Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Eyþór
Arkitektarnir Freyr Frostason og Ted Pilgreen vinna saman að glæsilegri nýbyggingu, Laugatorgi, í Laugardalnum og
spennandi hugmyndum að frekari heildarskipulagningu dalsins.
Við viljum búa til nýjansamkomustað fyrirborgarbúa og lands-menn alla, sem ogferðamenn, þar sem
áherslan er lögð á fjölbreytta
möguleika til virkrar þátttöku
þeirra sem þangað koma í sem
náttúrulegustu umhverfi.
Það eru fáir slíkir samkomustað-
ir hér á landi,“ segir Freyr Frosta-
son, arkitekt hjá THG, sem hannaði
verðlaunatillöguna. „Á sumrin er
miðbærinn helsti samkomustaður-
inn í borginni en á veturna eru það
verslunarmiðstöðvar eins og
Kringlan og Smáralind sem draga
fólk helst til sín. Markmiðið að baki
tillögu okkar um uppbyggingu
Laugardalsins, Laugatorginu, er
ekki aðeins að fjölga valkostunum
heldur að búa til öðruvísi sam-
komustað fyrir fjölskylduna þannig
að hann verði miðstöð skemmti-
menntunar eða það sem á ensku
hefur verið nefnt „edutainment“.“
Freyr segir að samkeppni
Reykjavíkurborgar hafi fyrst og
fremst verið um byggingu á
ákveðnum reit í Laugardalnum.
„Þar verður Laugatorg, sem er
nokkurs konar kjarni í dalnum og
verður fyrsti viðkomustaður fólks
inn í Laugardalinn. Því er einnig
ætlað að tengja betur saman þá al-
menningsstaði í eigu borgarinnar
sem fyrir eru eins og sundlaugina,
skautahöllina, grasagarðinn og hús-
dýra- og fjölskyldugarðinn. Við
hönnun Laugatorgsins fannst okk-
ur nefnilega nauðsynlegt að taka
mið af dalnum og móta skipulag
hans til framtíðar. Samstarfshóp-
urinn sem stóð að verðlaunatillög-
unni, Palomar Pictures, í eigu Sig-
urjóns Sighvatssonar, og eignar-
haldsfélögin Fasteign hf. og Klasi
hf., lögðu því líka fram hugmyndir
að heildarhönnun Laugardalsins
sem útivistargarðs og samkomu-
staðar. Laugatorgið felldum við inn
í þessar hugmyndir og hefur
Reykjavíkurborg tekið vel í þær og
munum við því halda áfram að þróa
þær.“
Aðkoma bandarískra arkitekta
Sigurjón Sighvatsson hafði bæði
séð og heyrt af verkum Jarde-sam-
takanna og hrifist af. „Það gerðum
við hinir í hópnum líka þegar við
fórum og skoðuðum verk þeirra í
Bandaríkjunum. Við föluðumst því
eftir samstarfi og þeir reyndust
vera mjög spenntir,“ segir Freyr
og lítur á Todd Pilgreen sem situr
við hliðina á honum og kinkar kolli.
Pilgreen á að baki glæsilegan
feril sem arkitekt og kemur lands-
lag og mótun umhverfis iðulega þar
við sögu. Hann hefur komið að
hönnun jafnt almenningsgarða, eins
og The North Rim, sem er fjölnota
almenningsgarður í Texas í Banda-
ríkjunum, og Marinoa Pierwalk í
Fukuoka í Japan, miðbæja eins og í
Portsmouth í Englandi og verkefnis
sem nefnist The Gateway í Salt
Lake City í Bandaríkjunum og ætl-
að var að efla miðbæinn þar, og svo
stórra bygginga eins og
Bellagro-hótelsins sem lesendur
muna ef til vill eftir sem sögusviði
Ocean 11-kvikmyndarinnar.
En hvað skyldi hafa freistað hans
í Reykjavík?
