Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AUKAÁRSFUNDUR FRJÁLSA LÍFEYRISSJÓ‹SINS Aukaársfundur Frjálsa lífeyrissjó›sins ver›ur haldinn 27. apríl nk. kl. 16.00 í KB banka, Borgartúni 19, 4. hæ›. Tillögur um breytingar á samflykktum sem kynntar voru á ársfundi sjó›sins 4. apríl sl. ver›a birtar eigi sí›ar en tveimur vikum fyrir fundinn á heimasí›u sjó›sins, frjalsilif.is. Einnig ver›ur hægt a› nálgast flær í höfu›stö›vum KB banka a› Borgartúni 19. Stjórn sjó›sins vill hvetja sjó›félaga til a› mæta á fundinn. 1. Tillögur um breytingar á samflykktum sjó›sins 2. Önnur mál Dagskrá: E N N E M M / S ÍA / 2 12 4 1 „ÞAÐ er komin upp algjör pattstaða í þessu máli. Raunar er pattstaðan svo mikil að heil- brigðisráðherra er farinn að horfa í aðrar áttir,“ segir Guð- mundur Hallvarðsson, stjórn- arformaður Hrafnistu um setu- verkfall starfsmanna. Guðmundur segir rekstrar- aðila hjúkrunar- og dvalar- heimila sem rekin séu sem sjálfseignarstofnanir lenta milli steins og sleggju þar sem hver vísi á annan þegar spurt sé um ábyrgð. Veltir hann upp þeirri spurningu hvort sveitarfélögin, sem í raun beri ábyrgð á launa- skriði ófaglærðs starfsfólks, séu reiðibúin að axla sína ábyrgð og koma að lausn mála hjá sjálfseignarstofnunum. „Ég velti fyrir mér hvort borgin og önnur sveitarfélög séu reiðubúin að greiða launa- mismuninn milli þess sem ríkið er að greiða óbeint í formi daggjalda til sjálfseignar- stofnana og verið er að greiða á hjúkrunarheimilum í eigu sveitarfélaga, til þess að jafna stöðu þessa fólks sem vinnur annars vegar hjá sjálfseign- arstofnun og hins vegar á hjúkrunarheimili í eigu sveit- arfélaganna,“ segir Guð- mundur og veltir fyrir sér hvort sveitarfélögin ætli bara að hugsa um skjólstæðinga sína sem lendi á hjúkr- unarheimilum sem þau sjálf eiga og reka. Segist hann þeirrar skoð- unar að sveitarfélögin séu að gera upp á milli aldraðra íbúa sinna eftir því hvort þeir búi á hjúkrunarheimili sem borg og sveitarfélög sjálf reka eða á heimili sem rekið sé af sjálf- eignarstofnun. „Ætlar borgin og sveitarfélögin ekki að hugsa um skjólstæðinga sína sem búa á sjálfseignarstofn- unum?“ spyr Guðmundur og tekur fram að sér finnist hálf- dapurlegt að Hrafnista, sem sinnt hafi Reykvíkingum vel í öldrunarmálum síðan 1957, skuli nú nánast vera orðin ein- hver blóraböggull. Algjör pattstaða og ráðherra horfir í aðrar áttir Guðmundur Hallvarðsson TVEGGJA sólarhringa langt setuverkfall hófst hjá ófaglærðu starfsfólki á nokkrum hjúkrunar- og dvalarheimilum á miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólkið vill með þessu leggja áherslu á þær kröfur sínar að fá sama kaup og fólk í sambæri- legum störfum hjá Reykjavíkurborg. Verkfallið nær til um 900 starfsmanna á Hrafnistu í Reykjavík, Hrafnistu í Hafnarfirði, Vífilsstöð- um og Víðinesi, ásamt dvalarheimilunum Grund, Ási í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skóg- arbæ, en ekki er nema rétt rúm vika síðan sami starfshópur stóð fyrir sólarhrings löngu setu- verkfalli. Að þessu sinni bætast ófaglærðir starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Eir og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum einnig við og taka þátt í setuverkfallinu. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, forsvars- manns starfsmannanna, munu þeir aðeins veita lágmarksþjónustu meðan á verkfallinu stendur. Aðspurð segir hún íbúa hjúkrunar- og dvalar- heimilanna sem og aðstandendur þeirra sýna verkfallinu mikinn skilning, en reynt hafi verið að undirbúa heimilisfólk með sem bestum hætti fyrir verkfallið. Spurð hvernig yfirlýsingar ráðamanna, s.s. heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, um málið að undanförnu komi henni fyrir sjónir segir Álfheiður það líta út fyrir að ráðamenn séu að reyna að þvo hendur sínar af málinu. „Mér virðist því allt líta út fyrir að við verðum hrein- lega að labba út til þess að einhver lausn fáist í stöðunni. Ég er voðalega hrædd um að það sé það eina sem virki. En auðvitað langar engan til þess að grípa til slíkra neyðarúrræða,“ segir Álfheiður. Aðspurð segir hún mikla samstöðu ríkja hjá starfsfólkinu í aðgerðunum. „Við ætlum að af- henda ljósrit af undirskriftarlistum ófaglærðra við Alþingishúsið á morgun [fimmtudag] kl. 13 og vonumst til þess að annaðhvort heilbrigð- isráðherra eða Geir Haarde veiti listanum við- töku. Álfheiður segir að starfsmenn hafi vakið athygli á málinu en ráðherrar vísi hver á annan. Stjórnvöld eru hvött til að sýna ábyrgð, enda líði gamla fólkið fyrir þá stöðu sem upp er kom- in. „Hvað gerist ef við göngum allar út?“ er spurt á undirskriftalistanum. Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum að- stoðarmanns fjármálaráðherra við stöðu mála án árangurs. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ófaglært starfsfólk hjúkrunarheimila ríkisins hefur að nýju hafið setuverkfall. Í síðustu viku hafði setuverkfall þess veruleg áhrif á þjónustu við heimilismenn. Tveggja sólarhringa setuverkfall starfsmanna á hjúkrunarheimilum hafið STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði í ávarpi sem hann flutti á Samgönguþingi í gær, að innanlandsflug yrði ekki eflt með því að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni. Árið 2002 voru sett lög um samgöngu- áætlun en um þessar mundir væri verið að endurskoða áætlunina, sem gerð var til tólf ára. Lagði ráð- herra áherslu á að við þá endurskoðun þyrfti að efla innan- landsflugið með því að tryggja bestu aðstöðu á flugvöllum lands- ins. Mikilvægt væri að ná sátt um lausn fyrir innanlandsflugið sem byggðist á tillögum sem verið væri að undirbúa á vegum ráðuneytisins og borgarinnar undir formennsku Helga Hallgrímssonar. Sturla ræddi einnig um millilandaflug og sagði að huga þyrfti að því og væntanlegum breyttum aðstæðum í alþjóðaflugi út frá Keflavík. Tryggja þarf samkeppnis- stöðu hafnanna Þá vék Sturla að hafnamálum og sagði að tryggja þyrfti afkomu og samkeppnisstöðu hafnanna. Ná þyrfti aukinni hagræðingu í rekstri þeirra með því að sameina hafn- arreksturinn í tiltekin hafnarsvæði sem gætu verið 10–12 á landinu öllu. Vakti Sturla meðal annars at- hygli á góðum árangri hafnanna á Faxaflóasvæðinu og á þeim mögu- leika að Snæfellsnes yrði eitt hafnasvæði. Einnig sagði Sturla í ávarpi sínu að eðlilegur framkvæmdahraði yrði að vera við uppbyggingu vega- kerfisins og að allar aðgerðir í þeirri uppbyggingu ættu að miðast