Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 1
Reuters
Brussel. AFP. | Fótboltabullur sem styðja
alls 10 belgísk félög héldu samráðsfund í
vikunni til að búa sig undir heimsmeistara-
keppnina í Þýskalandi í næsta mánuði.
Fullyrt er í blaðinu Het Belang van Lim-
burg að bullur um allan heim séu að und-
irbúa mikil átök í tengslum við keppnina.
Fótboltabullurnar eru að jafnaði svarnir
óvinir þegar leikið er í Belgíu en fulltrúar
þeirra hittust til að reyna að sameina
kraftana gegn útlendum kollegum, búa til
breiðfylkingu.
Bullufundurinn endaði með miklum
slagsmálum og kölluðu hóparnir með að-
stoð farsíma til sín liðsauka. Þegar lög-
reglan kom á vettvang sneru menn þó bök-
um saman á ný gegn henni. Tólf voru
handteknir á barnum.
Fótboltabullur
á átakafundi
Fjallað um
þögnina
Plata Láru Rúnarsdóttur á
lágstemmdum nótum | Menning
Tímaritið | Með Nylon á Wembley Besta steikhús í heimi?
Á dansnámskeiði á hverjum degi Ósýnilegar brellur í Latabæ
Atvinna | Hundruð starfa eru auglýst á 20 síðum
Tímaritið og Atvinna í dag
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
STOFNAÐ 1913 144. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
KOSIÐ var til sveitarstjórna á
landinu í gær og voru rétt rúm-
lega 216 þúsund manns á kjör-
skrá. Á myndinni sést Gunnar,
sem er fjögurra ára, aðstoða föð-
ur sinn, Jón Vikar Jónsson, við að
koma atkvæðaseðli til skila í kjör-
kassa á kjörstað í Hlíðaskóla í
Reykjavík. Kosningarnar fóru
venju fremur rólega af stað í
gærmorgun víðast hvar á landinu.
Á Akureyri var aðra sögu að
segja, þar var biðröð við kjörstaði
þegar þeir voru opnaðir. Kosn-
ingaveðrið var alls staðar hag-
stætt. | 4
Morgunblaðið/Einar Falur
Hjálpaði pabba að greiða atkvæði
Á MEÐAN horft er fyrst og fremst til upp-
byggingar byggðar við Úlfarsfell er Sunda-
braut ekki brýnasta verkefnið, að sögn Jóns
Rögnvaldssonar vegamálastjóra. „Núna er
það umferðin sem kemur
frá svæðinu við Úlfarsfell,
einkum þegar það fer að
byggjast meira upp.
Ástandið á Miklubraut og
í Ártúnsbrekku þarf að
verða miklu verra til þess
að fólk fari að leggja á sig
krók niður eftir Hallsvegi
á fyrirhugaða Sunda-
braut, eins og rætt er
um.“ Jón segir Sunda-
braut bráðnauðsynlega fyrir þá byggð sem á
eftir að rísa á Gufunessvæðinu og Geldinga-
nesi. „Ef farið er út í að leggja Sundabraut er
einsýnt að Geldinganes er orðið mjög fýsi-
legur kostur. Án þess ég ætli að fara að
stjórna uppbyggingu í Reykjavík.“
Mislæg gatnamót bráðnauðsynleg
Vegagerðin hefur mælt með því að farin
verði innsta leiðin við lagningu Sundabraut-
ar. „Við höfum reynt að átta okkur á því
hvernig umferðin leggst á þessi mannvirki
og það sýndi sig að munurinn er ákaflega lít-
ill eftir því hvaða leið er farin. Þess vegna
mælum við með ódýrustu lausninni af því að
ávinningur er enginn af þeirri dýrari.“
Að sögn Jóns eru mislæg gatnamót á mót-
um Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar
bráðnauðsynleg. „Það þarf að koma þeim
sem allra mest niður í jörðina út af útliti og
borgarmyndinni. En hávaðinn í bílum sem
taka af stað auk gríðarlega mikillar loft-
mengunar kyrrstæðra bíla á aðeins eftir að
fara versnandi. Þó ekki væri nema af þessum
ástæðum eru mislæg gatnamót nauðsynleg.“
Byggð á Geld-
inganesi fýsi-
leg ef ráðist er
í Sundabraut
Jón Rögnvaldsson
Sundabraut | 10–11
MINNST 2.900 manns létu lífið þegar jarð-
skjálfti, sem mældist 6,2 stig á Richter, reið yfir
eyjuna Jövu í Indónesíu á föstudagskvöld. Verst
var ástandið í borginni Yogyakarta, um 440 km
suðaustan við höfuðborgina Jakarta, og í einu
hverfi munu að minnsta kosti 370 hús hafa
skemmst eða hrunið. Óttast var að tala látinna
ætti eftir að hækka.
„Eldri systri, eldri systir,“ muldraði öldruð
kona, Purkaish, bað og grét þegar nokkrir ungir
menn, sumir illa slasaðir og með opin sár, reyndu
í örvæntingu að grafa í braki til að finna fólk á lífi.
Systirin, Duljiah, fannst síðar látin. Víða urðu
geysilegar skemmdir á mannvirkjum, þar á með-
al á vegum og brúm, og áttu björgunarmenn erf-
itt með að koma slösuðu fólki á sjúkrahús. Síma-
samband lá víða niðri og olli það miklum vanda.
Adisucipto-flugvöllur í Yogyakarta skemmdist
mjög þegar hluti af þaki flugstöðvarbyggingar
hrundi og var vellinum lokað. Búist var við eftir-
skjálftum og að fjöldi húsa að auki kynni þá að
hrynja. Auk þeirra sem dóu slösuðust minnst
2.900 manns og talið var að hundruð manna væru
föst undir braki og hrundum húsum. Java er eitt
af þéttbýlustu svæðum heims, flest voru fórn-
arlömbin í Bantul-héraði þar sem nær öll hús
hrundu á stórum svæðum.
„Það stendur bara eitt hús uppi hér, heimili
þorpshöfðingjans, en það er ekki heldur öruggt
af því að það eru sprungur í veggjunum,“ sagði
Ngadiyo, 63 ára gamall karlmaður í bænum
Suren Wetan, við rústirnar af húsi sínu. Hann
ber aðeins eitt nafn eins og algengt er í landinu.
Margir óttuðust flóðbylgju
Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan 5:54 að
staðartíma á laugardagsmorgun. Margir forðuðu
sér á hærra svæði af ótta við hugsanlega flóð-
bylgju, tsunami, eins og þá sem reið yfir mörg
lönd við Indlandshaf 26. desember 2004 og olli
dauða meira en 230.000 manns. Að sögn sérfræð-
inga var engin hætta á flóðbylgju að þessu sinni.
Mikil eldvirkni er í Indónesíu sem er á mörk-
um meginlandsfleka. Sérfræðingar sögðu að or-
sök jarðhræringanna hefði samt ekki verið um-
brot í Merapi, einu virkasta eldfjalli heims, að
undanförnu en upptök skjálftans voru um 40 km
sunnan við Yogyakarta, nálægt Merapi. Eld-
virkni jókst þar í gær af völdum skjálftans. „Jarð-
skjálftinn hefur truflað fjallið,“ sagði eldfjalla-
fræðingurinn Subandrio sem fylgist með Merapi.
Þúsundir fórust á Jövu
Reuters
Slasaður drengur með föður sínum við sjúkra-
hús í borginni Yogyakarta á Jövu í gær.
Jarðskjálfti varð minnst 2.900 að bana og olli
miklu eignatjóni á fjölmennustu eyju Indónesíu
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is