Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞINGMENN
stjórnarandstöð-
unnar gagnrýndu
á Alþingi í gær
stjórnvöld fyrir
ónógt samráð við
utanríkismála-
nefnd þingsins
um gang varnar-
viðræðna við
Bandaríkjamenn.
Geir H. Haarde utanríkisráðherra
svaraði því hins vegar til að gagn-
rýnin væri ósanngjörn og vísaði
henni á bug. „Það hefur ekkert
gerst í þessu máli sem er þess eðlis
að það kalli á ásakanir af þessu tagi
hér enda er þetta mál í þeim farvegi
sem það er núna – á frumstigi.“
Össur Skarphéðinsson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar og málshefj-
andi umræðunnar, sagði að ríkis-
stjórninni bæri lögum samkvæmt
að hafa samráð við utanríkismála-
nefnd þingsins um meiriháttar mál
sem vörðuðu utanríkisstefnuna.
„Síðastliðinn föstudag hófust samn-
ingaviðræður á milli Bandaríkja-
manna og Íslendinga. Það hafa
komið mjög misvísandi skilaboð úr
þeim viðræðum. Utanríkisráðherra
kvaðst mjög bjartsýnn eftir þær
viðræður en forsætisráðherra sagði
að ekkert nýtt hefði komið fram.“
Össur sagði einnig ljóst að skoð-
anamunur væri á milli forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra um það
hvert bæri að stefna. Við slíkar að-
stæður væri nauðsynlegt að viðhorf
ríkisstjórnarinnar og stefna eða eft-
ir atvikum stefnuleysi væri kynnt
utanríkismálanefnd.
Í tvígang á fund
utanríkismálanefndar
Geir H. Haarde sagðist í andsvari
sínu hafa mætt í tvígang persónu-
lega á fundi utanríkismálanefndar á
undanförnum tveimur mánuðum til
að fara yfir þetta mál. „Það hefur
ekkert vantað upp á það af minni
hálfu að mæta á fundi nefndarinnar
til að gera grein fyrir þessum mál-
um og ég mun að sjálfsögðu halda
því áfram.“ Hann bætti því við að
umræða um utanríkismál myndi
aukinheldur fara fram á Alþingi í
dag.
Halldór Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks og formaður utan-
ríkismálanefndar, sagði að utanrík-
isráðherra hefði sýnt það með verk-
um sínum að hann hefði haft mjög
náið og gott samráð við utanrík-
ismálanefnd. Ögmundur Jónasson,
þingflokksformaður Vinstri grænna,
kom næstur í pontu og sagði að á
þeim tímamótum sem Íslendingar
væru nú, ætti að fara fram þver-
pólitísk umræða um þá kosti sem
væru í stöðunni. Eðlilegt væri að sú
umræða færi fram á vettvangi Al-
þingis og utanríkismálanefndar
þingsins.
Jón Gunnarsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði að sér
hefði komið á óvart að staðan í
varnarviðræðunum hefði ekki verið
á dagskrá utanríkismálanefndar
fyrr um morguninn. Engu væri lík-
ara en formaður nefndarinnar teldi
það sitt hlutverk að sitja og bíða
eftir því að utanríkisráðherra þókn-
aðist að hafa samráð við nefndina.
Og helst liti út fyrir að utanrík-
isráðherra biði eftir því hvað
Bandaríkjamenn gerðu. „Það er í
raun búið að mynda keðju manna
sem sitja og bíða og ekkert gerist,“
sagði hann.
