Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 47 MENNING VIÐ FYRSTU sýn virðist mál- verkasýning Lilju Kristjánsdóttur í Galleríi Fold vera mjög hefðbundin, rétt eins og listakonan hefði ákveðið að ganga inn í aldagamla hefð og mála portrettmyndir í raunsæisleg- um, dökkum og drungalegum stíl fyrri tíma. En fljótt kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist, hér er ýmsu snúið á hvolf og ýmist gert grín að eða velt upp spurningum um málefni samtímans, allt undir merkjum hefð- bundinnar málaralistar. Málverk Lilju eru af frásagnarlegum toga, hvert verk segir einhvers konar sögu eða gefur hana í skyn. Nokkur meginþemu má greina á sýningunni, íslensk portrettmyndahefð og sveitalíf eru í fyrirrúmi en sam- tímalegri viðfangsefni á borð við nýj- ustu tækni, útlitsdýrkun samtímans, stafræna myndvinnslu og spurn- ingar um fjölföldun listaverka, fyr- irmynd og eftirmynd. Lúmskur og lágstemmdur húmor ríkir í mynd eins og „Viltu að hann fari eða veri?“ þar sem titill myndar segir hálfa söguna, hér gengur vel saman húm- or, myndefni og vinnuaðferð. Sama má segja um Sveitalúða I og II og fleiri verk þar sem íslenskt sveitalíf er í forgrunni. Ekki fer þó hjá því að málverk Lilju veki spurningar og þar sem ádeilan beinist að ákveðnum mál- efnum á borð við t.a.m. útlitsdýrkun ríkir ekki eins afgerandi samræmi milli myndefnis og stílbragða. Ekki er augljóst hvers vegna listakonan velur að prýða persónur sínar einatt mjög svipáþekku andliti, en þó má gera ráð fyrir því að hér sé ekki lögð áhersla á einstaklingseinkenni held- ur ímynd einhvers óskilgreinds al- múga. Stílbrögð Lilju eru sérstök að því marki að þau kalla fram afar misvís- andi tengingar, allt frá Gunnellu til Odd Nerdrum, svo erfitt er að meta í hvora áttina listakonan ætlar sér. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að myndverk á borð við fyrir-mynd og eftir-mynd og Pirrandi error tengja óvænt saman lág- og hámenningu og kalla fram hugleiðingar sem tengj- ast jafnt samtímanum sem málara- hefð fyrri tíma, vekja spurningar um það hvaða augum samtíminn líti for- tíðina og meistaraverk hennar. Ekki síst vakna spurningar um það hvern- ig lífi málverk lifi í dag þegar hið fræga „Musée imaginaire“ sem André Malraux skrifaði um á sínum tíma og átti þá við hið ímyndaða listasafn sem skapaðist með marg- földun og dreifingu listaverka með hjálp prent- og ljósmyndatækni er nú orðið þúsundfalt á við það sem það var og heimslistin löngu að- gengileg á tölvuskjám allra sem slíka gripi eiga. Morgunblaðið/Ásdís Eitt verka Lilju Kristjánsdóttur. Sveitarómans milli gæsalappa MYNDLIST Gallerí Fold Lilja Kristjánsdóttir. Til 8. apríl. Gallerí Fold er opið daglega 10–18, lau. 11–17 og sunnud. 14–17. COPY/PASTE Málverk Ragna Sigurðardóttir ANNETTE Lassen heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fimmtudaginn 6. apríl kl. 12.05 í stofu 102 í Lögbergi. Í þessum fyr- irlestri kynnir Annette Lassen nokkrar af mikilvæg- ustu niðurstöðum doktorsrannsóknar sinnar sem kallast „Óðinn á kristnu bókfelli: textasöguleg stúdía“. Þar rannsakar hún hinn heiðna guð Óðin eins og hann birtist í margvíslegum textum; kon- ungasögum, samtímasögum, riddarasögum, fortíð- arsögum og íslenskum dýrlingasögum. Í ljós kemur að myndin sem birtist af Óðni er háð bókmennta- greininni og hugmyndafræðinni sem birtist í þeim. Sérstaklega kemur í ljós að kristin hugmyndafræði textanna skiptir höfuðmáli í því hvernig guðinn birt- ist. Óðinn er þannig ýmist sýndur sem guð, mann- eskja eða djöfull. Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öll- um opinn. Óðinn á kristnu bókfelli HÁDEGISTÓNLEIKARÖÐ Hafn- arborgar, menningar- og listastofn- unar Hafnarfjarðar, hefur verið starfrækt frá því í ágúst 2003 þar sem boðið er upp á tónleika í hádeg- inu einu sinni í mánuði. Nú er komið að hinum unga tenór Braga Berg- þórssyni að hefja upp raust sína í Hafnarborg sem hann mun gera við píanóundirleik Antoníu Hevesí klukkan 12:00 í dag. Antonía er auk þess listrænn stjórnandi tónleika- raðarinnar og velur hún þá lista- menn sem fram koma á tónleik- unum. Braga kynntist hún þegar þau voru að vinna að óperunni Grett- ir eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem sýnd var í Kanada í janúar síðast- liðnum. Samkrull af aríum Hádegistónleikarnir bera yf- irskriftina „Dein ist mein ganzes Herz“ en á efnisskránni eru aríur eftir Donizetti, Mozart, Verdi og Lehár. „Þetta er eitthvað svona samkrull af aríum sem ég hef verið að skoða í skólanum,“ segir Bragi en hann er á fyrsta ári í óperudeild Guildhall School of Music and Drama í London og lætur vel af náminu. „Við vorum að setja upp senur í sýningu sem samanstendur af senum úr hinum og þessum óp- erum. Þetta er búið að vera mjög gaman og það er mikið að gera. Gott prógramm á manni, ekkert hangs,“ segir Bragi og hlær. „Þetta er tveggja ára nám og þá verð ég orð- inn fullgerður óperudrengur. Þá tekur við hinn stóri heimurinn en ég veit ekki hvað gerist þá.“ Er mikið að gera fyrir óp- erusöngvara á Íslandi? „Það fer eftir árstíðum líka en ekki bara eftir því hvernig söngvari þú ert. Það er kannski meira að gera í skemmti- bransanum en óperunni beint.“ Bragi segir að það sé ábyggilega meira af íslenskum óperusöngvurum en margir halda. „Það er mikið af góðum söngvurum sem búa erlendis og fáir hafa heyrt af hér heima,“ seg- ir Bragi og bætir við að tilhneigingin sé eðlilega sú að íslenskir söngvarar sækja mikið út fyrir landsteinana þar sem er meira við að hafast. Sungið í móðurkviði Bragi er kominn af miklu söng- fólki en foreldrar hans eru söngv- ararnir Bergþór Pálsson og Sólrún Bragadóttir. „Ætli ég hafi ekki ómeðvitað ákveðið að verða söngvari í maganum á móður minni. Ég vildi aftur á móti ekki viðurkenna það fyrr en um tvítugt þegar ég kom út úr skápnum sem óperusöngvari. Ég hef starfað í kórum allt mitt líf og hlustað á mömmu og pabba og gert grín að þeim en ég byrjaði ekki að læra söng fyrr en um tvítugt. Ég var í Hamrahlíðarkórnum í fjölmörg ár og ég var líka í barnakór Óperunnar þegar ég var lítill og svo var ég alltaf mikið viðriðinn Óperuna því að pabbi var þar mikið.“ „Þetta verða eiginlega mínir fyrstu tónleikar þannig séð, þ.e.a.s sem eru ekki beinlínis nemenda- tónleikar þótt ég sé að vísu ennþá nemandi,“ segir Bragi og bætir við að hann hlakki mikið til. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru sérstaklega hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk sem starfar í miðbæ Hafnarfjarðar til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleikarnir eru í boði Hafn- arborgar, enginn aðgangseyrir, og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Tónlist | Tenórinn Bragi Bergþórsson á hádegistónleikum Ástríðufullar aríur í Hafnarborg Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Bragi Bergþórsson tenór ásamt Antoníu Hevesí píanóleikara. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISDAGURINN 7. APRÍL Alþjóðaheilbrigðisdagurinn verður að venju haldinn 7. apríl nk. í aðildar- ríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Einkunnarorð dagsins í ár eru Samstarf í þágu heilbrigðis (Working together for Health). Í tilefni dagsins verður morgunverðarfundur á Grand Hóteli, Sigtúni 38, föstudaginn 7. apríl kl. 8:15 til 10:00. Dagskrá: 08:15-08:30 Morgunkaffi. Dagskráin hefst kl. 08:30. 08:30-08:40 Ávarp. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. 08:40-08:55 Mannauður og heilsa. Sigurður Guðmundsson, landlæknir. 08:55-09:10 Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi - staða og spár um þróun mannafla. Sólveig Jóhannsdóttir, hagfræðingur. Harpa Guðnadóttir, hagfræðingur. 09:10-09:25 Aðgerðir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til að ráða bót á mönnunarvanda heilbrigðisþjónustu víða um heim. Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri. 09:25-09:40 Þróunaraðstoð Íslands á sviði heilbrigðismála. Geir Gunnlaugsson, læknir. 09:40-10:00 Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri. Fjölmennum - allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.