Morgunblaðið - 06.04.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 23
DAGLEGT LÍF Í APRÍL
Í FEBRÚAR kom í ljós að gos og
djús með appelsínubragði getur
innihaldið bensen, krabbameins-
valdandi efni sem er bannað í mat-
vælaiðnaði. Niðurstöðurnar hafa
m.a. vakið athygli í Svíþjóð og á veg-
um Göteborgs-Posten voru fjórar
gostegundir rannsakaðar í þessu til-
liti. Niðurstöðurnar lágu fyrir í byrj-
un apríl og í ljós kom að appels-
ínugosdrykkurinn Fanta innihélt 2
míkrógrömm af bensen. Hámarks-
gildi bensens í drykkjarvatni er 1
míkrógramm samkvæmt viðmið-
unarreglum ESB en engar reglur
eru til um innihald í matvælum eða
drykkjum, að því er fram kemur í
GP. „Bensen er ekki náttúrulegt efni
í gosi og ætti ekki að vera í gosi, þar
sem það getur valdið krabbameini í
fólki,“ segir Kettil Svensson, eitur-
efnafræðingur hjá sænska mat-
vælaeftirlitinu í samtali við GP. Ben-
sen getur myndast í gosi sem
inniheldur bæði askorbínsýru (c-
vítamín undir heitinu E-300) og
natríumbensóat (rotvarnarefni und-
ir heitinu E-211). Margir gosdrykkir
og þykkni með appelsínubragði inni-
halda einmitt þessa blöndu, þó ekki
hreinn appelsínusafi eða -þykkni.
Morgunblaðið/Ómar
Of mikið
bensen
í gosdrykk
NEYTENDUR
UM 300 þúsund bandarísk börn
undir sjö ára aldri eru of feit fyrir
þá bílstóla sem eru á markaðnum
og sitja af þeim sökum ekki rétt
spennt í öryggisbelti í bílnum. Það
eykur líkur á alvarlegum
meiðslum og jafnvel dauða um
50%, að því er m.a. kemur fram í
Svenska Dagbladet.
Vísindamenn við Ohio State há-
skólann í Bandaríkjunum hafa
rannsakað þetta og vonast nú til
þess að niðurstöðurnar hafi áhrif
á vöruþróun á þessu sviði. Lara
Trifiletti, forsvarsmaður rann-
sóknarinnar, telur að mikilvægt sé
að markaðssettir verði bílstólar
fyrir of feit börn eins og önnur
börn.
Samkvæmt rannsókninni eru 5%
af þriggja ára börnum í Banda-
ríkjunum yfir 18 kg að þyngd.
Börn of
þung í
barna-
bílstóla
ÖRYGGI
ónastarfsemina. Það varð til þess að
ákveðið var að losna við þessi efni úr
framleiðslu Urtasmiðjunnar. Vör-
urnar frá Urtasmiðjunni innihalda
einungis hráefni úr jurtum, s.s. fjöl-
ómettaðar Omega jurtaolíur, bindi-
efni úr jurtafeiti og villtar íslenskar
heilsujurtir og lífrænt ræktaðar.
Um síðustu áramót skipti öll
framleiðslulína Urtasmiðjunnar um
útlit og er nú komin í nýjar og nátt-
úruvænar umbúðir. Gamla góða
Græðismyrslið og Fótaáburðurinn
eru nú komin í túbur sem er mun
hentugra og hreinlegra í notkun.
Vörurnar frá Urtasmiðjunni fást í
helstu heilsuvöruverslunum á land-
inu. Dreifiaðili er Urtasmiðjan. Sími
462 4769, 861 4769, gigja@urta-
smidjan.is
Náttúrulegt rotvarnarefni
í vörurnar
Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki
sem framleiðir náttúrulegu snyrti-
vörulínuna „SÓLA“ úr íslenskum
jurtum og öðru náttúrulegu hráefni,
sem ætluð er til næringar og umönn-
unar líkamans.
Urtasmiðjan hefur tekið í notkun í
framleiðslu sína nýtt náttúrulegt
rotvarnarefni sem framleitt er úr
jurtum og sólarvörn sem framleidd
er úr jurtarótum og er þetta nýjung
hér. Í áratugi hafa svokölluð para-
ben verið notuð sem rotvörn í snyrti-
vöruiðnaðinum, en að undanförnu
hefur verið mikið rætt um að þau
geti verið skaðleg vegna aukaverk-
ana sem þau eru talin hafa á horm-
NÝTT
Sjáðu hvernig raunveruleikinn
lítur út í sjónvarpi
Hugsaðu stórt og sjáðu skýrt með HITACHI 42PD7200
42” HD ready plasma sjónvarpi.
• Upplausn 1024 x 1024 punktar. Yfir 1000 línur!
Mesta upplausn í 42" plasma sjónvarpi í dag.
• 68,6 milljarðar lita. Nýr 1024 punkta myndkubbur
gerir myndina ótrúlega skarpa og góða.
• Allar tengingar til staðar sem hægt er að hugsa sér
fyrir sjónvarp.
• Uppfyllir öll skilyrði til að vera HD ready og gott betur.
• Rafdrifinn snúningsfótur. Glæsileg hönnun.
pi
pa
r
/
SÍ
A
Verð kr. 399.995