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
flokksformaður Frjálslynda flokks-
ins, sagði að það hlyti að vera sjálf-
sögð og eðlileg krafa stjórnar-
andstöðunnar að hún fengi aðgang
að upplýsingum um gang mála á
hverjum tíma. Og Össur Skarphéð-
insson sagði að það þýddi ekkert
fyrir utanríkisráðherra að halda því
fram að haft hefði verið eðlilegt
samráð við nefndina. Geir vísaði því
hins vegar á bug. Síðar sagði hann:
„Það er rétt sem forsætisráðherra
sagði og eftir honum var haft: það
gerist ekkert nýtt í þessu máli – eft-
ir fundinn á föstudag – fyrr en eftir
u.þ.b. mánuð eða svo, eða eftir ein-
hverjar vikur.“
Halldór Blöndal tók fram í lok
umræðunnar að hann hefði á fundi
utanríkismálanefndar fullvissað
nefndarmenn um að hugur hans og
utanríkisráðherra stæði til þess að
hafa samráð um þessi mál. Málið
væri hins vegar á því stigi að ekki
væri tímabært að taka upp umræð-
ur um það innan nefndarinnar. Það
yrði gert á þeim tíma sem málið
yrði þroskað. Þingmenn vissu að
umræður í utanríkismálanefnd
væru oft viðkvæmar og að ekki
væru til neinar nákvæmar og skýr-
ar reglur um það hversu mikið af
því sem þar væri sagt mætti fara í
almennar umræður í þjóðfélaginu,
þó svo skýrt væri kveðið á um það
að algjör trúnaður skyldi ríkja í
nefndinni. „Ég álít að við þingmenn
séum allir sammála um að það sé
nauðsynlegt að vinna að þessu máli
með gát. Við hljótum að bera ríkar
skyldur til þess að gæta öryggis
lands og þjóðar í hvívetna. Þess
vegna skulum við ekki á þessu stigi
vera að brigsla mönnum um óheið-
arleika í vinnubrögðum eins og hér
hefur verið gert.“
Stjórnvöld gagnrýnd
fyrir ónógt samráð við
utanríkismálanefnd
Geir H. Haarde
segir gagnrýni
ósanngjarna
Geir H. Haarde
SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al-
þingis, og þingmennirnir Rannveig
Guðmundsdóttir, Þórunn Svein-
bjarnardóttir og Guðlaugur Þór
Þórðarson áttu m.a. fundi með
forsetum beggja deilda írska
þingsins, ráðherrum og forystu-
mönnum stjórnmálaflokka á Írlandi
á síðasta degi opinberrar heimsókn-
ar sendinefndar Alþingis til Írlands
í gær.
Hneigja sig í átt að forseta
áður en farið er úr þingsalnum
Fylgst var með fundi í neðri deild
írska þingsins í gærmorgun, þar
sem forsætisráðherra Írlands sat
fyrir svörum. „Það var áhugavert
að fylgjast með þingfundi í írska
þinginu. Þennan stutta tíma sem
við vorum þar mátti sjá ýmislegt
sem er öðruvísi þar en heima. Til
dæmis hneigja þingmenn sig í átt
að forseta áður en þeir yfirgefa
þingsalinn,“ segir Sólveig.
Fyrir hádegi í gær áttu þing-
mennirnir fundi með forseta efri
deildar írska þingsins, aðstoðarfor-
sætisráðherra, sem jafnframt er
heilbrigðisráðherra, og Evrópu-
nefnd þingsins. Aðstoðarutanríkis-
ráðherra á sviði Evrópumála hélt
sendinefndinni síðan hádegisverð
en um eftirmiðdaginn hittu þing-
mennirnir forystufólk í stjórnar-
andstöðuflokkunum, Fine Gael og
Verkamannaflokknum.
„Söguleg og menningarleg tengsl
landanna voru bæði okkur og við-
mælendum okkar ofarlega í huga,“
segir Sólveig. „Við vorum öll sam-
mála um að samskipti landanna
væru mjög góð en auka mætti sam-
starf á mörgum sviðum. Við tókum
eftir því að konur eru fámennar á
írska þinginu en viðmælendur okk-
ar töldu almennt að það væri vegna
þess hversu lítið fjölskylduvænt
þingstarfið er.“
Á fundinum með Mary Harney
aðstoðarforsætisráðherra tók Sól-
veig einnig upp málefni kjarn-
orkuendurvinnslustöðvarinnar í
Sellafield. „Írar hafa eins og Íslend-
ingar miklar áhyggjur af stöðunni
en þeim hefur lítið orðið ágengt í
viðræðum við Breta, þó að eitthvað
hafi lítillega verið tekið betur á í ör-
yggismálum.
