Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 35 MINNINGAR Látinn er um aldur fram vinur okkar og mágur, Sigurður Georgsson hæstaréttarlögmaður. Við leiðarlok er ástæða til þess að þakka ánægju- lega samfylgd. Sigurður var skarpgreindur og víðlesinn maður. Hann hafði mikla frásagnargáfu og fáir menn voru skemmtilegri en hann á góðri stund. Hann var vinnuþjarkur, mikill keppnismaður og fylginn sér, en hafði þó viðkvæma lund og mátti ekk- ert aumt sjá. Það var gott að geta leitað til Sig- urðar í erfiðum málum því hann var sérlega ráðagóður, það fengum við vinir hans og fjölskylda oft að reyna. Með söknuði kveðjum við góðan fé- laga og vottum konu hans, dætrum og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Sigurðar Georgssonar. Jón Ásbergsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson. Kæri Siggi, þegar pabbi hringdi og sagði mér að þú værir farinn hugsaði ég strax; nei, það getur ekki verið, Siggi stendur þetta af sér eins og allt- af hingað til. En svo áttaði ég mig á því að við fóstrar höfðum sést í síð- asta sinn. Þá þutu í gegnum hugann allar þær frábæru minningar sem ég á um þig. Sú elsta þegar þú gafst mér UZI-riffilinn í jólagjöf þegar ég var þriggja ára, foreldrum mínum til skelfingar, enda hvarf þetta dót ein- hverra hluta vegna í þó nokkur ár. Bestu minningarnar eru tvímæla- laust allar þær veiðiferðir sem við fórum í saman, þrátt fyrir að aflinn væri mismikill eins og gengur. Í seinni tíð hafðir þú mest gaman af því að vera leiðangursstjóri slíkra ferða, keyra á milli veiðistaða og sýna mér hvar ég átti að kasta. Hverjum nema þér hefði dottið í hug að gefa veiðitúr í stúdentsgjöf? Þú gafst mér einn dag í Leirvogsá, fengum við sinn laxinn hvor á tíu mínútum, stóðum svo á ár- bakkanum og fögnuðum eins og vit- lausir. Í dag kveð ég ekki bara frænda minn heldur líka góðan vin. Guð veri með þér. Sverrir Bergsteinsson. Mig langar minnast Sigurðar Georgssonar hrl. með örfáum orðum og votta honum þannig mína hinstu virðingu. Hann er nú látinn langt um aldur fram, en hann átti við vanheilsu að stríða nú um nokkurt skeið. Leiðir okkar lágu fyrst saman á haustdögum 1989 er ég hóf störf hjá honum í Lágmúlanum þegar hann var framkvæmdastjóri LTFI og TFÍ og rak einnig sína málflutningsstofu. Síðar flutti hann skrifstofu sína í Garðastræti þar sem þeir bræður Sigurður og Bergsteinn ráku sínar málflutningsstofur. Þegar ég lít til baka og rifja upp þann tíma sem við Sigurður störfuð- um saman, en alls urðu þau ár 14, á ég aðeins góðar minningar. Hann reyndist mér alla tíð ákaflega vel og við áttum gott með að starfa saman. Hjá honum naut ég ávallt fyllsta trausts í öllum störfum, hvort sem um var að ræða meðhöndlun fjár- muna, eða önnur störf. Hann sagði gjarnan „Henný mín, þú ræður alveg hvernig þú hefur þetta“ Ég mat þetta traust mikils og reyndi að standa undir því. Ég lærði fljótt af samstarfinu með honum að bera virðingu fyrir öllum manneskjum, sama hvar í stétt þær stóðu. Á skrifstofuna til hans kom oft fólk sem mátti sín ekki mikils í þjóð- félaginu en óskaði eftir aðstoð hans sem verjanda. Hann reyndist þessu fólki með afbrigðum vel, hjálpaði því í hvívetna og fór áreiðanlega oft langt út fyrir starfsramma verjandans. Þetta viðhorf mætti margur taka sér fyrirmyndar. Ég tel mig líka haft lært mikið af að vinna með honum og fyrir hann, við að skrifa góðan texta. Það fórst honum ákaflega vel úr hendi og öll bréf, greinargerðir og stefnur hand- skrifaði hann áður en það kom til mín til að skrifa upp. Hann hafði fallega rithönd og var einnig þeim hæfileika gæddur að litlu þurfti hann að breyta frá upphaflegu handriti og kom það sér oft vel fyrir mig þegar í mörgu var að snúast. Nú að leiðarlokum langar mig að þakka Sigurði fyrir samstarfið og vináttuna. Reynir þakkar einnig þeirra samstarf við bókhaldsvinnu og fleira, en Reynir aðstoðaði Sigurð við þá vinnu nú síðustu árin. Við Reynir vottum