Morgunblaðið - 28.05.2006, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 28. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
BORINN Jötunn er langt
kominn með að bora holu 13 í
Bjarnarflagi fyrir Lands-
virkjun. Ásgrímur Guðmunds-
son, jarðfræðingur hjá Ís-
lenskum orkurannsóknum
(ÍSOR), sagði að harðavetur
hefði skollið á eftir þessa fínu
sumardaga í byrjun maí þegar
hitinn fór í 18–20 stig. „Svo
snarsnerist þetta við og fór að
kólna og snjóa. Það snjóaði
heilmikið,“ sagði Ásgrímur.
Hann sagðist vona að veðrið
væri nú að breytast til hins
betra.
Í áhöfn Jötuns eru 25
manns, þar af níu Ungverjar.
Ásgrímur sagði Ungverjana
hafa spurt hvernig veðrið yrði
hér í júlí, því nú þegar væri
hitinn heima hjá þeim kominn
í 30 stig meðan snjóaði hér.
Stefnuborað
undir Námafjall
Verið er að bora vinnslu-
hluta nýju holunnar. Ás-
grímur sagði að búið væri að
fóðra holuna í efri jarðlögum,
niður á 800–900 metra dýpi.
Síðan er boraður sá hluti sem
vinna á gufuna úr. Holan er
stefnuboruð undir Námafjall
og verður alls 2.000–2.200
metra djúp. Ásgrímur taldi að
boruninni lyki í dag, sunnu-
dag.Morgunblaðið/BFH
Hita-
leit í
kalsa-
veðri
UM 2⁄3 íbúa á Reyðarfirði eru
starfsmenn Bechtel, sem sér
um byggingu álvers Alcoa á
Reyðarfirði. Starfmannafjöld-
inn hjá Bechtel er nú kominn í
um 1.600 manns, en aðrir íbúar
á Reyðarfirði eru um 860.
Mannfjöldi á staðnum hefur því
nánast þrefaldast á skömmum
tíma. Um 70% starfsmanna
Bechtel eru Pólverjar, en um
20% eru Íslendingar.
Björn Lárusson, kynningar-
stjóri Bechtel, segir að starfs-
mannafjöldi fyrirtækisins sé nú
kominn í hámark og verði það
fram á haustið, en þá fari að
fækka í hópnum. Þó að um
1.600 manns séu í vinnu hjá
fyrirtækinu eru um 200 manns
að jafnaði í fríi í einu. Björn
segir að búið sé að vinna 35%
verksins, sem sé í samræmi við
áætlun. Um áramót sé stefnt
að því að 75–80% verksins
verði lokið.
Upphaflega var áformað að
stærri hluti starfsmannahóps-
ins yrði íslenskur, en vegna
þenslu á vinnumarkaði gekk
fyrirtækinu illa að fá nægilega
marga starfsmenn hér á landi.
Þess vegna voru fleiri ráðnir
frá Póllandi, en yfir 1.100 Pól-
verjar eru nú á Reyðarfirði.
Björn segir að vinna við
byggingu álversins hafi gengið
vel. Veður hafi ekki tafið fram-
kvæmdir svo neinu nemi. Þeirri
reglu sé fylgt að ekki sé híft ef
vindur fari yfir átta metra á
sekúndu og það hafi verið
nokkuð oft sem menn hafi ekki
getað notað krana vegna roks.
Hann segir þetta athyglisvert í
ljósi fullyrðinga um að mikil
staðviðri séu í Reyðarfirði.
Aukin umsvif í verslun
Íbúar á Reyðarfirði eru nú
um 840, samkvæmt þjóðskrá,
en árið 1997, áður en Reyð-
arfjörður sameinaðist Fjarða-
byggð, voru íbúar 682. Búið er
að byggja mikið af íbúðarhús-
næði á staðnum síðustu miss-
erin.
Bjarni Sigurðsson, verslun-
arstjóri í verslun Krónunnar í
Molanum á Reyðarfirði, segir
að það gangi vel að reka versl-
un á Reyðarfirði þegar upp-
byggingin sé í bænum og fólki
fjölgi. Íbúum eigi eftir að fjölga
enn meira þegar álverið fari í
gang og fastir starfsmenn komi
til starfa.
Hann segir að erlendir
starfsmenn Bechtel geri engin
stórinnkaup hjá sér. Þeir komi
og kaupi sér eitthvað að
drekka og kaupi smávöru. „Síð-
an skreppa þeir niður á
bryggju að veiða. Það er þeirra
aðalsport þegar þeir eiga frí,“
sagði Bjarni.
Nú er verið að stækka versl-
un ÁTVR í Molanum á Reyð-
arfirði, en það er ein af mörg-
um framkvæmdum sem unnið
er að í bænum.