„Jarde-samtökin vinna á alþjóð-
legum vettvangi og vilja vinna á
sem fjölbreyttustum stöðum. Við
höfum ekki unnið á Íslandi vegna
þess að rétta tækifærið hafði ekki
gefist en þetta verkefni freistaði
okkar. Bæði landið og menningin
eru ný fyrir okkur en við leggjum
mikla áherslu á að vinna í fjöl-
breyttu umhverfi vegna þess að það
er stór hluti af því sem gerir hönn-
un okkar svo einstaka sem raun
ber vitni. Hér í Reykjavík fáum við
einstakt tækifæri til að skapa og
það er spennandi. Nýr staður, nýtt
fólk, ný menning.“
Hvernig kemur Reykjavík þér
fyrir sjónir sem borg?
„Mér finnst Reykjavík falleg
borg. Hún á sér sögu en er jafn-
framt framsækin. Hér liggja víða
tækifæri því borgin er lítil og því
laus við ýmis vandamál sem loða
við stærri borgir og það er virki-
lega upplífgandi. Það er einmitt ein
af ástæðunum fyrir áhuga Jarde-
samtakanna á þessu verkefni. Hér
liggja víða tækifæri.“
Hafa þarfir borgarbúa fyrir al-
menningsgarða breyst á síðustu ár-
um eða áratugum og þá hvers
vegna?
„Ég veit ekki hvort þörfin fyrir
almenningsgarða hefur í raun og
veru breyst nokkuð en hins vegar
hafa lífshættir borgarbúa breyst
verulega. Þéttbýli þróaðist auðvitað
framan af í samræmi við sam-
göngumáta þeirra tíma, hesta eða
gangandi vegfarendur. Flestar
borgir uxu síðan mjög hratt og þá
var mikið af görðum og opnum
svæðum tekið undir byggingarland.
Það má segja að núna séu þétt-
býliskynslóðirnar að reyna að snúa
þróuninni svolítið við, a.m.k. end-
urheimta þá garða sem eru í notk-
un og endurhanna með það að
markmiði að fá fólk til að nota þá
meira til útivistar, skemmtunar og
menntunar og það sama á við þau
landsvæði í borgum sem enn eru
ósnert. Þetta eiga að vera sam-
komustaðir í borginni.“
Laugatorg er upphafsreitur
Og þá komum við aftur að upp-
hafsreitnum Laugatorgi. „Á Lauga-
torgi og umhverfis það verður höf-
uðáherslan lögð á skemmtun og
menntun. Þar verður vísinda- og
náttúrusafn með fiskabúrum ásamt
fræðslu- og fyrirlestrasetri með söl-
um sem líka nýtast sem kvik-
myndasalir svo og Imax-kvik-
myndasalur. Þar verður hægt að
sýna náttúrulífsmyndir, kennsluefni
og aðrar kvikmyndir á risaskjá.
Söfnin eiga fyrst og fremst að end-
urspegla íslenska náttúru og auð-
lindir. Í náttúru- og vísindasafninu
er áherslan lögð á íslenska náttúru
í umhverfinu, s.s. heita vatnið í
dalnum, jarðmyndanir nágrennisins
og stjörnuhimininn auk þess sem
fjallað er þar um ýmis vísindafyr-
irbæri sem gaman er að þreifa á og
upplifa. Þá er ætlunin að koma á
laggirnar orkusafni, þar sem færi
fram fræðsla um raf- og hitaorku
landsmanna og nýtingu hennar, og
sædýrasafni, sem hugsanlega yrði
hluti af húsdýragarðinum en með
annars konar sýningardýrum eins
og smáhákörlum og ísbjörnum. Öll
þessi söfn og garðar gefa marg-
vísleg tækifæri til náms enda von-
umst við til að eiga gott samstarf
við öll skólastig í landinu, frá leik-
skóla til háskóla, við frekari þróun.“
Laugatorg verður yfirbyggt en
þak þess gegnsætt, þannig að það
hleypir birtu í gegn en skýlir fyrir
veðri og vindi. „Það er því full-
komin umgjörð fyrir formlegar sem
óformlegar uppákomur, s.s. tón-
leika og listsýningar jafnt almennar
sem árstíðabundnar, götuleikhús og
alls kyns markaði. Að minnsta kosti
einn veggur innan torgsins eða við
aðkomu að því verður útbúinn sem
klifurveggur, sem bæði lífgar upp á
umhverfið og hvetur til hreyfingar.
