Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 49 MINNINGAR Þegar ég hugsa til baka er margt sem rifjast upp. Þú varst ótrúlega hjálpsamur, þú máttir ekki frétta af einhverjum sem vantaði hjálp þá varst þú mættur í vinnugallanum með hræringinn og til í tuskið. Eftir að þið fluttuð í Mánatúnið sá maður þig daglega úti í göngutúr, enda varst þú alltaf svo vel á þig kominn og flottur og glæsilegur maður. Það er ótrúlega erfitt að kveðja þig, enda fórstu allt of fljótt og feng- um við lítinn tíma til að kveðja en eitt veit ég að þú ert komin á góðan stað í góðar hendur. Elsku Svava, við viljum votta þér okkar dýpstu samúð. Bryndís Kristjánsdóttir, Rúnar Páll, Sara Regína og María Viktoría. Mikill höfðingi er fallinn frá. Óli afi var ekki alvöru afi minn en hann giftist ömmu minni og nöfnu, frú Svövu Þórðardóttur, áður en ég fæddist. Hann var því nokkurs kon- ar stjúpafi minn. Ólafur Haukur Metúsalemsson var afar góður maður. Hann var sér- stakur á margan hátt. Það brást sjaldan að þegar ég kom í kaffi til hans og ömmu þá lumuðu þau á heillaráðum fyrir óharðnaða mig. Þessi ráð höfðu jafnan með tvennt að gera. Annars vegar að spara pen- ing og yfir höfuð allt (enda mátti maður sjaldan gefa þeim neitt án þess að vera sakaður um óþarfa eyðslusemi). Hins vegar að stunda mikla reglusemi. Reykja ekki og drekka áfengi í miklu hófi (enda er það svo dýrt). Mest af öllu var Óla afa þó í nöp við eiturlyf. Hann vildi helst að þeim sem smygla eiturlyfj- um inn í landið yrði komið fyrir katt- arnef. Honum hitnaði ætíð verulega í hamsi þegar hann kom að þessu at- riði. Annað dæmi um það hvað Óli afi var sérstakur var hjálpsemi hans og vinnusemi. Það var með eindæmum hvað mínum manni þótti gaman að vinna og það var ótrúlegt hvað hann var vandvirkur. Þegar ég flutti í íbúðina mína hjálpaði afi mér mjög mikið. Það voru ófáar ferðirnar sem við fórum í Hörpu Sjöfn og það var ósjaldan sem kallinn borgaði brús- ann. Síðan mætti hann eins og her- foringi eldsnemma á morgnana og vann til kl. 16 eins og hann væri í al- vöru vinnu. Hann málaði alla íbúðina og gerði gluggana upp af þvílíkri vandvirkni að undirrituð hefur aldr- ei séð annað eins. Ég er að eilífu þakklát. Þetta gerði hann fyrir mig og fékk lítið í staðinn nema þakklæti mitt. Þetta var hann Óli afi í hnot- skurn. Hann kom og hjálpaði. Það var ekki rætt meir. Það mátti aftur á móti lítið hjálpa honum og honum var held ég illa við að fólk væri yfir höfuð að hafa eitthvað fyrir honum. Ég veit að afi hefur fært ömmu minni ómælda hamingju. Í samlífi sínu voru þau miklir sóldýrkendur og fóru að jafnaði einu sinni á ári (ef ekki tvisvar) til sólarlanda. Þá varð oftast Benidorm fyrir valinu þó að Kanaríeyjar hafi líka verið vinsæll áfangastaður á síðustu árum. Það er óhætt að segja að afi og amma séu rík af afkomendum. Óli afi hefur verið stoð og stytta okkar allra í gegnum árin. Við fráfall hans myndast skarð sem erfitt er að fylla upp í. Amma mín, þú veist að þú hef- ur okkur öll innan seilingar hvort sem við búum þér nær eða fjær. Elsku afi. Þín verður sárt saknað. Megi Guðs englar vaka yfir þér og megi sál þín finna frið meðal ann- arra í almættinu. Minningin lifir. Svava. Elsku afi minn, lífið er ekki alltaf eins og maður vill hafa það. Þú kvaddir okkur skyndilega og ég vildi að ég væri ekki svona langt í burtu svo að ég gæti kvatt þig í hinsta sinn. Ég mun aldrei gleyma utanlands- ferðunum okkar og öllum sumarbú- staðarferðunum. Það sem er mér samt alltaf eftirminnilegast er þegar við vorum á Spáni og þú og amma fóruð og keyptuð tíu miða í lottóinu sem ég hélt svo uppá handa litlu dronnsunni ykkar. Þegar ég kem svo upp á hótelherbergi til ykkar varst þú búin að raða öllum vinning- unum upp sem þú hafðir fengið og sast stoltur með eitt stærsta bros sem ég man eftir. Þín verður sárt saknað, elsku afi, en ég veit að