Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚT ER komin ljóðabókin Sítenging eft- ir Sigurbjörn Þorkelsson. Um er að ræða 90 ljóð sem flest ef ekki öll hafa einhvern trúarlegan tón. Í frétta- tilkynningu segir um bókina. „Þau eru einskonar smáskilaboð. Atriði til at- hugunar, skot til skoðunar, molar til meltingar og nesti til næringar. Ljóðin fjalla um frelsi og frið, trú, von og kær- leika, ljósið og lífið. Þau eru vitn- isburður um lífið og óður höfundar til þess. Ljóðin eru gerð á árunum 2001–2006.“ Sítenging er fjórtánda bók Sig- urbjörns Þorkelssonar og jafnframt hans þriðja ljóðabók. Áður hafa komið út eftir hann ljóðabækurnar, Aðeins eitt líf, árið 2000 og Lífið heldur áfram, árið 2002. Bókina hyggst höfundur meðal ann- ars gefa á biðstofur hvers konar, svo sem á dekkjaverkstæði, hárgreiðslu- og rakarastofur, biðstofur lækna og tannlækna, á sjúkrahús, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra og í skóla landsins eftir því sem upplag endist og heilsa og kraftar leyfa. Bókin er 135 bls. Um uppsetningu og útlitshönnun sá Heimir Ósk- arsson. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Litrófi ehf og bundin inn hjá Bókavirk- inu ehf. Höfundur gefur bókina sjálfur út. Nýjar bækur ERLA S. Haraldsdóttir, sem hefur tekið þátt í alþjóðlegu vinnustofuprógrammi í hinni virtu listamiðstöð Kunstler- haus Bethanien, heldur nú einkasýningu í Studio 3, einu af galleríum listamiðstöðvarinnar. Á sýningunni er mynd- bandsverkið Sad with Satie sem fjallar um ástarsorg, þjáningu og skapandi innsæi, unnið með samblandi teikn- inga og stafrænnar myndatöku. „Sad With Satie er búta- saumur myndbandsupptöku og teiknimynda, einhvers konar skynvillu-atburða, sem eru eins og ofnir inn í frí- hendis upptöku af vanabundnum daglegum athöfnum söguhetjunnar,“ segir Lisi Raskin í texta um sýninguna. Erla er kunnust fyrir ljósmyndaseríur en verkið „Here, there and everywhere“, sem hún vann með Bo Melin, var sýnt í Galleríi Hlemmi og Gerðarsafni árið 2001. Í því verki var ásýnd Reykjavíkurborgar gerbreytt með tölvu- tækni og ímynd borgarinnar blandað saman við ásýnd ým- issa stórborga erlendis. Erla S. Haraldsdóttir fæddist árið 1967 í Reykjavík. Hún nam myndlist í Gautaborg, Stokkhólmi og San Francisco. Hún útskrifaðist með MFA-gráðu úr Konst- högskolan Valand í Gautaborg árið 1998. Erla hefur haldið fjölda sýninga og tekið þátt í samsýningum víða um Evr- ópu. Verk hennar eru í eigu ýmissa stofnanna og einka- aðila, meðal annars Statens Konstråd í Sviþjóð, og Lista- safns Reykjavíkur. Sýning Erlu í Studio 3, Kunstlerhaus Bethanien hlaut styrk frá CIA og Myndstefi og er hún til húsa á Mariannenplatz 2, Kreuzberg, Berlín. Myndlist | Erla S. Haraldsdóttir sýnir í Berlín Ástarsorg, þjáning og innsæi „Sad With Satie er bútasaumur myndsbandsupptöku og teiknimynda, einhverskonar skynvillu-atburða, sem eru einsog ofnir inn í fríhendis upptöku af vanabundn- um, daglegum athöfnum söguhetjunnar,“ segir Lisi Raskin í texta um sýningu Erlu S. Haraldsdóttur. „BEST að borða ljóð og serenöður við dökkan spegil“ er yfirskrift 15:15-tónleika í Norræna húsinu í dag, sunnudag. „Yfirskrift tónleikanna er sam- sett af titlum þeirra verka sem flutt verða,“ segir Eydís Franz- dóttir óbóleikari. Hlín Pétursdóttir sópran er í for- grunni á tónleikunum: „Dagskráin er spennandi og í léttari kantinum en þetta er með fyrstu kammertón- leikum Hlínar sem mest hefur sinnt óperutónlist,“ segir Eydís. Tónleikarnir hefjast á verkinu „Im dunklen Spiegel“ eftir Elínu Gunnlaugsdóttur: „Verkið er sér- staklega samið fyrir hópinn, við ljóð eftir Barböru Köhler. Verkið er ofboðslega fallegt og var frum- flutt á tónleikum á Selfossi síðast- liðið haust. Elín hefur gert nokkrar breytingar á verkinu síðan þá og verður verkið í sinni endanlegu mynd frumflutt í Norræna húsinu.