Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Málefni aldraðra hafa mik-ið verið til umræðu aðundanförnu og þá sér-staklega þörfin fyrir vistrými og er það vel. Aldur þjóð- arinnar vex stöðugt, m.a. sökum mikilla framfara í heilbrigðisþjón- ustunni og betra atlætis og aðbún- aðar, en áður var. Það kallar síðan á sívaxandi þörf fyrir vistheimili fyrir aldraða, sem af ýmsum ástæðum geta ekki lengur dvalið á heimilum sínum eða hjá fjölskyldum. Forræði þessa málaflokks er fyrst og fremst hjá ríkisvaldinu, þó undantekning sé með Hrafnistu og einstök fleiri heimili. Ekki verður séð að mál þessi hafi notið þess forgangs í þjóðfélag- inu, sem nauðsyn hefur krafist. Sólvangur hefur nú starfað í meira en hálfa öld í Hafnarfirði. Húsnæðið var það rúmt í byrjun, að töluverður hluti vistmanna kom víðs vegar annars staðar að af landinu. Þar var einnig starfrækt fæðing- ardeild. Langt er nú síðan að allt húsnæðið varð fyrst og fremst nýtt af Hafnfirðingum og dugar nú hvergi nærri til að anna þörfum þeirra. Verulegar endurbætur hafa farið fram á húsnæðinu á síðari ár- um. Þar hafa óneit- anlega verið þrengsli, en þau hafa komið til af brýnni þörf fyrir vistun eldri Hafnfirð- inga. Sólvangur hefur frá upphafi haft mjög gott orð á sér fyrir frábæra þjónustu og alúð starfsfólks við vistmenn. Sjálfur get ég persónulega borið um þetta, þar sem báðir foreldrar mínir dvöldu á Sólvangi síð- ustu æviár sín og nutu þar einstakrar umönnunar og hlýju. Sama er að segja um St. Jósepsspít- ala í Hafnarfirði, sem hjúkrað hefur mörgum eldri Hafnfirðingum, svo og Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem margir Hafnfirðingar dvelja. Þjón- usta og alúð starfsfólksins á þessum stofnunum er líka mjög góð. Í Hafnarfirði hefur frá því Sól- vangur hóf starfsemi sína e byggt á vegum bæjarins dv arheimili fyrir eldri Hafnfir sem slíkrar vistunar þarfna vegar voru fy það bil 30 áru ar íbúðir fyrir fólk og öryrkj Álfaskeið og h verið leigðar ú hafa verið reis ir við Hjallabr hjá Sólvangi f fólk sem enn g um sig sjálft, eru að mestu eignaíbúðir og reynst vel, en ekki vistunarþ þeirra, sem he þarfnast. Nú virðist vera í sjónmál aryfirvöld hafi ákveðið að e sér að því að leysa úr sívaxa fyrir dvalarheimili aldraðra arfirði með því að ráðast í b framkvæmdir og fagna ég þ myndir virðast miðaðar við heimilið rísi á Völlunum su Dvalarheimili á Sólvangs svæðinu í Hafnarfirði Eftir Árna Grétar Finnsson Árni Grétar Finnsson ERLING BLÖNDAL BENGTSSON Það er vel ráðið hjá ríkis-stjórninni að veita dönskukvikmyndafyrirtæki fjár- hagslegan stuðning til gerðar á heimildarkvikmynd um Erling Blöndal Bengtsson sellóleikara en í ár eru 70 ár liðin frá því að tónlistarferill hans hófst. Erling Blöndal Bengtsson er Íslending- ur í aðra ætt eins og menn vita. Þessi gagnmerki sellóleikari hefur fylgt þeirri kynslóð Ís- lendinga, sem nú er að komast á efri ár. Kornungur hóf hann að koma til Íslands í tónleikaferðir og það mátti ekki á milli sjá, hvor þótti eftirsóknarverðari á tón- leikum þá, Erling eða Þórunn Jóhannsdóttir Askenasí, sem á fyrstu árum lýðveldisins var að koma fram sem píanóleikari. Í fábreytni þeirra tíma voru slíkir tónleikar stórviðburðir í menn- ingarlífinu. Ræktarsemi Erlings Blöndal Bengtsson við hitt föðurland sitt er einstök. Hann hefur alla sína ævi komið í reglulegar tón- leikaferðir til Íslands. Óhætt er að fullyrða, að enginn listamað- ur, sem tengist Íslandi, hefur sýnt í verki hug sinn til lands og þjóðar með þessum einstaka hætti. Það er allt rétt, sem Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Morgunblaðinu