Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 43 DAGBÓK SÍNE, Samband íslenskra námsmanna er-lendis, stendur fyrir hádegisráðstefnu ámorgun, 7. apríl. Yfirskrift ráðstefnunnarer „Vitur er sá er víða ratar: Mannauður í alþjóðlegu fyrirtæki“. Hjördís Jónsdóttir er framkvæmdastjóri SÍNE: „Sem hagsmunasamtök námsmanna erlendis þótti okkur hjá SÍNE tímabært að fjalla um og vekja at- hygli á gildi þess fyrir íslensk fyrirtæki og samfélag að námsmenn fari erlendis að sækja menntun sína. Við höfum boðið til fundarins góðum fyrirlesurum og fulltrúum fyrirtækja á alþjóðamarkaði og verður áhugavert að heyra þeirra sýn á þetta málefni.“ Fyrirlesarar verða: Hilmar Garðar Hjaltason hjá IMG-mannafli, Tanya Zharov, lögfræðingur hjá de- CODE, Jón Kr. Gíslason hjá Össuri, Svali Björg- vinsson hjá KB banka og Halla Tómasdóttir frá Viðskiptaráði Íslands. Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, einnig frá Viðskiptaráði Ís- lands. „Ræðumenn hafa frjálsar hendur og munu flestir ræða út frá starfsemi eigin fyrirtækja,“ segir Hjör- dís. „Gaman er að nefna, í þessu sambandi að Framtíðarhópur Viðskiptaráðs Íslands gaf á dög- unum út skýrslu sem sýndi að 80% yfirmanna öfl- ugustu útrásarfyrirtækja landsins eru menntaðir erlendis.“ Samband íslenskra námsmanna erlendis var stofnað 13. ágúst 1961 og er því 45 ára í ár. SÍNE eru hagsmunasamtök námsmanna og hafa skrif- stofu í Pósthússtræti. Utan eins launaðs starfs- manns er allt starf SÍNE unnið í sjálfboðastarfi. „Við njótum engra opinberra styrkja heldur gefst námsmönnum kostur á að greiða félagsgjöld með því að haka í þar til gerðan reit á umsókn- areyðublöðum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Félagið á fulltrúa í stjórn LÍN og gætir þar hags- muna námsmanna. Einnig á SÍNE fulltrúa í vafa- málanefnd sem úrskurðar um vafaatriði í afgreiðslu lánþega hjá Lánasjóðnum. Sæmundur heitir blað félagsins sem gefið er út tvisvar á ári og sent til allra félagsmeðlima um allan heim, en þar er bland- að saman umfjöllunum og fróðleik, reynslusögum námsmanna erlendis og birt ýmis tilboð sem fé- lagsmönnum standa til boða,“ segir Hjördís. „Þá eigum við í miklu samstarfi við aðrar náms- mannahreyfingar, s.s. Iðnnemasambandið, Stúd- entaráð HÍ og BÍSN og tökum meðal annars þátt í framkvæmd sameiginlegrar framfærslukönnunar sem send er til allra félagsmanna okkar. Slíkar kannanir koma að miklum notum við endurskoðun úthlutunarreglna Lánasjóðsins, en SÍNE tekur þátt í endurskoðunarferlinu sem fram fer árlega.“ Félagsmenn SÍNE eru nú um tólf hundruð tals- ins. Hádegisráðstefna SÍNE verður sem fyrr segir haldin á morgun, föstudaginn 7. apríl. Hún er hald- in í fundarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 12. Námsmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja fundinn en aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Boðið er upp á léttar veitingar eftir fundinn. Menntun | „Vitur er sá er víða ratar“ – Hádegisráðsefna SÍNE í Þjóðminjasafninu á morgun Gildi menntunar erlendis  Hjördís Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 1974. Hún lauk stúd- entsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1994 og BS í alþjóðamark- aðsfræði frá Tæknihá- skóla Íslands 2000. Árið 2002 lauk Hjördís mastersnámi í al- þjóðamarkaðsfræði og stefnumótun frá Við- skiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Meðfram námi vann Hjördís hjá Íslandsbanka, þá hjá Barnahjálp SÞ (UNICEF) í Kaupmanna- höfn og síðar hjá Íshestum. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra SÍNE í janúar 2006. Sam- býlismaður Hjördísar er Ole Rønne forritari og eiga þau soninn Magnús. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 6. apríl, ersextugur Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi. Eig- inkona hans er Elín Pálsdóttir. Þau eru að heiman í dag. Sabine Auken. Norður ♠10 ♥10 N/Enginn ♦Á106542 ♣G10982 Vestur Austur ♠9542 ♠KG873 ♥D9754 ♥ÁK82 ♦K ♦D7 ♣D64 ♣53 Suður ♠ÁD6 ♥G63 ♦G983 ♣ÁK7 „I Love This Game“ heitir ný bók um bridsferil þýsku landsliðskon- unnar Sabine Auken, sem er stiga- hæsti kvenspilari heims um þessar mundir. Sabine er skráður höfundur – og talar jafnan í fyrstu persónu – en Bretinn Mark Horton ritstýrði verk- inu. Spilið að ofan kom upp í 8 liða úr- slitum HM í París 2001. Sabine og Daniela von Arnim voru í NS gegn bandarísku konunum Montin og Meyers: Vestur Norður Austur Suður Montin Dany Meyers Sabine -- 2 spaðar * Dobl 2 grönd 3 hjörtu 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Dobl Pass Pass 4 spaðar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Opnun von Arnims á tveimur spöð- um sýndi veik spil með minnst 5-5 í hálitum eða láglitum, og dobl Meyers í austur lofaði hálitunum. Í framhald- inu kom í ljós að norður átti láglitina og fyrirstöður í hjarta og spaða. Út kom lítið hjarta, sem austur tók með kóng og skipti yfir í lítinn spaða. Spilið snýst augljóslega um lauf- drottninguna, sem ekki liggur fyrir svíningu. Leikurinn var sýndur á töflu og áhorfendur – sem sáu allar hendur – misstu fljótt áhugann og undruðust hvað Sabine tók sér lang- an tíma í öðrum slag. Af hverju drap hún ekki á spaðaás, fór í trompið og svínaði svo í laufi? Var nokkuð annað að gera? Eftir drjúga stund kom Sabine öll- um á óvart með því að svína spaða- drottningu! Hún stakk svo hjarta, lagði niður tígulás, og notaði innkom- urnar á ÁK í laufi til að trompa út há- litina. Spilaði loks trompi. Austur lenti inni á tíguldrottningu og varð að spila hálit í tvöfalda eyðu og tapslagurinn í laufi gufaði þar með upp. Þetta er ekki tæknilega erfitt, en að baki liggur glögg túlkun á sögum. Úr því að vestur valdi að segja þrjú hjörtu við doblinu, taldi Sabine taldi líklegt að austur væri með fimm spaða og fjögur hjörtu. Og spila- mennska hennar myndi duga til vinn- ings, hvort heldur austur ætti 2-2 í láglitunum eða einn tígul og þrjú lauf (þá lendir vestur inni á hátromp og verður að spila í tvöfalda eyðu). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Þetta er ekki þjónusta VIÐ hjónin ásamt 5 ára dóttur okk- ar fórum á Pizza Hut sl. laugardag að fá okkur að borða. Við pöntuðum m.a. pitsu og fengum pitsu sem hafði greinilega verið of lengi í ofn- inum því osturinn var orðinn þurr og pitsan ólystug. Spurðum við því hvort við gætum ekki fengið aðra pitsu – en svarið var nei. Töluðum við þá við annan starfsmann sem viðurkenndi að ofninn væri stund- um leiðinlegur. Því spurðum við aftur og fengum aftur þvert nei. Þegar við höfðum lokið við að borða spurðum við hvort ekki væri nægilegt að borga bara brauð- stangirnar og gosið en þá ætlaði starfsmaður þarna að hringja í lög- regluna. Ég náði að stoppa hana af og borguðum við pitsuna. Ég hafði síðan samband við yf- irmann Pizza Hut sl. mánudags- morgun sem endurgreiddi okkur pitsuna og viðurkenndi að ofninn væri ekki í lagi. Við erum engir unglingar og vor- um með barn með okkur og skiljum ekki hvaða mál þetta var – eða hvers vegna starfsmaðurinn var með þennan hroka og hótun um að hringja á lögregluna. Er ekki betra að leysa svona vandamál á staðnum í stað þess að skapa þessi leiðindi? Við höfum fengið betri þjónustu annars staðar því ef eitthvað hefur verið að pitsu sem maður hefur pantað hefur það ekki verið neitt mál að fá nýja. Maríanna Brynhildardóttir. Um fjölmiðlaflóru Í AUKINNI samkeppni fjölmiðla vekur það athygli hvað sum mik- ilvæg mál fá litla umfjöllun og hverfa síðan fyrir öðrum, líkt og þau hafi aldrei verið til. Dæmi: Nýlega kom í ljós að Al- coa ætlar að hafa mengunarvarnir í Reyðarfjarðarverksmiðju sinni í antik-stíl, þ.e. tvo 19. aldar strompa sem munu losa 12 sinnum meiri mengun en Alþjóðabankinn setur sem skilyrði