Morgunblaðið - 30.05.2006, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Súpersól til
Búlgaríu
8. júní
frá kr. 39.994
Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000
Akureyri • sími 461 1099 • Hafnarfirði • sími 510 9500
www.terranova.is- SPENNANDI VALKOSTUR
Kr. 39.994
með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1
barn í hótelherbergi með hálfu fæði í viku.
Súpersól tilboð, 8. júní. Aukavika kr.
13.000 á mann.
Með hálfu fæði
Kr. 47.990
með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
hóteli með hálfu fæði í viku. Súpersól
tilboð, 8. júní. Aukavika kr. 13.000 á mann.
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá
Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin 8. júní á
ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa
vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd,
einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta
veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
SLYSAVARNASKÓLI sjómanna
hefur starfað í 21 ár og á þeim tíma
hafa 21 þúsund sjómenn sótt eitt þús-
und námskeið hjá skólanum. Nú fer
námskeiðahaldið fram í skólaskipinu
Sæbjörgu, áður Akraborginni.
Að sögn Hilmars Snorrasonar
skólastjóra eru fimm daga grunn-
námskeið langalgengust auk 2 daga
endurmenntunarnámskeiða sem sjó-
menn sækja á 5 ára fresti. Auk þess
eru haldin sérhæfð námskeið á ýms-
um sviðum björgunar- og öryggis-
mála til sjós.
Á námskeiðunum eru m.a. kennd
viðbrögð við eldsvoða, notkun reyk-
köfunartækja og meðferð slökkvi-
tækja. Ekki er heimilt að lögskrá
skipverja án þess að hann hafi lokið
námskeiðum frá Slysavarnaskóla
sjómanna, en þó skal taka fram að
veita má tímabundna undanþágu frá
þessari reglu í eitt skipti enda hafi
hann þá skráð sig á námskeið.
Allir sem sækja námskeið hjá skól-
anum þurfa að ganga í gegnum 5
daga grunnnámskeið og endur-
mennta sig á 5 ára fresti að sögn
Hilmars. „Síðan eru sérhæfðari nám-
skeið, framhaldsnámskeið í eldvörn-
um, meðferð lyfjakistu og fleira,“
segir hann.
Þjálfaðir í slökkvistörfum
og reykköfun
Það sem kennt er á grunnnám-
skeiðum er meðferð björgunarbún-
aðar, skipulag æfinga um borð í skip-
um, skyndihjálp, öryggismál um
borð, meðferð slökkvibúnaðar, björg-
un með þyrlu og fleira. „Það sem
kennt er á grunnnámskeiðinu er að
alþjóðlegri fyrirmynd og kennt er
samkvæmt FCTW staðli sem al-
þjóðasiglingastofnunin hefur sett
fyrir þjálfun sjómanna á kaupskip-
um. Við erum vottaðir af Siglinga-
stofnun til kennslu á þessum nám-
skeiðum.“
Í brunavarnanámskeiðum er
kveiktur eldur og nemendur þjálfaðir
í slökkvistörfum og reykköfun við
sem raunverulegastar aðstæður.
Einnig læra menn á handslökkvitæki
að sögn Hilmars.
Árlega fara um 1.200 nemendur í
gegnum hin margvíslegustu nám-
skeið á vegum slysavarnaskólans og
eru nemendur frá árinu 1985 orðnir
um 21 þúsund talsins.
21 þúsund sjómenn þjálfaðir
KOSNINGAR, borgarfulltrúar, fylgi og skoð-
anakannanir hafa verið mikið í umræðunni und-
anfarna daga, en þessir fylgifiskar stjórnmála-
umræðunnar voru eflaust víðsfjarri í huga
þessarar ungu stúlku sem lék sér við Tjörnina í
Reykjavík í gær.
Engu að síður má ímynda sér að hún sé að
kveðja Reykjavíkurlistann, sem haldið hefur um
stjórnartaumana í Ráðhúsi Reykjavíkur undan-
farin 12 ár, en í gær var tilkynnt um að sam-
komulag hefði náðst um myndun nýs meirihluta
í borgarstjórn Reykjavíkur.
Reykjavíkurlistinn kvaddur?
Morgunblaðið/RAX
LÖGREGLAN í Hafnarfirði gaf í
gær út rannsóknarniðurstöður sín-
ar vegna brunans um borð í togar-
anum Akureyrinni EA-110. Hefur
verið staðfest að eldsupptök urðu
út frá rafmagni í ljósabekk sem
staðsettur var í frístundarými
skipsins. Lögreglan tjáir sig ekki
frekar um rannsóknina sem enn
stendur yfir. Ekki fást því svör við
spurningum sem varða tildrög
eldsvoðans.
Kviknaði í út frá
rafmagni í ljósabekk
JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3
stig á Richter og átti upptök sín á
Hengilssvæðinu, um 4 km norð-
vestur af Hveragerði, varð kl. 5.30 í
gærmorgun. Tugir eftirskjálfta
komu í kjölfarið næstu 90 mín-
úturnar en flestir voru þeir minni
en 0,5 á Richter.
