Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í APRÍL Ætli það láti ekkinærri lagi að verð-lag á matvöru séum það bil tvöfalt hærra í Danmörku en í Þýska- landi. Á móti kemur að laun og skattar eru mun hærri í Dan- mörku en í Þýskalandi,“ segir Mara Zanghirella, starfsmaður þýska ferðamálaráðsins. Mara vinnur m.a. við það að kynna Þýskaland fyrir Íslendingum sem og öðrum Norðurlandabúum og eru hennar bækistöðvar í Kaup- mannahöfn. Mara, sem er tæplega þrítug að aldri, er af ítölskum ættum, en for- eldrar hennar fluttu frá Ítalíu til þýsku borgarinnar Wolfsburg árið 1960 eftir að þýsku Volkswagen- verksmiðjurnar þar í bæ auglýstu eftir vinnuafli. Málamiðlun í matarinnkaupunum „Þótt sjálf sé ég fædd og uppalin í Þýskalandi á ég mína fjölskyldu í ítalska bænum Bergamo, sem er nálægt Mílanó. Ég er því að heita má miklu meira fyrir ítalska mat- argerð en þýska. Mitt uppáhald er mikið grænmeti og pastaréttir. Kærastinn minn Thomas, sem er danskur að ætt og uppruna, er hins vegar meira fyrir kjötið og kartöflurnar og vill bara smá sýn- ishorn af grænmeti á diskinn sinn. Það þarf því dálitla málamiðlun í matarinnkaupin þegar við hjúin förum og kaupum inn.“ Mara flutti til Danmerkur fyrir tveimur og hálfu ári og segist hafa verið að elta kærastann til Kaup- mannahafnar. „Mér líkar orðið vistin vel í Danmörku og þar er allt vinnuumhverfi afslappaðra en í Þýskalandi,“ segir Mara, sem starfaði áður sem fasteignasali í Þýskalandi. „Mér finnst ekki dýrt að versla nauðsynjar í Þýskalandi,“ segir Mara þegar við vindum okkur inn í Kaiser’s matvörubúðina í Berl- ínarborg. „Lífrænt ræktaðar vörur eru orðnar mjög áberandi í þýskum matvöruverslunum nú til dags enda eru vinsældir þeirra sí- fellt að aukast þótt þær séu í dýr- ari kantinum,“ segir Mara þegar við göngum fram hjá rekka með lífrænum vörum af ýmsu tagi. Engar pakkasósur Hún tekur á rás fram hjá öllum pakkasósunum og segir slíka óhollustu ekki eiga upp á pall- borðið hjá sér. „Þjóðverjar eru hins vegar mikið sósufólk, en ég kýs að búa til mínar eigin sósur frá grunni,“ segir Mara og stefnir í átt að ferskum sveppum, sem hún ætl- ar að nota í sósu út á þýskan snits- el. 400 grömm af hvítum sveppum kosta 172 kr., sama magn af brún- um sveppum kosta 150 kr. Kílóið af svínasnitsel kostar frá 688 til 860 kr. og við hliðina má sjá vænan hamborgarhrygg á 382 kr. kg. 2,5 kíló af kartöflum kosta 155 kr. Kíló af lauk og tómötum er á 172 kr. og blómkálshöfuðið sömuleiðis. Hægt er að fá hálft annað kg af appelsínum og kg af vatnsmelónu á 172 kr. Spergill á vorin Athygli vekur að í grænmetis- deildina eru nýkomnir hvítir og grænir ferskir sperglar því nú fer í hönd uppskerutímabil spergilsins. „Allir veitingastaðir bjóða á vorin upp á mikinn spergil, sem soðinn er í vatni með smá sykri og smá salti. Spergillinn er borinn fram með soðnum kartöflum, skinku og hollandaissósu og þetta borða Þjóðverjar í ómældu magni á hverju vori.“ Það er komið að lokum versl- unarferðarinnar þegar Mara er búin að versla annars vegar fyrir þýska snitselmáltíð og hins vegar fyrir ítalska pastamáltíð. Aðeins er eftir að velja gott rauðvín með matnum og Mara er ekki í nokkr- um vandræðum með það. Hún vel- ur sér flösku af ítalska rauðvíninu Chianti Classico og segir það fara sérstaklega vel með ítölskum mat.  HVAÐ ER Í MATINN? | Hráefni í þýskt svínasnitsel og ítalskan pastarétt í Berlín Ekki dýrt að kaupa í matinn í Þýskalandi Lífrænt ræktaðar vörur eru vinsælar meðal Þjóðverja. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Hin ítalskættaða Mara Zanghirella, sem er fædd og uppalin í Þýska- landi en er nú búsett í Danmörku, verslar hér í matinn í Berlín. Miklu ódýrara er að kaupa í matinn í Þýska- landi en í Danmörku. Jóhanna Ingvarsdóttir kíkti í Kaiser’s í Berlín með Íslandsvininum Möru Zanghirella, sem hefur reynslu af mat- arinnkaupum í báðum löndum. join@mbl.is Þýskt svínasnitsel (fyrir fjóra) 4 sneiðar svínasnitsel, steiktar á pönnu í olíu eða smjörlíki 100 g beikon, smátt skorið 200 g laukur, smátt skorinn 400 g sveppir, smátt skornir 2 msk. tómatþykkni 250 ml rjómi kjötseyði úr einum sósuteningi og 250 ml af vatni tímían pipar salt majoram steinselja 1 kg kartöflur, soðnar í vatni með smá salti 1 blómkálshöfuð Snitsel-sneiðarnar steiktar í gegn á pönnu í olíu eða smjörlíki. Setjið sneið- arnar til hliðar. Beikon og laukur steikt saman á pönnu og tómatþykkni bætt út á. Látið malla í tvær mínútur. Sveppunum bætt út í og látið malla í þrjár til fjórar mínútur. Á meðan er 250 ml af kjötseyði útbúið og því hellt út á pönnuna ásamt rjómanum. Kryddað eftir smekk með salti, pipar, majoram og tímían. Látið malla um stund. Sósan er borin fram með snitselinu og ferskri steinselju stráð yfir. Soðnar kartöflur og blómkál borið fram sem meðlæti. Pasta a la mamma (fyrir fjóra) 500 g pasta, t.d. tagliatelli eða spaghetti salt, pipar, chili, óreganó eða tímían 1 stór laukur, smátt skorinn 1–2 hvítlauksrif, pressuð eða smátt skorin 2 eggaldin, skorin í bita 2 kúrbítar, skornir í bita 750 g tómatar 2 msk. tómatþykkni extra-virgin-ólífuolía Ef notaðir eru ferskir tómatar er byrj- að á því að láta þá í sjóðandi vatn svo hægt sé að taka hýðið af. Tómatar, laukur, hvít- laukur, kúrbítur og eggaldin skorið niður. Tómatar og hvítlaukur léttsteikt í potti við miðlungshita í 1–2 msk. af ólífuolíu. Tómatþykkni bætt út í og látið malla í tvær mínútur. Kúrbítur og eggaldin látið út í. Hrært vel í og um 100 ml af vatni bætt smám saman við. Kryddað með salti, pipar, óreganó og tímían. Lokið sett á pottinn og látið malla í 15–20 mín. Pastað soðið á meðan og því síðan blandað saman við pottréttinn. Hráefni í þýskan svínasnitsel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.