Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í slenskar grunnskólastúlk- ur hafa lítinn áhuga á að verða vísindamenn, og skólabræður þeirra hafa lítið meiri áhuga á því. Þetta kemur alveg greinilega fram í könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum og sagt er frá í Rannísblaðinu 30. mars síðastlið- inn. Þessar fréttir voru svo sem ekki óvæntar, fyrir ekki löngu síð- an sagði fréttavefur breska rík- isútvarpsins frá því að þarlend grunnskólabörn hefðu ekki mik- inn áhuga á að helga sig vísind- unum. Það er reyndar fleira sem ís- lensk og bresk grunnskólabörn eiga sameiginlegt í afstöðunni til vísinda. Til dæmis hafa börn í báðum löndum þá ímynd af vís- indamönnum að þeir séu „utan við sig og nördalegir“. Það má því ætla að prófessor Vandráður við- utan, góðvinur Tinna, lifi enn góðu lífi í hugum íslenskra og breskra skólabarna. Það kemur ekki fram í grein- inni í Rannísblaðinu hvort ís- lenskir vísindamenn hafi ein- hverjar áhyggjur af þessu, en í fréttum BBC var haft eftir þar- lendum starfsbræðrum þeirra að þetta væri mikið áhyggjuefni. Það hefur reyndar líka komið fram, að í Bretlandi hafa menn áhyggjur af því hversu fáir nemendur leggja stund á raungreinar, og þá sér- staklega eðlisfræði. Nú má gerast svolítið raunvís- indalegur og velta því fyrir sér hvort eitthvert orsakasamhengi sé milli ímyndar vísindamanna meðal grunnskólabarna og lítils áhuga barnanna á að leggja raun- vísindi fyrir sig. Börnin – bæði á Íslandi og Bretlandi – töldu að starf vísindamannanna skipti miklu máli fyrir samfélagið allt, en það dugði ekki til. Eitt af því sem fram kom hjá ís- lensku börnunum var sú hug- mynd að „vísindamaður“ sé karl- maður í hvítum slopp. Skyldi þetta vera ein ástæða þess að stúlkur eru síður líklegar til að verða vísindamenn. Eigum við að fara að tala um vísindakonur, þegar það á við, rétt eins og farið er að tala um þingkonur? Ef ég man rétt gildir það sama um stúlkur í Bretlandi og á Íslandi, að þær eru ólíklegri en strákar til að hafa áhuga á að gerast vís- indamenn, og þar skiptir orðið („scientist“) engu máli þar sem það er kynlaust. Líklega er skýr- ingin því flóknari. Bresku vísindamennirnir, sem hafa áhyggjur af þessari þróun mála þar í landi, telja að ein helsta ástæðan fyrir því hvernig komið er sé sú, að kennsla í raun- vísindagreinum í grunnskólum sé einfaldlega ekki nógu góð. Það vanti til dæmis kennara með menntun í þeim greinum sem kenndar eru. Of mikil áhersla sé lögð á að kennarar hafi kenn- aramenntun. Í greininni í Rannísblaðinu, þar sem fjallað er um rannsókn sem Kristján Ketill Stefánsson, kennslufræðinemi í Ósló, gerði, er látið að því liggja að skortur á sjálfstrausti til að takast á við raunvísindi sé helsta ástæðan fyr- ir því að íslensk skólabörn geta ekki hugsað sér að verða vís- indamenn. Stelpurnar hafa þá lík- lega minna sjálfstraust en strák- arnir, ef þessar niðurstöður eru lagðar saman við þær sem áður voru nefndar, að stelpur séu ólík- legri en strákar til að vilja verða vísindamenn. En líklega er ástæðan enn flóknari. Því er haldið fram, að stúlkur séu jafnan fyrri til að öðl- ast félagsþroska en drengir og að þær séu félagslega meðvitaðri en þeir. Kennarar hafa sagt frá dæmum um að stelpur beinlínis þykist heimskari en þær eru til þess að forðast að fá á sig nörda- stimpil. Nördar eiga nefnilega erfitt með að falla inn í jafn- ingjahópa. Það er