við umferðaröryggi, svo sem að koma slitlagi á helstu stofnleiðir. Þá benti hann á að áfram yrði að tryggja fjármuni til öryggisað- gerða í flugi, siglingum og umferð. Sturla Böðvarsson á Samgönguþingi Flug ekki eflt með því að leggja niður völlinn í Reykjavík Sturla Böðvarsson LÖGREGLAN á Egilsstöðum hand- tók tvo menn sem grunur leikur á að hafi framvísað fölsuðum vegabréf- um við komuna til landsins með ferj- unni Norrönu á þriðjudag. Sam- kvæmt vegabréfunum eru mennirnir búlgarskir. Krafist var gæsluvarðhalds yfir mönnunum en ekki fengust upplýsingar um hvort fallist hafði verið á það þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Óskar Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn á Egilsstöðum, segir að menn- irnir hafi verið handteknir kl. 21.30 á þriðjudag, og bæði vegabréfin séu í rannsókn. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Grunur um framvísun fals- aðra vegabréfa AFAR misjafnt er hversu auðvelt aðstandendur heim- ilismanna á hjúkrunarheim- ilinu Eir eiga með að koma að þjónustu við sína nánustu meðan á setuverkfalli ófag- lærðra starfsmanna heimilis- ins stendur, að sögn Birnu Kristínar Svavarsdóttur, hjúkrunarforstjóra á Eir. Hún segir að deildarstjórar á Eir hafi haft samband við ættingja heimilismanna á deildum sínum vegna setu- verkfallsins, eftir að hafa metið aðstæður hvers og eins einstaklings. Búið sé að funda með starfsfólki Eirar vegna þeirr- ar stöðu sem upp komi í dag og á morgun. „Við erum búin að undirbúa þetta eins vel og unnt er,“ segir Birna Kristín. Staðan á Eir er nokkuð góð en hjúkrunarfræðingar eru starfandi á öllum deildum og þar er nokkuð stór hópur sjúkraliða sem mun ganga sínar vaktir næstu daga. „Þá munu okkar ágætu Efling- arstarfsmenn mæta og tryggja lágmarksþjónustu,“ segir Birna Kristín. Mikil- vægast sé að öryggi allra íbúa á Eir verði tryggt. „Þess vegna höfum við kallað til starfa alla hjúkrunarfræðinga heimilisins. Þeir munu starfa á öllum deildum og við verð- um því með allt okkar heil- brigðismenntaða starfsfólk á fullri keyrslu þessa tvo daga,“ segir hún. Birna Kristín segir það óskemmtilegt að koma þurfi til aðgerða sem þeirra sem hinir ófaglærðu starfsmenn hyggjast grípa til. „Það er erfitt að kalla til starfa fólk við þessi erfiðu störf og undarlegt að það skuli ekki vera sátt í sam- félaginu um það að þau störf séu launuð þannig að fólk fá- ist til að sinna þeim,“ segir Birna Kristín. Það sé maka- laust að lögmálið um framboð og eftirspurn gildi ekki þegar komi að umönnunarstörfum. Misjafnt hve auðvelt ættingjar eiga með að hjálpa Birna Kr. Svavarsdóttir BROTIST var inn í matvöruverslun og dekkjaverkstæði á Akranesi í fyrrinótt, og eru þjófurinn eða þjóf- arnir ófundnir. Að sögn lögreglu varð eigandi matvöruverslunar, sem býr á efri hæð húsnæðisins sem verslunin er í, var við skarkala utan við verslunina um kl. 2 aðfaranótt miðvikudags. Þegar hann gerði vart við sig hafði þjófurinn sig á brott án þess að hafa nokkuð upp úr ráns- ferðinni, en honum hafði tekist að spenna upp aðaldyr verslunarinnar. Um nóttina var einnig brotist inn á dekkjaverkstæði í bænum. Tvö innbrot á Akranesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.