Skjálftarnir urðu á þekktu
skjálftasvæði á flekaskilum Reykja-
nesskaga, Suðurlandsbrotabeltisins
og Vestara gosbeltisins en jarð-
skjálftar eru algengir á þessu
svæði, samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar.
Skjálftahrina á
Hengilssvæðinu
ÁTJÁN ára stúlka í Vestmanna-
eyjum kærði mann á þrítugsaldri
fyrir nauðgun sl. laugardag og er
málið í rannsókn hjá lögreglunni. Að
sögn lögreglunnar var hinn grunaði
færður til yfirheyrslu og síðan
sleppt. Einhver kunningsskapur
mun vera á milli stúlkunnar og
mannsins. Stúlkan sagði lögreglu að
sér hefði verið nauðgað í heimahúsi
á aðfaranótt laugardagsins eftir
gleðskap. Að sögn lögreglunnar var
ölvun í spilinu. Engin vitni hafa ver-
ið yfirheyrð vegna málsins en rann-
sókn stendur yfir.
Kærði nauðgun
í heimahúsi
BROTIST var inn í sumarbústað í
Vaðnesi um helgina en hinir
grunuðu skildu hins vegar eftir all-
góð sönnunargögn til að hjálpa lög-
reglu að upplýsa málið. Var þar um
að ræða myndavél sem greinilega
hafði verið notuð á meðan hús-
tökufólkið hreiðraði um sig í bú-
staðnum og sat að drykkju. Um-
merki voru um að fólkið hefði farið
í heitan pott og fengið sér neðan í
því en ekki var þó miklu stolið.
Lögreglan hefur skoðað mynd-
irnar úr vélinni og þegar er búið að
bera kennsl á einn úr fjögurra
manna hópi hústökufólksins. Rann-
sóknin miðast nú við að hafa uppi á
hinum grunuðu og upplýsa málið.
Skildu eftir
sönnunargögn
í innbrotinu
ÞRÍR menn voru staðnir að
skemmdarverkum í síðustu viku
með því að úða málningu á skilti
Umferðarstofu í Svínahrauni sem
sýnir fjölda látinna í umferðinni.
Lögreglan á Selfossi fann mennina
í Hveragerði og segir að þarna hafi
verið að verki erlendir ferðamenn,
Breti og tveir Frakkar.
Mennirnir voru látnir þrífa máln-
inguna af skiltinu en mun ekki hafa
tekist það nógu vel og segir lög-
reglan líklegt að þeir verði krafðir
um að bæta tjónið að fullu.
Úðuðu á skilti
Umferðarstofu
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt Hjálparsveit skáta í Kópa-
vogi og Slysavarnafélagið Lands-
björgu til að greiða karlmanni 3,1
milljón króna í bætur vegna áverka
sem hann hlaut þegar gölluð skot-
terta frá hjálparsveitinni sprakk.
Slysið varð á gamlárskvöld 2001.
Var karlmaður að skera pappalok af
tertunni en tengdasonur hans stóð
skammt frá með stjörnublys í hendi.
Skottertan sprakk skyndilega með
þeim afleiðingum að eldri maðurinn
hlaut áverka á vinstri hendi. Maður-
inn hlaut 12% varanlegan miska og
12% varanlega læknisfræðilega ör-
orku. Hann stefndi Hjálparsveit
skáta á þeirri forsendu að starfsmað-
ur hjálparsveitarinnar hefði afhent
tengdasyninum skottertu, sem hann
hefði vitað eða mátt vita að honum
væri stranglega bannað að gera. Um
hafi verið að ræða skottertu sem ekki
var ætluð til almennrar sölu.
Einnig stefndi maðurinn tengda-
syninum fyrir að hafa keypt eða feng-
ið gefins hina ólöglegu vöru og fengið
einstakling til að meðhöndla hana án
þess að upplýsa hann um að um sér-
staklega hættulega vöru væri að
ræða. Einnig kynni að vera að
sprengingin hafi orðið vegna elds frá
stjörnuljósinu sem tengdasonurinn
hélt á og hann hafi því farið gáleys-
islega með eld í námunda við hina
hættulegu vöru.
Að mati dómsins tókst ekki að
sanna að tengdasyninum hefði verið
ljóst að hann hefði fengið skottertu
sem óheimilt var að selja almenningi.
Þá var hann ekki talinn hafa sýnt af
sér saknæma óaðgæslu við meðferð
tertunnar. Dómurinn taldi hins vegar
að skottertan hefði verið haldin ágalla
í skilningi laga um skaðsemisábyrgð
og voru Slysavarnafélagið Lands-
björg, sem flutti tertuna inn, og
Hjálparsveit skáta í Kópavogi, sem
afhenti hana, talin skatabótaskyld.
Símon Sigvaldason héraðsdómari
dæmdi í málinu. Björgvin Þorsteins-
son hrl. flutti málið fyrir stefnanda og
til varnar voru Kristín Edwald hrl. og
Einar Sigurjónsson hrl.
Þrjár milljónir í skaðabæt-
ur vegna flugeldaslyss