Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ SigurðurGeorgsson
fæddist í Reykjavík
27. september 1946.
Hann lést 27. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Georg Sigurðsson
cand.mag., f. 19.
okt. 1919, d. 24. des.
1994, og Ásta Berg-
steinsdóttir hús-
freyja, f. 4. apríl
1922, d. 22. feb.
1990. Systkini Sig-
urðar eru Steinunn
Georgsdóttir f. 18. jan. 1956, gift
Jóni Baldri Lorange, f. 26. apríl
1964, og Bergsteinn Georgsson f.
2. nóv. 1959, kvæntur Unni Sverr-
isdóttur, f. 28. des. 1959.
Sigurður kvæntist 30. apríl
1967 Ásdísi Ásbergsdóttur, f. 5.
sept. 1946. Þau skildu árið 1980.
Foreldrar Ásdísar voru hjónin
Solveig Jónsdóttir húsfreyja og
Ásberg Sigurðsson borgarfógeti.
Dætur Sigurðar og Ásdísar eru: 1)
Solveig Hólmfríður, f. 10. okt.
1967, gift Halldóri G. Eyjólfssyni,
f. 27. júlí 1966. Börn þeirra eru
Eyjólfur Ásberg, f. 1998 og Ásdís
Karen, f. 1999. 2) Ásta Sigríður, f.
22. maí 1969, sambýlismaður
hennar er Guðmundur Erlends-
son, f. 10. feb. 1951. Sonur Ástu er
Sigurður Brouwer, f. 2002.
Dóttir Sigurðar og Bergrúnar
Antonsdóttur, f. 8. okt. 1956, d. 19.
mars 1995, er Ragnheiður Kristín,
f. 3. ágúst 1981, sambýlismaður
hennar er Kjartan Hákonarson, f.
23. nóv. 1982.
Eftirlifandi sambýliskona Sig-
urðar er Heiðrún
Bára Jóhannesdótt-
ir, f. 31. okt. 1954.
Foreldrar Heiðrún-
ar voru hjónin Þór-
dís Gunnlaugsdóttir
húsfreyja og Jó-
hannes R. Jóhannes-
son sjómaður. Synir
Heiðrúnar eru: 1)
Jóhannes Eir Guð-
jónsson, f. 2. des.
1973, kona hans er
Anna E. Guðjóns-
son, f. 20. sept. 1972.
Börn þeirra eru
Adam Tór, f. 1998 og Guðjón Teit-
ur, f. 1999. 2) Guðjón Egill Guð-
jónsson, f. 3. maí 1977, kona hans
er Benedikta Ketilsdóttir, f. 13.
maí 1974. Sonur þeirra er Gabriel,
f. 1998, og fyrir átti Benedikta
soninn Ketil, f. 1995. 3) Snorri
Guðjónsson, f. 22. okt. 1983.
Sigurður útskrifaðist sem stúd-
ent frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1966 og lauk lagaprófi frá
Háskóla Íslands árið 1972. Hann
stundaði kennslu í Vogaskóla
samhliða háskólanámi árin 1966–
1972. Hann varð héraðsdómslög-
maður árið 1973 og hæstaréttar-
lögmaður 1986. Hann rak mál-
flutningsstofu frá 1972 til síðasta
dags, sat í varastjórn Lögmanna-
félags Íslands frá 1975 til 1977, og
var jafnframt framkvæmdastjóri
Tæknifræðingafélags Íslands og
Lífeyrissjóðs Tæknifræðinga-
félags Íslands um margra ára
skeið frá árinu 1973.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku pabbi minn er farinn frá
okkur, allt of fljótt. Stóri, hlýi líkam-
inn var orðinn svo lúinn, en hugurinn
enn svo ungur, langaði að lifa lengur.
Var með margt á prjónunum eins og
alltaf þegar sól fór að hækka á lofti.
Hann hringdi í mig um daginn og bað
mig að panta veiðiferð fyrir alla fjöl-
skylduna í sumar. Fullur af lífskrafti
þrátt fyrir veikindin og vildi alltaf
vera á ferðinni, skipuleggjandi ferða-
lög og frí langt fram í tímann.
Pabbi hafði sérstakan persónu-
leika sem erfitt er að lýsa, eiginlega
ólíkur öllum öðrum sem ég hef þekkt.
Hann gat verið skapstyggur og hvass
en í næstu andrá allra manna
skemmtilegastur, ástríkur og hlýr.
