Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðjón KristinnSveinsson fædd-
ist í Hafnarfirði 27.
janúar 1950. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 29.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Freyja Leópolds-
dóttir húsmóðir og
fv. móttökuritari, f.
11.10. 1926, og
Sveinn Jónasson
húsgagnasmiður og
bílasali, f. 15.6.
1925, d. 28.1. 1974.
Þau áttu lengst af heima í Hafn-
arfirði og eignuðust þrjú börn auk
Guðjóns, Jónas, f. 14.1. 1949,
Ágústu, f. 8.12. 1954, gift Erni
Bragasyni, f. 10.2. 1953, og
Leópold, f. 12.4. 1960, kvæntur
Þorbjörgu Albertsdóttur, f. 8.8.
1959.
Guðjón kvæntist 29.12. 1973
Ingibjörgu Sigfúsdóttur, f. 17.3.
1952, d. 10. júní 1990. Heimili
þeirra var á Egilsstöðum. For-
eldrar Ingibjargar voru Auðbjörg
Ámundadóttir, f. 25.11. 1928, d.
5.1. 2001, og Sigfús Þorsteinsson,
f. 20.6. 1927, d. 26.9. 2001. Sonur
Guðjóns og Ingibjargar er Sveinn,
f. 17.3. 1974.
Sambýliskona Guðjóns er
Hrönn Árnadóttir gjaldkeri, f.
28.2. 1952. Börn hennar eru Alda,
f. 4.8. 1971, og Rúnar Geir, f. 28.7.
1974.
Guðjón ólst upp í Hafnarfirði og
í Reykjavík. Sautján ára gamall
flutti hann til Egilsstaða þar sem
hann bjó og starfaði
í 33 ár. Árið 2000
flutti hann í bæinn
aftur og kom sér
upp heimili á Álfta-
nesi. Guðjón stund-
aði nám í Lindar-
götuskólanum í
Reykjavík á ung-
lingsárum og lagði
síðar stund á raf-
virkjun við Iðnskól-
ann á Egilsstöðum.
Ekki lagði hann raf-
virkjunina þó fyrir
sig því vinnuvélar
og verkframkvæmdir áttu hug
hans allan. Hann stofnaði ungur
eigið fyrirtæki og var sjálfstæður
atvinnurekandi alla sína tíð. Guð-
jón starfaði mikið fyrir opinberar
stofnanir, reisti raflínur um allt
Austurland og víðar, lagði vegi og
plægði ljósleiðara. Hann þróaði
margar vinnuaðferðir og véla-
lausnir sem í nokkrum tilfellum
vöktu athygli þróunardeilda er-
lendra vélaframleiðenda. Guðjón
gekk til liðs við Frímúrararegl-
una árið 1992. Hann kom að
mörgum framfara- og fram-
kvæmdamálum á Héraði og var
einn af hvatamönnum að stofnun
Framfarafélags Fljótsdalshéraðs
og stóð að stofnun framboðs
óháðra til bæjarstjórnar á Egils-
stöðum.
Útför Guðjóns verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Jarðsett verður í Egilsstaða-
kirkjugarði.
Kveðja frá móður.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Freyja Leópoldsdóttir.
Nú ertu allur litli bróðir og farinn
til Guðs og feðranna. Ég kallaði þig
alltaf litla bróður þar sem þú varst
fæddur einu ári og þrettán dögum á
eftir mér. Eins og litlum bræðrum
sæmir hugsaðir þú aldrei um sjálfan
þig, heldur miklu frekar hvað stóra
bróður langaði til að gera. Þú varst
alltaf stórhuga, gjafmildur, ósérhlíf-
inn og síðast en ekki síst dugnaðar-
forkur. Þú varst vinur vina þinna og
einstaklega fjölskyldurækinn. Þú
fórst ungur til Egilsstaða í fóstur til
föðurbróður okkar Erlings Garðars
og Jóhönnu konu hans. Þar kynntist
þú þinni stóru ást Ingibjörgu, sem
lést langt um aldur fram, en það var
fyrir ykkur feðgana, þig og Svenna,
ævilangur söknuður. Þú varst svo
heppinn að fyrir tveimur árum
kynntist þú yndislegri konu, henni
Hrönn. Hún hefur verið þér stoð og
stytta í gegnum þessar hremmingar,
sem þú þurftir að ganga í gegnum.
Ég á vart orð til að lýsa þakklæti
mínu til hennar.
Elsku bróðir, Guð varðveiti þig og
Svenna son þinn um alla tíð og tíma.
Þinn bróðir,
Jónas.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
(Davíð Stefánsson.)
Það var fagur dagur í Kópavogi á
laugardaginn um þar síðustu helgi.