eiginlega part- ur af skilgreiningunni á „nörd“ að hann á fáa vini, einfaldlega vegna þess að aðrir krakkar skilja hann ekki. Og flestum krökkum – kannski stelpum sérstaklega – finnst mest um vert að eiga vini. Það er í þeirra augum mikilvæg- ara en að vinna einhver afrek, og lykillinn að hamingjunni. Sumir krakkar hafa sagt eftir á, að í barnaskóla skipti vinirnir mestu – á efri skólastigum fari námið að verða meira um vert. Þess vegna langar grunn- skólakrakkana ekki til að verða vísindamenn, jafnvel þótt þeim finnist starf vísindamanna mik- ilvægt. Vísindamenn hafa nefni- lega enn þá ímynd að þeir séu nördar. Þeir eru Vandráður við- utan. Þetta er slæmt af tveim ástæð- um. Í fyrsta lagi vegna þess að þetta er á misskilningi byggt. Vís- indamenn eru ekki meira viðutan en gengur og gerist. Ímyndin er röng. Í öðru lagi vegna þess að þetta dregur úr möguleikum krakkanna á að öðlast þekkingu og skilning sem þau gætu vel öðl- ast án þess að verða þar með að nördum. Vísindaleg þekking er öllum aðgengileg – ekki bara ein- hverjum „snillingum“. Og þarna dúkkaði svo ef til vill upp toppur á borgarísjakanum sem þetta mál er: Rómantíska hugmyndin um snillinginn – mann sem af innsæi sínu og náð- argáfu getur fundið svör við stórum spurningum – lifir enn góðu lífi í fjölmiðlum og afþrey- ingarefni. Það þarf að drepa þennan snilling. Eða öllu heldur, það þarf að útrýma þessari róm- antísku dellu. Hvernig er hægt að fara að því? Það sem þyrfti fyrst og fremst að breytast er sú hugsun að vís- indamenn séu gáfaðri en annað fólk. Þá myndi nördastimpillinn um leið hverfa af vísindamönnum og krökkum gæti farið að finnast óhætt að hugsa sér að verða vís- indamaður. Þetta myndi ekki að- eins létta krökkunum lífið, þetta myndi líka auka veg vísindanna. Vandráður viðutan Það sem þyrfti fyrst og fremst að breytast er sú hugsun að vísindamenn séu gáfaðri en annað fólk. Þá myndi nördastimpillinn um leið hverfa af vísindamönnum. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ÞAÐ er óhugnanleg árátta úr- tölumanna og kyrrstöðumanna að ráðast sífellt á athafnamenn, menn sem eru driffjöðrin í atvinnulífi þjóðarinnar, menn sem skapa leik- gleði og opna nýja möguleika og nýjar víddir. Gott dæmi er hvernig menn í heimabyggð Magn- úsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum og at- hafnamanns á Evr- ópumælikvarða, eru sífellt að naggast í honum, ala á tor- tryggni og óvissu, en svo geta þeir ekki leynt því að naggið byggist fyrst og fremst á öfund og metnaðarleysi til árangurs. Ragnar Óskarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og pólitískur áskrifandi í stjórn Spari- sjóðs Vestmannaeyja, ræðst á Magnús Kristinsson í Morg- unblaðinu fyrir skömmu með ómenguðum slúðurhreim Gróu á Leiti og gerir því skóna að Magnús hafi ekki metnað fyrir hönd Vest- mannaeyja og að hann sé að leika sér með „vestmanneyskt“ fjármagn til fjárfestinga í ýmsum áttum. Þessi árás Ragnars kemur í kjölfar árásar Lúðvíks Bergvinssonar, al- þingismanns og bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum, á Magnús á síð- asta ári þar sem hann réðst mjög lágkúrulega og ómálefnalega á Magnús, líklega vegna þess að Lúðvík hefur aldrei þolað eðlilega gagnrýni, enda telur hann sig haf- inn yfir venjulegt fólk í skjóli „ótrúlegrar þekkingar á lagatúlk- unum og því sem er rétt og rangt“. Sumir halda að það sé nóg að geta bablað á bók, en