Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 61 N ýjasta mynd leikstjór- ans Pauls Weitz ber nafnið American Dreamz en hann er jafnframt framleið- andi og handritshöfundur hennar. Myndin er gamanádeila og er banda- rískt þjóðfélag í forgrunni og þá helst veruleikaþátturinn American Dreamz. Fyrirmyndin er greinilega Idol-söngþættirnir sem hafa notið vinsælda víða um heim. Hugh Grant leikur Martin Tweed, myndarlegan stjórnanda þáttarins, og minnir hann bæði á kynninn Ryan Seacrest og dómarann Simon Cowell. Weitz og Grant þekkjast en sá fyrrnefndi leikstýrði myndinni About a Boy en þar var Grant í aðal- hlutverki. Af öðrum afrekum Weitz má nefna In Good Company og Am- erican Pie. Þátturinn er rauði þráðurinn í sög- unni. American Dreamz er einn vin- sælasti þátturinn í bandarísku sjón- varpi en Tweed er orðinn leiður á honum. Hann vill gera eitthvað nýtt þetta misserið með nýstárlegum keppendum. Hann ákveður að fá múslima og gyðing í keppnina og tekst það. Einna mest er fylgst með Omer (Sam Golzari), misheppnuðum hryðjuverkamanni, sem hefur meiri áhuga á sönglögum í Broadway-stíl en heilögu stríði. Svo má ekki gleyma hinni miskunnarlausu Sally Kendoo (Mandy Moore), sem gerir allt fyrir frægðina. Til viðbótar er forseti landsins, Joe Staton (Dennis Quaid), ekki alveg með á nótunum, les ekki blöðin og er sem strengjabrúða í höndum skrifstofustjóra Hvíta húss- ins (Willem Dafoe). Til viðbótar æxl- ast málin svo að forsetinn verður gestadómari í úrslitaþætti American Dreamz eftir að vinsældir forsetans dala. Vissulega er gengið langt í húm- ornum í myndinni en hún er bráð- fyndin og virðist leikstjórinn sjálfur ekki taka sig of alvarlega. Weitz kemur vel fyrir í síma og léttist í lundu eftir því sem á líður. – Er þetta rétti tíminn til að gera svona mynd? „Þetta er rétti tíminn fyrir mig, ég veit ekki hvort þetta er rétti tíminn fyrir neinn annan.“ Ávanabindandi efni – Er tími veruleikaþátta á enda eða eiga enn fleiri þættir eftir að bætast í hópinn? „Það eru áreiðanlega fleiri þættir á leiðinni því þetta er vinsælt efni. Þeir geta verið mjög ávanabindandi og eru að sumu leyti betra sjónvarps- efni en það hefðbundna.“ – Það lítur líka út fyrir að þú hafir töluvert horft á American Idol? „Þegar ég skrifaði handritið hafði ég ekki séð þættina, bara heyrt um þá. Svo fór ég að horfa áður en ég gerði myndina og varð alveg háður þeim.“ – Myndirðu einhvern tímann leik- stýra veruleikaþáttum eða taka á einhvern hátt þátt í þeim? „Nei, ég held það væri leiðinlegt. Ég hef nóg af fólki í raunverulegu lífi mínu.“ – Myndin tekur á grundvallar- hugmynd í bandarísku þjóðlífi, amer- íska draumnum um frægð og ríki- dæmi. Hvað finnst þér um þennan draum? „Ég held að hann eigi sér bæði góðar og slæmar hliðar. Það skrýtna er að táknmynd hins jákvæða í myndinni er syngjandi hryðjuverka- maður sem á sér draum um að verða stjarna. Ameríski draumurinn sýnir sig á marga vegu. Við erum aldrei ánægð með það sem við höfum. Einu sinni vildi fólk stærra hús og fleiri bíla. Núna vilja allir verða stjörnur. Það skrýtna við veruleikasjónvarp er hvað fólk á auðvelt með að láta töku- vélar fylgja sér um allt. Fólk er nátt- úrulegir leikarar.“ Nýgræðingar og gamlar kempur – Á þetta eftir að breyta leikurum og leiklistinni? „Áhugaverð spyrning, það gæti vel gerst. Mér finnst frábært að horfa á myndir þar sem leikararnir eru óreyndir. Í þessari mynd vinna ný- græðingar, sem við fundum úti á götu, samhliða stjörnum eins og Hugh Grant. Mér finnst gaman að þessari blöndu.“ Nýgræðingarnir sem hann talar um eru Sam Golzari og Tony Yalda en sá síðarnefndi leikur Iqbal Riza, sem tilheyrir mjög skrautlegri fjöl- skyldu sem lífgar verulega upp á myndina. Riza-fjölskyldan lifir í vel- lystingum í Orange-sýslu í Kaliforníu og veitir skyldmenninu Omer húsa- skjól með ófyrirséðum afleiðingum. „Hvað Sam varðar þá er þetta ekki aðeins fyrsta myndin hans heldur var þetta líka fyrsta áheyrnarprófið sem hann fór í. Hann var algjör byrj- andi. Tony hafði heldur ekki gert þetta áður. Í prufunni var hann alveg „fabjúlos“. Ég ætlaði biðja hann um að skrúfa taktana aðeins niður en svo áttaði ég mig á því að hann var nú þegar að tóna þetta niður. Hann er í raun mjög líkur persónunni í mynd- inni.