Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Svokallaðar stórslysa- eðahamfaramyndir eru þekkt-ar allt frá árdögum kvik-myndalistarinnar, en þæráttu sitt blómaskeið sem var allur áttundi áratugurinn. Nafnið Poseidon kveikir heldur betur á perunni hjá gömlum unn- endum hamfara- og stórslysa- myndanna, því önnur formæðra flóð- bylgju þessarar kvikmyndagreinar var The Poseidon Adventure (’72), með öllum einkennunum sem áttu eftir að verða vörumerki fyrirbær- isins. Aðalsmerki þessara mynda voru stórslys eða náttúruhamfarir, ef ekki hvorutveggja. (The Poseidon Adventure gerist um borð í skemmtiferðaskipi sem hvolfir). Samfara ósköpunum gekk mikið á hjá persónunum sem voru margar og litríkar, hádramatík sem bar ósvikinn keim af sápuóperum, í faðmlögum við spennuna. Leikhóp- urinn var því í flestum tilfellum stór og matarmikill og gjarnan tjaldað til þekktum en ekkert endilega eftir- sóttum nöfnum, með heiðarlegum undantekningum. Kvikmyndagreinin kom umtals- verðri hreyfingu á framþróun brellu- gerðar, Universal gekk lengst út á tæknibrautina og lét hanna nýtt kerfi í kvikmyndahúsin sem sýndu þessar afurðir kvikmyndaversins. Var það fyrst tekið í notkun á sýn- ingum Earthquake (’74). Fyrirbrigð- ið nefndist Sensurround og olli titr- ingi í bíósölum, sem átti að minna á jarðskjálfta. Titringurinn var þó ekki tilkomumeiri en svo að gestir létu sér fátt um finnast og tækni- undrið dó drottni sínum. Nýjum Poseidon hleypt af stokkunum Poseidon-myndirnar urðu tvær, því sú fyrri, sem framleidd var af 20th Century Fox, varð metaðsókn- ar- og tímamótamynd sem setti bylgjuna af stað. Framleiðandinn, Irwin Allen, var sá langstærsti á þessu sviði og stóð á bakvið a.m.k. fimm slík verk á meðan tískubylgjan lifði. Allen vildi gera framhaldsmynd en Fox leist ekki á handritið og end- aði Allen hjá Warner sem tók honum opnum örmum og fjármagnaði Beyond The Poseidon Adventure (’79). Síðar kom á daginn að sú mynd stóð að engu leyti undir væntingum. Þannig eignaðist Warner þetta sögufræga nafn og nú, röskum ald- arfjórðungi síðar, hefur fyrirtækið hleypt nýjum Poseidon af stokkun- um. Efnið er í sjálfu sér magnað og tímalaust og freistandi að skella því í endurvinnsluna með hjálp tölvu- brellna samtímans. Atburðarásin í Poseidon hinum nýja hefst á gamlárskvöld og fjörið ríkir um borð í hinu spánnýja og glæsilega skemmtiferðaskipi þar sem það klýfur öldur Norður-Atl- antshafsins. Poseidon er tækniund- ur með yfir tuttugu þilför, þar af þrettán ætluð farþegum. Flestir eru samankomnir í aðal- samkomusalnum, þar sem kampa- vínið flýtur. Á sama tíma sér stýri- maður á vakt að ekki er allt með felldu; úti við sjóndeildarhring rís hrikaleg flóðbylgja, um 50 metrar á hæð, og fyrr en varir skellur hún á skipinu. Risavaxin aldan leggur Poseidon umsvifalaust á hliðina, síð- an hvolfir hún þessari fljótandi borg. Um borð fer allt á annan endann, stór hluti farþeganna týnir lífinu í slysinu, aðrir slasast en um 500 lifa af, flestir í aðalsalnum sem nú er langt undir sjávarmáli. Eftir að skip- verjar hafa áttað sig á aðstæðum