Það var unun að hitta á hann á góðri
stund, þá sagði hann sögur með sín-
um eigin stíl og orðatiltækjum sem
munu lifa áfram.
Pabbi fór sínar leiðir í uppeldis-
málum og lagði oft mikið traust á litl-
ar herðar, til dæmis þegar honum
fannst dæturnar hafa aldur til að
vinna ritarastörf á málflutningsstofu
sinni. Hann sendi mig 11 ára gamla í
Vélritunarskólann og upp frá því
vann ég reglulega hjá honum við
símavörslu, bókhald og bréfaskriftir.
Mér fannst mikið til mín koma og
fékk mikið hrós og rausnarlega borg-
un fyrir. Hann dekraði við dætur sín-
ar þegar þannig lá á honum, tjáði ást
sína óspart en gerði á móti miklar
kröfur til okkar. Hann hafði gífurleg-
an metnað fyrir hönd okkar og aldrei
var annað í myndinni en að við gengj-
um allar í háskóla. Við nutum góðs af
ferðagleði pabba og vorum snemma
orðnar mjög sigldar miðað við okkar
jafnaldra. Hann hikaði heldur ekki
við að taka frí í skólanum fyrir ein-
hverja okkar ef hann vantaði ferða-
félaga til útlanda eða bara í bíltúr út á
land.
Pabbi var vinnuhestur og lifði
hratt, hann kynntist mömmu í MR og
aðeins 22 ára gömul höfðu þau eign-
ast tvær dætur og byggt íbúð í Breið-
holtinu. Hann las lögfræðina utan
skóla og kenndi fulla kennslu í Voga-
skóla samhliða náminu. Nokkrum ár-
um síðar höfðu þau byggt einbýlishús
á Seltjarnarnesi en allt þetta kostaði
mikla vinnu og fjarveru pabba af
heimilinu. Ég kynntist pabba dálítið
upp á nýtt eftir að foreldrar mínir
skildu enda sótti hann þá mjög í sam-
veru með okkur dætrunum og lagði
sig fram við að gera heimili sitt að
okkar.
Frá öllum heimsins hörmum,
svo hægt í friðar örmum
þú hvílist hels við lín. –
Nú ertu af þeim borinn
hin allra síðstu sporin,
sem þér unnu og minnast þín.
Ég minnist bernsku minnar daga
og margs frá þér, sem einn ég veit.
Ég fann nú allt að einu draga,
og á mig dauðans grunur beit.
En eftir stutta stundarbið
þá stóð ég þínar börur við.
Ég fann á þínum dánardegi,
hve djúpt er staðfest lífs vors ráð.
Ég sá á allrar sorgar vegi
er sólskin til með von og náð.
Og út yfir þitt ævikvöld
skal andinn lifa á nýrri öld.
(Einar Benediktsson.)
Milli mömmu og pabba var sér-
stakt vináttusamband sem hélst fram
á síðasta dag. Þau hringdust á til að
ræða álitamál í íslenskri málfræði
eða kennsluaðferðum og áttu alltaf
stóran part hvort í öðru. Skilnaður
þeirra var ekki átakalaus eins og
gengur, en þegar ég seinna stofnaði
mitt heimili byrjaði eiginlega nýr
kafli í þeirra sambandi. Þá gátu þau
hist á hlutlausu svæði heima hjá okk-
ur Halldóri ásamt sínum mökum,
dáðst að barnabörnunum og viðhald-
ið sínum vinskap. Fyrir mig eru þetta
dýrmætar stundir.
Þær geymi ég í hjarta mínu ásamt
minningunni um pabba sem ég á eftir
að sakna sárt.
Solveig.
Sigurði Georgssyni tengdaföður
mínum kynntist ég fyrir um 11 árum
þegar við Solla elsta dóttir hans fór-
um að vera saman. Ég hafði kynnst
honum nokkuð áður en ég hitti hann í
fyrsta skipti því bæði Solla og vinkon-
ur hennar höfðu sagt mér mikið af
honum. Sigurður hafði greinilega
mikil áhrif á þær allar og voru þær
ósparar á skemmtilegar sögur um
hann því hann hafði ákveðnar skoð-
anir og sagði hluti sem aðrir veigra
sér við að segja. Ég hitti síðan Sigurð
í fyrsta skipti og þá virkaði hann á
mig sem nokkuð formlegur og skarp-
greindur. Hann stjórnaði greinilega á
sínu heimili. Sigurður hafði boðið
okkur í svínabóg með öllu tilheyrandi
sem hann eldaði á Bergstaðastrætinu
þar sem hann bjó í mörg ár. Maturinn
var góður en eitthvað vantaði á
puruna þegar steikin kom á borðið.
