Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 42
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn „SKELLUR“ HVERNIG GENGU JÓLASÖNGVARNIR? EKKI SVO VEL, ÉG GLEYPTI FLAUTUNA MÍNA ÞARNA ÞEKKI ÉG ÞIG JÓN, GERIR ALLT FYRIR LISTINA ERT ÞÚ HRIFIN AF HUNDUM JÁ MJÖG HRIFIN HUNDAR BÆTA LÍF OKKAR SVO UM MUNAR HÚRRA! ÉG ER FRJÁLS?! AF HVERJU VIRÐISTU SVONA ÓHAMINGJUSAMUR? HELGA SETTI MIG Í MJÖG STRANGAN MEGRUNARKÚR HVAÐ KALLAST KÚRINN? ÓHAMINGJU- KÚRINN ÞESSI SLEÐI ER ÞUNGUR, ÉG HÉLT AÐ VIÐ ÆTLUÐUM AÐ FERÐAST Á HONUM ÉG ÆTLA AÐ HVÍLA MIG AÐEINS GÓÐ HUGMYND, HÉRNA ER MYNDASAGA HVAÐ MEÐ SAMLOKU? VIÐ VERÐUM AÐ SPARA MATINN, EF SVO ILLA FÆRI AÐ VIÐ VEIDDUM EKKI ROSTUNG HÆTTU AÐ VÆLA HOBBES. VIÐ ERUM AÐEINS BÚNIR AÐ FERÐAST Í 20 MÍNÚTUR VERTU SÆLL KALLINN, SJÁUMST AFTUR Í NÆSTU VIKU ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ HEIMSÆKJA HUNDA SEM ERU LÆSTIR INNI FYRIR LÍFSTÍÐ JÁ, „SNÖKT“ ER ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG? HVÍSAGÐIRÐU ÞAÐ EKKI FYRR? ÉG HÉLT AÐ ÞÚ MYNDIR BARA GLOTTA ÉG, ALDREI! ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í ALASKA EN ÞAÐ ER LÍKA ERFITT AÐ VERA SVONA LANGT FRÁ FJÖLSKYLDUNNI ÞEIR VILJA EFLAUST NÁ MYND AF OKKUR MEÐ TÍGRIS- DÝRINU HJÁLP! VERTU RÓLEG. ÉG ER BÚINN AÐ BUGA HANN, NÚ HLÝÐIR HANN MÉR VÁ, FLOTT SKOT. FRÍÐA OG DÝRATEMJARINN Dagbók Í dag er fimmtudagur 6. apríl, 96. dagur ársins 2006 Það eru tvær út-varpsrásir sem Víkverji getur hlustað almennilega á, Rás eitt og tvö. Gefum Bylgjunni líka mögu- leika þegar best lætur hjá henni. Ástæðan fyrir þessu vali er ein- faldlega sú að út- varpsfólk á RÚV er betur máli farið en allt hitt liðið. Um daginn sá Víkverji frétt um niðurstöðu rann- sóknar málþroska- fræðings sem gerði úttekt á þakkar- ræðum Óskarsverðlaunahafa í gegn- um tíðina. Kom þar fram að Halle Berry (töluvert uppáhald hjá Vík- verja) var með málþroska á við 11 ára barn. Víkverji heldur því fram að ef svona rannsókn yrði gerð á út- varpsfólki á öldum ljósvakans, fyrir utan RÚV-liða, yrði niðurstaðan jafnvel enn hrikalegri. Víkverji leyf- ir sér að efast um að nokkur myndi ná upp í þroska Halle Berry, sem þó er ekki mikill. Tökum dæmi: Útvarpsmaður er með hlustanda á línunni. Setningar hans samanstanda af „heyrðu hérna“, „bara“, „og læti“, „eru menn ekki“, „góða hluti“. Svona er ekki hlust- andi á til lengdar. Nægir manni einu sinni og þá er maður orðinn fjári þreyttur. Plötur eru að gera „góða hluti“, þessi kvikmynd „halaði inn“ svo og svo miklar tekjur fyrstu sýning- arhelgina, „ég verð með ykkur til klukkan fimm“ og þannig mætti áfram telja. x x x Eitt sameiginlegteinkenni hafa þessir blessuðu útvarpsmenn. Þeir eru alltaf svo ofboðslega lengi að kveðja. Eins og þeir séu að slá á ímyndaðan söknuð hlustenda sinna. Gott og vel. En hvað finnst fólki um þetta? „Já, og það er farið að stytt- ast í þessu hjá okkur. Farið bara vel með ykkur. Þangað til næst. Já. Og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera. Já. Við verðum hér aftur klukkan fimm á morgun. Þangað til þá. Ég bið bara að heilsa ykkur. Bless, bless.“ Ótrúlegt alveg. Þetta er eitthvað annað en hin ótrúlega svala kveðja umsjónar- manna Daglegs máls á RÚV. „Ég þakka sem hlýddu. Veriði sæl.“ Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Tónlist | Börkur Hrafn Birgisson heldur burtfarartónleika frá djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH í kvöld kl. 20, en hann er sem kunnugt er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Jagúar. Á efnisskránni eru lög eftir hann sjálfan, ásamt lögum eftir Sigurð Flosason, Ellen Kristjánsdóttur, Joshua Redman, Herbie Hancock o.fl., en meðspilarar eru Daði Birgisson hljóm- borð, Pétur Sigurðsson bassi, Kristinn Snær Agnarsson trommur, Sigurður Flosason saxófónn, percussion, Kjartan Hákonarson trompet og Ellen Krist- jánsdóttir söngur. Tónleikarnir verða haldnir í hátíðarsal FÍH Rauðagerði 27 og er aðgangur ókeypis. Burtfarartónleikar Barkar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Sá sem elskar líf sitt glatar því, en sá sem hatar líf sitt í þessum heimi mun varðveita það til eilífs lífs. (Jóh. 12, 25.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.