og komist yfir fyrsta áfallið skipar skip- stjórinn þeim að halda hópinn í myrkvuðum salarkynnunum og bíða utanaðkomandi hjálpar. „Would you stay or would you go,“ söng The Clash á sínum tíma. Ljóð- línan segir allt um ástandið um borð. Þeir hugrökku vilja leita útgöngu, hinir híma lafhræddir á loftinu í danssalnum. Einn farþeganna, fjár- hættuspilarinn Dylan Johns (Josh Lucas), ákveður að yfirgefa sam- kvæmið og leggur af stað um nið- myrkt skipið. Conor (Jimmy Nenn- ett), níu ára gömul telpa, krefst þess að fá að fara með honum og móðir hennar, Maggie (Jacinda Barrett), fylgir á eftir ásamt Robert Ramsey (Kurt Russell), sem er að leita að dóttur sinni og kærasta hennar (Emmy Rossum og Mike Vogel.) Dylan leiðir hópinn sem mjakast upp, nær kilinum. Á leiðinni slást í för með þeim laumufarþegi (Mia Maestro) og maður í sjálfsmorðs- hugleiðingum (Richard Dreyfuss) auk skipsþjóns (Freddy Rodriguez) sem er öllum hnútum kunnugur um borð. Umhverfi og aðstæður endur- spegla þær í gamla Poseidon, en per- sónurnar eru dálítið frábrugðnar. Þó má sjá vissan skyldleika með Russell og Gene Hackman, Josh Lucas og Ernest Borgnine og Richard Dreyfuss, sem leikur samkyn- hneigðan mann í ástarsorg, minnir á þau Red Buttons og Shelley Wint- ers, steypt saman í eina persónu. Flóðbylgjan milli 1970—1980 Ein jólamyndanna árið 1972 nefndist The Poseidon Adventure, stórmynd gerð af Ronald Neame, gamalkunnum, breskum kvik- myndatökustjóra sem hafði ekki skráð nafn sitt stórum stöfum sem leikstjóri – fyrr en þá. Myndin er eitt af fáum afrekum Neames, hún gerist um borð í skemmtiferðaskipinu Poseidon og er að öllu leyti tekin á risastórum sviðum hjá Fox-kvik- myndaverinu í Los Angeles. Þau minna á voldugt völundarhús en Neame tekst með sóma að leiða hóp- inn sinn frá byrjunarreit til enda. Þegar hér er komið sögu er s.s. Poseidon búinn að lifa sitt fegursta, orðinn úr sér genginn ryðkláfur. Eftir þessa siglingu á að selja skipið í brotajárn. Það er því einstaklega illa búið þegar á því skellur gríðarleg flóðbylgja og færir það á hvolf. Nokkrir farþegar lifa af og reyna að brjótast upp að kilinum í von um ut- anaðkomandi björgun. Farþegalistinn er einstaklega for- vitnilegur. Minnisstæðastir eru Gene Hackman sem séra Frank Scott, Ernest Borgnine sem Mike Rogo lögregluforingi og Stella Stev- ens sem Linda eiginkona hans og fyrrum vændiskona. Red Buttons lék kveifina James Martin og Shell- ey Winters og Jack Albertson prýddu hópinn sem Rosen-hjónin. Margir fleiri komu við sögu. The Poseidon Adventure er á svipuðum stalli og The Rocky Horror Picture Show, aðdáendur hennar koma af og til saman, vítt og breitt um heiminn, til að horfa á eft- irlætið sitt, allir í hlutverkum ákveð- innar persónu í myndinni. Uppruna- legu leikararnir hressa stundum upp á hópinn með nærveru sinni og hafa miklu ánægju af ódrepandi vinsæld- um hennar. Þeir eru hreyknari af The Poseidon Adventure en mörg- um öðrum og e.t.v. merkilegri mynd- um á ferlinum. Jafnvel leikstjórinn, Neame, sem orðinn er 95 ára gamall, á það til að mæta enn þann dag í dag og