Helsjúk hetja stóð þar studdur við
gluggann á líknardeildinni og horfði
yfir sæinn í áttina heim til Álftaness.
,,Þetta er frábært“ sagði hann og
stórfengleikinn endurspeglaðist í
augum hans. Þremur sólarhringum
síðar var hann allur.
Hann var hetja, hann bróðir minn,
og ég er stoltur af því að vera bróðir
hans. Framkvæmdasemin og verk-
vitið var með slíkum eindæmum að
fólk gat ekki annað en dáðst að.
Hann var alltaf að þróa nýjar lausnir
og koma með ferskar hugmyndir.
Þegar faðir okkar lést í ársbyrjun
1974 var hann 24 ára og ég 13. Ég bjó
í Hafnarfirði en hann á Egilsstöðum.
Það var ekki vandamál fyrir Guðjón.
Hann gekk mér að mörgu leyti í föð-
urstað, bauð mér austur á hverju
sumri og tók að sér uppeldið á
pjakknum ásamt Ingibjörgu heitinni
konu sinni. Gjafmildi þeirra og fórn-
fýsi var með eindæmum.
Guðjón fékk að súpa ýmsa fjöruna
á sinni stuttu ævi. Jafnvel svo hressi-
lega að flestir venjulegir hefðu bug-
ast. En það hugtak var ekki til hjá
honum. Hann barðist alltaf áfram
enda var hann mikill baráttumaður í
eðli sínu.
Síðustu tvö árin hafði Guðjón
fundið hamingjuna á nýjan leik eftir
14 erfið ár frá fráfalli Ingibjargar.
Inn í líf hans kom þá einstök kona
með stórt hjarta og mikla sál, Hrönn
Árnadóttir. Þau lögðu á ráðin um
framtíðina og hann hlakkaði til alls
þess sem hann ætlaði að gera með
henni. En forlögin brugðu fyrir þau
fæti og nú er hann allur. Hrönn vék
ekki frá sjúkrasæng hans og stóð
með honum eins og klettur. Sveinn
sonur hans vék heldur ekki frá föður
sínum þótt síðasta sjúkrahúslegan
væri löng tæpir fjórir mánuðir! Þeir
áttu saman yndislegar stundir í lokin
sem ylja munu Svenna til æviloka.
Nú þegar þú hefur horfið til hins
eilífa austurs vil ég þakka alla góð-
mennskuna og fordæmin sem ég get
reynt að lifa eftir. Hinn hæsti höf-
uðsmiður himins og jarðar mun
launa þér góðverkin.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Leópold Sveinsson.
Það eru aðeins nokkrar vikur síð-
an ég hlýddi á enn eina eldmessu um
atvinnutækifæri, tæki og tól. Og eins
og alltaf áður voru hugmyndirnar
dregnar á blað, sjúkrasængin var
teikniborðið, hugmyndin var skýr og
teikningin var nákvæm. Ég hugs-
aði;0
– Gáfunnar ársal Æsir bjartir lýsa.
Einherjar djúpt í sálu falla og rísa.
Sem skáldið Jóhannes úr Kötlum
sagði í „Eigi skal höggva“. Já, ein-
herjar fórnuðu lífi fyrir framgang
hugmyndar, líklega vegna kærleika
til landsins sem hafði fóstrað þá,
kannski var það landið sjálft sem gaf
og hvatti, eins og sá hinn sami segir
„– og mitt land varð ein hvíslandi
rödd, og það spurði mig lágt:
Heyrðu, sonur minn sæll!
Ertu samur í ósk þinni og dáð?
Ertu herra þíns lífs eða hégómans þræll?
Ertu hetja af sannleikans náð?“
Já bróðursonur minn og fóstur-
unglingur okkar hjóna, Guðjón, var
samur í ósk sinni og dáð, og um leið
hetja af sannleikans náð og við erum
stolt af honum. Ekki síst þegar tár
úr hvarmi runnu þegar áföllin dundu
yfir. „Við lifum sem blaktandi blakt-
andi strá.“ Þessi hending þjóð-
skáldsins gefur okkur sýn á stöðu
mannsins í náttúrunni, á leiksviði
lífsins. Áreitið er alls staðar, gott og
illt. Það er kannski þess vegna sem
við verðum að halda fastar um ein-
földu gildin í hinni kristnu siðfræði
og móta skipti okkar við náungann
með vonina að vopni. Vonin er okkar
dýrasti fjársjóður. Vonin um að allt
þetta sé til einhvers var okkur gefin
við upprisu frelsarans og við eigum
ekki að spyrja „til hvers er þetta allt
ef allt er svona valt“. Síðustu mánuði
tókst hann á við meinvarp, með von
að vopni rétt eins og hann hafði tek-
ist á við annað sem brimöldur lífsins
höfðu brotið á hans brjósti. Guðjón
birtist mér á þessum mánuðum eins
og æði oft áður, sem hinar hörðu
bergsnasir hinnar íslensku strandar
sem ólgusjóir virðast ekki geta brot-
ið, bara breytt til að taka betur á
móti öldunni. En um leið sem maður
hlýrra en mikilla tilfinninga, maður
sem gat fundið til en borið harm með
reisn. Vonin er fjársjóðurinn í lífi
okkar kristinna manna, hún er upp-
spretta gleðinnar, viðnám vonbrigða
og kenndin sem fjarlægir tár úr
hvarmi og orkugjafi lífsins er vonin
sem frelsarinn gaf okkur um bjartan
vettvang að lokinni lífsgöngu. Þrátt
fyrir það er sem dökkir skuggar
byrgi sýn til samtíðar á þessari
kveðjustund en myndir fortíðar
renna fram.
