Morgunblaðið - 06.04.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 06.04.2006, Síða 33
syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Guð blessi látinn vin og góðan dreng, gefi hinum líkn sem lifa. Jóhanna Guðnadóttir. Margs er að minnast og margs er að sakna eru þau orð sem fyrst komu í huga minn þegar ég heyrði um frá- fall elsku Guðjóns. Guðjón var giftur systur mömmu minnar en hún lést 10. júní 1990. Það hefur alla tíð verið mikill samgangur á milli fjölskyldn- anna okkar. Guðjón var mér einkar kær og reyndist mér vel og ég vissi að til hans gæti ég alltaf leitað. Hann var vinur vina sinna og mátti aldrei neitt aumt sjá og var ávallt reiðubú- inn að rétta hjálparhönd. Á mínum fyrstu árum bjó ég hjá afa og ömmu og voru þá Guðjón og Ingibjörg mik- ið með mig og þá myndaðist sam- band sem hefur haldist síðan. Guð- jón var maður skoðana og gafst aldrei upp. Ég stríddi honum stund- um með hversu þrjóskur hann væri og ekki væri hann Svenni sonur hans skárri og þá glotti hann og var fljót- ur að eyða því. Ein mynd sem er mér kær er hvernig hann sagði alltaf nafnið mitt. Hann sagði það alltaf með mikilli væntumþykju og því fylgdi fallegt bros sem hlýjaði manni um hjartaræturnar. En það var þessi þrautseigja og gleði sem hjálpaði honum í gegnum allt sem hann mátti þola í gegnum tíðina, bæði í einkalífi og vinnu. Ég á margar góðar minningar tengdar Guðjóni og Ingibjörgu, sem ég varðveiti í brjósti mínu og í þess- um minningum er mikil birta, kær- leikur og gleði sem einkenndi þau bæði. Síðustu ár höfum við ekki hist eins oft og við hefðum viljað en þær stundir sem við áttum saman eru mér mjög kærar. Elsku Guðjón, nú ertu kominn til Ingibjargar frænku og ég veit að hún tekur á móti þér með sitt bjarta og breiða bros með Kobba hoppandi og skoppandi sér við hlið. Nú eruð þið sameinuð á ný. Elsku Svenni minn, guð veri með þér og veri þér styrkur. Auður Vala. Nú kveð ég þig í síðasta sinn, elsku frændi. Þær eru nú ófáar minning- arnar um þig, þú ert sá sem maður mun hugsa um með söknuði alla ævi. Þú hefur alltaf hugsað svo vel um mig og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það. Þú ert sá maður sem gast ekki sagt nei, varðst að gera öllum gott. Eins og það sem þú gerðir fyrir mig með vinnuna, án þín veit ég ekki hvar ég væri staddur í dag. Ég man þegar ég átti afmæli á mínum yngri árum fékk ég nánast alltaf símtal frá þér þar sem þú bauðst mér til þín á Egilsstaði þar sem við gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt. Ég verð þér ævinlega þakklátur fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Það var sjokk fyrir okkur öll þegar þú greindist með krabbameinið og vonuðu allir að þú myndir læknast. En að lokum varst þú orðinn svo kvalinn að það var gott að þú fékkst að fara. Ég vona að þú sért kominn á betri stað og þér líði mun betur núna heldur en þegar þú lást á spítalanum. Ég trúi því varla að stundin sé runnin upp, sjálfur Gaui frændi bara farinn. Ég man þegar mér var sagt að þú værir farinn úr þessu lífi þá hélt ég að þetta væri draumur, lífið er eitthvað svo öðruvísi án þín. Ég mun ævinlega sakna þín, kæri frændi, en þú munt ávallt lifa með mér. Þinn frændi, Aron Frank Leópoldsson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 33 MINNINGAR ✝ Guðrún HjördísÓskarsdóttir fæddist í Hrísey 1. september 1937. