Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 31 UMRÆÐAN UM ÞESSAR mundir eru mjög til umræðu tillögur iðnaðarráðherra um að sameina Byggðastofnun, Iðn- tæknistofnun Íslands og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins í nýja ríkisstofnun: Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Tímabær endurskipulagning Samtök iðnaðarins hafa heils hug- ar tekið undir þær hugmyndir að þörf sé á að endurskoða stoðkerfi atvinnu- lífsins. Starfsemi rannsóknastofnana iðnaðarins var að stofni til mótuð fyr- ir 40 árum og síðan hefur margt breyst. Gallinn við þau vinnubrögð, sem við- höfð eru hér á landi við slíka endurskoðun, er hins vegar sá að not- endur þjónustunnar eru ekki hafðir með í ráðum heldur eru þeim kynntar niðurstöður. Þeir sem gera at- hugasemdir eru þá ekki þátttakendur í stefnu- mótun heldur úrtölu- menn og þrasarar. Einkennilegar forsendur Lengi hafði verið rætt um að sam- eina Iðntæknistofnun og Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. Virtist sjá fyrir endann á þeirri sam- einingu þegar mál tóku óvænta stefnu og Byggðastofnun bættist í hópinn. Síðan var því slegið föstu að höfuðstöðvar nýrrar stofnunar skyldu vera á Sauðárkróki og þar ætti að vera a.m.k. 21 starfsmaður. Einkennileg grundvallarforsenda þegar um er að ræða stofnun sem á að efla samstarf rannsóknastofnana, háskóla og fyrirtækja. Hvað er það sem Samtök iðnaðar- ins myndu vilja hafa öðruvísi en ráð er fyrir gert í frumvarpinu um Ný- sköpunarmiðstöð Íslands? 1. Við viljum að fleiri rann- sóknastofnanir þvert á atvinnugrein- ar verði sameinaðar í eina öfluga rannsóknastofnun í hlutafélagsformi. Þau verkefni sem einkaaðilar geta annast verði boðin út og/eða einka- vædd. Þetta virðist ekki vera hægt vegna hólfaskiptingar og togstreitu milli atvinnuvegaráðuneyta sem bera svipmót af atvinnulífi liðinnar aldar. Þess vegna liggur nú til afgreiðslu á Alþingi frumvarp um Matvælarann- sóknir ehf. sem því miður verður hvorki fugl né fiskur. 2. Við teljum að stjórnskipulag Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands sé alls ekki í takt við tímann, þar sem for- stjórinn verður embættismaður, ráð- inn af iðnaðarráðherra og undir hans stjórn. Engin sjálfstæð stjórn verður yfir stofnuninni sjálfri. Það er ástæða til að spyrja: Hvar á atvinnulífið að koma að þessu máli? Er þetta Ný- sköpunarmiðstöð fyrir atvinnulífið eða ráðuneytið? Í þeim stofnunum iðnaðarins sem fyrir voru átti at- vinnulífið þó beina aðild að stjórn og gat þar með haft áhrif á verkefnaval og áherslur í starfinu. Ráðherra valdi hins vegar stjórnarmenn í Byggða- stofnun, sem flestir hafa verið þing- menn eða varaþingmenn. Nú verður til ný ríkisstofnun sem stjórnað verð- ur beint og milliliðalaust úr iðn- aðarráðuneytinu. 3. Ætlunin er að Tækniþróun- arsjóður verði vistaður hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands en fagleg um- sýsla skal falin óháðum aðila samkvæmt samningi. Sjóðurinn á reyndar að hafa sjálfstæða stjórn að mestu tilnefnda af ráðherrum en þó með aðkomu atvinnulífsins. SI telja að Tækniþróunarsjóður eigi ekki heima inni í Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands heldur eigi að vera sjálfstæð eining en vistaður hjá Rann- sóknamiðstöð Íslands eins og verið hefur. Ríkisstofnun með gamla laginu Það þarf ekkert að fara í