þú er kominn á góðan stað. Þín Drífa. Nú þegar Óli frændi okkar og vin- ur er fallinn frá renna í gegnum hug- ann ótal minningabrot frá þeim rúmu 30 árum sem við vorum svo heppin að eiga hann að. Í þessum brotum má sjá: – Óla á flotta bláa kagganum þeg- ar hann kom fyrst í Hjálmholtið. Al- vöru töffarabíll með fléttuðu stýri. – Frænku og Óla brosandi á tröppunum í Hjálmholtinu á leiðinni í brúðkaupsferðina. Þau saman svo glöð með hvort annað, töluðu af mik- illi væntumþykju og virðingu við hvort annað. – Óla í eldhúsinu með uppbrettar ermar að baka hafrakex eða brauðið góða sem var ómissandi á jólunum. – „Sæll gæskur,“ sem var kveðjan hans til allra sama hvers kyns þeir voru. – Óla flottastan í málningarbux- unum og köflóttu vinnuskyrtunni, með axlaböndin. – Óla á hvítu Lödunni fyrstan á staðinn þegar eitthvað þurfti að gera, hvort sem það var að mála, smíða, teppaleggja, hvar sem þurfti að rétta hjálparhönd. – Óla að stynja og taka bakföll yfir boltanum sem horft var á af mikilli tilfinningu. – Óla að seilast í efri skápinn til að ná í „eitt namm“ sem fór í munninn á öllum börnum sem til hans komu. Svona mætti lengi telja en nú er komið að kveðjustund. Óli er geng- inn hnarreistur til verka sinna í himnaríki, en við minnumst hans með söknuði, en jafnframt stolti og þakklæti fyrir að hafa átt þennan góða mann að í uppvextinum. Kveðja frá systkinunum af efri hæðinni í Hjálmholti 8. Þorleifur Þór Jónsson. Félagi minn Óli er fallinn frá eftir stutta en erfiða baráttu við þau ógn- aröfl sem fellt geta sterkustu menn. Eitthvað rak mig til að kíkja til fé- laga míns nokkrum dögum fyrir andlátið og fann ég þá hversu langt hann var genginn og efast ég ekki um að hann vakir núna yfir okkur, hnarreistur og glæsilegur eins og hann alltaf var. Ég er forsjóninni þakklátur að hafa fengið tækifæri til að kveðja hann síðasta sinni. Óli var mikill félagi minn og þakka ég honum fyrir að hafa tekið mig í sumarvinnu hjá Esso á Gelgjutanga, þangað sem ég hafði oft fengið að koma með honum sem lítill gutti. Fyrir 15 ára óharðnaðan strák tók nú við alvöru vinna með ábyrgð sem smám saman jókst með hverju sumrinu sem leið, allt frá skúringum til bílstjórastarfa. Undir handleiðslu Óla fékk ég tækifæri til að takast á við verkefni sem kenndu manni að ábyrgð er ekki sjálfgefin og sýna þarf í verki að maður væri tilbúinn til að takast á við hana og skila góðu verki. Óli hrósaði ekki oft en þegar mað- ur fékk hrós lifði maður á því næstu vikurnar og var manni hvatning til að gera enn betur næst. Mannskapurinn á Gelgjutangan- um var mikil flóra og stýrði Óli þeim hópi af festu og röggsemi. Þótt það væri manni ekki ljóst á þeim tíma hafði hann einstakt lag á að takast á við alla þá mismunandi einstaklinga sem undir hann heyrðu og undan- tekningarlaust fengu menn annað tækifæri ef þeir voru tilbúnir til að taka sönsum og sýna vilja til að bæta um betur. Ég þakka Óla að hafa kennt mér að takast á við verkefnin og taka ábyrgð á því sem hann fól mér. Í seinni tíð var Óli alltaf tilbúinn til að rétta fram hjálparhönd ef hann gat mögulega orðið að liði og þegar við Þórunn byggðum húsið okkar í Goðasölum var Óli okkur verulega innan handar við fínni verk svo sem flísalögn og gluggamálun. Hugsa ég oft til hans þegar ég virði fyrir mér „handbragðið“ eins og hann oft kall- aði það. Fyrir hönd okkar Þórunnar og Jóns Þórs vil ég votta frænku samúð okkar og þökkum Óla fyrir genginn veg og allt sem hann færði okkur í gegnum tíðina. Jóhann Þór Jónsson. Ó, hve sælt á ævi sinnar vegi eiga vinarhjarta gott og traust þar sem hælis synjað er þér eigi er annað bregzt og harmur sár og tregi bugar þig, sem hreggið blóm um haust. (Hannes Blöndal.) Þetta ljóð kom upp í huga mér er lokið er lífsgöngu Óla vinar míns. Minningarnar framkallast þegar ég hugsa og horfi til baka. Eftir ára- tuga kynni er margt sem fangar hugann, en fyrst og fremst er það þakklæti. Það er hverjum manni nauðsynlegt að eiga vináttu, en það lánast ekki öllum að auðga hana og efla svo eftir sé tekið, hvað þá verða hennar aðnjótandi. Ung að árum heyrði ég afa minn oft segja: „Mikið er hann Óli Met. góður maður.