auðvitað á það að vera hlutverk stjórnmálamanna að fá athafnamenn og fólk almennt til liðs við jákvæða þróun, hvetja til leikgleði og framþróunar góðra mála í stað þess að níða skóinn í sí- fellu af þeim sem síst skyldi, því það er almenn regla að fók gefst upp á að starfa í neikvæðu og leið- inlegu umhverfi. Ragnar virðist vera lokaður fyrir því að það er skynsamlegt að dreifa áhættunni þeg- ar vel gengur, setja eggin í fleiri körfur, því ekkert er öruggt í þessum heimi og hvað viðkemur slúðri Ragn- ars um trausta og framsækna útgerð Magnúsar ætti honum að vera í lófa lagið að fá staðfest að Magnús hefur sífellt aukið kvóta útgerðar sinnar þrátt fyrir sífelldar skerðingar stjórn- valda. Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum hafa staðið vel vaktina í að halda kvótahefð Vest- mannaeyja innan Eyja, en allt frá upphafi kvótakerfisins fyrir um 20 árum hafa Vestmannaeyjar verið stærsta verstöð landsins með bol- fiskafla og uppsjávarveiði eins og Vestmannaeyjar hafa verið í 100 ár. Þetta er að þakka útgerð- armönnum í Vestmannaeyjum sem hafa metnað fyrir hönd Vest- mannaeyja og auðvitað metnað fyr- ir eigin árangri. Um langt árabil hafa Vestmannaeyjar og Reykjavík keppst um fyrsta sætið, en Eyjar hafa nánast alltaf verið í fyrsta sæti vegna mikils uppsjávarafla. Í bolfiskinum var það þannig á síð- asta ári ári að 9% af bolfiskkvót- anum heyrðu til útgerða í Vest- mannaeyjum, en 9,8 % til Reykjavíkur, eða um 32 þús. tonn af bolfiski, en í þiðja sæti var Ak- ureyri með um 8% og Vestfirðir með um 6%. Þegar litið er yfir aflamagn í byggðum landsins síð- ustu 50 ár er ótrúlega lítil breyting á meðalafla til langs tíma, þótt auðvitað séu markverðar breyt- ingar af ýmsum ástæðum. Ragnar Óskarsson er um margt vænsti drengur, en hann er fastur í gamla sovétinu og þar var enginn árangur, bara afturför, og Lúðvík er fastur í sjálfum sér án árangurs fyrir það fólk sem hann á að vera að vinna fyrir og svo eru þessir piltar að rotta sig saman og tryggja pólitísk sæti sín og hlunn- indaruður, með því að ráðast á at- hafnamennina og hampa í staðinn mönnum sem eru í sjálfu sér eins og gleymdar minningar vegna þess að þeir hafa aldrei skilað árangri. Menn eiga að gleðjast yfir vel- gengni annarra og hvetja athafna- menn til dáða í stað þess að reyna að gera allt leiðinlegt og ómerki- legt. Magnús Kristinsson hefur alltaf verið hispurslaus og bein- skeyttur, en hann reiknar líka með að það sé gagnkvæmt án þess að vera mannskemmandi. Athafnamenn eins og annað fólk eiga að hafa starfsumhverfi sem er skemmtilegt, annað gengur ein- faldlega ekki upp til lengdar, en þegar menn eru stútfullir af sjálf- um sér og úreltum fordómum, þá er illt í efni. Menn skulu ekki gleyma að útgerðir á Íslandi eru ekki almennt á verðbréfamarkaði vegna þess að sá markaður hefur ekki áhuga á slorinu og telur áhættuna of mikla. Þeim mun meiri ástæða er til að hvetja út- gerðarmenn landsins til dáða. Magnús Kristinsson er heill og fastur fyrir eins og Heimaklettur en vonandi fara grútarsprauturnar að læra mannasiði og vera svolítið skemmtilegir. Úrtölunaggar sem nærast á leiðindum Árni Johnsen skrifar um málefni Vestmannaeyja ’… ala á tortryggni ogóvissu, en geta svo ekki leynt því að naggið bygg- ist fyrst og fremst á öf- und og metnaðarleysi til árangurs.