Fyrst þegar 15 ára unglingurinn
skjálfandi af kvíða bað um sumar-
vinnu hjá RARIK á Austurlandi, ég
sagði já, sjálfur kvíðinn vegna
frændseminnar. Frændsemin gat
bitnað á honum í hörðum heimi línu-
manna. Kvíðinn reyndist óþarfur
þau ár sem hann vann hjá RARIK,
þar sem allt lék í hans höndum.
Hann reyndist listamaður í stjórn
vinnuvéla og verkvit hans var svo
sannarlega í ask RARIK látið.
Sögur voru sagðar af verklausnum
hans við að beita stórvirkum vinnu-
vélum við stauragrundun og reising-
ar við erfiðar aðstæður. Hann var á
heimilli okkar hjóna um árabil sem
einn af fjölskyldunni án nokkurs
skugga, en stoð og stytta í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Þar átti
hann sín fyrstu stefnumót við ástina
sína Ingibjörgu, ást sem var leiftr-
andi af gleði og vonum, full af sam-
stöðu um að ganga þétt saman um
lífsins brautir og mæta þar hindr-
unum af fullri reisn með skilningi á
skoðunum hvort annars. Ávöxturinn
varð Sveinn, sonur sem varð miðdep-
ill í tilverunni, nefndur eftir afa sín-
um í Hafnarfirði. Guðjón varð sjálf-
stæður atvinnurekandi, verktaki við
stórar framkvæmdir sem hann skil-
aði af sér með miklum sóma. Stund-
um varð arðurinn minni en ætlað
varð, ætíð vegna vandvirkni hans og
fullkomnunarkrafna sem hann setti
sjálfur en ekki verkkaupinn. Þeir
voru bara fegnir miklu fyrir sem
minnst. En nú fór svo stundum að
frændsemin var dýru verði goldin,
sérstaklega af völdum þeirra sem
fyrir þjást af óhreinu mjöli í sínum
pokum. Þó var ekki grátið en áfram
haldið með vissu um að réttlætið
sigraði að lokum. Sveinn bróðir minn
og faðir Guðjóns lést um aldur fram
1974 eftir erfið veikindi. Mér fannst
það áfall frekar herða hann en veikja
í lífsbaráttunni, en samt var það mót-
andi á hans eigið sjálf. Stóra áfallið í
lífi hans var andlát Ingibjargar þeg-
ar samlíf þeirra stóð í mestum
blóma, já ég örvænti oft að hann
myndi ekki ná heill til lífsins skógar
eftir það. En reynslan og sjálfsmót-
un hans frá fráfalli föðurins reyndist
honum veganesti til átaka á nýjum
brautum, en það var erfið ganga með
hálffrosið tilfinningalíf. Enn birti og
hlýnaði, hann kynntist Hrönn og lífið
varð á ný ljúft og gott. En óveð-
ursskýin voru skammt undan, mein
áfallanna braust nú fram, meinið
hafði sigrað ónæmiskerfið. Ég horfði
til Guðjóns, sífellt í nýjum hlutverk-
um, dáðist að krafti hans og vinnu-
gleði. Þegar ég spurði hann um nýju
verkin svaraði hann að bragði; „það
er ekkert lélegt verk til, bara lélegar
krónur“. Ég trúi því nú að vinur
minn og frændi hafi enn á ný unnið
sigur á sinni forsendu. Ekki á kostn-
að annarra. Hann sagði svo gjarnan:
„Það er ekkert svo margbrotið að
það sé ekki hægt að gera það ein-
falt.“ Þannig var hann og þannig
verður Guðjón Sveinsson í mínum
heimi, á mínu leiksviði lífs og dauða.
Þökk sé Hrönn og Sveini fyrir kær-
leika sem hann best fann síðustu vik-
ur. Kæru vinir, móðir og systkini,
grátið Guðjón en grátið lágt. Megi
góður Guð blessa ykkur og minningu
góðs drengs.
