Morgunblaðið - 08.05.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.05.2006, Qupperneq 12
Ólafsvík | Sjóvá opnaði nýlega nýtt umboð í Ólafsvík í samstarfi við Sparisjóð Ólafsvíkur. Boðið var til kaffisamsætis og trygg- ingaráðgjafar frá Sjóvá buðu upp á heildarráðgjöf varðandi trygg- ingar. Við þetta tækifæri voru for- eldrafélög leikskólanna styrkt til að efna forvarnastarf. Starfsfólks Sparisjóðs Ólafs- víkur mun veita ráðgjöf og að- stoða viðskiptavini Sjóvár við hvers kyns tryggingamál. Mark- miðið með þessari opnun er að auka þjónustustigið við við- skiptavini Sjóvár og Sparisjóðs Ólafsvíkur með því að gera þeim kleift að vera með tryggingar sínar og fjármál á einum stað. Sparisjóðurinn mun þjóna öllu Snæfellsnesi. Sjóvá opnar nýtt umboð í Ólafsvík Opnun Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Sjóvár, og Helga Valdís Guðjónsdóttir sparisjóðsstjóri við opnunina. 12 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Akranes | Lionsklúbbur Akraness heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þessar mundir. Klúbburinn hefur verið ötull við stuðning til góðgerða- mála á Akranesi og lét heldur betur til sín taka á hátíðarfundi á dögunum í tilefni þessara merku tímamóta. Verkefni klúbbsins hafa verið margvísleg í gegnum tíðina, en aðal- áhersla hefur verið lögð á að styrkja starfsemi Sjúkrahús Akraness með tækja- og áhaldakaupum. Árið 1958 var stofnaður áhaldakaupasjóður Sjúkrahússins af klúbbfélögum og úr honum hefur verið úthlutað fjármun- um til þessara kaupa nær árlega. Að þessu sinni veitti klúbburinn Sjúkrahúsinu fjármuni að upphæð 1.300.000 kr. sem eru fjögur tæki, sjúklingalyfta, stuttbylgjutæki, hljóðbylgjutæki og blóðhitari. Guð- jón Brjánsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins, veitti gjöfinni við- töku. Auk þessarar höfðinglegu gjaf- ar veitti klúbburinn einnig peninga- styrki til Dvalarheimilisins Höfða, Björgunarfélags Akraness, Íþrótta- félagsins Þjóts og Tónlistarskólans að upphæð 700.000 kr. og veittu for- svarsmenn þeirra gjöfunum viðtöku. Á hátíðarfundinum rakti formað- urinn, Jósef H. Þorgeirsson, sögu klúbbsins. Í máli hans kom fram að það var 26. apríl 1956 sem nokkrir ungir og áhugasamir menn komu saman og stofnuðu klúbbinn. Fyrsti formaður hans var Ólafur E. Sig- urðsson útgerðarmaður og með- stjórnendur voru Elías Guðjónsson kaupmaður og Jón Ben Ásmundsson síðar bæjarritari. Allir eru þessir menn látnir fyrir allnokkrum árum, en voru kunnir menn á Akranesi á sinni tíð. Einn af stofnendum, Ár- mann Ármannsson rafvirkjameist- ari, er enn félagi í klúbbnum. Flutt voru tónlistaratriði og ávörp fluttu Guðmundur Páll Jónsson bæjar- stjóri og Sigrún Björnsdóttir, for- maður Lionsklúbbsins Eðnu. Veglegir styrkir til áhalda- kaupa fyrir sjúkrahúsið Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Stuðningur Jósef H. Þorgeirsson, formaður Lionsklúbbs Akraness, ásamt fulltrúum viðtakenda styrkja, f.v. Guðjón Guðmundsson, Ólöf Guðmunds- dóttir, Guðjón Brjánsson, Lárus Sighvatsson og Ásgeir Kristinsson. Lionsklúbbur Akraness fagnar fimmtíu ára afmæli Eftir Jón Gunnlaugsson „VIÐ þurfum ekkert þjóðarátak til þess að fara á hjólunum í og úr vinnu. Þetta hefur D-vaktin í Norðuráli gert undanfarin sumur,“ sögðu þeir Sig- þór Hreggviðsson, Sigurður Halldór Sævarsson, Hjálmar Þór Jónsson og Márus Lúðvík Heiðarsson er Morg- unblaðið hitti þá rétt utan við Akra- nes á sólríku laugardagskvöldi. Fjór- menningarnir blésu varla úr nös þrátt fyrir að hafa lagt að baki um 18 km, en þeir áttu