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 3. apríl síð- astliðinn. Foreldrar Hjördísar voru hjónin Óskar S. Kristjánsson út- gerðarmaður, f. 28. febrúar 1911, d. 19. janúar 1992, og Sal- björg I. Jónatans- dóttir húsmóðir, f. 10. ágúst 1914, d. 11. nóvember 1990. Systkini Hjördísar eru: 1) Ósk N., f. 9. júní 1934, maki Pétur Geir Helgason, 2) Sigríður T., f. 6. apríl 1942, maki Jóhann I. Inga- son, 3) Kristján J., f. 13. september 1944, maki Laufey M. Magnúsdótt- ir, og 4) Vilhelmína N., f. 27. ágúst 1949, maki Stefán Þorleifsson. Hjördís giftist 5. janúar 1962 Ólafi S. Össurarsyni útgerðar- manni, f. 5. janúar 1932, d. 25. febrúar 1980. Börn þeirra eru: a) unga aldri stundaði hún ýmis störf tengd útgerð föður síns, m.a. við beitningu og formennsku. Hún fluttist 17 ára gömul til Ísafjarðar og hóf störf við Fjórðungssjúkra- húsið þar og á leikskóla. Hún kynntist Ólafi, sem síðar varð eig- inmaður hennar, fljótlega eftir komu sína til Ísafjarðar. Ólafur starfaði sem sjómaður og rak út- gerð ásamt Valdimar bróður sín- um. Ólafur og Valdimar fórust með Gullfaxa 25. febrúar 1980. Rúmu ári eftir að Ólafur lést flutt- ist hún til Reykjavíkur ásamt Mar- gréti dóttur sinni. Hjördís bjó lengst af í Álfheimum 26 í Reykja- vík og starfaði á Landspítalanum við Hringbraut og á Hrafnistu í Reykjavík. Árið 2001 fluttist Hjördís ásamt Bjarna Sigurgrímssyni, f. 30. ágúst 1941, sambýlismanni og vini til margra ára til Grindavíkur. Börn Bjarna eru: Ragnar Grímur, Valgerður, Ólea, Bjarni, Aðalheið- ur Lovísa og Bjarki Þór. Hjördís starfaði á öldrunar- heimilinu í Víðihlíð til ársins 2004 er hún lét af störfum þá 67 ára, hún hafði þá unnið við aðhlynning- arstörf í allt að 50 ár. Hjördís verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hafsteinn Ómar, f. 8.september 1956, maki Lára Jónsdótt- ir. Dóttir þeirra er Guðrún Hjördís, f. 18. júlí 1995. Dóttir Ómars úr fyrri sam- búð er Birgitta, f. 27. júlí 1977, sonur hennar er Elvar Víðir, f. 19. desem- ber 2000. b) Valdi- mar Þórarinn, f. 21. maí 1963, d. 28. júlí 1967. c) Margrét, f. 16. ágúst 1968, maki Sigurjón Sigmundsson. Börn þeirra eru Sandra Sif, f. 14. júní 1989, og Ólöf Ýr, f. 18. maí 1993. Fyrir átti Ólafur soninn Jón Rós- mann, f. 11. desember 1953, maki Magnea María Ívarsdóttir. Börn þeirra eru Rúna Björk, f. 25. sept- ember 1969, Ólafur Ívar, f. 25. apr- íl 1975, Jóna María, f. 14. desem- ber 1980 og Guðríður, f. 21. nóvember 1987. Hjördís ólst upp í Hrísey hjá for- eldrum sínum og systkinum. Frá Hjördís móðursystir mín var ein- stök kona. Sterk, ljúf, skilningsrík og ákveðin og hafði einstakan hæfileika til að njóta lífsins á hverju sem dundi. Ég man ekki eftir lífinu án hennar. Strax á fyrstu árunum var hún nálæg öllum stundum. Móðir mín og systur hennar, sem bjuggu á Ísafirði, hafa alla tíð verið nánar og sem krakki gekk maður inn og út af heimilum þeirra eins og manns eigin. Hjördís var kona sem þoldi illa allt vesen og var því mannasættir. Hún hafði líka mikið innsæi inn í hugar- heim annarra og líðan þeirra og átti því auðvelt með að miðla málum. Hún var líka mikill húmoristi og gat, með því að draga upp léttari hliðar tilverunnar, fengið mestu fýlupúka til að skella upp úr. Við Hjördís bundumst snemma sterkum böndum sem að hluta til áttu rætur að rekja til hörmulegs slyss. Þegar ég var fimm ára sá ég Valdimar, fjögurra ára son hennar, frænda minn og leikfélaga verða fyr- ir bíl og deyja. Þessi atburður var einhvern veginn alltaf með okkur, þótt við töluðum eiginlega aldrei um hann fyrr en á síðari árum. En á milli barns og fullorðinnar konu varð til djúp vinátta sem aldrei brast og aldrei bar skugga á. Öll uppvaxtarárin vestur á Ísafirði var ég með annan fótinn heima hjá Hjördísi, Óla manni hennar og frændsystkinum mínum Ómari og Margréti. Fjölskyldur okkar um- gengust mikið en ég sótti líka mikið á heimili þeirra einn míns liðs. Og seinna þegar foreldrar mínir voru fluttir frá Ísafirði og ég var í mennta- skólanum þar, sótti ég mikið til