Morgunblaðið - 06.04.2006, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.04.2006, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Það er mikill gangur í sýn-ingum Leikfélags Akureyr-ar í vetur. Fullkomið brúð- kaup hefur slegið öll fyrri aðsóknarmet leikfélagsins og er nú komið suður í Borgarleikhúsið og virðist ætla að gera það gott þar ekki síður en fyrir norðan. Litla hryllingsbúðin var frum- sýnd við mikinn fögnuð og stendur undir væntingum; rómantískur söngleikur með hryllingsívafi og tónlistin er löngu búin að sanna sig og sannar sig einu sinni enn. Þarna á milli skaust svo Mar- íubjallan, nýlegt dramatískt verk frá Rússlandi, sem gerði það sem því var ætlað að gera; skapa ein- hvers konar mótvægi við létta dag- skrá LA að öðru leyti, en því var greinilega ekki ætlað að ganga nema í ákveðinn tíma, sýningum lauk þegar Hryllingsbúðin var tilbúin til frumsýningar.    Leikhússtjórinn Magnús GeirÞórðarson hefur einnig brydd- að upp á ýmsum öðrum nýjungum í rekstri leikhússins, gert unga fólk- inu á Akureyri auðveldara um vik með aðgang að leikhúsinu með lækkuðu miðaverði, áskriftar- kortum fyrir ungt fólk í og með í samstarfi við banka og önnur fyr- irtæki. Þetta er auðvitað hárrétt hugsað þar sem Akureyri er full af ungu fólki, sérstaklega yfir vetr- artímann, þar sem eru Mennta- skólinn, Verkmenntaskólinn og Há- skólinn; sannkallaður háskólabær þar sem leikhúsið fær verðugt hlut- verk sem miðpunktur menningar- lífs og afþreyingar í bæjarlífinu. Bæjaryfirvöld gera vel í því að koma auga á mikilvægi Leikfélags- ins í þessu samhengi og styðja það með ráðum og dáð og efla starfsemi þess svo Akureyri standi undir nafni sem hraðvaxandi bær menn- ingar og menntunar.    Leikfélag Akureyrar er eina at-vinnuleikhúsið utan höfuð- borgarsvæðisins og hefur staðið undir nafni allt frá því í byrjun átt- unda áratugarins er framsýn bæj- arstjórn í samstarfi við forkólfa Leikfélags Akureyrar ákvað að stíga skrefið til fulls og gera leik- félagið að atvinnuleikhúsi. Rætur LA standa þó engu að síð- ur traustum fótum í áhugaleik- starfseminni á Eyjafjarðarsvæðinu og hefur Leikfélagið orðið eins konar þungamiðja þeirra blómlegu starfsemi og fjölmörgu leikfélaga sem þar hafa vaxið og dafnað í skjóli við nálægðina af atvinnuleik- húsinu. Það fór nefnilega ekki eins og ýmsir töldu að áhugaleiklistin myndi dofna ef komið væri á fót at- vinnuleikhúsi í hjarta héraðsins. Þetta á að sjálfsögðu jafnt við um aðrar listgreinar; list elur af sér list og hvetur almenning til að taka þátt og njóta á sem fjölbreyttastan hátt.    Ekki má svo gleyma hinummargnefndu margfeldis- áhrifum af listsköpuninni þar sem alls kyns verslun og þjónusta dafn- ar í kjölfarið og væri gaman ef ein- hver reiknaði út hvað Leikfélag Ak- ureyrar er búið að skapa miklar tekjur fyrir bæjarfélagið bara í vet- ur með því að taka vel á annan tug þúsunda áhorfenda inn á sýningar sínar. Þetta er sú tegund af reikn- ingsdæmi sem gjarnan gleymist að reikna þegar horft er ofsjónum yfir þeim opinberum fjármunum sem lagðir eru í listsköpun af öllu tagi; til að skapa list, hvort sem er leik- list, bókmenntir, tónlist, myndlist eða hvaðeina, þarf alls kyns aðföng og þjónustu svo aurarnir dreifast víða og meiri fjármunir skipta um hendur en lagðir voru til í upphafi. Menningartengd þjónusta og ferða- mennska er ekki eingöngu bundin við byggðasöfn og sumarsýningar heldur er hún sífellt í gangi þar sem á annað borð er skapaður frjór jarðvegur fyrir listsköpun af ein- hverju tagi. List er atvinnuskapandi ’Þetta er sú tegund afreikningsdæmi sem gjarnan gleymist að reikna þegar horft er ofsjónum yfir þeim op- inberum fjármunum sem lagðir eru í listsköpun af öllu tagi.‘ Morgunblaðið/Kristján Starfsemi Leikfélags Akureyrar er með miklum blóma í vetur. havar@mbl.is AF LISTUM Hávar Sigurjónsson Í TILEFNI af 250 ára afmælisári Mozarts verða tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands tileinkaðir honum í kvöld. Með hljómsveitinni syngur Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Á efnisskrá eru: Tveir þættir úr Sálu- messu eftir Joseph Eybler, Toten- feier eftir Gustav Mahler og Sálu- messa eftir afmælisbarnið sjálft, Wolfgang Amadeus Mozart. „Aðalástæða þessara tónleika er afmælisár Mozarts og að páskarnir eru á næsta leiti,“ segir Petri Sakari. „Fyrir utan Sálumessu Mozarts mun- um við spila fyrsta hlutann af annarri sinfóníu Gustavs Mahler en hún hef- ur aldrei verið leikin hér á landi, ekki frekar en Sálumessa Eybler sem er nokkuð öðruvísi en margar slíkar.“ Sakari segir þetta ekki vera mjög þunga tónlist og að það séu margir hraðir kaflar í verkunum. „Það er gott að hafa Hamrahlíðarkórana með Sinfóníunni, sérstaklega þar sem þetta eru mjög góðir kórar, með ung- um röddum.“ Ásamt kórunum koma fram ein- söngvaranir Hanna Dóra Sturludótt- ir, Alina Dubik, Jónas Guðmundsson og Kouta Räsänen. „Ég vildi hafa ein- söngvara sem væru ekki of léttir, sér- staklega fyrir Sálumessu Eybler þar sem þarf stórar og dramatískar radd- ir. Ég kynni með ánægju til leiks finnska einsöngvarann Kouta Räs- änen. Hann er mikill bassi og syngur í þjóðaróperunni í Finnlandi,“ segir Sakari sem tekur við Sinfóníu- hljómsveitinni í Turkuu í Finnlandi á næsta ári. Stórkostleg tónmál „Sálumessa Mozarts er áhrifamik- ið og afar fagurt verk. Það er sann- arlega ánægjulegt að Sinfóníu- hljómsveit Íslands skuli treysta ungu fólki fyrir svo verðugu verkefni á af- mælisári tónskáldsins,“ segir Þor- gerður Ingólfsdóttir en Hamrahlíð- arkórarnir syngja sálumessurnar tvær á tónleikunum í kvöld. „Sálu- messa Eyblers, sem var sam- tímamaður og kunningi Mozarts, er nærri óþekkt verk og það er for- vitnilegt að kynnast því.“ Sálumessa Mozarts varð hans sein- asta verk og honum entist ekki aldur til að ljúka því en nemandi hans, Süssmayr, lauk verkinu að honum látnum. „Sálumessa Mozarts er með- al allra þekktustu verka hans. Mús- íkin fylgir innihaldi þessara fornu texta meistaralega vel og sterkar andstæður textans verða svo skýrar. Við heyrum innilegu bænina fyrir hinum látna, lúður dómsdagsins gell- ur, við skynjum vítislogana og heyr- um ákall mannkyns um frið. Það snertir við sálinni að heyra 125 ung- menni biðja um ljós og frið á þessu stórkostlega tónmáli,“ segir Þorgerð- ur. Morgunblaðið/Ásdís Petri Sakari hljómsveitarstjóri ásamt einsöngvurunum Hönnu Dóru Sturludóttur, Alina Dubik, Jónasi Guðmunds- syni, Kouta Räsänen og Hamrahlíðarkórunum, sem koma fram í Háskólabíói í kvöld. Tónlist | Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hamrahlíðarkórarnir flytja sálumessur eftir Mozart og Eybler „Snertir við sálinni“ Morgunblaðið/Ásdís Vel á annað hundrað ungmenni syngja á tónleikunum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tónleikarnir hefjast í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. KANSÓNUR úr suðri og norðri er yfirskrift hádegistónleika Íslensku óperunnar í dag. Þar syngur Kolbeinn Jón Ketilsson tenór lög frá Ítalíu, Noregi, Svíþjóð og Íslandi við und- irspil Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur píanóleikara. Kolbeinn hefur starfað mikið er- lendis undanfarin ár og komið fram í óperuhúsum í m.a. Þýskalandi, Belg- íu, Austurríki, Sviss, Frakklandi og Portúgal. Í byrjun síðasta árs söng hann hlutverk Radames í Aidu, sem var opnunarsýningin í nýja óperuhús- inu í Kaupmannahöfn. Kolbeinn kem- ur nú fram á Íslandi eftir þó nokkuð hlé. „Ég er í Gautaborg núna að syngja í Fidelio eftir Beethoven, ég á eftir þrjár sýningar og síðan kem ég aftur hingað til lands til að æfa fyrir Galdraskyttuna eftir Weber sem Sumaróperan sýnir á Listahátíð í Reykjavík. Auk þess syng ég líka með Rússibönunum 23. maí á vegum Listahátíðar,“ segir Kolbeinn sem augljóslega hefur í mörgu að snúast. „Í haust syng ég svo í óperunni Les Troyens eftir Berlioz hjá Parísaróper- unni. En ég verð óvenjulega mikið hér á Íslandi í vor og byrjun sumars. Ég fékk tilboð um að syngja í Rínargull- inu eftir Wagner í Lissabon nú í sum- ar en ég ákvað að taka því ekki því það var svo langt síðan ég hafði sungið hér á landi. Það er mér mjög mikilvægt að halda tengslum við land og þjóð.“ Kolbeinn segir tónleikana í dag vera einstaklega stóra stund hjá sér því hann hafi ekki sungið tónleika í um tíu ár og sé því spenntur fyrir hvernig til takist. „Ég hef verið að þvælast mikið á Ítalíu og um Skandinavíu og kem alltaf heim öðru hverju svo mér datt í hug að setja efnisskrána saman úr lögum frá þessum löndum,“ segir Kolbeinn sem ætlar að tengja efnis- skrána veðrum, vindum og árstíð- unum og þá sérstaklega vorinu sem hann vonar að sé á leiðinni. „Þetta verða léttir og skemmtilegir tónleikar í hádeginu.“ Tónleikarnir hefjast í Óperunni kl. 12.15 og standa yfir í um fjörutíu mín- útur. Tónlist | Kolbeinn Jón Ketilsson syngur á hádegistónleikum Óperunnar Efnisskrá veðra, vinda og árstíða Morgunblaðið/Eyþór Kolbeinn Jón Ketilsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BRAGI Ólafsson hefur ákveðið að ganga til sam- starfs við Eddu útgáfu um að næstu verk hans komi út hjá Eddu. Jafnframt mun Edda sjá um sölu, dreif- ingu og endur- útgáfur á eldri verkum hans, og réttindasölu þeirra erlendis. Bragi hefur um árabil gefið verk sín út hjá bókaforlaginu Bjarti. Bragi hefur lengi verið í fremstu röð rithöfunda og skálda. Hann var einn af stofnendum Sykurmolanna og Smekkleysu, en hefur um árabil helgað sig nær eingöngu rit- störfum. Bragi Ólafs- son til Eddu Bragi Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.