gerði. Muna þurfi eftir öllum vinnufötum fyrir morgundaginn og e.t.v. næstu daga að ógleymdum skólafötum fyrir börnin. Mat þurfi líka að taka með sér þar sem ekki verði skroppið sisona í klukkubúð. „Þegar maður fer inn í tóm hús, þarf maður að hafa eitthvað með sér,“ sagði hún. Sátt við rýmingu en ákvörðunin kom á óvart Óveður var á Fróðárheiði og einnig stormur í Staðarsveitinni. Á Vest- fjörðum er Klettsháls ófær og flestir vegir á norðanverðum fjörðunum þar sem ekki er ferðaveður. Þá var stórhríð í Strandasýslu í gær. Þær upplýsingar fengust hjá lög- reglunni á Blönduósi í gærkvöldi að björgunarsveitir hafi verið ræstar út til að aðstoða fólk sem ekið hafði út af vegum og lent í vandræðum. Óveður og vetrarófærð víða um land Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SPÁÐ var versnandi veðri, stormi með ofankomu á Vestfjörðum og var reiknað með að færð myndi spillast á Norðurlandi og síðar Norðaustur- landi í nótt sem leið og nú undir morgun, fimmtudag. Veðurstofan varar við mjög hvassri norðvestanátt og sviptivindum sunnan Vatnajökuls fyrri hluta dags í dag. Víða á norðanverðu landinu var óveður og versnandi færð í gær. Björgunarmennirnir Ari Jóhannsson, Guðjón Flosason og Guðjón Jóhann Jónsson áttu ásamt félaga sínum mikinn þátt í björgun fólksbílsins á Súða- víkurvegi í gær. Þeir sluppu allir naumlega þegar snjóflóð féll á bílana. Vinkonur frá vinstri: Katrín Diljá Jónsdóttir, Margrét Malena Magnús- dóttir, Sigrún Helgadóttir og Svanhildur Sif Halldórsdóttir. TALSVERÐUR viðbúnaður var sett- ur í gang í gær vegna þriggja línubáta á veiðum við Kópsnes úti fyrir Arn- arfirði sem þurftu frá að hverfa vegna óveðurs og leita til lands í haugasjó og kafaldsbyl. Óskuðu bátarnir eftir að sérstaklega yrði fylgst með þeim á heimstíminu en samband þeirra við Vaktstöð siglinga rofnaði vegna ísing- ar á fjarskiptaloftnetum. Mjög hvöss norðanáttin gerði það að verkum að bátarnir ákváðu að hætta veiðum og koma sér í land en ekki var þó lýst yfir neyðarástandi. Vegna óstöðugs sam- bands við bátana létu varðstjórar í Vaktstöðinni athuga hvaða skip voru nærstödd og úr varð að togarinn Páll Pálsson var beðinn um að hífa trollið inn og halda í átt til bátanna, sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni. Togarinn var þá staddur 30 sjómílur vestur af Kópanesi. Einnig var kannað í sjálfvirka tilkynningar- kerfinu hvaða skip voru í nærliggj- andi höfnum á Vestfjörðum. Að beiðni Vaktstöðvar siglinga leysti áhöfn togbátsins Gunnbjarnar ÍS-302, sem var nýkominn inn til Flateyrar, landfestar og hélt til móts við bátana. Fiskiskipið Bjarni Gísla- son, sem statt var á Patreksfjarðar- flóa, gerði slíkt hið sama. Vaktstöð siglinga setti einnig björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum í viðbragðsstöðu, þ.m.t. áhafnir björgunarbátanna Gunnars Friðrikssonar á Ísafirði og Varðar á Patreksfirði. Áhöfn Varðar færði sig yfir í togbátinn Vestra frá Patreks- firði sem talinn var henta betur til að- gerða vegna veðurs og beið átekta. Áhafnir björgunarbátanna létu Vakt- stöð siglinga vita að kolvitlaust veður væri á Patreksfirði og Ísafirði. Vegna veðurs og ísingarhættu var ekki talið Viðbúnaður vegna línubáta í haugasjó ráðlegt að senda Sif, björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, af stað enda hafði neyðarástandi ekki verið lýst yf- ir. Varðskipið Ægir, sem statt var við sunnanvert Snæfellsnes, var hins vegar sent áleiðis norður yfir Breiða- fjörðinn. Skipstjórar bátanna reyndu að vera í samfloti og miðaði þeim hægt og örugglega í átt að mynni Dýra- fjarðar. Samband náðist við þá af og til. Um kl. 13:30 voru bátarnir komnir í rólegri sjó í mynni Dýrafjarðar og smám saman var dregið úr viðbúnaði. Upp úr kl. 14:30 höfðu bátarnir náð höfn á Þingeyri heilu og höldnu. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.