Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í ÞESSUM mánuði legg ég loka- hönd á rannsóknarverkefni mitt um Tourette-sjúkdóm sem ég hef unnið að í lokaáfanga í uppeldis- og mennt- unarfræði við Menntaskólann á Ak- ureyri. Verkefnið, sem hlaut nafnið ,,Það skiptir máli hvernig samfélagið tekur á móti okkur“, fjallar um Tourette út frá aðstandendum en tekin voru opin viðtöl við foreldri, vin og ættingja tiltekins einstaklings sem er með Tourette. Mismunandi viðhorf komu fram og virðist erfiðara hafa verið að ala einstaklinginn upp en að þekkja hann sem leik- félaga. Ég kýs að kalla sjúkdóminn hér eftir TS. Megintilgangur með skrifum mínum um TS er sá að mér finnst vanta umræðu og hreinlega al- menna þekkingu á þessum sjúkdómi. Almenningur leitast ekki eftir því að fræðast um hann og því þarf á ein- hvern hátt að miðla efninu til fólks. Vonast ég til þess að þessi pistill veki upp umræðu og áhuga til fræðslu. Eftir að hafa grennslast fyrir um TS komst ég að því að vitneskja mín var ekki mikil í byrjun. Það er svo margt sem mig ekki óraði fyrir og sem dæmi þá hugsaði ég lítið hvað þetta hefur gríðarleg áhrif á aðstandendur og aðstæður. TS er taugasjúkdómur sem ekki er hægt að læknast af heldur eru ein- kennin mjög einstaklingsbundin. Stundum minnka einkennin með aldr- inum en einnig geta þau haldist stöðug og varað ævilangt. Sálfræðimeðferð virkar ekki við TS þar sem sjúkdóm- urinn er ekki sálrænn kvilli. Uppeldis- aðstæður hafa ekkert með það að segja hvort menn fái sjúkdóminn eins og sumir halda. Hann erfist en einnig geta menn borið sjúkdóminn án þess að sýna nein einkenni hans og kall- ast menn þá berar. TS er ekki hrörnunar- sjúkdómur og styttir ekki líf fólks. Það er tvennt ólíkt að greinast með sjúkdóm- inn fyrir 40 árum og í dag. Sá einstaklingur sem mitt verkefni fjallar um er um fimm- tugt í dag og þegar hann var á barnsaldri var farið með hann á sjúkrahús í borginni. Þá var lítið vitað hvað var að og hann settur á mjög sterk lyf, of sterk lyf, sem gerðu það að verkum að hann hneig niður á leið sinni í bæinn og lá eftir á götunni sem sofandi. Þetta kæmi ekki fyrir í dag með þeirri þekkingu sem orðin er í læknavísindunum. Læknar sem hittu hann töldu ótrúlegt hvað þessi ein- staklingur var vel gefinn miðað við ástand hans, en honum gekk vel í skóla og átti marga vini. Sýnir þetta dæmi mikla vanþekkingu. Það gagnaðist mér mjög mikið að vinna með Upplýsinga- og fræðslurit TS-samtakanna sem var gefið út árið 2001. Í því riti er viðtal við Arthúr Morthens sem unnið hefur að skóla- málum í tæp 30 ár. Þar segir hann að það sem hefur fyrst og fremst breyst á þessum 30 árum sem hann var við kennslu er að nú vita flestir kennarar að eitthvað sé til sem heiti Tourette. Áður vissi enginn hvað sjúkdómurinn var. Þetta á mjög vel við það sem ég upplifði. Eins og ég greindi frá hér að ofan vissu skólayfirvöld ekki fyrir 40 árum hvað amaði að þessum ein- staklingi. Því er nú ver og miður að fólk gerði grín, bæði stórir sem smáir. Oft var eldra fólkið verra en það yngra og einnig kom það fyrir að skólastarfs- maður kom með virkilega leiðinlega athugasemd gagnvart þeim sem sjúk- dóminn hafði, hann sagði að hann vildi ekki heyra nein helvítis búkhljóð því að það ætti að vera þögn í bekknum. Sjúkdómnum geta fylgt margs kon- ar fylgikvillar eins og athyglisbrestur, ofvirkni og þunglyndi. Ljóð eftir 9 ára gamlan bandarískan dreng sem heitir Justin Packer-Hopke snerti mig við skrifin og tók ég brot úr ljóðinu til skýringar. Ljóð hans heitir Dýrin inni í mér og hafði hann fylgikvilla eins og athyglisbrest með ofvirkni, áráttu- og þráhyggjuröskun og þunglyndi og vegna alls þessa gat hann ekki lengur stundað skóla. Þetta samdi hann í baráttu sinni við Tourette: Ég er með tígrisdýr inni í mér og það lætur mig hvæsa. Ég er með tígrisdýr inni í mér Og þegar ég ærist segi ég ,,urrrrrrr“. Það heitir Tourette. Ég ætla að skjóta þessi dýr. Ég ætla að skjóta með banana. Ég ætla að skjóta þessi dýr. Ég ætla að vera Tarzan. Og þá mun hvolpurinn inni í mér Gera mig glaðan og leika sér. Og þá mun hvolpurinn inni í mér Aldrei hlaupa frá mér. Hann heitir Justin eins og ég. Með þessu lýsir hann upplifun