Þetta er mál sem Íslendingar og
Írar þurfa að eiga áfram samvinnu
um í framtíðinni, því mengunarslys
yrði báðum þjóðunum skelfilega
dýrkeypt,“ segir hún.
Sólveig segist einnig hafa rætt
um framboð Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. „Tóku allir
viðmælendur okkar mjög vel í að
skoða það mál. Írar voru sjálfir í
Öryggisráðinu 2001–2002 og voru
okkur sammála um mikilvægi þess
að smáþjóðir fái aðkomu að ráðinu
og jafnframt þjóðir úr norðrinu,“
segir hún.
Lagði áherslu á mikilvægi
EES-samningsins
Fór Sólveig ennfremur yfir stöðu
Íslands gagnvart Evrópusamband-
inu á fundinum með Evrópunefnd
þingsins og lagði áherslu á mik-
ilvægi EES-samningsins. „Við átt-
um mjög góðan fund með líflegum
umræðum um Evrópumál,“ segir
hún. „Írar eru meðal fárra þjóða í
ESB sem ekki settu neinar tak-
markanir á frjálsa fólksflutninga
frá nýjum aðildarríkjum sam-
bandsins. Á fundinum voru menn
almennt mjög jákvæðir gagnvart
þessari ákvörðun og töldu lífsnauð-
synlegt fyrir efnahag þeirra að fá
erlent vinnuafl til landsins. Vissu-
lega væri það rétt að í einhverjum
tilvikum væri verið að borga þessu
fólki lægri laun og því væri mik-
ilvægt að passa upp á að erlent
vinnuafl þekkti réttindi sín. Tekið
var fram að Írar hefðu sjálfir leitað
mikið til annarra landa eftir vinnu
hér áður fyrr og því væri það ný
reynsla fyrir þá að vera viðtakend-
ur.“
Sólveig segir að flestir viðmæl-
endur þeirra hafi talað um hversu
miklar breytingar hafi átt sér stað á
Írlandi á síðustu 20 árum. Írland
hefði brotist úr fátækt og væri nú
eitt af ríkustu löndum Evrópu.
„Eru Írar eðlilega stoltir af því
hvað þeim hefur orðið ágengt. Þeim
hefur tekist að laða til sín mikið af
erlendri fjárfestingu með lágri
skattastefnu sinni og fengum við að
heyra í Evrópunefndinni að Írar
hafi engan áhuga á samræmdum
sköttum í ESB,“ sagði Sólveig að
lokum.
Ýmis mál bar á góma á fundum forseta Alþingis með þingmönnum og ráðherrum á Írlandi í gær
Sammála um að auka
megi samstarfið
Ljósmynd/Patrick Bolger
Noel Treacy, aðstoðarutanríkisráðherra Írlands á sviði Evrópumála, bauð
sendinefnd Alþingis til hádegisverðar í Iveagh House, aðsetri utanríkis-
ráðuneytisins, í gær. F.v. Belinda Theriault, forstöðumaður alþjóðasviðs
Alþingis, Kristinn Björnsson, eiginmaður Sólveigar Pétursdóttur, Þórunn
Sveinbjarnardóttir alþingismaður, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis-
maður, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, Noel Treacy aðstoðar-
utanríkisráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður og Helgi
Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.
GEIR H. Haarde utanríkisráðherra
sagði á Alþingi í gær að undirbún-
ingur málsóknar gegn Noregi vegna
Svalbarðadeilunnar væri vel á veg
kominn. Tuttugu mánuðir eru liðnir
frá því ríkisstjórnin tók ákvörðun um
að hefja undirbúning málsóknar
gegn Noregi, fyrir Alþjóðadómstóln-
um í Haag, vegna deilu Íslendinga og
Norðmanna um aðgang að hafsvæð-
inu umhverfis Svalbarða.
