Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 46

Morgunblaðið - 21.04.2006, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Afneitun á ástríðum lætur þær ekki hverfa, en gerir glufur sem myndast svo þröngar að maður þarf að troða sér í gegnum þær. Viðurkenndu langanir þínar og tækifærin verða eins og renni- hurð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Viðhorf manns er mikilvægara en það sem raunverulega á sér stað. Það er þýðingarmeira en staðreyndir. Viðhorf megnar að breyta ófrjóu umhverfi í stað þar sem ástin fær að dafna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eitthvað er ekki eins og það á að vera. List og glæsileiki verða að vera fyrir hendi svo tvíburanum finnist hann vera að lifa lífinu sem honum var ætlað. Finndu leiðir til þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Furðulegt viðhorf krabbans til atburða dagsins fær aðra til þess að hlæja, þó að hann sé ekki einu sinni að reyna að vera fyndinn. Hvað vinina varðar er krabb- inn eins og gjöf sem heldur áfram að gefa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Himintunglin ýta ljóninu út í að gera góðverk sín strax. Núið er aldrei of snemmt ef út í það er farið, því maður veit aldrei hvort „á morgun“ er of seint. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan áttar sig á því að áhrif hennar á heimilislífið eru mun meiri en hún gerir yfirleitt ráð fyrir. Þegar upp er staðið verður fordæmi hennar að gríðarlegri skyldu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Yfirleitt á maður ekki að trúa orðrómi, en voginni finnst sem að þessu sinni geymi hann örlítinn sannleika. Innsæi hennar er rétt en það gæti reynst tor- velt að sannfæra raunsæismanneskju í hópnum. Fylgdu hugboði þínu án þess að segja öðrum frá því. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Skarpleiki sporðdrekans er forsenda þess að tiltekið verkefni heppnist vel. Hvíldu þig augnablik ef þú þarft eða fáðu þér kaffibolla. Þú verður hetjan sem allir skála fyrir í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Yfirleitt myndi bogmaðurinn ekki ætla að tími sem hann ver með sjálfum sér reyndist skemmtilegur, en þannig verð- ur það einmitt í dag. Næstbesti kost- urinn er einhver annar í bogmanns- merkinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugtakið möguleiki veldur steingeit- inni gremju því hún kemur ávallt auga á ónýtta getu í sínu eigin fari og annarra. Þú ert frábær eins og þú ert. Það sem þú hefur áorkað skiptir máli. Við- urkenndu sjálfa þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vinnan reynist frábær skemmtun í dag. Vatnsberinn Oprah Winfrey segir að maður sé á réttri leið ef maður gæti hugsað sér að vinna sömu vinnu og maður er í án þess að fá borgað fyrir það. Ábending fyrir stefnumót í kvöld: Fylltu upp í þagnir með kossum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Makar fiskanna þurfa að venja sig á að hlusta betur og oftar á þá. Þú getur liðkað fyrir því með því að krefjast at- hygli fallega – eða með því að skrifa á miða, þó ekki væri nema til minnis. Stjörnuspá Holiday Mathis Bylgjulengdir tungls í vatnsbera spanna allt frá glaðværð út í vingjarn- leika og óeigingirni. Frjálsleg og hressileg samskipti verða efst í huga á þessum degi. Hinir lánsömu meðal okkar eru þeir sem leggja eitthvað af mörkum, þótt ekki sé annað en bros, til allra þeirra sem verða á vegi okkar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 nægir, 4 sitja að völdum, 7 stuttnefjan, 8 trjámylsnu, 9 gyðja, 11 fundvís, 13 púkar, 14 log- ið, 15 fals, 17 skaði, 20 lipur, 22 drekka, 23 storkar, 24 úldin, 25 væg- ar. Lóðrétt | 1 skart, 2 oflát- ungs, 3 brún, 4 kusks, 5 hímir, 6 svarar,10 Evr- ópubúi, 12 afkvæmi, 13 stefna, 15 megnar, 16 fnykur, 18 orustan, 19 líkamshlutar, 20 hafði upp á, 21 nöldur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skrapatól, 8 allan, 9 óværð, 10 aum, 11 apann, 13 síður, 15 gulls, 18 halda, 21 ker, 22 mynda, 23 öskra, 24 samningur. Lóðrétt: 2 kelda, 3 annan, 4 atóms, 5 óþægð, 6 dama, 7 æður, 12 Níl, 14 íma, 15 gums, 16 lynda, 17 skarn, 18 hrönn, 19 lukku, 20 afar. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Café Rosenberg | Sígauna-djass- hljómsveitin Krummafótur spilar í sama stíl og Django Reinhardt gerði um 1940. Þeir spila líka íslenska tónlist, t.d. eftir Jón Múla. Sveitina skipa þeir Grímur Hjörleifsson á klarínett, Jóhann Guð- mundsson á gítar, Ólafur Haukur Árna- son á gítar og Ingólfur Magnússon á kontrabassa. Hótel Búðir | Djasshljómsveitin Smáaur- anir mun leika djasstónlist ásamt söng- konunni Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur á Hótel Búðum helgina 21.–22. apríl nk. Klúbburinn við Gullinbrú | Í kvöld skemmta trúbadorar Halli og Kalli gest- um og gangandi. Tilvalið fyrir Graf- arvogsbúa að fá sér göngutúr yfir brúna og líta inn. Laugardaginn 22. mars treð- ur hljómsveitin Hafrót upp og skemmtir fram á nótt. Langholtskirkja | Skagfirska Söngsveitin í Reykjavík heldur vortónleika í Lang- holtskirkju laugardaginn 22. apríl, kl. 17. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Einsöngvarar: Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór og Baldvin Júlíusson bassi. Aðgangseyrir kr. 1.800. Myndlist Anima gallerí | Helga Egilsdóttir, huginn. Sýningin stendur til 23. apríl. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Eden, Hveragerði | Ingunn Jensdóttir með myndlistarsýningu til 23. apríl. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Myndirnar á sýningunni eru ellefu talsins og eru þær raunverulegar myndir úr mannlífinu, málaðar með blandaðri tækni – akrýl á striga. Til 19. maí. Gallerí Galileó | Ljósenglar. Myndlist- arkonan Svala Sóleyg sýnir olíumálverk sem eru að uppistöðu englamyndir og verk með trúarlegu ívafi í tilefni páskanna. Til 26. apríl. Gallerí Humar eða frægð! | Við krefj- umst fortíðar! Sýning á vegum Leik- minjasafns Íslands um götuleikhópinn Svart og sykurlaust. Ljósmyndir, leik- munir, kvikmyndasýningar. Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson til 5. maí. Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýningu á hestamálverkum til 7. maí. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sigurðardóttur, myndbönd frá tískusýn- ingum, ljósmyndir o.fl. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hafnarborg | Í Hafnarborg stendur nú yfir 25. ára afmælissýning á verkum fé- lagsmanna Leirlistafélagsins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17, og frá 11 til 21 á fimmtudögum. Til 24. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíu- málverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Ketilhúsið Listagili | Soffía Sæmunds- dóttir myndlistarmaður sýnir málverk á tré, striga og pappír unnin á und- anförnum árum. Til 30. apríl. Kling og Bang gallerí | Listakonurnar Andrea Maack og Unnur Mjöll S. Leifs- dóttir, betur þekktar sem listteymið Mac ńCheese, neyddu listamanninn Serge Comte til samlags við sig á mjög lúmsk- an og skipulagðan hátt. Kling & Bang er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Listasafn ASÍ | Í Ásmundarsal er Anna Jóelsdóttir með innsetningu stórra, lít- illa, örsmárra, ferhyrndra, sporöskjulaga og þrívíðra verka. Ásta Ólafsdóttir sýnir í Gryfju og Arinstofu ljósmyndir, mynd- bandsverk o.fl. frá ferðalagi sínu um Afr- íkuríkið Malí. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn- farar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12–15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Arinbjarnar – Máttur litarins og spegill tímans. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tær- leikar – Samsýning listamannanna Elinu Brotherus, Rúríar og Þórs Vigfússonar. Opið kl. 11–17 þrið.-sun. Til 23. apríl. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Ís- lands. Málverk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 30. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Á sýningunni má sjá ýmis verk Erró frá barnsaldri þar til hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Listamannaskál- anum árið 1957. Öll verkin á sýningunni eru úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur og gefa áhugaverða mynd af hæfi- leikaríkum og vinnusömum ungum manni. Til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | AF- sprengi HUgsunar – Sprengiverk Guðjóns Bjarnasonar. Guðjón er kunnur fyrir öflug verk sín þar sem hann sprengir sundur stálrör og stillir brotunum saman á nýj- an leik. Á sýningunni getur að líta nýja nálgun Guðjóns við viðfangsefni sitt sem hann vinnur í ólíka miðla. Til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bók- ar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons- eptlistamenn heimsins í dag. Á sýning- unni vinna þau með ólík þemu úr æv- intýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Til 5. júní. Nýlistasafnið | „Our House is a house that moves“ er alþjóðleg sýning 12 lista- manna. Sýningarstjóri er Natasa Petres- in. Listamennirnir eru að fjalla um hreyf- ingu og hvernig hún umbreytir heiminum stöðugt. Einnig hvernig hreyfing hlut- anna umbreytir einnig okkur sjálfum hið innra eins og í náttúrunni allri. Til 30. apríl. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borg- ina. Sýningin stendur fram yfir Menning- arnótt eða til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds- dóttir með málverkasýninguna Vinir og vandamenn. Til 1. maí. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstudaga og stendur til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar ár- legu vinnustofa á vegum Listaháskóla Ís- lands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskriftarnemendur frá myndlist- ardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Til 29. apríl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.