Þá er hjólabrettabraut einnig á
teikniborðinu,“ segir Freyr og
brosir. Arkitektarnir hafa heldur
ekki gleymt golfurum því sunnan
við torgið, í kverk sem snýr mót
suðri, eru uppi hugmyndir um æf-
ingasvæði fyrir golfara, svipað því
sem er í Básum í Grafarholti nema
minna um sig.
„Laugardalurinn mun í þessari
mynd ekki aðeins fela í sér aðdrátt-
arafl fyrir Íslendinga sem vilja
komast burt frá amstri hversdags-
leikans í fróðleiks- og skemmtana-
leit, heldur líka freista erlendra
ferðamanna sem geta á einum stað
fengið innsýn í einstæða náttúru Ís-
lands.“
Samgöngur í dalnum
Í hugmyndum þeirra Freys og
Pilgreen er mikil áhersla lögð á
samgöngur innan dalsins og teng-
ingu svæða hans enda er mark-
miðið að baki hugmyndinni að
byggingu Laugatorgs eins og fyrr
segir aðeins fyrsta skrefið í þá átt
að gera Laugardalinn að mennta-
skemmtigarði. „Meginþunginn í
uppbyggingu Laugardalsins verður
á Laugatorgi en aðrar hugmyndir
okkar um frekari uppbyggingu
miðast flestar að bættu skipulagi
og betri samgöngum á svæðinu í
heild,“ segir Pilgreen og heldur
áfram: „Þar fer nú þegar fram
margvísleg starfsemi sem nýtur
vinsælda en það þarf hins vegar að
laða fram tengingu á milli þessara
svæða innan dalsins, eins og t.d. að
samnýta bílastæði fyrir allan dalinn
og tengja hann betur saman. Hér
koma ýmsir möguleikar til greina
t.d. með einteinungslest, sem svifi
þá yfir yfirborði jarðar í ákveðinni
hæð og gæfi gestum tækifæri til
þess að kynna sér hin ýmsu svæði
dalsins og möguleika þeirra. Annar
möguleiki væri vetnisvagnar sem
mundu aka hægt um stíga dalsins.
Sömuleiðis er hægt að hugsa sér
yfirbyggða stíga á milli svæða að
hluta eða öllu leyti og snjóbræðslu í
öllum stígum sem gefur möguleika
á kraftgöngu og hjólreiða- og línu-
skautaiðkun nánast allt árið um
kring. Það verður auðvitað að huga
að veðurfarinu hér og laga hönn-
unina að því svo að nýtingin á daln-
um verði sem best allan ársins
hring. Þetta er enn allt á þróun-
arstigi en það er langt í frá að við
ætlum að fara að reisa yfirbyggðan
garð í líkingu við verslunarmið-
stöð,“ segir hann ákveðinn og hlær.
„Það á að vera upplifun og
reynsla að koma í Laugatorg og
Laugardal og fólk á að vilja koma
aftur – og aftur. Við viljum að fólk
gleymi tímanum þegar það kemur í
Laugatorg og Laugardalinn. Hér
eiga allir að finna eitthvað við sitt
hæfi, starfsemin og þjónustan á að
vera þannig að hún afnemi kyn-
© Mark Tuschman/CORBIS
Horft í átt að inngangi safnanna í Laugatorgi.
Samkeppni borgaryfirvalda um uppbyggingu í Laugardal hefur farið heldur hljótt þrátt fyrir háværa umræðu um skipulagsmál í Reykjavík undanfarið.
Verðlaunatillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar (THG) er þó ævintýri líkust. Unnur H. Jóhannsdóttir fékk far í huganum með Frey Frostasyni,
arkitekt hjá THG, og Todd Pilgreen, arkitekt frá hinum virtu Jarde-samtökum, í ímyndaðri einteinungslest um dalinn, lærði um dýr hafsins í sædýrasafni,
uppgötvaði ýmislegt í náttúru- og vísindasafni og horfði á fræðslumynd í Imax-kvikmyndahúsi sem öll munu verða í verðlaunabyggingunni, Laugatorgi.
Að brúa kynslóðabilið
© Mark Tuschman/CORBIS
Horft yfir Laugatorg í átt að Imax-kvikmyndahúsi og veitingasölu.