Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þó að niðurstöðurnar berist ekki jafn
skjótt og hrúturinn hefði kosið, á hann
að halda sig við efnið. Traust þarf að
þjálfa eins og hvern annan vöðva. Þú
færð staðfestinguna sem þú hefur
beðið eftir í ástarlífinu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er í þrumustuði, eins og það
hafi náð tengingu við orkusvið sem
knýr það áfram alveg ósjálfrátt, líkt
og krafturinn sem stýrir himintungl-
unum. Svona er þetta reyndar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Fyrir mörgum árum ákvað tvíburinn
að sætta sig við tiltekið vandamál en
upp á síðkastið hefur sú ákvörðun
ekki gert annað en að þreyta hann.
Nú virðist rétti tíminn til þess að
leysa það og gleyma því svo.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Að tala um eitthvað sem maður vill
ekki gerir ekkert annað en að fjar-
lægja þig frá því sem þú þarft að gera
til þess að láta það sem þú vilt að ger-
ist verða að veruleika. Einbeittu þér
algerlega að því sem þú þráir.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið er viðkvæmt fyrir móttökunum
sem það fær og gæti jafnvel látið
freistast til þess að spyrja: hvernig
stend ég mig? Það er bæði djarft og
hrífandi. Þegar upp er staðið er ljónið
ómótstæðilegt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ákveðin klikkun leiðir til þess að eitt-
hvað óvænt gerist. Í dag er dagur öfg-
anna, sýnist manni. Einbeittu þér að
því sem þú getur stjórnað. Hvað af-
ganginn varðar, skaltu bara leyfa þér
að fljóta með.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ójöfnur á veginum hafa á sér fyndna
hlið. Þú skemmtir þér vel. Vogin neit-
ar að vera alvarleg, jafnvel þegar til
þess er ætlast. Það er einn hennar
mest aðlaðandi eiginleika.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn er með svo margt á
sinni könnu að það er auðvelt að
missa af því sem raunverulega þarfn-
ast athygli. Einhver sem truflar þig
stöðugt eða alltaf á sama óþægilega
tímapunktinum þarf virkilega að ná til
þín.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn er yfirleitt glaðastur
þegar hann er að læra eitthvað nýtt.
Leggðu í námsferðalag – eitthvað létt
og skemmtilegt sem gerir þig skap-
andi enn á ný.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er svo sannarlega hæfi-
leikarík en það þýðir ekki að hún geti
gert allt sem hún reynir rétt í fyrstu
atrennu. Þú nærð bestum árangri með
þrautseigjunni í dag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Flöktið sem þú finnur fyrir í mag-
anum er ást – eða eitthvað henni líkt.
Viðfangsefni sem tengjast ástarsam-
bandi eru efst á baugi, ef þú reynir að
spá í eitthvað annað ertu að synda á
móti straumnum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þakklæti er ekki bara eitthvað sem
maður sýnir, heldur nokkuð sem mað-
ur á að fela í sér. Æfðu þig í að kunna
að meta allt sem þú fæst við. Það
verður svo sannarlega að galdri.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Venus, ástargyðja vetr-
arbrautarinnar, mun tipla í
gegnum ríki fisksins til 3.
maí. Þegar þessi staða ríkir er mark-
miðið að sálirnar tengist, en ekki þar
með sagt að stundlegar hneigðir hafi ekki
áhrif á það hverja við kjósum að elska.
Nú er tungl í ljóni og þá fær fjölskyldan
sinn skerf af athygli. Nægur tími gefst fyr-
ir rómantík um helgina.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 bauka, 4 ólund-
in, 7 næða, 8 byggð, 9 víð,
11 titra, 13 verma, 14 lag-
vopn, 15 klína, 17 grófur,
20 ílát, 22 eldiviðurinn,
23 tóbaki, 24 ferma, 25
flot.
Lóðrétt | 1 hjálpar, 2
tanginn, 3 mjög, 4 lögun,
5 meðvindur, 6 gista, 10
úthlaup, 12 keyra, 13
vöflur, 15 stór, 16 höfuðs,
18 skin, 19 heift, 20 ilma,
21 skrokkur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kollóttur, 8 kofar, 9 illur, 10 kát, 11 trana, 13
innan, 15 hjóms, 18 strák, 21 tin, 22 grófu, 23 örðug, 24
fagurgali.
Lóðrétt: 2 offra, 3 lurka, 4 teiti, 5 ullin, 6 skot, 7 grín, 12
nam, 14 not, 15 hagl, 16 ósóma, 17 stunu, 18 snögg, 19
riðil, 20 kugg.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Fríkirkjan í Reykjavík | Sálmatónleikar Ell-
enar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunn-
arssonar í Fríkirkjunni 9. apríl kl. 20. Miða-
sala á midi.is og í verslunum Skífunnar og
BT
Langholtskirkja | Vortónleikar Karlakórs
Reykjavíkur fara fram í Langholtskirkju
2.–8. apríl. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálm-
týsdóttir sópran, Sveinn Hjörleifsson tenór
og Hjálmar Pétursson bassi. Undirleik ann-
ast Anna Guðný Guðmundsdóttir og stjórn-
andi er Friðrik S. Kristinsson.
Salurinn | Píanótónleikar Ivans Klánský,
sem áttu að vera í Salnum 9. apríl kl. 20,
falla niður vegna meiðsla. Þeir sem þegar
eiga miða á tónleikana eru beðnir að hafa
samband við miðasölu í síma 5700 400.
Salurinn | Uppselt er á tónleika Skapta
Ólafssonar í kvöld.
Salurinn | Sænski kammerhópurinn Swan-
holm Singers kemur fram 8. apríl. Miða-
verð: 2.000/1.600 í síma 570 0400 og á
www.salurinn.is
Myndlist
Gallerí Fold | Lilja Kristjánsdóttir sýnir mál-
verk í Baksalnum til 9. apríl.