fagna gamla flaggskipinu sínu. NBC-sjónvarpsstöðin gerði afar vonda, samnefnda stuttmyndaseríu byggða á mynd Neames árið 2005. Hún virðist einkum hafa gegnt því hlutverki að bjarga útbrunnum leik- urum um vinnu; Rutger Hauer, C. Thomas Howell, Steve Guttenberg, Bryan Brown, Peter Weller, og ryk- ið hefur jafnvel verið dustað af Sylv- iu Sims. Það jaðrar við að hópurinn geri myndina forvitnilega. Airport og afkvæmin hennar Airport á heiðurinn af því að vera fyrsta mynd bylgjunnar og markaði hún upphaf hennar1970. Myndin var byggð á metsölubók eftir Arthur Hailey og hana prýddu á annan tug þekktra leikara, með Burt Lancast- er, Dean Martin, Jean Seberg, Jacqueline Bisset, George Kennedy, Helen Hayes og Van Heflin í veiga- mestu hlutverkunum. Hlaut hún nokkuð óvænt metaðsókn um allan heim. Bókin og myndin höfðu eitthvað fyrir alla. Baksviðið er flugvöllur í Miðríkjunum, í uppsiglingu er versta stórhríð í manna minnum, á vellinum ríkja margflókin vandamál og ekki eru þau minni um borð í Boeing 707-vélinni, sem væntanleg er til lendingar. Martin leikur flug- stjóra í framhjáhaldi, en hann er giftur systur flugvallarstjórans, Lancaster. Farþeginn Van Heflin ætlar að sprengja sig í loft upp og þar með flugvélina, konu hans (Maureen Stapleton) til mikils ama, en Heflin er valmenni í fjárkröggum. Helen Hayes, sem hóf kvikmynda- leik á fyrsta áratug síðustu aldar, leikur krumpinn og lúinn laumu- farþega og svo mætti lengi telja. Þar með voru Universal og Hailey komin á flug. Í kjölfarið fylgdu Air- port ’75, Airport 1977, og bálknum lauk með ósköpum The Concorde: Airport ’79. Þá var tekinn að þynn- ast þrettándinn. Reynt að hífa upp áhuga almennings með því að skipta á Boeing og hinni nýju og þá ofur- spennandi Concorde, og hressa upp á mannskapinn sem tekinn var að lýjast. Í stíl við flugvélina þótti við hæfi að manna hana með Evrópu- búum að hluta. Hjartaknúsarinn Alain Delon settist í flugstjórasætið og tók sig ekki síður vel út með flugstjórakaskeitið en Borsalino- hattinn. Klámmyndaleikkonan Sylv- ia Kristel (Emmanuelle) þótti tilval- in á farþegalistann, Bibi Anderson brá fyrir ásamt Susan Blakely og Robert Wagner. George Kennedy fór með stórt hlutverk í öllum mynd- unum fjórum. Allt kom fyrir ekki, Concorde var hundleiðinlegur skell- Ljósmynd/Claudette Barius Flestir eru saman komnir í aðalsamkomusalnum, þar sem kampavínið flýtur, þegar 50 metra há flóðbylgjan skellur á skipinu. Ljósmynd/Claudette Barius Hinir hugrökku vilja leita útgöngu en hinir híma lafhræddir í danssalnum. Nýr Poseidon á gamalli Stórslysamyndirnar sem tröllriðu kvikmyndahúsum allan áttunda áratuginn snúa aftur í vikunni. Sæbjörn Valdimarsson rifjar upp þessa tískubylgju í tilefni frumsýningar Poseidon, nýrrar myndar eftir Wolfgang Petersen, á miðvikudaginn kemur, kíkir um borð í skipið og rennir yfir farþegalistann. Um borð fer allt á annan endann, stór hluti farþeganna týnir lífinu í slysinu, aðrir slasast en um 500 lifa af, flestir í aðalsalnum sem nú er langt undir sjávarmáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.