fyrir lánveitingum. Al- coa tekur líklega ekki lán þar. Og ekki er umhverfismatið að þvælast fyrir, það liggur enn í uppkasts- formi á borði Alcoa. Annað dæmi er frétt um að vext- ir á Íslandi séu 4–6 sinnum hærri, að teknu tilliti til verðtryggingar, en í nágrannalöndunum. Eina svar- ið við því virðast vera eldri karl- menn sem réttlæta verðtrygg- inguna og vara síðan við ástandinu sem myndaðist þegar þeir sjálfir fengu húsin og námslánin svo til gefins. Og getur verið að þingmenn freistist til að elta fréttamatið sér til frama, frekar en að standa við eiða sína? Sjálfrennireiðarstjóri. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 4 vikna vornámskeið hefst 22. apríl. Upplagt til kynningar fyrir byrjendur. www.ballett.is Innritun og upplýsingar í síma 561 5620. Vantar fyrir trausta kaupendur • Stóra 3ja herb. eða 4ra herb. íbúð í Fossvogi (Löndunum). • 3ja herb. íbúð með bílskúr í Breiðholti. Helst í Seljahverfi eða þar í nánd. • Einnig vantar okkur 2ja til 3ja herb. íbúðir sem þarfnast lagfæringa. Allt kemur til greina. Nú er besti tíminn framundan í sölu sumarhúsa. Vegna góðrar eftir- spurnar vantar sumarhús til sölu. Við bjóðum sanngjarna þóknun fyrir fulla þjónustu. Vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá. Minnum á heimasíðu okkar www.hibyliogskip.is Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. skipasali www.hibyliogskip.is hibyliogskip@hibyliogskip.is Símar: 551 7270, 551 7282 og 893 3985 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. R1c3 a6 7. Ra3 Be7 8. Rd5 Rf6 9. Rxf6+ Bxf6 10. Rc4 Be7 11. Be3 Be6 12. Rb6 Hb8 13. c3 Bg5 14. Bxg5 Dxg5 15. Dd2 Dd8 16. Rc4 d5 17. exd5 Dxd5 18. Dxd5 Bxd5 19. O- O-O Be6 20. Rd6+ Ke7 21. Bc4 Hhd8 22. Bxe6 Kxe6 23. Re4 b6 24. Hxd8 Rxd8 25. Hd1 f6 26. c4 f5 27. Rc3 Hc8 28. Kb1 Rf7 29. Rd5 b5 30. cxb5 axb5 31. a3 Rd6 32. Rc3 Hc4 33. Ka2 g5 34. Kb3 Hf4 35. Hd2 Rc4 36. Hc2 Ra5+ 37. Ka2 b4 38. axb4 Rc6 39. Ka3 Rxb4 40. Hd2 Rc6 41. Ra4 Rd4 42. Rc3 Hh4 43. h3 g4 44. hxg4 Hxg4 45. f3 Hg8 46. Ka2 h5 47. b4 h4 48. Re2 Rc6 49. b5 Rb4+ 50. Kb3 Rd5 51. Rc3 Re3 52. b6 Rxg2 53. Ra4 h3 54. Rc5+ Kf7 55. Rd7 h2 56. Hd1 Staðan kom upp á opna al- þjóðlega Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í skákmiðstöð- inni í Faxafeni 12. Norska undra- barnið Magnus Carlsen (2625) hafði svart gegn Mohammed Tiss- ir (2444). 56... Re1! 57. Hxe1 57. Rxe5+ hefði einnig tapað eftir 57...Ke6 58. Hxe1 Hg1. 57... Hg1 58. Rxe5+ Kg7 59. He2 hvítur hefði einnig beðið ósigur eftir 59. b7 Hxe1 þar eð ef hvítur myndi vekja upp drottningu þá myndi svartur skáka hana af. 59... h1=D og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Hlutavelta | Þeir Elmar Örn Gunn- arsson og Björn Andri Bergsson héldu tombólu og söfnuðu 2.314 kr. til styrkt- ar Rauða kross Íslands. HÖRÐUR Torfa heldur í Borgar- leikhúsinu í kvöld sína árlegu Kertaljósatónleika. Tónleikana hef- ur Hörður haldið í áratugi á vorin og þeir verið vel sóttir líkt og árleg- ir hausttónleikar hans. Hann hefur sýnt og sannað að hann er einstakur listamaður í ís- lensku listalífi og í þá tæpu fjóra áratugi sem hann hefur unnið sem söngvaskáld, hefur hann sent frá sér tugi platna með eigin söngvum sem teljast vel á fjórða hundraðið. Hörður er leikari sem hefur nýtt sér menntun sína á óvenjulegan hátt og hóf strax, að leiklistarnámi loknu 1970, að ferðast um landið og ræða við fólk í gegnum söngva um málefni sem snerta okkur öll. Hörður segir að yfirskrift tón- leikanna vísi til þess að kertið sé tákn lífs, friðar og samveru. Sam- veran sé að hugsa upphátt og af velvilja til hvert annars og um- hverfis okkar. Samvera kalli líka á að við hlustum á boðskap söngva sem er þegar á botninn er hvolft, hamingja og gleði. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Boðskapur söngva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.