ykkur, Heið- rúnu, Sollu, Ástu, Röggu, Bergsteini og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Blessuð veri minning hans. Henný Júlía Herbertsdóttir. Í dag kveð ég vin minn og félaga til margra ára. Við Sigurður Georgsson kynntumst fyrst er við rúmlega tví- tugir fórum að kenna í gagnfræða- deild Vogaskóla. Við vorum báðir í háskólanámi og þótti þá tilhlýðilegt og sjálfsagt að drýgja tekjurnar með mikilli vinnu. Við höfðum báðir mikla ánægju af kennslunni. Sigurður var kennari af guðs náð eins og jafnan var sagt. Hann hafði mikla tilfinningu fyrir ís- lensku máli og var jafnvígur á allt í heimi málfræðinnar og perlum bók- menntanna. Sigurður kaus sér starf lögfræðinnar og varð góður hæsta- réttarlögmaður. Ég er viss um að hann hefði orðið enn betri kennari. Ég held að hann hafi líka vitað það sjálfur. Kynni okkar Sigurðar héldust lengi og voru góð. Minningarnar eru margar og leita á hugann. Veiðiferð- ir, skákæfingar, ljóðalestur, nákvæm rýni í texta Bítlanna og langar og miklar umræður um ógleymanlega íslenska bókmenntatexta. Orti nokk- ur skýrar og einfaldar en: Sáuð þið hana systur mína? Þýddi nokkur bet- ur en: Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský? Ritaði nokkur betur en Tómas Guðmundsson um Jónas Hallgríms- son? Þegar horft er um öxl er þó ánægjulegast að minnast samveru- stunda með nýstofnuðum fjölskyld- um okkar. Þær stundir hefðu mátt vera fleiri. Við vorum ungir og lifðum lífinu dálítið hratt. Leiðir skildu hin seinni ár. Við vissum þó alltaf hvor af öðrum. Heljarvindur hefur nú farið um vetrarloftið og hrifið burt góðan dreng. Eftir standa margar minning- ar sem huggun harmi gegn. Ég sendi konu Sigurðar, börnum og öðrum nánum ættingjum og vin- um innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi og varðveiti drenginn góða. Þorsteinn Þorsteinsson. Það er sárt að kveðja góðan dreng og félaga sem fallinn er frá langt um aldur fram. Gott er þó að eiga góðar minningar um samvistir við hann á þeim skamma tíma er okkur er skammtaður. Sigurður Georgsson var mennta- maður og lögmaður góður. Hann kom börnum sínum til mennta, bjó ætíð vel og átti falleg málverk og fjölda fágætra bóka. Hann var þó hinn íslenski karlmaður og lengst af stjórnuðu ekki aðrir á þeim bæ. Sig- urður var landkönnuður, veiðimaður og þó nokkur Hemingway í háttum. Hann lagði stund á laxveiðar, fór á villisvínaveiðar í Póllandi og hrein- dýraveiðar á Grænlandi og á Íslandi. Hann ferðaðist til flestra heimsálfa, skoðaði pýramída í Egyptalandi og í Suður-Ameríku og lék golf í Malasíu og víðar. Einhvers staðar og þó ekki langt inni í sál þessa víðförula manns var samt unglingurinn af Baldursgöt- unni sem var hændur að móður sinni en bar óttablandna virðingu fyrir föð- ur sem krafðist besta árangurs í próf- um. Faðir Sigurðar var íslensku- kennari og var Sigurður mjög vel að sér í íslensku og íslenskum bók- menntum. Hann kenndi reyndar ís- lensku í upphafi starfsævinnnar. Þjóðskáldið spyr: Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur þá gleðin skín á vonarhýrri brá? Mér koma oft í hug þær stundir er ég ásamt Sigurði, Jóni E. Ragnarssyni og Haraldi Blöndal sáum sólskinsblett í heiði þá settumst við allir þar og glöddum oss. Nú eru þessir félagar mínir allir gengnir en minningin um gleðistundirnar lifir tær. Umræðurnar voru um laga- flækjur, bókmenntir, vísindi og menn og málefni. Mikið var hlegið og Sig- urður, sem var húmoristi góður, stýrði oft málefnum. Þremenning- arnir voru ekki fyrir ljósaböð og pasta heldur aðhylltust forn gildi. Mikið afskaplega má maður vera þakklátur fyrir að kynnast mönnum sem fara sínar eigin leiðir og segja meiningu sína þótt sumt kunni að falla í grýttan jarðveg hjá meðal- manninum. Síðustu æviárin átti Sigurður við veikindi að stríða. Nýrun lögðu niður störf og hjartað gaf sig að lokum. Mér fannst aðdáunarvert hve Sigurð- ur tók þessu af miklu æðruleysi og hann orðaði það stundum svo, að margir