Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • Bréfsími 552 9814 • www.rannis.is Hvert verkefni skal unnið af a.m.k. tveimur fyrirtækjum frá ofangreindum ríkjum og einni rannsóknastofnun frá öðru ríkjanna tveggja. Upplýsingar um frekari þátttökuskilyrði og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna í handbók fyrir umsækjendur á vefslóðinni http://www.rannis.is/sjodir/taeknithrounarsjodur/. Umsækjendum býðst að senda inn drög að umsóknum til umsagnar fyrir 8. júní nk. Einnig býðst aðstoð við leit að samstarfsaðilum. Stefnt er að því að styrkja 2-3 verkefni með íslenskri þátttöku í tvö ár en hámarksstyrkveiting úr Tækniþróunarsjóði eru 10 milljónir á ári. Lokafrestur til að senda inn umsóknir er 15. september. Allar frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Brynjar Björnsson, sérfræðingur á alþjóðasviði í síma 515 5800 eða tölvupóstfanginu thorsteinn@rannis.is. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, auglýsir eftir umsóknum á sviði markfæðis (food for better human health) Í samstarfi við rannsóknasjóði frá Finnlandi, Noregi, Spáni, Frakklandi og Belgíu er stefnt að því að fjármagna íslenska þátttöku í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum af ofangreindu sviði sem uppfylla kröfur Tækniþróunarsjóðs U M S Ó K N I R H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Margir eyða ótrúlegumtíma, krafti og pen-ingum í að geraheimili sín að full-komnum griðastað eftir eigin höfði. Útlit heimilisins bæði að utan og innan skiptir máli og hafa húseigendur mikil völd þegar kemur að ákvörðunum um framkvæmdir á sínum heimilum. Þegar við stígum út úr innkeyrslunum okkar erum við komin á sameiginlegt svæði hvað varðar útlit og skipulag, þar eru ákvarðanir teknar af starfsfólki borga og bæja og einstaklingurinn er að vissu leyti hálfvaldalaus hvað varðar niðurstöður og útkomu ákvarðana. Hið mannlega gleymdist Skipulagsslys eiga sér stað víða, þau eru mismikil og sum geta haft al- varlegar afleiðingar. Fræg tegund af einskonar skipulagsslysi eru svoköll- uð módernísk blokkahverfi sem voru reist víða í úthverfum stórborga á sjötta og sjöunda áratugnum. Mód- ernísk fjölbýlishús eru oft algjörlega hlutlaus og hafa engar vísanir í hið persónulega. Stór og mikil blokkar- hverfi í módernískum stíl eru oft hel- tekin af því að sýna hvernig þau eru uppbyggð tæknilega, hvernig bygg- ingarnar virka, þar er ekkert pláss fyrir menningarlegt minni fólksins sem þar býr. Félagsleg svæði svo sem litlir garðar, markaðir, aðalgata og torg voru ekki höfð í huga þegar hin módernísku úthverfi voru hönnuð. Það er eins og hin móderníska hugsun hafi gleymt því mannlega í tæknileg- um æsingi. Þegar fólk missir staðina sem eru miðpunktur félagslegra sam- skipta verður umhverfi þeirra að tóm- legum stað fyrir vélræna tilveru þar sem ekkert vex og dafnar. Brodway Estate er hverfi í bænum Tilbury sem stendur við Thames á rétt fyrir utan London. Húsin sem mynda Brodway Estate eru hefð- bundnar módernískar kassablokkir byggðar á sjöunda áratugnum og í kring eru nokkrar lengjur af raðhús- um í sama stíl með flöt þök. Hverfið hlaut viðurnefnið „Bronx“ vegna þess hve dæmigert fátækrahverfi það myndaði. Mikil félagsleg vandamál hafa fylgt hverfinu, íbúar stoppa stutt við, flestir eru sendir þangað vegna húsnæðiseklu í