Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þó að niðurstöðurnar berist ekki jafn skjótt og hrúturinn hefði kosið, á hann að halda sig við efnið. Traust þarf að þjálfa eins og hvern annan vöðva. Þú færð staðfestinguna sem þú hefur beðið eftir í ástarlífinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er í þrumustuði, eins og það hafi náð tengingu við orkusvið sem knýr það áfram alveg ósjálfrátt, líkt og krafturinn sem stýrir himintungl- unum. Svona er þetta reyndar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Fyrir mörgum árum ákvað tvíburinn að sætta sig við tiltekið vandamál en upp á síðkastið hefur sú ákvörðun ekki gert annað en að þreyta hann. Nú virðist rétti tíminn til þess að leysa það og gleyma því svo. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Að tala um eitthvað sem maður vill ekki gerir ekkert annað en að fjar- lægja þig frá því sem þú þarft að gera til þess að láta það sem þú vilt að ger- ist verða að veruleika. Einbeittu þér algerlega að því sem þú þráir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er viðkvæmt fyrir móttökunum sem það fær og gæti jafnvel látið freistast til þess að spyrja: hvernig stend ég mig? Það er bæði djarft og hrífandi. Þegar upp er staðið er ljónið ómótstæðilegt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ákveðin klikkun leiðir til þess að eitt- hvað óvænt gerist. Í dag er dagur öfg- anna, sýnist manni. Einbeittu þér að því sem þú getur stjórnað. Hvað af- ganginn varðar, skaltu bara leyfa þér að fljóta með. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ójöfnur á veginum hafa á sér fyndna hlið. Þú skemmtir þér vel. Vogin neit- ar að vera alvarleg, jafnvel þegar til þess er ætlast. Það er einn hennar mest aðlaðandi eiginleika. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er með svo margt á sinni könnu að það er auðvelt að missa af því sem raunverulega þarfn- ast athygli. Einhver sem truflar þig stöðugt eða alltaf á sama óþægilega tímapunktinum þarf virkilega að ná til þín. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn er yfirleitt glaðastur þegar hann er að læra eitthvað nýtt. Leggðu í námsferðalag – eitthvað létt og skemmtilegt sem gerir þig skap- andi enn á ný. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin er svo sannarlega hæfi- leikarík en það þýðir ekki að hún geti gert allt sem hún reynir rétt í fyrstu atrennu. Þú nærð bestum árangri með þrautseigjunni í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Flöktið sem þú finnur fyrir í mag- anum er ást – eða eitthvað henni líkt. Viðfangsefni sem tengjast ástarsam- bandi eru efst á baugi, ef þú reynir að spá í eitthvað annað ertu að synda á móti straumnum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þakklæti er ekki bara eitthvað sem maður sýnir, heldur nokkuð sem mað- ur á að fela í sér. Æfðu þig í að kunna að meta allt sem þú fæst við. Það verður svo sannarlega að galdri. Stjörnuspá Holiday Mathis Venus, ástargyðja vetr- arbrautarinnar, mun tipla í gegnum ríki fisksins til 3. maí. Þegar þessi staða ríkir er mark- miðið að sálirnar tengist, en ekki þar með sagt að stundlegar hneigðir hafi ekki áhrif á það hverja við kjósum að elska. Nú er tungl í ljóni og þá fær fjölskyldan sinn skerf af athygli. Nægur tími gefst fyr- ir rómantík um helgina. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 bauka, 4 ólund- in, 7 næða, 8 byggð, 9 víð, 11 titra, 13 verma, 14 lag- vopn, 15 klína, 17 grófur, 20 ílát, 22 eldiviðurinn, 23 tóbaki, 24 ferma, 25 flot. Lóðrétt | 1 hjálpar, 2 tanginn, 3 mjög, 4 lögun, 5 meðvindur, 6 gista, 10 úthlaup, 12 keyra, 13 vöflur, 15 stór, 16 höfuðs, 18 skin, 19 heift, 20 ilma, 21 skrokkur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kollóttur, 8 kofar, 9 illur, 10 kát, 11 trana, 13 innan, 15 hjóms, 18 strák, 21 tin, 22 grófu, 23 örðug, 24 fagurgali. Lóðrétt: 2 offra, 3 lurka, 4 teiti, 5 ullin, 6 skot, 7 grín, 12 nam, 14 not, 15 hagl, 16 ósóma, 17 stunu, 18 snögg, 19 riðil, 20 kugg.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Fríkirkjan í Reykjavík | Sálmatónleikar Ell- enar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunn- arssonar í Fríkirkjunni 9. apríl kl. 20. Miða- sala á midi.is og í verslunum Skífunnar og BT Langholtskirkja | Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur fara fram í Langholtskirkju 2.–8. apríl. Einsöngvarar eru Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Sveinn Hjörleifsson tenór og Hjálmar Pétursson bassi. Undirleik ann- ast Anna Guðný Guðmundsdóttir og stjórn- andi er Friðrik S. Kristinsson. Salurinn | Píanótónleikar Ivans Klánský, sem áttu að vera í Salnum 9. apríl kl. 20, falla niður vegna meiðsla. Þeir sem þegar eiga miða á tónleikana eru beðnir að hafa samband við miðasölu í síma 5700 400. Salurinn | Uppselt er á tónleika Skapta Ólafssonar í kvöld. Salurinn | Sænski kammerhópurinn Swan- holm Singers kemur fram 8. apríl. Miða- verð: 2.000/1.600 í síma 570 0400 og á www.salurinn.is Myndlist Gallerí Fold | Lilja Kristjánsdóttir sýnir mál- verk í Baksalnum til 9. apríl. 