Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.04.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Afneitun á ástríðum lætur þær ekki hverfa, en gerir glufur sem myndast svo þröngar að maður þarf að troða sér í gegnum þær. Viðurkenndu langanir þínar og tækifærin verða eins og renni- hurð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Viðhorf manns er mikilvægara en það sem raunverulega á sér stað. Það er þýðingarmeira en staðreyndir. Viðhorf megnar að breyta ófrjóu umhverfi í stað þar sem ástin fær að dafna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Eitthvað er ekki eins og það á að vera. List og glæsileiki verða að vera fyrir hendi svo tvíburanum finnist hann vera að lifa lífinu sem honum var ætlað. Finndu leiðir til þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Furðulegt viðhorf krabbans til atburða dagsins fær aðra til þess að hlæja, þó að hann sé ekki einu sinni að reyna að vera fyndinn. Hvað vinina varðar er krabb- inn eins og gjöf sem heldur áfram að gefa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Himintunglin ýta ljóninu út í að gera góðverk sín strax. Núið er aldrei of snemmt ef út í það er farið, því maður veit aldrei hvort „á morgun“ er of seint. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan áttar sig á því að áhrif hennar á heimilislífið eru mun meiri en hún gerir yfirleitt ráð fyrir. Þegar upp er staðið verður fordæmi hennar að gríðarlegri skyldu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Yfirleitt á maður ekki að trúa orðrómi, en voginni finnst sem að þessu sinni geymi hann örlítinn sannleika. Innsæi hennar er rétt en það gæti reynst tor- velt að sannfæra raunsæismanneskju í hópnum. Fylgdu hugboði þínu án þess að segja öðrum frá því. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Skarpleiki sporðdrekans er forsenda þess að tiltekið verkefni heppnist vel. Hvíldu þig augnablik ef þú þarft eða fáðu þér kaffibolla. Þú verður hetjan sem allir skála fyrir í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Yfirleitt myndi bogmaðurinn ekki ætla að tími sem hann ver með sjálfum sér reyndist skemmtilegur, en þannig verð- ur það einmitt í dag. Næstbesti kost- urinn er einhver annar í bogmanns- merkinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugtakið möguleiki veldur steingeit- inni gremju því hún kemur ávallt auga á ónýtta getu í sínu eigin fari og annarra. Þú ert frábær eins og þú ert. Það sem þú hefur áorkað skiptir máli. Við- urkenndu sjálfa þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vinnan reynist frábær skemmtun í dag. Vatnsberinn Oprah Winfrey segir að maður sé á réttri leið ef maður gæti hugsað sér að vinna sömu vinnu og maður er í án þess að fá borgað fyrir það. Ábending fyrir stefnumót í kvöld: Fylltu upp í þagnir með kossum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Makar fiskanna þurfa að venja sig á að hlusta betur og oftar á þá. Þú getur liðkað fyrir því með því að krefjast at- hygli fallega – eða með því að skrifa á miða, þó ekki væri nema til minnis. Stjörnuspá Holiday Mathis Bylgjulengdir tungls í vatnsbera spanna allt frá glaðværð út í vingjarn- leika og óeigingirni. Frjálsleg og hressileg samskipti verða efst í huga á þessum degi. Hinir lánsömu meðal okkar eru þeir sem leggja eitthvað af mörkum, þótt ekki sé annað en bros, til allra þeirra sem verða á vegi okkar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 nægir, 4 sitja að völdum, 7 stuttnefjan, 8 trjámylsnu, 9 gyðja, 11 fundvís, 13 púkar, 14 log- ið, 15 fals, 17 skaði, 20 lipur, 22 drekka, 23 storkar, 24 úldin, 25 væg- ar. Lóðrétt | 1 skart, 2 oflát- ungs, 3 brún, 4 kusks, 5 hímir, 6 svarar,10 Evr- ópubúi, 12 afkvæmi, 13 stefna, 15 megnar, 16 fnykur, 18 orustan, 19 líkamshlutar, 20 hafði upp á, 21 nöldur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skrapatól, 8 allan, 9 óværð, 10 aum, 11 apann, 13 síður, 15 gulls, 18 halda, 21 ker, 22 mynda, 23 öskra, 24 samningur. Lóðrétt: 2 kelda, 3 annan, 4 atóms, 5 óþægð, 6 dama, 7 æður, 12 Níl, 14 íma, 15 gums, 16 lynda, 17 skarn, 18 hrönn, 19 lukku, 20 afar. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Café Rosenberg | Sígauna-djass- hljómsveitin Krummafótur spilar í sama stíl og Django Reinhardt gerði um 1940. Þeir spila líka íslenska tónlist, t.d. eftir Jón Múla. Sveitina skipa þeir Grímur Hjörleifsson á klarínett, Jóhann Guð- mundsson á gítar, Ólafur Haukur Árna- son á gítar og Ingólfur Magnússon á kontrabassa. Hótel Búðir | Djasshljómsveitin Smáaur- anir mun leika djasstónlist ásamt söng- konunni Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur á Hótel Búðum helgina 21.–22. apríl nk. Klúbburinn við Gullinbrú | Í kvöld skemmta trúbadorar Halli og Kalli gest- um og gangandi. Tilvalið fyrir Graf- arvogsbúa að fá sér göngutúr yfir brúna og líta inn. Laugardaginn 22. mars treð- ur hljómsveitin Hafrót upp og skemmtir fram á nótt. Langholtskirkja | Skagfirska Söngsveitin í Reykjavík heldur vortónleika í Lang- holtskirkju laugardaginn 22. apríl, kl. 17. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Einsöngvarar: Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór og Baldvin Júlíusson bassi. Aðgangseyrir kr. 1.800. Myndlist Anima gallerí | Helga Egilsdóttir, huginn. Sýningin stendur til 23. apríl. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Eden, Hveragerði | Ingunn Jensdóttir með myndlistarsýningu til 23. apríl. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Myndirnar á sýningunni eru ellefu talsins og eru þær raunverulegar myndir úr mannlífinu, málaðar með blandaðri tækni – akrýl á striga. Til 19. maí. Gallerí Galileó | Ljósenglar. Myndlist- arkonan Svala Sóleyg sýnir olíumálverk sem eru að uppistöðu englamyndir og verk með trúarlegu ívafi í tilefni páskanna. Til 26. apríl. Gallerí Humar eða frægð! | Við krefj- umst fortíðar! Sýning á vegum Leik- minjasafns Íslands um götuleikhópinn Svart og sykurlaust. Ljósmyndir, leik- munir, kvikmyndasýningar. Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson til 5. maí. Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýningu á hestamálverkum til 7. maí. Gerðuberg | Tískuhönnun Steinunnar Sigurðardóttur, myndbönd frá tískusýn- ingum, ljósmyndir o.fl. Gerðuberg | Margræðir heimar – Alþýðu- listamaðurinn Valur Sveinbjörnsson sýnir málverk í Boganum. Til 30. apríl. Hafnarborg | Í Hafnarborg stendur nú yfir 25. ára afmælissýning á verkum fé- lagsmanna Leirlistafélagsins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17, og frá 11 til 21 á fimmtudögum. Til 24. apríl. Hallgrímskirkja | Sýning á olíu- málverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. i8 | Tumi Magnússon sýnir ljósmyndir og myndbandsverk út apríl. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Ketilhúsið Listagili | Soffía Sæmunds- dóttir myndlistarmaður sýnir málverk á tré, striga og pappír unnin á und- anförnum árum. Til 30. apríl. Kling og Bang gallerí | Listakonurnar Andrea Maack og Unnur Mjöll S. Leifs- dóttir, betur þekktar sem listteymið Mac ńCheese, neyddu listamanninn Serge Comte til samlags við sig á mjög lúmsk- an og skipulagðan hátt. Kling & Bang er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Listasafn ASÍ | Í Ásmundarsal er Anna Jóelsdóttir með innsetningu stórra, lít- illa, örsmárra, ferhyrndra, sporöskjulaga og þrívíðra verka. Ásta Ólafsdóttir sýnir í Gryfju og Arinstofu ljósmyndir, mynd- bandsverk o.fl. frá ferðalagi sínu um Afr- íkuríkið Malí. Listasafnið á Akureyri | Spencer Tunick – Bersvæði, Halla Gunnarsdóttir – Svefn- farar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga 12–15. Listasafn Íslands | Gunnlaugur Blöndal – Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og Snorri Arinbjarnar – Máttur litarins og spegill tímans. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tær- leikar – Samsýning listamannanna Elinu Brotherus, Rúríar og Þórs Vigfússonar. Opið kl. 11–17 þrið.-sun. Til 23. apríl. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Náttúrurafl er samsýning 11 listamanna þar sem viðfangsefnið er náttúra Ís- lands. Málverk, skúlptúrar, vefnaður og grafíkmyndir. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 30. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Á sýningunni má sjá ýmis verk Erró frá barnsaldri þar til hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Íslandi í Listamannaskál- anum árið 1957. Öll verkin á sýningunni eru úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur og gefa áhugaverða mynd af hæfi- leikaríkum og vinnusömum ungum manni. Til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | AF- sprengi HUgsunar – Sprengiverk Guðjóns Bjarnasonar. Guðjón er kunnur fyrir öflug verk sín þar sem hann sprengir sundur stálrör og stillir brotunum saman á nýj- an leik. Á sýningunni getur að líta nýja nálgun Guðjóns við viðfangsefni sitt sem hann vinnur í ólíka miðla. Til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bók- ar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu kons- eptlistamenn heimsins í dag. Á sýning- unni vinna þau með ólík þemu úr æv- intýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Til 5. júní. Nýlistasafnið | „Our House is a house that moves“ er alþjóðleg sýning 12 lista- manna. Sýningarstjóri er Natasa Petres- in. Listamennirnir eru að fjalla um hreyf- ingu og hvernig hún umbreytir heiminum stöðugt. Einnig hvernig hreyfing hlut- anna umbreytir einnig okkur sjálfum hið innra eins og í náttúrunni allri. Til 30. apríl. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borg- ina. Sýningin stendur fram yfir Menning- arnótt eða til 28. ágúst. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvalds- dóttir með málverkasýninguna Vinir og vandamenn. Til 1. maí. Seltjarnarneskirkja | Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar er opin alla daga kl. 10–17, nema föstudaga og stendur til 7. maí. Skaftfell | Sýning á afrakstri hinnar ár- legu vinnustofa á vegum Listaháskóla Ís- lands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Þátttakendur sýningarinnar eru útskriftarnemendur frá myndlist- ardeild LHÍ ásamt erlendum listnemum. Til 29. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.