Erling Garðar Jónasson.
Ég blikna í hvarmi og er sár í
hjarta að sjá á bak vini mínum Guð-
jóni. Hann kom inn í mína fjölskyldu
þegar hann var aðeins 15 ára og var
þaðan í frá einn af henni. Guðjón var
heimilisprýði, stoð og stytta fjöl-
skyldunnar. Á hverjum sunnudegi
var farið í bíltúr með börnin mín sem
lauk venjulega í ísbúðinni. Hann var
meira en frændi barnanna minna,
hann var vinur þeirra. Gjafmildi
hans og ræktarsemi við þau entist
allt hans líf. Það var líka yndislegt að
sjá og fylgjast með smá skotinu í
búðarstelpunni Ingibjörgu sem lítilli
lækjarsytru sem varð að stórfljóti
kærleika, trúnaðar og ástar. Fyrsta
„tengdadóttirin“ var komin í minn
farveg. Gjafmildi hans, kærleikur og
þakklæti helltist yfir mig öll sam-
veruárin, en stærsta gjöfin var að
eiga stundir með Ingibjörgu, fylgj-
ast með fæðingu og fyrstu árum
Sveins sonar þeirra, bera saman
bækur með henni um heimilisrekst-
ur, barnamál og já – allt lífið sjálft.
Það voru dimmir dagar, mánuðir og
ár eftir að hún féll frá, fyrir Guðjón
og Svein og okkur hin sem næst
stóðum. Óttinn við að sorgin yrði
þeim um megn fyllti mig vanmátt-
arkennd, ég vissi að sorgin og eft-
irsjáin myndu aldrei hverfa. Feðg-
arnir báru harm sinn með reisn, og
brutu á bak allt daglegt mótlæti lífs-
ins. En sárin greru ekki og skildu
eftir sig mein sem aldrei varð numið
brott.
Ég verð að horfa framhjá stað-
reyndum síðustu mánaða, yfir til
þess sem er ævarandi og fyrir allar
kynslóðir, ástina á lífinu, þrátt fyrir
allt. Lífinu sem var lifað og er lifað.
Við sjáum í huga skógarlundina fag-
urgrænu við Egilsstaði sem breiða
blíðusvipmót yfir hrjóstrugt landið
og sýnist alltaf geta án áreynslu tek-
ið á sig norðaustan vindinn sem svo
oft bylgjar sig niður Fjarðarheiðina
og er ævinlega kaldur og þróttmikill,
eftir ferðalagið yfir fjallgarðinn. Sól-
in vermir og næring hlíðarinnar gef-
ur líf og styrk, en kærleiki ræktunar-
manna frá því að fræi var sáð gefur
kraftinn. Og við fáum skilið að það
sem færir fram og nærir svo mikla
mannlega reisn og styrk sem Guðjón
hefur haft í frammi og sýnt síðustu
mánuði, er kærleikans kraftur frá
kærleikans fræi sem Guðjón hafði
sjálfur sáð í hvert hjarta sinna sam-
ferðamanna. Kærleikurinn var að
verki.
Guð blessi Hrönn, Svein og fjöl-
skyldu hans í sárum harmi hennar.
En við sem í jaðrinum eru nú, þökk-
um góðar og dýrmætar stundir með
Guðjóni, Ingibjörgu og Sveini um
árabil. Fyrir þær viljum við þakka
nú þegar baráttu vinar er lokið með
reisn og fullnaðarsigri á sársaukan-
um.
Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
GUÐJÓN
SVEINSSON
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
áður til heimilis í
Hörgshlíð 10,
Reykjavík,
lést að morgni mánudagsins 3. apríl.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hennar, er bent á líknarstofnanir.
Katrín Árnadóttir, Björg Árnadóttir,
Reynald Jónsson, Andrew Cauthery,
Árni Jón Eggertsson, Davíð Harald Cauthery,
Hulda Ólafsdóttir, Gunnar Atli Cauthery,
Ólafur Þorri, Kjartan Bjarmi og Elvar Breki.
Elskulegi maðurinn minn, pabbi, tengdafaðir og
afi,
GUNNAR EINARSSON
fyrrverandi stöðvarstjóri
Pósts og síma,
Hörgshlíð 8, Reykjavík,
lést á Landspítalanum, hjartadeild, aðfaranótt
þriðjudagsins 4. apríl.
Jarðarför auglýst síðar.
Ólöf Hólmfríður Sigurðardóttir,
Þór Gunnarsson, Sigrún Ása Sturludóttir,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Anita Bowen,
Embla Þórsdóttir, Klaus Wallberg Andreasson,
Sturla Þórsson, Ólöf Tara Smáradóttir,
Guðlaug Ýr Þórsdóttir.