“ Næst á efnisskrá tónleikanna er Serenaða eftir Paul Hindemith: „Þetta er magnað verk sem reynir mjög mikið á hljóðfæraleikara og söngvara. Hindemith notar öll lit- brigði hljómsveitarinnar sem gerir verkið margbreytilegt og skemmti- legt,“ segir Eydís. Tónleikunum lýkur með lögum Jóhanns G. Jóhannssonar við ljóð Halldórs Laxness og Þórarins Eld- járn. „Tvö lögin eru við verk Lax- ness og eru fengin úr leikritinu Halldór í Hollywood. Jóhann hefur útsett þessi fallegu lög sérstaklega fyrir hljóðfærahópinn og einsöngv- ara. Jóhann fær síðan að láni tvö ljóð úr ljóðaflokki Þórarins Eld- járn, „Best að borða ljóð“ og færir í tónlist.“ Flytjendur eru Hlín Pétursdóttir sópran, Eydís Franzdóttir óbóleik- ari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Herdís Anna Jónsdóttir víóluleik- ari, Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari. Tónleikarnir eru sem fyrr segir í Norræna húsinu og hefjast kl. 15.15. Tónlist | 15:15-tónleikar í Norræna húsinu Serenöður og ljóð Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Halldórsson, Eydís Franzdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Hlín Pétursdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. Á myndina vantar Herdísi Önnu Jónsdóttur. RONJA RÆNINGJADÓTTIR Í dag kl. 14 UPPS. SÍÐASTA SÝNING Í VOR. Miðasala hafin á sýningar í haust! FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP Í kvöld kl. 20 UPPS. Fi 1/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 UPPS. Fö 2/6 kl. 22:30 Má 5/6 kl. 20 Þri 6/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20 Þri 13/6 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Mi 31/5 kl. 10 UPPS. Fö 2/6 kl. 20 UPPS. Lau 3/6 kl. 20 UPPS. Má 5/6 kl. 20 Fi 8/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 20 UPPS. Lau 10/6 kl. 20 UPPS. Su 11/6 kl. 20 AUKASÝNING Fi 15/6 kl. 20 Sun 18/6 kl. 20 HLÁTURHÁTÍÐ Í kvöld kl. 20:00 HLÁTURNÁMSKEIÐ MIÐAVERÐ 1.000 Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason kenna hláturjóga. NAGLINN Fi 1/6 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING 25 TÍMAR DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 2006 9 verk verða frumsýnd sem keppa til verðlauna. Fi 8/6 kl. 20 Teldu mig með. Höf. Ólöf Ingólfsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman. Elsku bróðir. Höf. Steinunn Ketilsdóttir. Blind ást. Höf. Rebekka Rán Samper. Tommi og Jenni. Höf. Elma Backman, Stefán Hallur Stefánsson ogHalldóra Malín Pétursd. Boðorðin 10. Höf. Marta Nordal. Guðæri. Höf. Ólafur Darri Ólafsson og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Dillir dó og Dummi. Höf. Benóný Ægisson. Shoe size nine months. Höf. Peter Anderson. Stigma. Höf Andreas Consantinou. MIÐAVERÐ 2.500. Miðasala hafin. RONJUVÖRUR Bolir, sundpokar, nælur, geisladiskur ofl. Fæst í miðasölu Borgarleikhússins. Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is MIÐASALA OPIN ALLAN SÓLAR- HRINGINN Á NETINU. Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september! Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september! Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi. Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi. Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní. tónleikar í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Stefán Ragnar Höskuldsson FIMMTUDAGINN 1. JÚNÍ KL. 19.30 Lowell Liebermann ::: Flautukonsert op. 39 Atli Heimir Sveinsson ::: Sinfónía nr. 2 FL Group er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands                                      !   " #   $$$     %                                  !"" #$$  %&%"&'( )* !+(,-&. +#'!/'&'        0  1       #+&%233. 45 6     #+&%233.        #+&%233. 45 6     #+&%233.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.