Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirsögn greinarinnar ersótt í slagorð íslenskuZappa-samtakanna. Grein-arhöfundur heyrði for-manninn, Sverri Tynes, eitt
sinn fara með þessi fleygu orð í út-
varpsþætti, en þá fór hann mikinn í
lýsingum á snilligáfu Franks Zappa.
Gott ef það var ekki á Útvarpi Rót,
frjálsustu útvarpsstöð sem starfrækt
hefur verið hérlendis fyrr og síðar og
minnir mig að Sverrir og félagi hans
hafi spilað mikla langhunda af tón-
leikum Zappa þátt eftir þátt.
Ei er hægt að lá honum þetta, og ef
menn byrja að rannsaka Zappa af
einhverri alvöru er það oft svo að þeir
verða forfallnir. Zappa hefur á sér
þann stimpil að vera í uppáhaldi hjá
„kinnstroku“-liðinu, þessu fólki sem
hangir upp við súlur baka til á tón-
leikum og þykist allt vita. Mugison
okkar hefur t.d. sagt að besta ráðið til
að stinga upp í sjálfumglaða blaða-
menn sé að draga Zappa upp úr hatt-
inum og viðra sem mest af pælingum
í kringum hann.
John Peel heitinn sagði eitt sinn
um Captain Beefheart að hann væri
líklega eini snillingurinn sem rokkið
hefði getið af sér en þessi setning get-
ur allt eins átt við Zappa, stórvin
Beefhearts. Ferill Zappa er einstakur
í rokksögunni, og afköstin með mikl-
um ólíkindum. Opinberar útgáfur á
tónlist hans slaga upp í hundraðið.
Frank Zappa, sem var ekki einasta
gríðarlega hæfileikaríkur tónlistar-
maður heldur einnig eldklár hugs-
uður, var nánast sólkerfi út af fyrir
sig og stóð rækilega utan við hið
„eðlilega“ samfélag ef hægt er að tala
um eitthvað slíkt, bæði hvað varðar
almenna háttsemi og tónlistar-
sköpun. Zappa samdi t.a.m. nútíma-
tónlistarverk og flutti með fullskip-
uðum sinfóníusveitum – en gaf þeim
verkum sínum svo heiti á borð við
„Why does it hurt when I pee?“ Segja
má að Zappa hafi fyrirlitið hjarð-
mennskuna sem fylgir nútímalífinu
og andæfði henni í orði sem á borði
allt þar til hann lést úr krabbameini
árið 1993, þá ekki nema 53 ára gam-
all.
Eins og hún á að hljóma
Eins og vill verða með ofur-
vinsælar sveitir og listamenn tíðkast
nokkuð að starfrækja hermisveitir
þeim til heiðurs, sem dæmi má nefna
Doors, Bítlana, Oasis, Led Zeppelin
o.s.frv. Zappa hefur að vonum ekki
sloppið undan þessu. Dweezil Zappa,
elsta barn Zappa, sagði hins vegar í
viðtali við Morgunblaðið 2. apríl síð-
astliðinn, að hann hefði lengi vel verið
óánægður með það hvernig farið væri
með tónlist föður síns og fyrir nokkr-
um árum hefði hann afráðið að bæta
þar úr. Þannig er tónleikaferðalagið
Zappa plays Zappa tilkomið, en í því
leiðir Dweezil tíu manna sveit og nýt-
ur m.a. aðstoðar litla bróður síns,
Ahmets. Markmiðið er að leika tónlist
Franks Zappa eins og henni var ætl-
að að hljóma og eyddi Dweeezil
nokkrum árum í að læra tónlist föður
síns upp á hár, en mörg af verkum
hans eru með þeim snúnustu sem
samin hafa verið innan rokkramm-
ans. Þess má geta að Dweezil er yfir-
burða gítarleikari, og er þessi langi
tími sem hann eyddi í æfingar til
marks um tvennt; um hversu flókin
og djúp tónlist Franks Zappa virki-
lega er en einnig um hversu mikill
metnaður liggur raunverulega að
baki þessu verkefni.
Fyrstu tónleikarnir fóru fram í
Heineken Music Hall í Amsterdam
hinn 15. þessa mánaðar og er
Evrópuhluti ferðalagsins nú u.þ.b.
hálfnaður. Stóðu tónleikarnir yfir í
þrjá og hálfa klukkustund en Zappa
eldri var þekktur fyrir að spila ætíð
bæði vel og lengi þegar hann hélt tón-
leika. Lokatónleikar Evrópureis-
unnar verða hér á Íslandi en tveimur
dögum síðar verður hljómsveitin
komin til Fíladelfíu. Ferðalaginu lýk-
ur svo – í bili – í San Francisco hinn
24. júní.
Með í för eru þrír lykilmenn úr
fyrri tíma hljómsveitum Franks
Zappa sjálfs. Steve Vai sér um gít-
arleik ásamt Dweezil, en hann átti
síðar eftir að gera
garðinn frægan
með Whitesnake
og sem sóló-
listamaður. Vai er
mikill virtúós á
hljóðfæri sitt og
var aðeins tvítug-
ur er hann gekk í
sveit Zappa árið
1980. Vai birtist á
mörgum plötum
Zappa frá níunda
áratugnum, fyrst
á Tinsel Town
Rebellion (1981) og svo á plötum á
borð við Ship Arriving To Late To
Save A Drowning Witch (1982),
Thing-Fish (1984) og Jazz From Hell
(1987). Annar virtúós, en margir slík-
ir runnu í gegnum raðir Zappasveit-
arinnar, er trymbillinn Terry Bozzio.
Hann slóst í lið með Zappa árið 1975
og lék með honum í þrjú ár en heyra
má trommuslátt hans á plötum eins
og Bongo Fury (1975, platan er sam-
vinnuverkefni Zappa og Beefheart),
Zoot Allures (1976), hinni rómuðu
tónleikaplötu Zappa in New York
(1978), og Sheik Yerbouti (1979).
Þessi síðastnefnda plata er líkast til
þekktasta verk Zappa, alltént hvað
lýtur að almenningi og þar er að finna
þekktasta lag Zappa, „smellinn“
„Bobby Brown Goes Down“ (betur
þekkt sem einfaldlega „Bobby
Brown“). Að lagið skuli hafa komist í
útvarpsspilun, með þennan texta, er
áttunda undur veraldar. Þriðji lyk-
ilmaðurinn er svo söngvarinn og
saxófónleikarinn Napoleon Murphy
Brock. Hann var í sveit Zappa ’73 til
’76 og tók m.a. þátt í þungavigtarplöt-
unum Apostrophe (’) (1974), Roxy &
Elsewhere (1974), One Size Fits All
(1975) og Zoot Allures (1976). Hann
gekk svo til liðs við Zappa á nýjan leik
árið 1984 og tók þátt í Them or Us og
hinni umdeildu Thing-Fish. Brock,
sem hefur mikla sviðsnærveru (hér
er gerð tilraun til að þýða orðið
„stage presence“), sér m.a. um að
Láttu ekki Zappa …
úr hendi sleppa
Synir Franks Zappa heitins, þeir Dweezil og Ahmet, ferðast nú um heiminn ásamt
stórsveit í því skyni að leika tónlist föður síns eins og henni var ætlað að hljóma. Munu
þeir halda tónleika hérlendis hinn 9. júní í Laugardalshöllinni. Arnar Eggert Thoroddsen
rekur hér umgjörðina á því verkefni ásamt því að skoða feril hins goðsagnakennda
föður þeirra og velta fyrir sér arfleifð hans og áhrifamætti.
AP
„Rokkblaðamennska
kallast það þegar fólk
sem kann ekki að skrifa
tekur viðtöl við fólk sem
kann ekki að
tala, fyrir
fólk sem
kann ekki að
lesa.“
„Djassinn er
ekki dauður.
Hann lyktar
bara skringilega.“
„Þeim, sem langar til að
ala upp hamingjusamt,
andlega heilbrigt barn,
gef ég þessi ráð: Haltu
því eins langt frá kirkj-
unni og þú mögulega
getur.“
„Veltu fyrir þér, eitt and-
artak, fegurðinni í nafn-
inu Ralph." (Svo svaraði
Zappa sjónvarpskonunni
Joan Rivers þegar hún
spurði hann af hverju
hann gæfi börnum sínum
svo furðuleg nöfn.)
„Framfarir eru ekki
mögulegar, nema fólk
gangi á svig við normið.“
Zappa segir
Dweezil Zappa