‘ Árni Johnsen Höfundur er stjórnmálamaður, blaða- og tónlistarmaður. Á RÁÐSTEFNU um EES- samninginn á vegum lagadeildar Háskóla Íslands á föstudaginn lýsti utanríkisráðherra því yfir að ekki sé hægt að fá aðlaganir eða und- anþágur frá meginreglum Evrópu- sambandsins. Annaðhvort hafa ráð- gjafar ráðherrans ekki unnið heimavinnuna sína eða að utanríkisráðherra telur það henta póli- tískum hagsmunum sínum um þessar mundir að benda ekki á reynslu annarra þjóða í þessu sam- bandi. Nærtækasta dæmið er aðildarsamningur Möltu frá árinu 2003. Malta er eyþjóð með svipaðan íbúafjölda og við Íslendingar með efnahagskerfi sem skiptir litlu máli í heildarhag ESB. Maltverjar náðu yfir 70 und- anþágum eða aðlögunarskilmálum frá meginreglum ESB, sumum þeirra varanlegum. Þar má til dæmis nefna kaup erlendra aðila á landi á Möltu en það hlýtur að telj- ast merkileg niðurstaða því það gengur í berhögg við grundvall- arreglur fjórfrelsisins svokallaða. Í 299. grein aðalsáttmála ESB eru sérstök ákvæði um útkjálka sambandsins, fjarlæg og afskekkt úthéruð. Þessi ákvæði eru hluti af grundvallarreglum ESB, og þau eru hvorki túlkanir né undanþágur. Þarna falla undir meðal annars Azoreyjar, Kanaríeyjar og Ma- deira. Þessi ákvæði veita þessum svæðum verulega sérstöðu að ýmsu leyti, þ. á m. á sviði landbúnaðar, fiskveiða o.fl. Þessi ákvæði sýna að sérstakt og víðtækt tillit til stað- hátta og atvinnuhagsmuna á sér stoð í grundvallarreglum ESB, án þess að um sérstaka túlkun, und- anþágu eða tíma- bundna aðlögun sé að ræða. Þar að auki er vert að benda á grein III 220 sem er víðtækt sérstöðuákvæði um norðurslóðir. Í við- aukatillögum við stjórnarskrár- frumvarp ESB var bú- ið að samþykkja þá viðbót við III 220 að ákvæðið geti tekið til heilla þjóðríkja, ekki aðeins héraða. Vert er að benda fólki á bæklinginn : http:// www.eurooppa-tiedotus.fi/doc/en/ publications en þar er fjallað um Álandseyjar og sérstöðu og sérrétt- indi Álendinga innan ESB. Þar er merkilegur texti sem vert er fyrir Íslendinga að kynna sér. Samningaviðræður eru til þess gerðar að samningsaðilar nái fram í þeim ásættanlegum markmiðum. Ef svo væri ekki þá gæti ESB sent þeim löndum sem sækja um aðild staðlaðan aðildarpakka sem löndin þyrftu að samþykkja þegjandi og hljóðalaust. Þannig gerast hins vegar kaupin á eyrinni ekki því hvert ríki setur fram kröfur sem það telur varða grundvallarhags- muni síns ríkis og Evrópusam- bandið kemur með kröfur á móti. Svo mætast menn á miðri leið eins og gengur og gerist í frjálsum samningum. Ef Danir hefðu á sín- um tíma ákveðið að ekki væri hægt að semja um sérreglur varðandi kaup útlendinga á sumarbústaða- landi í Danmörku, Austurrík- ismenn að ekki væri hægt að fá sér- reglur varðandi landbúnað í fjallahéruðum Týról og Finnar að ekki væri hægt að styrkja bændur í norðurhéruðum landsins þá hefðu þessar varanlegu undanþágur frá lagabálki ESB aldrei orðið að veru- leika. Íslendingar eiga ekki að benda út í loftið eftir einhverjum „und- anþágum“. Við eigum að benda á texta sem þegar liggja fyrir og samninga og sérákvæði sem þegar hafa tekið gildi. Við munum þurfa annað orðalag og aðrar áherslur, en fyrirmyndir og fordæmi eru þegar fyrir hendi. Sérstaða Íslands og ESB Andrés Pétursson fjallar um sérstöðu Íslands við inngöngu í ESB ’Við munum þurfa annaðorðalag og aðrar áherslur, en fyrirmyndir og fordæmi eru þegar fyrir hendi. ‘ Andrés Pétursson Höfundur er formaður Evrópusamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.