“ – Marga í myndinni þyrstir í frægð. Hvernig skilgreinir maður dægurstjörnu og hvernig hefur þessi skilgreining breyst síðustu ár? „Ég veit ekki hvort sama skil- greiningin á við á Íslandi og í Banda- ríkjunum en ég tel að mörkin milli venjulegrar manneskju og frægs ein- staklings verði sífellt óskýrari. Í gamla daga fjölluðu tímaritin um rómantíkina í kringum það að vera stjarna. Núna snýst allt um að stjörnurnar séu háðar eiturlyfjum eða náist drukknar undir stýri. Það virðist sem við viljum skipta um hlut- verk við fræga fólkið. Við viljum að fræga fólkið verði eins og drukkinn frændi okkar.“ – Myndin er heilmikil ádeila á bandarískt samfélag þó hún sé mjög gamansöm. Móðgaðirðu Bandaríkja- menn? Er myndinni jafnvel betur tekið í Evrópu? „Mér finnst myndinni betur tekið í Evrópu, Bandaríkjamenn virðast hafa móðgast enda gerist margt geggjað í myndinni. Fólk tók mynd- inni vel í New York og Los Angeles en ég veit ekki alveg með afganginn af landinu. Þetta er gamanmynd sem er mjög gagnrýnin á Bandaríkin. Mér fannst áhugavert að nálgast þetta viðfangsefni með ýktum húm- or. Það hentaði mér. En það eru kannski ekki allir sáttir við að þetta er mynd sem gerir grín að hryðju- verkamönnum.“ Byggði persónuna á Grant – Persóna Hugh Grant í myndinni er eins og blanda af Ryan Seacrest og Simon Cowell. „Já það er satt. Það fyndna er að í raun var ég að byggja persónuna meira á því að vera ýkt útgáfa af Hugh sjálfum. Hann er með mjög geggjaðan húmor og ég vissi að þetta efni myndi höfða til hans. Hann er með sérstaklega brenglaðan húmor, sem er í raun mjög barnalegur. Hann hefur líka mjög sterka skoðun á því að það sé enginn munur á há- og lágmenningu.“ – Hvað finnst þér um slíkar menn- ingarskilgreiningar? „Ég þoli ekki tilgerð. Oft reynir fólk sem skrifar um menningu að hólfa hana niður. Ástæðan fyrir því að það gerir það er að það vill upp- hefja sjálft sig. Þetta skil ég ekki.“ – Hugh Grant og Mandy Moore eru góð saman í myndinni. „Ég er ánægður með frammistöðu hennar og er mjög stoltur af henni. Hún er virkilega indæl en er líka með kaldhæðna hlið sem leyfir henni að blómstra í hlutverki þar sem hún leikur mjög andstyggilegan ein- stakling.“ – Persóna hennar, Sally Kendoo, losaði sig við kærastann um leið og hún komst inn í þáttinn. „Það fyndna við það er að þetta gerðist í raun og veru hjá stelpunni sem vann American Idol á síðasta ári. Það var algjör tilviljun. Ég vissi þetta ekki þegar ég samdi hand- ritið.“ – Er einhver ein ákveðin lexía sem þú vilt að fólk fari heim með eftir að hafa séð myndina? „Ég vil að fólk fari úr bíóinu eftir að hafa hlegið að hlutum sem það taldi að það myndi aldrei hlæja að. Að þeim finnist þetta hafa hreinsað hugann. Og svo vona ég líka að Bandaríkjamenn hafi það í sér að vera þó ekki nema smá sjálfs- gagnrýnir. Bara að það væri raun- in …“ Syngjandi hryðjuverka- menn og seiðandi frægð Þorsta fólks eftir skyndilegri frægð og frama er svalað ekki síst með veru- leikaþáttum í sjónvarpi. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Paul Weitz, leikstjóra gamanádeilunnar American Dreamz, sem frumsýnd var hér- lendis fyrir helgi og fæst m.a. við þetta viðfangsefni. ingarun@mbl.is Omer (Sam Golzari) æfir sporin í sérhönnuðum skemmtanakjallara Riza- fjölskyldunnar í stóra einbýlishúsinu í Orange-sýslu í Kaliforníu. Tveir vinir: Leikarinn Hugh Grant og leikstjórinn Paul Weitz við tökur. Weitz segist hafa byggt persónu Grants á honum sjálfum. ’Mörkin milli venju-legrar manneskju og frægs einstaklings verða sífellt óskýrari. Í gamla daga fjölluðu tímaritin um rómantík- ina í kringum það að vera stjarna. Núna snýst allt um að stjörnurnar séu háðar eiturlyfjum eða náist drukknar undir stýri. Það virðist sem við vilj- um skipta um hlutverk við fræga fólkið.‘ Martin Tweed (Hugh Grant) er ánægður með frammistöðu Sally Kendoo (Mandy Moore) í þættinum American Dreamz. Hún syngur kannski eins og engill en hagar sér langt í frá sem einn slíkur. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • Hafnarfirði • sími 510 9500 www.terranova.is- SPENNANDI VALKOSTUR í júní frá kr. 34.990 Sértilboð - Glæsileg gisting Terra Nova býður frábært tilboð á einn vinsælasta áfangastað Costa Dorada strandarinnar sunnan Barcelona, Salou. Þú velur á milli þriggja og fjögurra stjörnu hótela. Góð hótel, vel staðsett og með góðri aðstöðu. Einstakt tækifæri á fríi á frábærum stað á ótrúlegu verði. Kr. 39.990 5 nætur **** gisting. Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel California Palace **** í 5 nætur, 8. og 15. júní. Kr. 34.990 5 nætur *** gisting. Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel California Garden *** í 5 nætur, 8. og 15. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.