Kokkurinn hafði þá smakkað oft og
vel í eldhúsinu. Sigurður var nefni-
lega mikill sælkeri og þótti matur
góður. Mér fannst líka mjög skrítið
að heyra í byrjun að hann væri oft
með miklar steikur og sósur í matinn
á virkum dögum. Þegar Sigurður
kom síðan í mat til okkar bað hann
helst um venjulegan mat, t.d. fisk, því
hann eldaði hann síður.
Síðar kynntumst við betur og tók
Sigurður mig með sér í margar veiði-
ferðir. Sigurður kenndi mér að kasta
flugustöng og fræddi mig um veiði-
staði. Ég mun ávallt minnast þeirra
ferða vel enda Sigurður og vinir hans
afar hressir og skemmtilegir í veiði-
ferðum. Miklar rökræður áttu sér
stað í þessum ferðum milli þeirra fé-
laga, þar voru þjóðfélagsmálin og
stjórnmál krufin til mergjar. Einnig
var farið með ljóð fram eftir nóttu en
Sigurður var hafsjór í þeim efnum.
Sigurður var mjög vel lesinn og
fljótlega áttaði ég mig á að hann var
með límheila. Það sem hann hafði
heyrt eða lesið einu sinni þurfti ekki
að segja aftur. Það geta heldur ekki
margir státað af því að lesa lögfræði
um leið og að vera kennari í fullu
starfi eins og hann gerði. Spurninga-
keppnir voru líka mikið áhugamál hjá
honum og þegar hann bauð til sín í
kvöldverð var oft farið í eins og eina
spurningakeppni eftir matinn.
Sigurður var hrifinn af barnabörn-
um sínum og hafði mikinn áhuga á að
fylgjast með hvernig þeim gengi í
skóla, tónlistarnáminu og íþróttum.
Hann var farinn að bjóða Eyjólfi syni
mínum með sér í stuttar veiðiferðir
strax við þriggja ára aldur og beið
með óþreyju eftir að hann stækkaði
meira. Ásdís Karen systir hans beið
einnig spennt eftir að fá að fara með
og skrifaði afa sínum bréf því til
stuðnings. Systkinin kölluðu hann oft
„afa sund“, þar sem þau fóru oft með
honum í sundferðir áður en hann
veiktist og höfðu mikla ánægju af.
Sigurður var alltaf skipuleggjandi
ferðir, ekki eingöngu laxveiðiferðir
sem hann fór í margar á hverju ári
heldur utanlandsferðir. Ég sá fljótt
að hann þurfti helst alltaf að vera
með eina ferð fyrirhugaða annars var
hann ekki rólegur. Sigurður ferðaðist
mjög mikið og fór til allra heimsálfa
fyrir utan Suðurskautslandið. Veik-
indin síðustu ár voru því honum erfið
þegar hann gat ekki farið til útlanda
og í veiðiferðirnar. Honum tókst þó
að komast aftur af stað og fara
nokkrum sinnum til útlanda og í veiði
þrátt fyrir veikindin. Það sýnir líka
vel kraftinn í honum og þrá eftir að
vera á ferðinni. Lögmannsstofu sína
rak Sigurður fram á síðasta dag þrátt
fyrir veikindin og heyrði maður oft af
honum á Landspítalanum einn dag-
inn og á skrifstofunni þann næsta. Ég
þakka Sigurði fyrir allar góðu sam-
verustundirnar á liðnum árum en vil
enda á ljóði sem Haraldur Blöndal
heitinn vinur hans orti til hans:
Við Álftá sér lögmaður undi
með eitthvað í glasi, og stöng,
hann kastaði lengra og lengra
og lóan í móanum söng.
Þar stóð hann og fluguna færði
í Fosshyl og óðara tók
Laxinn! hann stæltur fór strikið
og stöngina hristi og skók.
Þeir áttust við ákaft og lengi,
og advokat Sigurður hló
að lokum hann sigrað’ í leiknum
en laxinn hins vegar dó.
Halldór G. Eyjólfsson.
Ég kveð þig hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæll á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Steinunn systir.