eftir um 2 km spotta inn í bæinn. „Þetta eru um 40 km, fram og til baka frá Akranesi og upp á Grund- artanga. Þótt ótrúlegt sé þá er jafn- langt til baka,“ segir Sigþór og hlær. Hann notar götureiðhjól en flestir eru á fjallahjólum. „Við keppum yfir sumartímann og kallast keppnin Tour de Norðurál. Þar er keppt í mis- munandi flokkum eftir því hvaða gerð af hjólum menn nota,“ segir Hjálmar en hann fullyrðir að hann hafi sigrað í sínum aldursflokki á síðasta sumri en hann verður fertugur á næsta ári. Sigþór tekur undir það að stundum sé erfitt að hjóla á móti rokinu en hann og Hjálmar keppa í götuhjóla- flokki í keppni starfsmanna Norður- áls. „Við erum um eina klukkustund að fara aðra leiðina ef „færðin“ er góð en ef það blæs á móti þá erum við að sjálfsögðu eitthvað lengur. En við komust alltaf á leiðarenda,“ segir Sig- þór. Hressandi líkamsrækt Hjólreiðaferðirnar eru hressandi líkamsrækt í hugum þeirra sem það stunda enda er hitinn mikill á vinnu- staðnum í þá 12 tíma sem vaktirnar standa yfir. Hressandi hjólreiðatúr er því kærkomið tækifæri til þess að viðra lungun og fá hjartavöðvann til þess að slá örar. Vinnufélagarnir voru spurðir að því hvort þeir væru búnir að fjárfesta í rándýrum keppn- ishjólum og horfðu þeir spekingslegir hver á annan áður en þeir svöruðu. „Nei, þetta eru bara venjuleg hjól sem má kaupa í næsta stórmarkaði. Það kemur eflaust að því að ein- hverjir á vaktinni kaupi eitthvað voða flott og rándýrt en þessi hjól sem við erum að nota duga ágætlega,“ sögðu þeir félagar. Starfsmenn D-vaktar nota ekki að- eins reiðhjólin til þess að koma sér úr og í vinnu. Þrír starfsmenn Norður- áls reru frá Grundartanga á laug- ardagskvöldið en þeir voru á þremur kajak-bátum. Sigþór bjóst við að þeir myndu líklega vera um þrjár klukku- stundir inn í Akraneshöfn frá Grund- artanga en veðrið var hentugt til sjó- ferða á laugardaginn. Um 12 stiga hiti, sólskin og ekki mikill vindur. Reiðhjólagarparnir stigu á fáka sína og kvöddu þann sem þetta ritar og var kappið mikið og skiptust þeir á um að brjóta vindinn og taka foryst- una. „Tour de Norðurál“ verður að sjálfsögðu á dagskrá sumarsins hjá starfsmönnum D-vaktar sem leggja mörg hundruð km að baki á reið- hjólum sínum á hverju sumri á leið sinni til og frá vinnu og þegar mest lætur eru allt að 12 starfsmenn á sama tíma að hjólreiðum sínum á leið til eða frá vinnu. „Tour de Norðurál“ haldið á hverju sumri Morgunblaðið/Sigurður Elvar Hjálmar Þór Jónsson, Márus Lúðvík Heiðarsson, Sigþór Hreggviðsson og Sigurður Halldór Sævarsson. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is FRÉTTABLAÐIÐ Skessu- horn á Vesturlandi hefur opnað nýjan vef á slóðinni skessu- horn.is. Þónokkrar nýjungar eru á vefnum umfram gamla vef fyr- irtækisins, segir í fréttatilkynn- ingu. Má þar nefna tengingar á veður og færð á Vesturlandi, leitarvélar og aðra fréttavefi. Síðusafn Vesturlands Þá mun þessi vefur taka yfir hlutverk gamla Vesturlands- vefjarins og verða síðusafn Vesturlands þegar fram líða stundir. Gagnvirk skráning smáauglýsinga og viðburða- skrá eru á vefnum sem fyrr. Tengingar eru inn á fréttir sveitarfélaga á Vesturlandi, bæði nýjar og eldri, og jafn- framt eru ferðaþjónustu gerð sérstök skil á undirsíðu vefjar- ins. Fréttir frá fyrirtækjum sem hafa vefumsjónarkerfi frá Nepal birtast á sérstakri und- irsíðu vefjarins. Í kjölfar þessara breytinga verður fréttavakt skipulögð hjá Skessuhorni alla daga vikunn- ar. Skessu- horn opnar nýjan fréttavef Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.