101 gallery | Hulda Hákon, EBITA. Opið kl. 14–17 fim., föst. og laug. Sýningin stendur til 15. apríl. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Sjá: www.this.is/ mypocket Gallerí Gyllinhæð | 2. árs myndlistarnemar LHÍ sýna „mini me“ til 9. mars. Opið fim- sun: 14–18. Gallerí Humar eða frægð! | Við krefjumst fortíðar! sýning á vegum Leikminjasafns Ís- lands um götuleikhópinn Svart og syk- urlaust. Ljósmyndir, leikmunir, kvikmynda- sýningar. Gallerí Sævars Karls | Pétur Halldórsson til 19. apríl. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sig- urðardóttur, myndbönd frá tískusýningum, ljósmyndir o.fl. til 30. apríl. Opið mán. og þrið. kl. 11–17, mið. 11–21, fim. og fös. 11–17 og kl. 13–16 um helgar. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Þetta er hluti af myndaröð sem enn er í vinnslu. Til 6. okt. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefnfarar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12 –15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Ar- inbjarnar – Máttur litarins og spegill tímans. Ókeypis aðgangur. Kaffistofa og Safnbúð opin á opnunartíma. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Nátt- úrurafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Íslands. Málverk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir. Verk- in eru í eigu Listasafn Íslands. Opið kl. 13– 17.30. Ráðhús Reykjavíkur | Sautján félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, sýna á ljós- myndasýningunni Fegurð í Fókus í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur. Til 9. apríl. Safn | Kristján Steingrímur Jónsson sýnir nýleg verk sín á grunnhæðinni. Sýning bandarísku listakonunnar Roni Horn heldur áfram á öllum hæðum. Sýningarnar eru opnar til 9. apríl. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstudaga og stendur til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar árlegu vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttak- endur sýningarinnar eru útskriftarnem- endur frá myndlistardeild LHÍ ásamt er- lendum listnemum. Sýningin stendur til 29. apríl. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu- konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar. Ljósmyndir hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra eru afrakstur af ferðum hans um Ísland. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga kl. 10–17, nema mánudaga. Sjá nánar á www.gljufrasteinn.is Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10– 18. www.sagamuseum.is Þjóðmenningarhúsið | Samsýning 19 myndlistarmanna; Norðrið bjarta/dimma, lætur mann lyfta brúnum. Þjóðminjasafnið – svona var það andar stemningu liðinna alda. Handritin, ertu ekki búin að sjá þau? Fyrirheitna landið, fyrstu vesturfararnir. Leiklist Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Let It Be – Ástarleikur með Bítlalögum. Frumsaminn söngleikur e. Vigdísi Gunn- arsdóttur byggður á tónlist The Beatles. Leikstjóri er Þorsteinn Bachmann en Ólafur Þórarinsson útsetti tónlist. Skemmtanir Kiwanishúsið | Félagsvist í Kiwanishúsinu Mosfellsbæ í landi Leirvogstungu v/ Vesturlandsveg kl. 20.30. Fyrirlestrar og fundir Grand Hótel | Nýherji heldur ráðstefnu kl. 12–17, um samvinnulausnir fyrir fyrirtæki. Markmið er að fræða stjórnendur, starfs- mannastjóra o.fl. um þau áhrif sem sam- vinnulausnir hafa á rekstur fyrirtækja og vinnuumhverfi starfsmanna. Einn fyrirles- ara er Karyn Mashima frá Bandaríkjunun og fjallar hún um hvernig þessar lausnir breyta viðskiptamódelum fyrirtækja. Sjá nánar á www.nyherji.is Háskóli Íslands | Fyrirlestur Kens Plummer, sem vera átti í Háskóla Íslands á morgun, 7. apríl í samvinnu háskólans og Samtakanna 7́8, fellur niður vegna veikinda fyrirles- arans. Hátíðarsalur Háskóla Íslands | Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnir doktorsrannsókn sína frá London School of Hygiene & Tropical Medicine. Rannsókn sína vann Sigrún á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Fyrirlesturinn fer fram 7. apríl kl. 16–17, og ber heitið Mannauður í hjúkrun: Stjórnun, líðan í starfi og gæði þjónust- unnar. Landakot | Fræðslunefnd Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum RHLÖ heldu fræðslufund kl. 15, í kennslusalnum á 6. hæð á Landa- koti. Ólafur Þór Gunnarsson læknir fjalla um líkamsþjálfun aldraðra. Sent verður út með fjarfundabúnaði. Litli ljóti andarunginn | Hugleikur Dagsson spjallar um framfarir kl. 20.30. Spjallið er hluti af fundaröð sem Stýrihópur Ungra í SFR hefur skipulagt. Norræna húsið | Fylestur um Dag Hamm- arskjöld og Sameinuðu þjóðirnar verður kl. 17.30–19.30. Erindi halda Hans Blixt og Geir H. Haarde. ReykjavíkurAkademían | Umræðufundur um málefni innflytjenda verður 8. apríl kl. 12–14. Fyrirlesari er Eiríkur Bergmann Ein- arsson stjórnmálafræðingur. Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Fjarðarkaup kl. 13–17. Kvennakór Kópavogs | Kvennakór Kópa- vogs heldur kökubasar í Garðheimum, laug- ardaginn 8. apríl frá kl. 11. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.