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, og Jón
Gunnarsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, spurðu m.a. á Alþingi í gær
hvað tefði málið. Geir svaraði því til
að mál sem þetta væri ekki hrist fram
úr erminni. Það kallaði á tímafrekan
undirbúning og unnið væri að því
með aðild alþjóðlegra sérfræðinga.
„Það var í ágúst 2004 sem ríkis-
stjórnin ákvað að hafinn skyldi und-
irbúningur málsóknar gegn Noregi
fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag
vegna hins svokallaða Svalbarða-
máls,“ sagði ráðherra. „Ákvörðun
þessi var tekin vegna þess að að mati
íslenskra stjórnvalda hafa Norð-
menn ítrekað brotið gegn ákvæðum
Svalbarðasamningsins frá 1920 á
undanförnum árum.“
Geir sagði að norsk stjórnvöld
hefðu á árinu 2004 komið í veg fyrir
endurnýjun samningsins um veiðar
úr norsk-íslenska síldarstofninum
með m.a. ósanngjörnum og óraun-
hæfum kröfum um stóraukna hlut-
deild Noregs í heildaraflanum.
Norsk stjórnvöld hefðu einnig tekið
einhliða ákvörðun um hækkun afla-
hlutar síns í fyrra sem og í ár. „Þessi
óábyrga afstaða norskra stjórnvalda,
sem stefnir sjálfbærni veiða úr hin-
um mikilvæga norsk-íslenska síldar-
stofni í hættu, hefur valdið okkur
miklum vonbrigðum. Því miður eru
engin teikn á lofti um að hún muni
breytast. Útlit er fyrir að norsk
stjórnvöld muni áfram virða viðeig-
andi ákvæði Svalbarðasamningsins
að vettugi. Málsókn virðist því vera
eina leiðin til að vernda lögmæta ís-
lenska hagsmuni á Svalbarðasvæð-
inu.“
Svalbarðadeilan
Undirbúningur mál-
sóknar gengur vel
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
kvaddi í gær til sérfræðinga til að
fara yfir útreikninga samkeppnisyf-
irvalda sem lagðir voru til grund-
vallar við ákvörðun um fjársektir yf-
ir stóru olíufélögunum þremur. Var
það gert að beiðni lögmanna Olíu-
verzlunar Íslands (Olís) og Skelj-
ungs, en áður höfðu verið kvaddir til
matsmenn til sambærilegrar vinnu
að beiðni Kers (Olíufélagsins).
Eyvindur Sólnes hdl., lögmaður
Olís, sagði tölur Samkeppniseftir-
litsins um ávinning olíufélaganna
ekki taka tillit til mikilvægra þátta.
Segir hann að dómkvaddir mats-
menn muni því kanna þær aðferðir
sem Samkeppniseftirlitið beitti við
útreikningana á ávinningi félaganna,
og í framhaldi þess meta sjálfir hver
ávinningurinn var.
Heimir Örn Herbertsson hdl.,
lögmaður íslenska ríkisins og Sam-
keppniseftirlitsins, lagði fram bókun
í dómsal í gær, þar sem fram kom að
hans umbjóðendur myndu ekki taka
nokkra afstöðu til umbeðinna mats-
gerða.
Lögmenn olíufélaganna náðu
samkomulagi um að þeir Heimir
Haraldsson, löggiltur endurskoð-
andi, og Guðmundur Magnússon
prófessor yrðu kvaddir til að vinna
matsgerð vegna Olís og Skeljungs.
Það eru sömu sérfræðingar og dóm-
urinn hafði áður falið að gera sams
konar matsgerð að beiðni lögmanna
Kers.
Dómari frestaði að lokum málinu
þar til matsgerðir matsmannanna
verða tilbúnar, sem lögmenn sögð-
ust í gær reikna með að yrði í vor.
Dómkvaddir mats-
menn í olíumálinu