hefðu það verra en hann. Hann naut mikils styrks og aðhlynn- ingar hjá sinni góðu sambýliskonu Heiðrúnu Jóhannesdóttur og viljum við Guðrún að lokum færa henni, börnum Sigurðar og öðrum ættingj- um samúðarkveðjur við fráfall góðs drengs. Stefán Pálsson. Sigurður Georgsson naut vel- gengni sem lögmaður. Við þá gæfu, sem hann skapaði sér sjálfur, fór hann víða, lifði litskæra daga og var rausnarmaður vinum. Hann var mörgum strengjum ofinn, viðmóts- glaður, fluggáfaður og rökhvass, gat stundum sýnst stoltur úr fjarska, en átti einlæga auðmýkt og hjartahlýju hins þroskaða manns. Í laukgarði hans skipaði íslensk tunga öndvegi, og hann var vinur ljóðsins, sem hélt jafnnæmum höndum á stysta stefi og þungri skrautsmíði Einars Bene- diktssonar. Á haustkvöldi við Álftá ræddi hann fyrir nokkrum árum um séra Hallgrím Pétursson og blómstr- ið eina – mælti, að þar væri allt sagt og að sungið skyldi yfir sér. Sú ósk er því miður á að falla. Það eru orðin fjörutíu ár og betur frá því að ég kynntist Sigurði í MR. Oft leið langur tími milli funda, en mér finnst líkt og sumt af því, sem ég um hann man, gæti hafa gerst í gær. Þær verða ekki fleiri ferðirnar í Álftá; þeir hafa gengið á vatnið orð- listarmenn og veiðimenn Haraldur Blöndal, Pétur Svavarsson og Sig- urður Georgsson. Slíkra manna verð- ur gott að minnast við langeldana, ef ég fæ þar sæti. Megi líknin breiða sína mildi yfir ástvini Sigurðar Georgssonar. Ólafur Thóroddsen. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Heiðrún mín, Sólveig, Ásta, Ragnheiður og stjúpsynir, tengda- börn og barnabörn. Guð blessi ykkur í sorg ykkar og gefi ykkur styrk og blessun um ókomin ár. Bergljót Þórðardóttir. Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og stuðning, ómetanlega vináttu og dýrmæta hlýju vegna andláts og við út- för elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, STEINUNNAR PÁLSDÓTTUR, Sigtúni 29, Reykjavík. Sérstakar alúðarþakkir færum við þeim sem vitjuðu hennar og sinntu í erfiðum veikindum í vetur. Guð blessi ykkur öll. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Laufey G. Geirlaugsdóttir, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, Páll Steinar Sigurbjörnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ÁGÚST BJARNASON, Smyrlabjörgum, sem andaðist sunnudaginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Kálfafellsstaðarkirkju laugardag- inn 8. apríl kl. 14:00. Halldóra Jónsdóttir, Helgi Karlsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Jón Karlsson, Hólmfríður Traustadóttir, Guðni Karlsson, Jóna Sigjónsdóttir, Einar Karlsson, Halldóra Ingólfsdóttir, Sigurbjörn Karlsson, Laufey Helgadóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Sigurður Benediktsson, Haukur Karlsson, Hafey Einarsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og stuðning við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, sonar, tengdaföður, afa, bróður og tengdasonar, KRISTINS RICHARDSSONAR, Sunnuvegi 15. Kristín Þorvaldsdóttir, Ólafur Kristinsson, Manuela Jank, Rebekka Gylfadóttir, Sigurður Jónsson, Þorvaldur Gísli Kristinsson, Heiðdís Björnsdóttir, Arnfreyr Kristinsson, Steinunn Óskarsdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Vigdís Ólafsdóttir, Páll Ólafsson, Ingibjörg Magnúsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS VIGFÚSSONAR, Álfaskeiði 3, Hafnarfirði. Nicolina Kjærbech Vigfússon, Valborg Kjærbech Óskarsdóttir, Óskar Ásbjörn Óskarsson, Hjördís Ólöf Jónsdóttir, Ómar Óskarsson, Erla María Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR JÓNSSON, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14.00. Svava Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Oddsson, Sveinsína Sigurgeirsdóttir, Ásta Oddsdóttir, Tómas Óskarsson, Sigurður Oddsson, Margrét Þórarinsdóttir, Gunnlaugur Oddsson, Helga Freysdóttir, Bára Oddsdóttir, Ómar Sigmarsson, Sigríður Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.