Hjör- dísar. Það var á þeim tíma sem ann- að stóra áfallið reið yfir. Í febrúar 1980 fórst Gullfaxinn og Óli hvarf í Ísafjarðardjúpið með bróður sínum og vini Valdimar. Eins og við mátti búast tók Hjör- dís þessum atburðum af æðruleysi. Hún bar harm sinn í hljóði og hélt áfram að stýra fjölskyldu og heimili. En við sem þekktum hana vel vissum að sorgin var þung og mikil. Hún trúði hins vegar ekki á að bera sorgir sínar á torg. Hjördís var þeirrar gerðar að hún var sterka manneskj- an, fyrir aðra og fyrir sjálfa sig. Enda vann hún við umönnun ann- arra allt frá því hún var unglings- stúlka allt þar til hún fór á eftirlaun. Á þeim fjölmörgu sjúkrastofnunum, sem hún vann á um dagana, varð hún vitni að erfileikum og veikindum annarra, baráttu fólks fyrir heilsunni og lífinu. Ég hef hitt svo marga sem eru henni þakklátir fyrir þá einlægu aðhlynningu sem hún veitti fólki og aðstandendum þess. Og þótt hún lærði aldrei til hjúkrunar, er ég viss um að allir þeir sem kynntust henni voru öruggari og leið betur undir handleiðslu hennar en flestra ann- arra. Það var ekki til lífsglaðari og skemmtilegri kona að skemmta sér með en Hjördís frænka mín. Hún hafði unun af því að vera í góðra vina hópi, hlusta á ljúfa tónlist, segja og hlusta á sögur, syngja og dansa. Í einu skiptin sem ég sá Hjördísi gráta, voru það gleðitár eða tár sem féllu vegna fegurðar lífsins eða sagna af hugprúðu fólki. Hún var einlægur og traustur vinur vina sinna og börnunum sínum, barna- börnum og tengdafólki einstakur og góður félagi. Enginn sem þekkti hana getur nokkru sinni gleymt henni. Þegar við nú kveðjum þessa stóru og góðu konu, sendi ég Ómari, Möggu, börnum þeirra og Bjarna fé- laga hennar mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Við Hjördísi segi ég eins og í textanum í einu af hennar uppá- halds lögum: This is just adios and not good-bye, eða þetta er bara adios, en ekki bless. Ég þakka al- mættinu fyrir Hjördísi. Drottinn blessi minningu hennar. Heimir Már Pétursson. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Elsku Hjördís frænka og vinur, hafðu þökk fyrir allt. Við sendum öll- um aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðmunda, Hinrik og börn. Lífsgleði og þróttur var það sem einkenndi Hjördísi alla tíð og við nánast hvað eina sem hún tók sér fyrir hendur, hvort það var við vinnu eða skemmtan. Í vinahópi, sem var stór, var hún miðdepillinn og það geislaði af henni. Bros hennar og við- mót allt var einstakt. Eilítið fött í baki með útbreiddan arminn og sól- skinsbros í andliti tók hún á móti eða heilsaði fólki hvar og hvenær sem var. Hjördís var ótrúlega sterk and- lega þrátt fyrir að hafa mætt miklu mótlæti í lífinu, fyrst þegar hún og maður hennar Ólafur Össurarson misstu son sinn, Valdimar, í bílslysi og svo síðar þegar Ólafur maður hennar ferst ásamt bróður hans. Einnig síðast nú þegar hún fékk þann dóm að hún væri með ólækn- andi sjúkdóm. Hún var alltaf hress, brosandi og vildi ekki láta vorkenna sér en var ávallt tilbúin að veita öðr- um aðstoð og hjálparhönd. Það er ekki ofmælt að lífsgleðin var hennar aðalsmerki og ekkert fannst henni skemmtilegra en að dansa enda leið varla sú helgi að hún færi ekki út á dansgólfið og sveiflaði sér í takt við tónlistina. Hjördís og sambýlismað- ur hennar seinustu árin, Bjarni Sig- urgrímsson, náðu sérstaklega vel saman í dansinum enda Bjarni orð- lagður góður dansherra. Hjördís var fædd og uppalin í Hrísey. Móðir hennar Salbjörg Jónatansdóttir fór heim af dansleik í Sæborg í Hrísey til að eiga hana og því er ekki að undra að dansinn hafi verið hennar líf og yndi ætíð síðan. Hjördís var eins og áður segir vinsæl og vinmörg og hún ræktaði vinaböndin af kost- gæfni með hlýju og nærgætni og ekki síst tryggð. Þrjár æskuvinkon- ur úr Hrísey, Hjördís, Heba og Gunnhildur, eru gott dæmi um rækt- arsemi og tryggð. Þegar þær stálp- uðust og fóru að taka þátt í húsverk- unum heima fyrir gerðu þær þau saman. Þær kölluðu sig ,,Trú, von og kærleika“. Með innilegri þökk fyrir okkar kynni og vináttu, Hjördís. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendum við Bjarna, börnum og fjöl- skyldum þeirra, systkinum og vinum Hjördísar. Gunnhildur Anna Hannesdóttir og Ingvar Ingvarsson. Hjördís Óskarsdóttir, glaðlyndur, kraftmikill dugnaðarforkur ólst upp í Hrísey um miðbik síðustu aldar. Fiskveiðar og vinnsla var undirstaða lífsins í eyjunni og Hjördís byrjaði kornung að vinna eins og títt var á þeim árum. Þar lærði hún að leggja sig alla fram, ekkert var gefið eftir þegar bjarga þurfti verðmætu sjáv- arfangi. Þetta veganesti hafði hún enn í farteskinu þegar hún hóf störf sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á endurhæfingardeild Landspítalans árið 1983. Um svipað leyti hóf und- irrituð störf á sömu deild, þá nýút- skrifaður sjúkraþjálfari og unnum við saman þar til hún hvarf til starfa á Hrafnistu undir lok tíunda áratug- arins. Fyrir ungan starfsmann var mikill fengur í að kynnast þeim af- bragðs konum sem störfuðu á end- urhæfingardeildinni, ekki síst orku- boltanum Hjördísi. Hjördís var létt í lund og hafði lag á að fá sjúklinga, sem hún vann með, til að leggja sig alla fram. Hún hreif þá með sér, með krafti sínum og dugnaði. Það átti ekki við hana að kvarta, henni leiddist væl og orð eins og vandamál var ekki að finna í orða- bók Hjördísar. Þetta viðhorf hennar hafði góð áhrif á starfsmenn endur- hæfingardeildarinnar rétt eins og sjúklingana. Hjördís bjó yfir óbilandi bjartsýni og hæfileika til að njóta lífsins og einkenndu þessir eiginleikar hana öðrum fremur. Henni var tíðrætt um hversu heppin hún væri. Einnig hafði hún óbilandi trú á að allar hennar óskir rættust að lokum, hún þyrfti aðeins að bíða róleg. Þó varð hún fyrir mikl- um áföllum í lífinu. Son sinn missti hún ungan í bílslysi og síðar eigin- mann langt um aldur fram. En ótrauð hélt hún áfram, þess fullviss að lífið geymdi ný tækifæri, hennar væri að nýta þau. Nú eru tækifærin fullnýtt og Hjördís horfin okkur langt um aldur fram. En óskir hennar munu halda áfram að rætast í börnum hennar, barnabörnum og öðrum ástvinum. Að leiðarlokum þakka ég sam- fylgdina. Bjarna, Ómari, Margréti og fjöl- skyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Sigurjónsdóttir. HJÖRDÍS ÓSKARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guðjón Sveinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir, Guðrún Johansen, Inga Freyja og Sandra Arn- ardætur, Rósa og Irma Erlings- dætur, Heimir Sveinsson, Guð- mundur Sævar Hreiðarsson og Freyja. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR SIGURÐSSON, Sæbakka 8, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðju- daginn 28. mars. Jarðsungið verður frá Norðfjarðarkirkju föstudag- inn 7. apríl kl. 14. Margrét Björgvinsdóttir, Björk Gunnlaugsdóttir, Borgþór Jónsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Bóas Bóasson, Halldór Gunnlaugsson, Elsa Reynisdóttir, Hjörleifur Gunnlaugsson, Hulda Eiðsdóttir, Lilja Salný Gunnlaugsdóttir, Hafsteinn Þórðarson, afabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRAGI MELAX kennari, Skúlagötu 40, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 15.00. Edda B. Melax, Günter Schmidt, Róbert Melax, Áslaug Jónsdóttir, Einar A. Melax, Áslaug Melax, Grétar Jónasson, Helena Melax, Jón Berg Jónasson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.