grafgötur um það að hér er lagt upp með nýja ríkisstofnun sem ætlað er að stjórna og stýra með gamla laginu. Þarna verða ráðherra og ráðuneytið bæði með tögl og hagldir. Innovasjon Norge Nú vill svo skemmtilega til að um þessar mundir er hér í heimsókn Gunn Ovesen, sem er forstjóri Inn- ovasjon Norge. Það félag varð til við samruna stofnana sem svara hjá okkur til Útflutningsráðs (Norges Eksportråd), Ferðamálaráðs (Norges Turistråd), Byggðastofn- unar (Statens nærings- og distriktsutviklings- fond SND) og Impru (Statens veilednings- kontor for oppfinnere). Athygli vekur í þessu sambandi að Innovasjon Norge er ekki rík- isstofnun heldur félag í eigu ríkisins sem er stofnað með lögum (særlov- selskab) og hefur flest einkenni hluta- félags. Það er sjálfstæð stjórn yfir fé- laginu. Forstjóri og starfsmenn eru ekki ríkisstarfsmenn. Félagið er með höfuðstöðvar í Ósló. Norsku rann- sóknastofnanirnar SINTEF eru sameinaðar undir einni yfirstjórn í nánu samstarfi við háskóla og at- vinnulíf. Hins vegar stendur ekki til að sameina þær Innovasjon Norge. Fjármögnun nýsköpunarstarfsemi er á borði Rannsóknráðsins norska (Norges forskningsråd), sem hefur á sínum snærum sambærilega sjóði og Tækniþróunarsjóð og Rann- sóknasjóð. Auk þess gegnir norska Skatte Funn kerfið, sem Samtök iðn- aðarins hafa bent á sem vænlega fyr- irmynd fyrir okkur Íslendinga, miklu hlutverki í fjármögnun rannsókna í fyrirtækjum en um þetta kerfi gilda sérstök lög. Þessu er stjórnað af Nor- ges forskningsråd í samstarfi við Inn- ovasjon Norge. Við ættum tvímælalaust að taka mið af því sem Norðmenn eru að gera í þessum málum. Nýsköpunar- miðstöð Íslands Sveinn Hannesson fjallar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands ’Það þarf ekkert að faraí grafgötur um það að hér er lagt upp með nýja rík- isstofnun sem ætlað er að stjórna og stýra með gamla laginu. ‘ Sveinn Hannesson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. ÞAÐ vekur auðvitað tortryggni þegar meirihlutaeigandi í fyrirtæki selur sjálfum sér verð- mæti út úr fyrirtæk- inu. Þetta gerði stjórn Landsvirkjunar þegar hún ákvað í byrjun árs, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli borgaryf- irvalda, að færa rekst- ur Laxárvirkjunar til nýs ríkisfyrirtækis sem yrði til við sam- runa Rarik og Orku- bús Vestfjarða. Landsvirkjun yrði minnihlutaeigandi í því fyrirtæki og hlutur Reykvíkinga því minnihluti innan minnihluta. Tveir af þremur fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn Lands- virkjunar höfðu uppi mótmæli inn- an stjórnarinnar. Þriðji fulltrúi borgarinnar, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, var tilbúinn til að skrifa upp á fyrra verðmatið, sem var 687 milljónir króna fyrir heila virkj- un. Vegna mótmæla Reykjavíkurlista- fulltrúanna var lagt fram nýtt verðmat, litlum 55% hærra en hið fyrra eða 1.062 milljónir króna. Eins og þetta ber með sér var allt verðmatið í skötulíki, enda hafa að- ilar á orkumarkaði lýst sig reiðubúna að greiða margfalda þessa upphæð fyrir Laxárvirkjun. Nú hafa borgaryfirvöld séð sig knúin til að kæra Landsvirkjun til samkeppnisyfirvalda til þess að fá þessum vafasama gerningi stjórn- arinnar hnekkt því hann gengur svo berlega gegn hagsmunum Reykvík- inga. Ríkið er að ræna Lands- virkjun heilli virkjun til að bæta stöðu tveggja fyrirtækja í eigin eigu. Það alfurðulegasta í málinu er vitaskuld afstaða Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, fulltrúa Reykvíkinga í stjórn Landsvirkjunar. Hann gekk í lið með fulltrúum ríkisvaldsins í stjórninni og greiddi atkvæði með því að verulegir fjármunir væru með þessum hætti hafðir af borg- arbúum. Hvað varstu eiginlega að hugsa, Vilhjálmur? Ekki varstu að hugsa um hagsmuni Reykvíkinga, það er alveg ljóst. Hvað varstu að hugsa, Vilhjálmur? Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifar um borgarstjórnarmál Steinunn Valdís Óskarsdóttir ’Hvað varstu eiginlegaað hugsa, Vilhjálmur? Ekki varstu að hugsa um hagsmuni Reykvíkinga, það er alveg ljóst.‘ Höfundur er borgarstjóri. Er heilsa barna á Akureyri fram- úrskarandi góð? Sem betur fer eru flest börn vel á sig komin, hreyfa sig reglulega, borða hollan og nær- ingarríkan mat og njóta lífsins. Þegar við lifum góða daga og höf- um allt sem hugurinn girnist þá eru samt sem áður hættumerki á lofti. Rannsóknir sýna að íslensk börn hafa þyngst verulega á undanförnum áratug- um, tæp 20% níu ára skólabarna eru of þung og 5% eru of feit. Lífs- munstur sumra virðist vera að liggja í leti, glápa á sjón- varps- eða tölvuskjá og ,,éta“ skyndibita. Það mætti stundum halda að teiknimyndakötturinn Grettir væri fyrirmynd sumra ís- lenskra barna. Það er hlutverk allra sem að börn- um standa að taka til hendinni því vissulega er hægt að stöðva þessa þróun. Helstu atriði sem þarf að hafa í huga í sambandi við heilsu barna eru: - Notfærum okkur það að börn eru móttækileg fyrir fræðslu og fræðum þau um holla lífshætti. - Venja þarf börnin strax frá unga aldri á hollt og fjölbreytt mat- aræði. Það er leikur að læra að borða hollan mat! - Auknar líkur eru á því að 12 ára barn sem er of þungt verði það einnig á fullorðinsárum. - Börn sem eru virk og hreyfa sig mikið eru líklegri til að gera það á fullorð- insárum. - Foreldri sem hreyfir sig í tengslum við athafnir daglegs lífs er góð fyrirmynd. Börn þurfa heilbrigðar fyrirmyndir! - Börn sem stunda íþróttir sýna betri árangur í námi, hafa meira sjálfstraust og líður betur. Með samstilltu átaki margra aðila má gera ástandið í þessum málum framúrskarandi gott hér á Akureyri. Við framsóknarmenn á Akureyri nefnum til þess nokkrar leiðir: Auka niðurgreiðslur stórlega á næstu árum til foreldra barna sem stunda íþróttir, tómstunda- eða tón- listarstarf. Stofna lýðheilsustöð þar sem saman koma allir þeir sem hafa með málefni barna og unglinga að gera s.s. forvarnarfulltrúi, for- stöðumenn félagsmiðstöðva, íþrótta- fulltrúar, námsráðgjafar o.fl. Efla vægi íþrótta í leik- og grunnskólum. Styðja vel við bakið á öllum sem reka íþrótta- og tómstundastarf fyr- ir börn og unglinga. Bjóða uppá meðferðarúrræði fyrir þá sem lenda í vandræðum. Það er mín skoðun að við þolum góðu dagana mun betur með hreyf- ingu og jákvæðu hugarfari. Með það að leiðarljósi hvet ég Akureyringa til að hugsa vel um heilsu barnanna sinna og vera góðar fyrirmyndir. Það þarf sterk bein til að þola góða daga Erlingur Kristjánsson skrifar um heilbrigði barna ’Rannsóknir sýna að ís-lensk börn hafa þyngst verulega á undanförnum áratugum …‘ Erlingur Kristjánsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknarflokksins á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.