Hvar skal byrja upprifjun þegar
komið er að lokum á nærri 30 ára
samleið? Sennilega rétt að byrja bara
á byrjuninni, jólapartíi á Sæbrautinni
1978. Siggi glaður og reifur og við
tókum fyrstu snerruna; var Jón Sig-
urðsson frelsishetja eða sniðugur
tækifærissinni? Tilvonandi mágur
hélt fram hinu fyrrnefnda en undir-
rituð, í uppreisn æskunnar, hinu síð-
arnefnda. Ekki man ég hvernig rök-
ræðunum lauk en hitt man ég að bæði
skemmtum við okkur konunglega.
Þarna var markað upphafið að ótal
mörgum samverustundum, góðum,
erfiðum, ógleymanlegum og þegar
hugsað er til baka ávallt skemmtileg-
um.
Þær flykkjast að minningarnar eft-
ir öll þessi ár. Siggi svo stoltur af
dætrum sínum, Siggi að koma fær-
andi hendi til Sverris fóstra síns og
frænda, Siggi að stríða Ástu í sum-
arbústaðnum, Siggi til staðar á erf-
iðum stundum, Siggi hrókur alls
fagnaðar í veiðiferðum, Siggi leið-
sögumaður okkar í París, Siggi svo
stoltur og glaður daginn sem hann
fékk hæstaréttarlögmannsréttindin,
Siggi svaramaður Steina í brúðkaup-
inu okkar, Siggi blaðskellandi með
rjúpuboð í júlí, Siggi í sögustuði –
hann mundi endalaust, sögur, ljóð og
kvæði, Siggi æstur í spennandi
spurningakeppni, Siggi á aðfanga-
dagskvöld á Kanaríeyjum, Siggi
öskureiður að ræða pólitíkina, Siggi
að taka slaginn við versnandi heilsu-
far, Siggi yfirvegaður á kontórnum –
Er þá fátt eitt talið.
Líf okkar og fjölskyldna okkar hef-
ur verið óendanlega samofið öll þessi
ár. Við vorum svo löngu orðin vön því
að eiga hvert annað að í þessu dag-
lega amstri sem mönnunum mætir á
lífsins göngu.
Ég, sem er elst þriggja systra, átti
því ótrúlega láni að fagna, að um leið
og ég eignaðist mann, eignaðist ég
stóran bróður, sem með tíð og tíma
varð einn minn allra besti vinur.
Það er sárt að kveðja, kæri bróðir
og mágur.
Hvíl í Guðs friði.
Unnur Sverrisdóttir.
SIGURÐUR
GEORGSSON
FJÓLA GUNNLAUGSDÓTTIR
frá Víðinesi
í Hjaltadal,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki mánu-
daginn 27. mars. Hún verður jarðsungin laugar-
daginn 8. apríl.
Athöfnin hefst í Sauðárkrókskirkju kl. 11.
Aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓHANNESSON,
dvalarheimilinu Felli,
Reykjavík,
er látinn.
Halldór Sigurðsson, Eyrún Guðbjartsdóttir,
Einar Sigurðsson, Arnheiður Svavarsdóttir,
Björk Sigurðardóttir, Guðlaugur Aðalsteinsson,
Sæmundur Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
FREYR STEINGRÍMSSON,
Hömrum 10,
Djúpavogi,
varð bráðkvaddur laugardaginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn
8. apríl kl. 14:00.
Drífa Ragnarsdóttir,
Rán Freysdóttir,
Dröfn Freysdóttir,
Alfa Freysdóttir,
Íris Antonía Ólafsdóttir.
Elskaði unnusti minn, faðir okkar, fósturfaðir,
sonur, bróðir og mágur,
LÚÐVÍK ALFREÐ HALLDÓRSSON,
Birkimel 9,
Varmahlíð, Skagafirði,
lést af slysförum sunnudaginn 2. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Linda Björg Finnbogadóttir,
Gunnhildur Erla Lúðvíksdóttir,
Hulda Siggerður Lúðvíksdóttir,
Aníta Rún Lúðvíksdóttir,
Björgvin Páll Gústafsson,
Berglind Sif Viðarsdóttir,
Helga Lind Magnúsdóttir,
Birna Guðmundsdóttir, Kjartan Björnsson,
Halldór Karel Jakobsson, Steinunn Björg Björnsdóttir,
Sigurlína Halldórsdóttir, Gunnar Sigurðsson,
Ragnhildur Halldórsdóttir, Valdimar Bjarnason,
Rósa Borg Halldórsdóttir, Þorgrímur Jónsson,
Sigríður Margrét Halldórsdóttir
og aðrir aðstandendur.