Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landmannalaugar – Hrafntinnusker – Hvanngil Emstrur – Þórsmörk – Skógar Laugavegurinn er vinsælasta gönguleið landsins með fjölbreyttri náttúru í umhverfi jökla, fjalla, sanda og skóga. Verð kr. 32.000/35.000. Innifalið: Gisting, trúss, fararstjórn og grillveisla. Bókað er í ferðina á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568 2533, fi@fi.is Jónsmessuferð FÍ um Laugaveginn með Guðmundi Hallvarðssyni 23.–27. júní. Trússferð – allur farangur fluttur, sameiginlegur matur. Gist í skálum Ferðafélagsins á leiðinni. Lagadeild Allar upplýsingar í síma 525 4386 og á www.hi.is. Umsóknarfrestur er til 6. júní. Laganám í Háskóla Íslands: Metnaður, gæði og árangur. LÖG sem leyfa sjóntækjafræð- ingum að mæla sjón í við- skiptavinum sínum tóku gildi fyrir tveimur árum og síðan þá hefur þjónustan smám saman treyst sig í sessi. Íslendingar taka nú í fyrsta skipti við formennsku í samtökum norrænna sjóntækja- fræðinga. Það er Axel Örn Ársælsson sem tekur við formannsstarfinu af Sví- anum Paul Folkeson sem kom hingað til lands á formannafund NOR (Nordiskt Optiker Råd), samtaka norrænna sjóntækjafræð- inga, en það eru regnhlífarsamtök sem stofnuð voru 1947. „Íslendingar eru nú í fyrsta skipti orðnir gjaldgengir á þann hátt að geta tekið við for- mennsku,“ segir Axel Örn. „Árið 2004 fengum við réttindi til að sjónmæla og þar með gátum við orðið fullgildir aðilar. Við viljum vekja athygli almennings á að þjónusta sem fólk getur nýtt sér hjá sjóntækjafræðingum hefur verið að aukast í gegnum tíðina með aukinni þekkingu og færni.“ Axel segist að í menntuninni fel- ist nú að bæta við sig þekkingu í margbreytilegri anatómíu augans. „Menntunin snýst áfram um að vera optiker, geta útfært sjóntæki, mátað linsur í fólk og þess háttar. En menn eru farnir að geta í auknum mæli greint krankleika sem síðan augnlæknar eru svo til þess fallnir að meðhöndla. Öðrum geta sjóntækjafræðingarnir sinnt. Við stefnum ótrauð að því að mennta íslenska sjóntækjafræð- inga betur og komast til jafns við það sem gerist hjá hinum Norð- urlandaþjóðunum og þá sér- staklega Noregi þar sem mest þróun hefur orðið í störfum sjón- tækjafræðinga.“ NOR hefur starfað ötullega frá árinu 1947, að sögn Pauls. „Í fyrsta skipti nú er okkur falið að gegna formennsku og við munum ryðja brautina áfram fyrir sjón- tækjafræðinga í Skandinavíu,“ segir Axel. „Markmið okkar er að bæta og samræma starfsumhverfi sjón- tækjafræðinga á Norðurlöndum,“ bætir Paul við. „Samvinnan skiptir miklu máli. Við bjóðum til dæmis upp á símenntunarnet milli Norð- urlandanna og ég býst við að ís- lenskir kollegar geti komið inn í það. Við sjáum engin landamæri, bara tækifæri.“ Axel bendir á að nú þegar séu tveir með meistaragráðu í sjón- tækjafræðum starfandi á Íslandi. „Við stefnum í fremstu röð og Ísland hefur tekið stór skref í þá átt. Þróunin í faginu er frá hand- verki í heilsugæslu. Eftir laga- breytinguna 2004 hefur tekist mjög vel til en við þurfum að ganga lengra til að tryggja al- menningi bestu þjónustu hjá sjón- tækjafræðingum.