sinni á sjúkdómnum. Einkennin versna við allt álag, hvort sem það er jákvætt eða nei- kvætt. Ekki má gleyma því að TS er fjölskyldusjúkdómur og ríkir oft mikil streita í þeim fjölskyldum. Í ritgerð minni kem ég inn á það að mikil streita hafi ríkt á því heimili sem um ræddi. Það var ekki tími til að hugsa um einn frekar en annan og sjúkling- urinn fékk ekki þá hjálp sem hann þurfti vegna lítillar vitneskju. Sem betur fer hefur ástandið breyst til hins betra þó svo að ekki sé búið að grafast fyrir um rót vandans. Erfitt er að segja til um tíðni TS á Ís- landi en talið er að um fleiri tilfelli sé að ræða en áætlað var. Fyrir nokkrum árum var talið að um 100 Íslendingar væru með svokölluð alvarleg einkenni en um 300–400 einstaklingar með vægari einkenni. Það er athyglisvert að strákar eru sex sinnum líklegri til að greinast með sjúkdóminn heldur en stelpur. Dýrin inni í mér Elva Hjálmarsdóttir fjallar um Tourette ’Hvað veist þúum Tourette- heilkenni?‘ Elva Hjálmarsdóttir Höfundur er í 4. bekk í Menntaskólanum á Akureyri. Stórglæsilegt 216 fm tvílyft raðhús með 24 fm innb. bílskúr við Boðagranda. Eignin er mikið end- urnýjuð á vandaðan og smekklegan hátt og eru breytingar hannaðar af Rut Káradóttur innanhúss- arkitekt. Lýsing er hönnuð af Lúmex. Stórar stofur auk arin- stofu, glæsilegt eldhús með inn- réttingum úr beyki og mjög góðri borðaðstöðu, sjónvarpsstofa með útgangi á suðursvalir, 4 herbergi og vandað baðherbergi auk gestasnyrtingu. Gott geymsluris yfir stórum hluta efri hæðar. Sandsteinn og parket á gólfum. Lóð til suðurs með mikl- um veröndum og skjólveggjum. Hiti í innkeyrslu og stéttum fyrir framan hús. Verð 69,0 m. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Raðhús við KR-völlinn Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Ólafsgeisli 119 - Grafarholti Opið hús í dag, sunnudag, á milli kl. 14-15 og mánudag milli kl. 17-18 Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Nýlegt parhús með bílskúr við golfvöllinn. Stór björt stofa með miklu úrsýni. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, fataherbergi og tvö baðherbergi. Vönduð eign á góðum og friðsælum framtíðarstað. V. 48,0 millj. Sérlega fallegt einbýli á þessum frið- sæla stað í Garðabæ. Húsið er 217 fm með bílskúr sem er skráður 54,8 fm. Skipting eignarinnar: 4 svefnherbergi, hol, stofa, borðstofa, eldhús með borðkróki, þvottahús, baðherbergi, gestasnyrting, forstofa, herbergi með sturtu og bílskúr. Búið er að útbúa aukaíbúð sem er um 50 fm. Þetta er eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. veita sölumenn Hraunhamars. Guðríður tekur á móti ykkur. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Holtsbúð 42 - Gbæ Opið hús sunnudag kl. 14-16 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. BREIÐAVÍK - FALLEG EIGN OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15:00-17:00 Falleg og vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýli. Þrjú rúmgóð herbergi og stór og björt stofa með útg. á stórar suðursvalir. Fallegt út- sýni. Fallegar kirsuberjainnrétt- ingar og hurðir. Parket og flísar á gólfum. Mögul. er að byggja bílskúr. Verð 22,6 millj. LAUS FLJÓTLEGA. Sigurður og Sigríður sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 15:00-17:00. LÁTRASEL 9 - EINBÝLI M/AUKAÍBÚÐ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15:00-17:00 Í einkasölu 191,9 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 38,3 fm bílskúr, samtals 230,2 fm. Húsið er staðsett í enda í botn- langagötu. Á aðalhæð eru 3 svefnherbergi, stofa, baðher- bergi og eldhús. Aukaíbúð er með 2 svefnherbergjum, stofu eldhúsi og baði. Auðvelt er að tengja aukaíbúð aftur við aðal- hæð. Bílskúrinn er rúmgóður með sjálfvirkum hurðaropnara. Snyrtilegur garður. Verð 47 millj. Opið hús verður í dag, sunnudag, frá kl. 15:00-17:00. GÓÐ STAÐSETNING. www.gimli.is - www.mbl.is/gimli FÉLAG FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík Húsin í bænum 585 9999 Þjónustusími um helgar: 664 6999 Sigurður Óskarsson lögg. fasteignasali BÁRUGRANDI - 3JA HERB. Glæsileg 3ja herbergja útsýnisíbúð í Vesturbænum. Verð 22,7 m.kr. (4608)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.