101 gallery | Hulda Hákon, EBITA. Opið kl.
14–17 fim., föst. og laug. Sýningin stendur til
15. apríl.
Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson –
Íslandsmyndir. Til 5. maí. Sjá: www.this.is/
mypocket
Gallerí Gyllinhæð | 2. árs myndlistarnemar
LHÍ sýna „mini me“ til 9. mars. Opið fim-
sun: 14–18.
Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst
fortíðar! sýning á vegum Leikminjasafns Ís-
lands um götuleikhópinn Svart og syk-
urlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmynda-
sýningar.
Gallerí Sævars Karls | Pétur Halldórsson
til 19. apríl.
Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig-
urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum,
ljósmyndir o.fl. til 30. apríl. Opið mán. og
þrið. kl. 11–17, mið. 11–21, fim. og fös. 11–17 og
kl. 13–16 um helgar.
Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu-
listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir
málverk í Boganum. Til 30. apríl.
Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum
Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí.
i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og
myndbandsverk út apríl.
Karólína Restaurant | Joris Rademaker
sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines.
Þetta er hluti af myndaröð sem enn er í
vinnslu. Til 6. okt.
Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick –
Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfarar.
Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12
–15.
Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal –
Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar-
inbjarnar – Máttur litarins og spegill tímans.
Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safnbúð
opin á opnunartíma.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Nátt-
úrurafl er samsýning 11 listamanna þar sem
viðfangsefnið er náttúra Íslands. Málverk,
skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir. Verk-
in eru í eigu Listasafn Íslands. Opið kl. 13–
17.30.
Ráðhús Reykjavíkur | Sautján félagar í
Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sýna á ljós-
myndasýningunni Fegurð í Fókus í Tjarn-
arsal Ráðhúss Reykjavíkur. Til 9. apríl.
Safn | Kristján Steingrímur Jónsson sýnir
nýleg verk sín á grunnhæðinni. Sýning
bandarísku listakonunnar Roni Horn heldur
áfram á öllum hæðum. Sýningarnar eru
opnar til 9. apríl.
Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning
Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl.
10–17, nema föstudaga og stendur til 7. maí.
Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar árlegu
vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og
Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í
Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttak-
endur sýningarinnar eru útskriftarnem-
endur frá myndlistardeild LHÍ ásamt er-
lendum listnemum. Sýningin stendur til 29.
apríl.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar
á síðari hluta 19. aldar.
Ljósmyndir hollenska ljósmyndarans Rob
Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um
Ísland.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema
mánudaga. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–
18. www.sagamuseum.is
Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19
myndlistarmanna; Norðrið bjarta/dimma,
lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafnið
– svona var það andar stemningu liðinna
alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau?
Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfararnir.
Leiklist
Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð |
Let It Be – Ástarleikur með Bítlalögum.
Frumsaminn söngleikur e. Vigdísi Gunn-
arsdóttur byggður á tónlist The Beatles.
Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en Ólafur
Þórarinsson útsetti tónlist.
Skemmtanir
Kiwanishúsið | Félagsvist í Kiwanishúsinu
Mosfellsbæ í landi Leirvogstungu v/
Vesturlandsveg kl. 20.30.
Fyrirlestrar og fundir
Grand Hótel | Nýherji heldur ráðstefnu kl.
12–17, um samvinnulausnir fyrir fyrirtæki.
Markmið er að fræða stjórnendur, starfs-
mannastjóra o.fl. um þau áhrif sem sam-
vinnulausnir hafa á rekstur fyrirtækja og
vinnuumhverfi starfsmanna. Einn fyrirles-
ara er Karyn Mashima frá Bandaríkjunun
og fjallar hún um hvernig þessar lausnir
breyta viðskiptamódelum fyrirtækja. Sjá
nánar á www.nyherji.is
Háskóli Íslands | Fyrirlestur Kens Plummer,
sem vera átti í Háskóla Íslands á morgun, 7.
apríl í samvinnu háskólans og Samtakanna
7́8, fellur niður vegna veikinda fyrirles-
arans.
Hátíðarsalur Háskóla Íslands | Sigrún
Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnir
doktorsrannsókn sína frá London School of
Hygiene & Tropical Medicine. Rannsókn
sína vann Sigrún á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi. Fyrirlesturinn fer fram 7. apríl
kl. 16–17, og ber heitið Mannauður í hjúkrun:
Stjórnun, líðan í starfi og gæði þjónust-
unnar.
Landakot | Fræðslunefnd Rannsóknarstofu
í öldrunarfræðum RHLÖ heldu fræðslufund
kl. 15, í kennslusalnum á 6. hæð á Landa-
koti. Ólafur Þór Gunnarsson læknir fjalla
um líkamsþjálfun aldraðra. Sent verður út
með fjarfundabúnaði.
Litli ljóti andarunginn | Hugleikur Dagsson
spjallar um framfarir kl. 20.30. Spjallið er
hluti af fundaröð sem Stýrihópur Ungra í
SFR hefur skipulagt.
Norræna húsið | Fylestur um Dag Hamm-
arskjöld og Sameinuðu þjóðirnar verður kl.
17.30–19.30. Erindi halda Hans Blixt og Geir
H. Haarde.
ReykjavíkurAkademían | Umræðufundur
um málefni innflytjenda verður 8. apríl kl.
12–14. Fyrirlesari er Eiríkur Bergmann Ein-
arsson stjórnmálafræðingur.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
Fjarðarkaup kl. 13–17.
Kvennakór Kópavogs | Kvennakór Kópa-
vogs heldur kökubasar í Garðheimum, laug-
ardaginn 8. apríl frá kl. 11.
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða