Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 23 Einu sinni var heima hjá mér lítilstúlka, svona fimm ára gömul, sem tók heimilisköttinn í fangið. Sá köttur er þannig gerður að hann vill ekki láta halda á sér, bara klappa sér. Hann braust því um og vildi komast úr fangi stúlkunnar. „Leyfðu honum nú að fara,“ sagði frændi stelpunnar. „Nei, hann getur sko gleymt því,“ svaraði stúlkan fastmælt – og kött- urinn mátti dúsa í fangi hennar þó nokkra stund eftir þetta og væsti raunar ekki um hann. Heima hjá mér eru nú oft að stað- aldri nokkrir litlir krakkar, í þeim hópi eru ein stúlka nær þriggja ára og fjórir drengir frá tveggja til sjö ára. Það hefur vakið athygli mína hve áberandi munur er á hegðun stúlk- unnar og drengjanna gagnvart heimiliskettinum. Í fyrsta lagi sýnir stelpan kettinum miklu meiri áhuga en strákarnir og líka miklu meiri stjórnsemi. Strákarnir klappa kettinum og skoða atferli hans áhugasamir, eink- um ef hann fer upp í tré í garðinum og ef hann sýnir veiðitilburði. Litla stúlkan hefur hins vegar meiri áhuga á kettinum þegar hann liggur og sef- ur eða hefur það notalegt. Þá kemur hún og klappar honum ástúðlega, breiðir yfir hann og situr svo lang- tímum saman hjá honum og virðir hann fyrir sér – mjög blíðlega og tal- ar til hans hlýjum orðum. Ef kött- urinn vill hins vegar fara út um kattalúguna sína þá er henni að mæta. Hún skammar hann höstug- lega og harðbannar honum oft á tíð- um að fara út, skellir aftur millihurð- inni svo kötturinn kemst ekki út, síðan átelur hún hann fyrir framferði sitt og segir honum hátt og skýrt að hann fái ekki að fara út og lætur á sér skilja að það muni hafa háskaleg- ar afleiðingar fyrir hann ef hann óhlýðnist banninu. Kettinum er því miður fyrirmunað að skilja hvers vegna sú litla lætur svona, mjálmar bara og ber sig aum- lega, enda í miklum vanda staddur, veit að ef hann gerir stykki sín inni þá muni það kosta hann „mannorð- ið“. Ef kötturinn á eitthvað bágt er líka munur á afstöðu drengjanna og stúlkunnar til hans. Drengirnir hvetja hann áfram en stúlkan sýnir honum mikla meðaumkvun en vill þó helst taka hann upp til að hugga hann – sem auðvitað hugnast honum ekki, því hann vill ekki láta halda á sér. Þetta hefur orðið mér umhugsun- arefni. Skyldi koma svona fljótt í ljós hinn mikli munur sem er á konum og körlum í samskiptum þeirra? Karl getur gengið að því nokkuð vísu að ef kona sem hann er í sam- bandi við lætur sig litlu skipta hvert hann fer, hvernig hann er til fara og sinnir ekki um að tína af jakkanum hans hár eða kusk, þá er eitthvað meira en lítið bogið við afstöðu henn- ar. Ef kona hins vegar verður vitni að því að karl hennar lætur sig litlu skipta þótt aðrir ráðist á hana þann- ig að hún sé í einhvers konar hættu stödd – þá er eins gott fyrir hana að finna sér nýjan mann. Ég velti sem sagt fyrir mér út frá atferli litlu krakkanna gagnvart kettinum hvort stjórnsemi sem kon- ur sýna gjarnan gagnvart sínu heim- ilisfólki sé þeim í blóð borin en ekki lært atferli – og háttsemi karla gagn- vart árásum sé til komin á sama hátt. Kannski er þetta margrannsakað efni á annan hátt og væri þá fróðlegt að heyra um það, en ekki hef ég enn heyrt getið um svona kattarannsókn og veit heldur ekki hvort hún er á nokkurn hátt marktæk, líklega þyrfti hún að vera stærri, kettirnir fleiri og fleiri stelpur og strákar – en áhugavert umhugsunarefni eigi að síður. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Er stjórnsemi konum í blóð borin? eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Hann getur sko gleymt því! www.verk.hi.is MEISTARADAGUR VERKFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Fimmtudaginn 1. júní, kl. 13:00-18:30 VRII, Hjarðarhaga 2-6 VERKFRÆÐINNAR Verkfræðistofnun Háskóla Íslands vettvangur rannsókna í verkfræði við HÍ E N N E M M / S IA / N M 2 19 7 8 17:00-17:15 Gunnar Guðni Tómasson, 20 ára byggingarverkfræðingur 17:15-17:30 Erla Sigríður Gestsdóttir, 10 ára vélaverkfræðingur 17:30-18:30 Léttar veitingar og spjall Ávörp afmælisárganga stofa V - 158 15:00-16:00 (V–158) Iðnaðarverkfræði Katrín Auðunardóttir Úrbótaverkefni við framleiðslu silíkonhulsa hjá Össuri hf Margrét María Leifsdóttir Staðarvalslíkan fyrir Slökkvilið höðuðborgarsvæðisins Runólfur V. Guðmundsson Bestun afurðaverðmæta í sjávarútvegi 16:00-16:45 (V-156) Greining, hönnun og bestun Jóhannes Loftsson Þreytuáraun á stálbrýr á Íslandi Stefán Þór Þórsson Bestun á tímabilum stórskoðana hjá FL Group 14:00-15:00 (V-155) Kynning á doktors- verkefnum Mathieu Fauvel Fusion of SVM Classifiers Elena Losievskaja Greedy algorithms for hypergraphs Hlynur Stefánsson Framleiðsluskipulagning í lyfjaframleiðslu. Samstarf Imperial College og HÍ 15:00-16:00 (V-155) Kynning á doktorsverkefnum Rúnar Unnþórsson Ástandsgreining á koltrefja- hlutum með hljóðþrýstimælingum Steinn Guðmundsson Greining á Alzheimers- sjúkdómnum með heilaritum Benedikt Helgason Einstaklingsbundin líkön af beinum - Greining með einingaaðferðinni Málstofur Meistaravarnir Iðnaðarverkfræði (V–158) 14:00- Agnar Möller 14:45 Hermilíkan af lífeyrissjóðum 15:00- Málstofa: 15:45 Iðnaðarverkfræði 16:00- Sigrún Lilja 16:45 Sigmarsdóttir Bestun verkröðunar í lyfjaframleiðslu Lífverkfræði (V–157) J. Lilja Pálsdóttir Hönnun og prófun aðferðar til vöktunar raförvunarmeðferðar aftaugaðra vöðva Sveinn R. Jóelsson Myndvinnsla á augnbotnamyndum Fjóla Jóhannesdóttir Áhrif raförvunar á beinþéttni í mænusköðuðum einstaklingum Greining og líkangerð (V–156) Eggert Þröstur Þórarinsson Greining á rafsegulflæði í gervihné Sævar Helgi Lárusson Greining á samverkan ökutækja í alvarlegum árekstrum á Íslandi Málstofa: Greining, hönnun og bestun Leit, mynd- og nytsemisgreining (V–258) Sigurbjörg Gróa Vilbergsdóttir Greining nytsemis- vandamála: Notkun forritara á niðurstöðum notendaprófana Hörður Jóhannsson Sjálfvirk leit neðansjávar Hafrún Hauksdóttir Óháðir þættir í myndvinnslu fjarkönnunarmynda Streymis-, steypu- og byggingarannsóknir (V–261) Margrét Aðalsteinsdóttir Virkni hljóðdeyfigólfa. Samanburður mældra og reiknaðra gilda Einar Sigursteinn Bergþórsson Flæðisgerðir og þrýstifall í tveggja fasa flæði í söfn- unaræðum jarðorkuvera Björn Hjartarsson Rheometer-4SCC, ferðaseigjumælir fyrir sjálfútleggjandi steinsteypu Tími 13:00-13:10 Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands 13:10-13:25 Andrés Þórarinsson, 30 ára rafmagnsverkfræðingur 13:25-13:40 Guðni B. Guðnason, 20 ára tölvunarfræðingur Setning og ávörp stofa V - 158 Dagskrá FRÉTTIR AUGLÝST hefur verið eftir starfs- fólki til að taka þátt í þróun há- gæsluþjónustu á Barnaspítala Hringsins. Þjálfun fyrir starfið mun hefjast sem fyrst. Svo sem kunnugt er gáfu Jóhann- es Jónsson í Bónus, Jón Ásgeir Jó- hannesson og Kristín Jóhannesdótt- ir 300 milljónir til verkefnisins fyrir nokkru og verður upphæðin greidd í áföngum á fimm árum. Fyrsta greiðsla hefur þegar verið innt af hendi. Auglýst eftir fólki í hágæslu MAÐUR var fluttur með sjúkra- bifreið á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, að- faranótt laugardags, eftir umferð- arslys á Mýrdalssandi. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bif- reiðin hafnaði utan vegar og enda- stakkst áður en hún stöðvaðist 100 metrum utan við veginn. Lögreglan í Vík fór á slyssstað, en auk lög- reglu komu læknar frá Kirkjubæj- arklaustri og Vík ásamt sjúkrabif- reið á vettvang. Þrír voru í bifreiðinni. Sá sem fluttur var með sjúkrabifreið til Reykjavíkur er ekki talinn alvarlega slasaður. Að sögn lögreglu var mikil um- ferð austur á Kirkjubæjarklaustur seinnipart föstudags og fram á nótt vegna mótorkrossmóts sem þar fer fram um helgina. Talið er að á ann- að þúsund manns sé nú saman komið á Kirkjubæjarklaustri og ná- grenni. Ók út af á Mýrdals- sandi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.