“ Áfram starfa langflestir sjóntækjafræðingar í sjóntækjaverslunum hérlendis en Axel bendir á að hjá öðrum Norð- urlandaþjóðum sinni þeir fjöl- breyttari heilsugæslustörfum. Þá undirstrika þeir mikilvægi þess að almenningur kynnist bet- ur þessari auknu þjónustu sjón- tækjafræðinga. Á Íslandi starfi nú um fjörutíu, þar af tveir með meistaragráðu, sem veiti aðgengi- lega þjónustu við sjónmælingar. Frá handverki til heilsugæslu Sjóntækjafræð- ingar sinna nú sjónmælingum og stefna á aukin verkefni Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Axel Örn Ársælsson tekur við forláta meni og kistli til marks um stöðu hans sem nýr formaður samtaka norrænna sjóntækjafræðinga. Paul Folkeson, fráfarandi formaður, afhendir honum kjörgripina. „ÞETTA er mjög gefandi, frá- bær félagsskapur og maður er alltaf að læra,“ segir Ron D. Burton, fulltrúi forseta Rotary- hreyfingarinnar, sem staddur er hér á landi í tilefni af umdæm- isþingi hreyfingarinnar á Ís- landi, sem haldið er á Seltjarn- arnesi um helgina. Hreyfingin hefur það að markmiði að efla skilning, góð- vild og frið á milli þjóða í heim- inum. Lögð er áhersla á að sinna mannúðar- og menningar- starfi, ekki síst í þróunarlönd- unum þar sem lögð hefur verið áhersla á umbætur í heilbrigðis- og menntamálum. Síðustu ár hefur höfuðáhersla verið lögð á baráttuna við að uppræta löm- unarveiki eða mænusótt og fleiri sjúkdóma með bólusetningu. Hreyfingin hefur unnið að verk- efninu í yfir 20 ár og á þeim tíma safnað alls 600 milljónum dollara til verkefnisins. Vildu ekki bandarískt bóluefni í Nígeríu „Þegar við byrjuðum komu upp eitt þúsund ný lömunarveiki tilfelli á dag í heiminum en nú eru þau færri en þúsund á ári,“ segir Burton og bætir við að það sem af sé þessu ári séu til- fellin 315. Segir hann að tekist hafi að uppræta lömunarveiki í öllum löndum nema fjórum: Afganistan, Pakistan, Indlandi og Nígeríu. „Stríð hafa stundum gert okk- ur erfitt fyrir og fyrir nokkrum árum urðu veruleg vandræði í Nígeríu vegna tortryggni stjórnvalda og múslimaklerka í garð Bandaríkjanna og ekki var vilji til að nota bóluefni þaðan. Það var leyst með því að fá bóluefni frá öðru múslimaríki, Tyrklandi,“ útskýrir hann. Hann segir að áfram verði sjónum beint að lömunarveiki í þessum fjórum löndum en að mikið hafi verið spurt hvað taki við og verði næsta stóra verk- efni hreyfingarinnar. „Því miður er af nógu að taka, takmarkaður aðgangur að vatni, alnæmisfar- aldurinn, malaría og ólæsi eru allt mál sem hafa verið nefnd. Það er mikill þrýstingur á okkur úr ýmsum áttum þar sem óskað er eftir því að við einbeitum okkur að ákveðnum verkefn- um.“ Rotary-hreyfingin var stofnuð árið 1905 og félagar í henni eru 1,2 milljónir. Á Íslandi eru þeir um tólf hundruð eða fleiri en í nokkru öðru landi miðað við höfðatölu. Til að verða félagi þarf manni að verða boðið í hreyfinguna. Morgunblaðið/RAX Börje Thorström, umdæmisstjóri í Finnlandi, Ron D. Burton, fulltrúi forseta Rotary, og Örn S. Arnaldsson, umdæmisstjóri á Íslandi. Umdæmisþing Rotary-hreyfingarinn- ar haldið um helgina á Seltjarnarnesi Höfuðáherslan á baráttuna gegn mænusótt Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is ERILSAMT var hjá slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins aðfaranótt laug- ardags. Dælubílar voru þrisvar kall- aðir út. Skömmu eftir klukkan 1 var tilkynnt um glóð sem logaði í sorp- geymslu að Grensásvegi 16. Reykur hafði borist inn í húsið og þurfti að reykræsta það, en talið er að skemmdir séu óverulegar. Þá fékk slökkviliðið tilkynningu um að kveikt hefði verið í sorpi við bensíndælu á bensínstöð Olís í Álf- heimum. Þegar slökkvilið kom á staðinn var nánast búið að slökkva eldinn. Einnig var dælubíll kallaður út vegna umferðarslyss á Höfða- bakka, en það reyndist minniháttar. Ennfremur sinnti liðið um 20 sjúkraflutningum aðfaranótt laugar- dagsins. Erilsamt hjá slökkviliði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.