í gær, um hversu stórbrotinn listamaður Erling Blöndal Bengtsson er. Í raun og veru stendur það upp á okkur Íslendinga að sýna honum með afgerandi hætti hvern stað hann á í hjarta okk- ar. VIÐSKIPTAAFREK Það er ekki sjálfgefið, að mennhagnist mikið á viðskiptum með hlutabréf. Það er líka auð- velt að tapa á slíkum viðskiptum. Og alveg sérstaklega er ekki hægt að ganga út frá neinu sem vísu, þegar Íslendingar stunda slík viðskipti á erlendum kaup- höllum. Enda lítil þekking verið til staðar á þeim viðskiptum hér þar til á allra síðustu árum. Í fyrradag seldi FL Group hlutabréf félagsins í brezku flug- félagi og gekk frá þeim viðskipt- um með um 12 milljarða hagnað. Það er óumdeilanlega viðskipta- afrek að ná slíkum árangri. Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, hefur tekizt að ná enn betri árangri á hlutabréfa- markaðnum í London en Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, sem náði fram 8 milljarða hagnaði á viðskiptum með hluta- bréf í Arcadia fyrir nokkrum ár- um. Haft er eftir einum merkasta fjárfesti okkar tíma, Warren Buffet, að menn eigi að kaupa þegar verðið er lágt og selja þegar verðið er hátt. Þetta er einföld regla en kannski ekki al- veg auðveld í framkvæmd því að fyrst er að finna félög, þar sem verðmæti eru verulega vanmet- in. Það hefur þessum tveimur ungu mönnum tekizt í báðum til- vikum. Árangur af þessu tagi er skýr og auðskiljanlegur. Bréfin voru keypt og þau hafa verið seld. Tólf milljarðar koma í kassa FL Group í beinhörðum peningum. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig þeir verða notaðir. Sá skortur sem verið hefur áhjúkrunarfræðingum ágjörgæsludeildinni hefurvaldið því að þeir sem enn eru í starfi eru orðnir langþreyttir og úr sér gengnir. Ekki er óalgengt að hjúkrunarfræðingar vinni tvöfaldar vaktir þar sem enginn kemur að leysa þá af. Þeir vinna aukanætur- vakt eftir kvöldvakt og jafnvel auka- morgunvakt í kjölfar næturvaktar. Þekkt eru dæmi um 140 yfirvinnu- tíma á mánuði hjá hjúkrunarfræð- ingi í 100% starfi. Þetta er í rauninni mjög alvarlegt þar sem hættan á mistökum eykst gífurlega eftir tíu tíma vinnudag.“ Þannig lýsir Þórdís Borgþórsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu- deild LSH til margra ára, ástandinu á deildinni um þessar mundir. Hún var ein fjölmargra hjúkrunarfræð- inga sem tóku til máls á almennum fundi hjúkrunarráðs á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) í gær. Þórdís segir aukavaktir hjúkrun- arfræðinga á deildinni í febrúar hafa verið 87 talsins. „Hjúkrunarfræðing- arnir eru líka orðnir þreyttir á því að fara heim án þess að finnast þeir hafa lokið vinnu sinni,“ segir Þórdís. „Þetta er orðinn langur tími. Núna er ástandið þannig að það koma ekki lengur toppar í vinnunni. Heldur er toppurinn viðvarandi og einstaka sinnum koma lægðir. Það er af sem áður var þegar stöku álagstoppar komu. Auk þess eru sjúklingarnir sem núna koma á gjörgæslu mun veikari og fá flóknari meðferð en á árum áður. Þannig hefur hjúkrunar- þyngdin margfaldast.“ Lengur í öndunarvél en þarft En hvaða áhrif hefur manneklan á sjúklingana? „Við þurfum að hlaupa á milli sjúk- linga sem allir þyrftu einn hjúkrun- arfræðing fyrir sig, og forgangsraða verkefnum, því ekki gefst tími til alls þess sem krafist er af okkur. Þetta hefur orðið til þess að sjúklingar sem eru tilbúnir til þess að losna úr önd- unarvél eru svæfðir lengur, því það gefst ekki tími til að láta þá vakna, því þá þurfum við að dvelja algjör- lega við rúm sjúklingsins. Allt þetta gerum við til að tryggja öryggi sjúklingsins auðvitað. For- gangsröðunin er nefnilega sú að í fyrsta lagi hugsum við um að halda sjúklingnum á lífi. En auðvitað er ekki gott fyrir sjúklinga að vera leng- ur en nauðsynlegt er í öndunarvél. Enginn tími gefst lengur til að veita sjúklingum meiri hjúkrun en lífs- nauðsynleg er.“ Þá segir hún sjúk- linga útskrifaða eins fljótt og frekast sé unnt. „Jafnvel fyrr en æskilegt væri til að hægt sé að taka við öðrum enn veikari. Hættan við það er að sjúklingarnir komi jafnvel aftur og þá mun veikari.“ Þórdís segir að ofan á allt annað sé gerð sífellt meiri krafa á að hjúkr- unarfræðingar sinni rafrænni skrán- ingu ýmissa verkefna. Hún segir hið mikla álag valda gríðarlegri streitu hjá starfsfólkinu. „Það sem er verst af þessu öllu er að eftir að hafa unnið við hjúkrun í tutt- ugu ár er maður farinn að kvíða því að mæta í vinnuna. Vinnuálagið er þvílíkt.“ Þórdís segir að til að leysa málin hafi hjúkrunarfræðingarnir hingað til hlaupið hraðar. „En hraðar kom- umst við ekki. Ég veit ekki hversu lengi ég get lagt þetta á mig og mína fjölskyldu. Þjóðfélagið þarf að taka ákvörðun um hvort það vilji þessa góðu heilbrigðisþjónustu eða ekki. Ef svo er, verður að borga hjúkr- unarfræðingum betri laun svo þeir haldist í starfi og vilji vinna undir þessum kringumstæðum. Því þetta getur verið svo yndislega gefandi og skemmtilegt starf.“ Mistök verða vegna álags Þóra Gerður Geirsdóttir, hjúkrun- arfræðingur á lungnadeild LSH, hafði svipaða sögu að segja af mönn- unarmálum sinnar deildar. Hún seg- ir deildina hafa verið undirmannaða hvað hjúkrunarfræðinga v árinu 2002, eða frá því de flutt í Fossvog. „Legutími hefur styst sem þýðir mei kringum inn- og útskrif linga,“ bendir hún á. Nú v hennar sögn fimm hjúkru inga til starfa. „Álagið er og flestar vaktir eru erfiða inn er alltaf yfirfullur og þa ugur þrýstingur á að taka f linga heldur en deildin ræðu Enda eru að verða mistök s kvæmilega verða undir slík Líkt og fleiri hjúkrunarf Hjúkrunarfræðingar segja manneklu koma niður á þjónu „Hraðar komum Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Það vantar um 100 hjúkrunarfræðinga á Landspítala – háskólasj Á FUNDI hjúkrunarráðs L ala – háskólasjúkrahúss í g samþykkt ályktun þar sem yfir miklum áhyggjum af s hjúkrunarfræðingum á LS „Þessi skortur hefur því þegar komið niður á gæðu ustunnar og ógnar öryggi Brýnt er að leita allra lei takast á við þennan vanda ar hag allra landsmanna. Við skorum á ráðuneyti brigðis-, mennta- og fjármá skóla Íslands og Háskólann ureyri sem og heilbrigðisst landsins að taka nú höndum við lausn vandans,“ segir í uninni. Kemur niðu á gæðum þjónustunna MIKILVÆG ÁKVÖRÐUN Siv Friðleifsdóttir, hinn nýiheilbrigðisráðherra, hefur tekið mikilvæga ákvörðun með því að koma á fót hjúkrunar- deild fyrir aldraða, sem eiga við geðkvilla að stríða, á hjúkrunar- heimili í Sogamýri, sem taka á í notkun á næsta ári. Þá hefur ráðherrann ákveðið að koma á fót sérstakri geðdeild fyrir aldraða á Landakoti. Siv vill líka byggja upp ráðgjafar- þjónustu á landsvísu fyrir heilsugæzlu, spítaladeildir og hjúkrunarheimili. Hér er um að ræða mikilvægt framtak. Aldraðir eiga eins og aðrir við margvíslega geðkvilla að stríða og þá kannski ekki sízt þunglyndi, sem oft leitar á eldra fólk. Hér hefur ekki verið til sérstök geðdeild fyrir aldraða en nokkuð augljóst, að það hent- ar ekki endilega öldruðum að leggjast inn á geðdeild, sem sinnir fyrst og fremst bráðatil- vikum. Það er ánægjulegt að nýr heil- brigðisráðherra hefur tekið þetta mál föstum tökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.