London eða eru flökkufólk í anda sígauna. Vegna vax- andi vandamála í kringum Brodway Estate ákváðu félagsleg yfirvöld og bæjarstjórn Tilbury árið 2003 að veita fjármagn til þess að reyna að finna lausn á þessum vandamálum. Arkitekta- og myndlistarhópurinn Muf sendi inn tillögu að lausn á vandamáli Brodway Estate sem var valin til framkvæmdar. Muf hefur unnið með hugmyndir um almenn- ingssvæði frá stofnun hópsins árið 1994, upphaflega var Muf hópur kvenarkitekta og myndlistarkvenna sem vann að því að blanda saman óvæntum og um leið langvarandi inn- setningum í hið efnislega og fé- lagslega borgarumhverfi. Stofnendur Muf eru arkitektarnir Juliet Bidgood og Liza Fior og myndlistarkonan Katherine Clarke. Í dag hefur starfs- mönnun Muf fjölgað til muna og eru þeir af báðum kynjum og menntaðir sem arkitektar, félagsfræðingar, myndlistarmenn, mannfræðingar og skipulagsfræðingar. Hjá Muf er lögð mikil áherslu á að starfsfólkið sé menntað í mismunandi fögum til þess að geta nálgast verk- efnin frá sem flestum hliðum, starfs- menn nýta sér sérþekkingu annarra innan hópsins sem gerir það að verk- um að útkoman verður sterkari og áhugaverðari. Verkefni Muf hafa ver- ið mjög fjölbreytt frá stofnun hópsins, allt frá hönnun bygginga til vídeo-inn- setninga. Sameiginlegt svæði endurhannað Eitt af stærri og þekktari verkefn- um Muf er lausn þeirra á vanda fé- lagslegrar íbúðarbyggðarinnar Brodway Estate í Tilbury. Verkefni Muf fólst í að endurhanna sameigin- legt svæði sem stendur á milli fjöl- býlishúsanna. Íbúar Brodway Estate tilheyrðu í raun ekki Tilbury, þeir voru félagsleg úrhrök sem bjuggu á jaðrinum í landfræðilegum og fé- lagslegum skilningi. Skortur á garði eða öðru almenningsrými gerði fólkið einangrað í íbúðum sínum, það sam- lagaðist ekki umhverfinu og kynntist nágrönnum sínum lítið sem ekkert. Sameiginlega svæðið var staður sem enginn hætti sér út að kvöldlagi og hljóð slökkvibíla sem mættu til að slökkva elda í bílhræjum heyrðust að minnsta kosti vikulega. Villtir hestar Verkefni Muf skiptist í tvo hluta. Þegar farið var að skoða svæðið kom í ljós að hrossaskítur var þar á víð og dreif og við nánari athugun komst hópurinn að því að hestar lifa villtir í kringum hverfið og koma sjaldan inn í bæinn. Þetta taldi Muf vera lykilinn að því að gera hverfið mannúðlegra og komu með þá tillögu að útbúa þjálfunarsvæði fyrir hesta á hluta al- menningssvæðisins með það í huga að koma íbúunum meira út og gera svæðið þannig að stað þar sem fólki finnst gott að koma saman. Hinn hluti verkefnisins var að vinna með börn- unum í hverfinu að gjörningi sem snerist um megináherslu garðsins, hestana. Svæðinu á milli fjölbýlishúsanna var skipt í þrjú svæði sem voru girt af með stálgrindum sem voru svo þaktar torfi, þannig var ekki hægt að skemma girðingarnar, þær féllu að landslaginu og verkuðu ekki sem tæki til aðskilnaðar á fólk. Fyrsta svæðið var leiksvæði fyrir yngri börnin með leiktækjum og lágum hólum sem var í augsýn við húsin í kring. Aðalsvæðið var grasvöllur sem hægt var að nýta sem fótboltavöll og til hliðar við það voru steyptar tröppur sem mynduðu nokkurs konar áhorfendapalla. Þriðja svæðið var svo hækkað upp og afgirt með trégirðingu og innihélt þjálfun- arsvæði hestanna. Hestarnir eru ekki alltaf til staðar en svæðið gefur þeim ákveðna stöðu