Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 53 UMRÆÐAN STAÐGREIÐSLUKERFI skatta var tekið upp árið 1988. Að undan- förnu hafa allar umræður um stað- greiðslu skatta miðað við það ár. Á margan hátt er það óeðlilegt þar sem ástand efnahagsmála var öðru- vísi og óheilbrigðara það ár en árin bæði á undan og eftir. Hér verður samt notast við árið 1988. Við upp- töku staðgreiðslukerfisins var skatt- hlutfallið sett 35,2% af heildar- tekjum. Við lok samstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks árið 1991 var skatthlutfallið komið í 39,8% og við lok samstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins árið 1995 var það orðið 41,3%, reiknað á sama álagn- ingarstofn. Síðan hefur samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks verið við völd og skatthlut- fallið er komið niður í 35,25%, miðað við sama álagningarstofn, eða næst- um það sama og var í upphafi. Álagningarstofninn hefur verið lækkaður um 4% þar sem nú er heimilt að draga 4% greiðslu í lífeyr- issjóð frá tekjum. Staðgreiðsluhlut- fallið er 36,72%, en 96% (100-4) af þeirri tölu er 35,25%, sem er sú tala sem gefur réttan samanburð. Árið 1988 voru sett skattleysis- mörk í hið nýja staðgreiðslukerfi. Framan af hækkuðu skattleysis- mörkin ekki í samræmi við verðlag. Þetta varð til þess að þegar þáver- andi ríkisstjórn lét af völdum árið 1991 var greiddur 4,2% skattur af tekjum sem samsvöruðu upphaflega skattleysismörkunum. Þegar næsta ríkisstjórn lét af völdum árið 1995 var skatturinn kominn upp í 7,8%. Í tíð núverandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks hefur þessi skattheimta lítið breyst, hefur hæst farið í 9,3% en lægst í 7,3% og verður að öðru óbreyttu innan við 8% á næsta ári. Rétt er að taka fram að fyrst eftir að staðgreiðslukerfið var tekið upp voru menn nokkuð sammála um að skattleysismörkin væru of há, of margir greiddu ekki beina skatta. Sennilega hefur þó verið of langt gengið í að lækka skattleysismörkin, en um það má alltaf deila. Nú er skatthlutfallið næstum það sama og var í upphafi kerfisins, mið- að við sama álagningarstofn og hef- ur því verið staðið við þau fyrirheit sem gefin voru fyrir síðustu kosn- ingar. Engu að síður er fyrirhugað að lækka skatthlutfallið um ein 2% á næsta ári. Nauðsynlegt er að skoða hvort það sé rétt stefna. Margt mælir með því að réttara væri að nota sömu fjármuni til þess að hækka skattleysismörkin. Færa það nær því sem það var upphaflega, þó að engin ástæða sé til að ganga alla leið, miðað við það sem að framan er sagt. Lækkun skatthlutfallsins breytir engu um stjórn efnahags- mála nú, en hækkun skattleys- ismarka auðveldar að fást við þann vanda sem verður á vinnumarkaði í haust vegna hækkandi verðlags. Hækkun skattleysismarka leiðir til tekjujöfnunar sem mörgum þykir ekki vanþörf á. Þar að auki virðist almenningsálitið vera á þeirri skoð- un að fremur beri að hækka skattleysismarkið en að lækka skatthlutfallið meira en orðið er. Þegar ákveðið var að heimila að framlag í lífeyrissjóð yrði frádrátt- arbært frá tekjum til skatts voru færð fyrir því rök sem gátu í sjálfu sér staðist og jafnframt því haldið fram að þetta væri réttlætismál. Engu að síður varð það til þess að raska hlutfalli skattgreiðslna milli launamanna og lífeyrisþega. Rétt- læti hefur oft margir hliðar, til dæmis að aðrir verði fyrir óréttlæti. Lífeyrisþegar greiða nú tiltölulega hærri skatt en áður. Margvísleg rök má færa fyrir því að það sé ekki eðlilegt, meðal annars að margir líf- eyrisþegar voru lengi búnir að greiða skatt af þeim tekjum sem fóru í lífeyrisjóð og nú þurftu þeir aftur að greiða skatt af tekjum sín- um úr lífeyrissjóði. Lífeyrisþegar eru þeir einu sem í einhverjum til- fellum greiða hærri skatt nú en þeg- ar núverandi stjórnarsamstarf hófst. Þó að það sé ekki í mörgum tilvikum er mikilvægt að úr því sé bætt þannig að ekki verði sagt, með réttu eða röngu, að níðst sé á gömlu fólki. Einfaldast virðist að lífeyr- isþegar fái heimild til þess að draga 4% frá tekjum sínum fyrir skatt- lagningu á sama hátt og launþegar, þó að tilefnið sé annað. Þar með væri staða lífeyrisþega sú sama og annarra, eins og upphaflega var lagt upp með. Unnið er úr tölum frá samtökum eldri borgara. Um staðgreiðslu skatta Árni Benediktsson fjallar um staðgreiðslukerfi skatta og útkomuna gagnvart öldruðum ’Einfaldast virðist aðlífeyrisþegar fái heimild til þess að draga 4% frá tekjum sínum fyrir skatt- lagningu á sama hátt og launþegar, þó að tilefnið sé annað. ‘ Árni Benediktsson Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Fréttir í tölvupósti mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.