“ Þeir voru vinnufélag- ar hjá Essó. Ekki óraði mig fyrir að síðar yrði samleið okkar að góðri vináttu er Halldór eiginmaður minn varð vinnufélagi Óla. Til að vera góð- ur yfirmaður á vinnustað er margt sem þarf að búa yfir, að vera sann- gjarn, trúr, tryggur og umfram allt tilbúinn að leggja lið og miðla mál- um. Óla var það eiginlegt, hvar sem því varð við komið, elja og umhyggja í fyrirrúmi og hæfileikar til að láta verkin tala. Alla tíð hafa Óli og Svava hugsað um okkur Halldór sem eigin börn. Við áttum gott og dýrmætt sam- félag, fylgdumst með okkar fólki, beggja vegna í blíðu og stríðu. Óli og Svava voru einstök hjón, þau voru samhent og vildu hlúa að öllum í kringum sig. Þau voru óþreytandi að rétta hjálparhönd. Heimili þeirra hjóna er einstaklega fallegt, Það var góður andi sem náði út á götu í Hjálmholtinu og á sama hátt í Mána- túni. Heimilið var hornsteinninn, akkerið og þar vildi Óli helst vera. Hann horfði á enska boltann, pass- aði vel að allt væri snyrtilegt úti sem inni. Matargerð, bakstur og annað sem tilheyrði heimilisrekstri var honum eiginlegt að færi vel. Í hálfa öld vann Óli hjá Essó og hlaut nokkrar viðurkenningar fyrir hollustu við félagið. Vinna, heimili og fjölskylda var hans líf og yndi. Það voru ófá handtök ef hann vissi að þurfti á aðstoð við lagfæringar, hvort sem var utan húss sem innan, ávallt boðinn og búinn. Óli naut þess að ferðast, sólarlöndin heilluðu, Benidorm var eins og að fara heim. Við eigum Óla mikið að þakka. Af ótal mörgu er að taka, engin orð ná yfir það sem við geymum með okkur sem þekktum hann, áttum samleið með honum og lærðum af honum. Kemur napur að norðan hæðingur éli líkur hverri sem lokar leið. Allt sem vordísir vöktu vonglaða sólskinsdaga endar sitt aldursskeið. Dauðann óttast ég ekki óðum þó birta dvíni að þegar feigð mín fer. Horfinna vinahendur handan við myrkur grafar taka á móti mér. (Helgi Sæm.) Guðrún Jónsdóttir. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, INDIANA ELÍSABET GUÐVARÐARDÓTTIR, Sólvangi, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 29. maí kl. 15.00. Sigurður Arnar Einarsson, Lísabet Sólhildur Einarsdóttir, Svana Einey Einarsdóttir, Pétur Hafsteinn Jóhannesson, Jóna Bríet Guðjónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ASTRID ELLINGSEN prjónahönnuður, Ægisíðu 101, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. maí kl. 11.00. Bjarni Jónsson, Dagný Erna Lárusdóttir, Jón Árni Ágústsson, Gísli Örn Lárusson, Sigrún Helga Ragnarsdóttir, Erna Svala Ragnarsdóttir, Kristján Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐRIK ÁRSÆLL MAGNÚSSON frá Höskuldarkoti, fv. forstjóri Steypustöðvar Suðurnesja, Grundarvegi 2, Ytri-Njarðvík, sem lést sunnudaginn 21. maí, verður jarðsung- inn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 14.00. Ada Elísabet Benjamínsdóttir, Benjamín Friðriksson, Birna Magnúsdóttir, Baldur Friðriksson, Lilja Björnsdóttir, Magnús Friðriksson, María Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐMUNDUR HAFSTEINN FRIÐRIKSSON fyrrv. atvinnubílstjóri, Grensásvegi 56, Reykjavík, sem lést á Sjálfsbjargarheimilinu, Hátúni 12, Reykjavík, fimmtudaginn 18. maí, verður jarð- sunginn frá Grensáskirkju þriðjudaginn 30. maí kl. 15.00. Margrét Sigurðardóttir, Guðríður L. Guðmundsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Swastika Guðmundsson, Eyþór Guðmundsson, Þórdís Ósk Sandholt, Sigurður Jóhann Hallbjörnsson, Arnar Már Jóhannsson, Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir, barnabörn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.