innan hverfisins. Þeir eru ekki lengur flækingar sem villast inn í Tilbury heldur eiga þeir sér stað þar. Hestaunnendur koma hvaðan- æva til að nýta sér svæðið þannig að íbúarnir eru ekki lengur jafnafskiptir og þeir voru. Fengu krakkana með sér Hin leiðin sem Muf fór til að breyta svæðinu var að fá krakkana í hverfinu með sér í að mynda þema garðsins. Þau fylgdust með hestunum, gerðu veggspjöld sem voru hengd á strætó- stöðvar í bænum til að vekja athygli bæjarbúa á tilveru hestanna og að lokum voru þau með gjörning við vígslu garðsins þar sem þau klæddust hestabúningum og gengu í röð frá jaðri bæjarins inn í garðinn. Með þessu fengu þau aukna virðingu fyrir umhverfinu og ný gildi, þau lærðu að meta hesta frekar en stolna bíla. Þetta töldu Muf vera afar mikilvægan hluta af verkefninu, að gera þetta að samfélagi frekar en tímabundinn geymslustað fyrir húsgögn fólksins sem bjó þarna. Staðir eins og Broadway Estate lenda oft illa í eiginhagsmunasemi leigusala og lítið er gert til að gera líf íbúa ánægjulegt. Ýmislegt hefur ver- ið reynt til að bæta líf íbúa með breyt- ingum á útliti húsanna en það hefur reynst skammvinn ánægja. Þegar íbúar Broadway Estate voru spurðir hvað þeir teldu að gæti gert umhverfi þeirra betra voru svör margra að það að setja hallandi þök á hin flatþöktu raðhús myndi breyta miklu. Í öðru út- hverfi í London með svipuð vandamál og Broadway Estate var þetta reynt og með miklum tilkostnaði voru hall- andi þök byggð ofan á módernískar flatþaktar raðhúsalengjur. Þökin breyttu ekki miklu, hverfið varð ekki vinalegra þar sem vandamálið var ekki leyst heldur bara málað yfir það. Áhrifamáttur þessa verkefnis Muf hópsins skín í gegnum notkun þeirra á samfélagslegum minnum en þó er hönnun þeirra það sterkbyggð að ómögulegt er að eyðileggja veggina og áhorfendapallana. Fólk þekkir og kann að meta grasflötinn, þjálfunar- svæði hestanna og áhorfendapallana og það gerir þetta svæði að stað til að leika sér á, slaka á og hafa það gott saman. Með öðrum orðum að vera fé- lagslynd. Hverfi í upp- lausn breytt í griðastað Ljósmynd/Oliver Clairdge Muf fékk börnin í hverfinu með sér til þess að mynda þema garðsins. Þau fylgdust með hestunum, gerðu veggspjöld til að vekja athygli bæjarbúa á tilveru hestanna og að lokum voru þau með gjörning við vígslu svæðisins þar sem þau klæddust hestabúningum og gengu í röð frá jaðri bæjarins inn á svæðið. Með þessu báru börnin aukna virðingu fyrir umhverfinu, þau lærðu að meta hesta frekar en stolna bíla. Í hlutarins eðli | Mýmörg dæmi eru um að stór blokka- hverfi stórborganna hafi misheppnast. Þau hafa orðið kaldranaleg og lítt eftirsótt til búsetu. Brynhildur Pálsdóttir segir frá tilraun sem gerð var í bænum Tilbury skammt frá London til að breyta félagslegu víti í blómlega byggð. Ljósmynd/Jason Lowe Hestaunnendur koma hvaðanæva til að nýta sér æfingasvæðið fyrir hestana þannig að íbúar Brodway Estate eru ekki lengur jafnafskiptir og þeir voru. Ljósmynd/Jason Lowe Íbúar Broadway Estate kunna að meta úrlausn Muf á svæði sem fáir þorðu að hætta sér inn á að kvöldlagi. TENGLAR .............................................. www.muf.co.uk vefsíða muf www.muf.co.uk/ahorsestale/ vef- síða Broadway Estate verkefnisins Höfundur er vöruhönnuður. hannar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.