Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 23 DAGLEGT LÍF Í APRÍL Í FEBRÚAR kom í ljós að gos og djús með appelsínubragði getur innihaldið bensen, krabbameins- valdandi efni sem er bannað í mat- vælaiðnaði. Niðurstöðurnar hafa m.a. vakið athygli í Svíþjóð og á veg- um Göteborgs-Posten voru fjórar gostegundir rannsakaðar í þessu til- liti. Niðurstöðurnar lágu fyrir í byrj- un apríl og í ljós kom að appels- ínugosdrykkurinn Fanta innihélt 2 míkrógrömm af bensen. Hámarks- gildi bensens í drykkjarvatni er 1 míkrógramm samkvæmt viðmið- unarreglum ESB en engar reglur eru til um innihald í matvælum eða drykkjum, að því er fram kemur í GP. „Bensen er ekki náttúrulegt efni í gosi og ætti ekki að vera í gosi, þar sem það getur valdið krabbameini í fólki,“ segir Kettil Svensson, eitur- efnafræðingur hjá sænska mat- vælaeftirlitinu í samtali við GP. Ben- sen getur myndast í gosi sem inniheldur bæði askorbínsýru (c- vítamín undir heitinu E-300) og natríumbensóat (rotvarnarefni und- ir heitinu E-211). Margir gosdrykkir og þykkni með appelsínubragði inni- halda einmitt þessa blöndu, þó ekki hreinn appelsínusafi eða -þykkni. Morgunblaðið/Ómar Of mikið bensen í gosdrykk  NEYTENDUR UM 300 þúsund bandarísk börn undir sjö ára aldri eru of feit fyrir þá bílstóla sem eru á markaðnum og sitja af þeim sökum ekki rétt spennt í öryggisbelti í bílnum. Það eykur líkur á alvarlegum meiðslum og jafnvel dauða um 50%, að því er m.a. kemur fram í Svenska Dagbladet. Vísindamenn við Ohio State há- skólann í Bandaríkjunum hafa rannsakað þetta og vonast nú til þess að niðurstöðurnar hafi áhrif á vöruþróun á þessu sviði. Lara Trifiletti, forsvarsmaður rann- sóknarinnar, telur að mikilvægt sé að markaðssettir verði bílstólar fyrir of feit börn eins og önnur börn. Samkvæmt rannsókninni eru 5% af þriggja ára börnum í Banda- ríkjunum yfir 18 kg að þyngd. Börn of þung í barna- bílstóla  ÖRYGGI ónastarfsemina. Það varð til þess að ákveðið var að losna við þessi efni úr framleiðslu Urtasmiðjunnar. Vör- urnar frá Urtasmiðjunni innihalda einungis hráefni úr jurtum, s.s. fjöl- ómettaðar Omega jurtaolíur, bindi- efni úr jurtafeiti og villtar íslenskar heilsujurtir og lífrænt ræktaðar. Um síðustu áramót skipti öll framleiðslulína Urtasmiðjunnar um útlit og er nú komin í nýjar og nátt- úruvænar umbúðir. Gamla góða Græðismyrslið og Fótaáburðurinn eru nú komin í túbur sem er mun hentugra og hreinlegra í notkun. Vörurnar frá Urtasmiðjunni fást í helstu heilsuvöruverslunum á land- inu. Dreifiaðili er Urtasmiðjan. Sími 462 4769, 861 4769, gigja@urta- smidjan.is Náttúrulegt rotvarnarefni í vörurnar Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir náttúrulegu snyrti- vörulínuna „SÓLA“ úr íslenskum jurtum og öðru náttúrulegu hráefni, sem ætluð er til næringar og umönn- unar líkamans. Urtasmiðjan hefur tekið í notkun í framleiðslu sína nýtt náttúrulegt rotvarnarefni sem framleitt er úr jurtum og sólarvörn sem framleidd er úr jurtarótum og er þetta nýjung hér. Í áratugi hafa svokölluð para- ben verið notuð sem rotvörn í snyrti- vöruiðnaðinum, en að undanförnu hefur verið mikið rætt um að þau geti verið skaðleg vegna aukaverk- ana sem þau eru talin hafa á horm-  NÝTT Sjáðu hvernig raunveruleikinn lítur út í sjónvarpi Hugsaðu stórt og sjáðu skýrt með HITACHI 42PD7200 42” HD ready plasma sjónvarpi. • Upplausn 1024 x 1024 punktar. Yfir 1000 línur! Mesta upplausn í 42" plasma sjónvarpi í dag. • 68,6 milljarðar lita. Nýr 1024 punkta myndkubbur gerir myndina ótrúlega skarpa og góða. • Allar tengingar til staðar sem hægt er að hugsa sér fyrir sjónvarp. • Uppfyllir öll skilyrði til að vera HD ready og gott betur. • Rafdrifinn snúningsfótur. Glæsileg hönnun. pi pa r / SÍ A Verð kr. 399.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.