Starfsmannafjöldi Bechtel, sem byggir álverið, hefur náð hámarki
Íbúafjöldi Reyðarfjarðar
hefur næstum þrefaldast
Mikil fjölgun hefur verið á Reyðarfirði undanfarna mánuði. Myndin
er tekin fyrir skömmu þegar efnt var til „karnivals“ í bænum.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
SPÁNVERJINN Remo
Balcells, sem stýrir tækni-
brellum í sjónvarpsþáttunum
um Latabæ, segir fagmennsk-
una og metnaðinn mikinn við
gerð þáttanna. Hann vissi lítið
sem ekkert um Ísland áður en
hann kom hingað til starfa í
nóvember síðastliðnum en seg-
ir aðstöðuna hafa komið sér
þægilega á óvart. „Þekking á
sviði sjónvarpsþáttagerðar er mikil hérna og
tækjakostur eins og best verður á kosið.“
Balcells er enginn nýgræðingur í faginu. Hef-
ur m.a. unnið við gerð kvikmynda á borð við Tit-
anic og The Day After Tomorrow. Markmiðið
með ráðningu hans var að lyfta tæknibrellunum í
Latabæ á æðra plan. „Standardinn hér var hár
fyrir en Raymond Le Gué upptökustjóri og
Magnús Scheving lögðu áherslu á að ég með
mína þekkingu og reynslu væri rétti maðurinn til
að lyfta honum enn hærra. Þess vegna tók ég
með mér nokkra listamenn að utan og blandaði
þeim saman við hópinn sem var hér fyrir.
Ég lagði áherslu á að þetta væri fólk sem hefði
sérþekkingu á hlutum sem ekki höfðu verið
gerðir hér áður. Hérna eru nú fjórir útlendingar
og fimm heimamenn og þessi hópur hefur að
mínu viti smollið vel saman,“ segir Balcells og
bætir við að bryddað hafi verið upp á ýmsum nýj-
ungum í tölvuvinnslunni á þáttunum. „Sem ég
vona að geri góðan þátt enn betri.“ | Tímarit
Fagmennska og
metnaður í Latabæ
Remo Balcells
LÖGREGLAN í Reykjavík varð vör við að bíl var
ekið á 140 km hraða niður Ártúnsbrekkuna laust
fyrir klukkan eitt, aðfaranótt laugardags.
Ökumaður bílsins sinnti ekki stöðvunarmerkj-
um og ók nokkuð stóran hring um borgina. Hann
fór meðal annars fimm sinnum yfir gatnamót á
rauðu ljósi. Lögreglu tókst loks að stöðva mann-
inn á mótum Langholtsvegar og Suðurlands-
brautar. Reyndist hann þá vera með um 5 grömm
af fíkniefnum, aðallega kókaíni og amfetamíni, í
fórum sínum.
Að sögn lögreglu var maðurinn ekki undir
áhrifum efna eða áfengis og var honum sleppt
eftir yfirheyrslur.
Sömu nótt stöðvaði lögreglan fleiri ökumenn,
sem grunaðir eru um ölvun við akstur.
Á ofsahraða á flótta
undan lögreglu
Nylon hitaði upp fyrir Westlife á Wembley og er
nú á ferðalagi með Girls Aloud.
STELPURNAR í Nylon verða fyrstu íslensku
tónlistarmennirnir sem hafa komið þrisvar fram
á Wembley Arena í Lundúnum, þegar yfirstand-
andi tónleikaferðalagi með Girls Aloud lýkur í
næsta mánuði. Nylon byrjaði að hita upp fyrir
Girls Aloud þegar ferðalaginu með Westlife lauk
með tvennum tónleikum á Wembley Arena um
síðastliðna helgi.
Alma, Camilla, Emilía og Klara segja spenn-
andi að fá að spila með annarri stelpna-
hljómsveit. „Girls Aloud eru alveg á toppnum
núna hér í Bretlandi og örugglega vinsælasta
stelpubandið í bili. Vonandi getum við náð til
áheyrendahópsins sem þær eru með og kannski
enn breiðari hóps með okkar músik.“
Nylon kemur fram á tíu stöðum með Girls
Aloud. „Við búumst ekki við því að eiga frí á
næstunni og þegar þessi tónleikaferð er búin för-
um við í það að kynna smáskífuna okkar, Losing
a Friend. Þá munum við koma fram einar og búið
er að bóka okkur á nokkra staði. Einnig er búið
að bóka mikið af viðtölum í útvarpi og sjón-
varpi.“ | Tímarit
Ekkert lát á Nylon
í Bretlandi