Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 13

Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 13 ÚR VERINU SIGURÐUR VE hefur landað norsk- íslenzkri síld tvívegis nú á nokkrum dögum, fyrstur íslenzkra skipa. Hann landaði tæpum 1.400 tonnum í Krossanesi á laugardag og síðan um 1.500 tonnum, eða fullfermi, á sama stað í gærkvöldi. Suðurey VE hefur einnig landað síld svo og kolmunna- skipin Börkur NK og Vilhelm Þor- steinsson EA. Skipstjóri á Sigurði er Kristbjörn Árnason og segir hann að síldina hafi þeir fengið utarlega í íslenzku lögsög- unni, um 40 mílur vestur úr Síldar- smugunni á stað sem er í austur frá Langanesi. „Það var ekki mikil síld þarna, en þó nóg til að kasta á. Í fyrri veiðiferð- inni tókum við 11 köst, en aðeins þrjú í þeirri seinni, 400, 500 og 600 tonn í hverju. Nú byrjuðum við á því að keyra í austur gegnum köldu tunguna og síðan var ætlunin að fara til norð- urs eða suðurs meðfram henni, en þegar við komum í hlýja sjóinn lent- um við beint á þessum torfum,“ segir Kristbjörn. Hann segir að hann hafi oft séð miklu meira af síld á þessum tíma. Þetta sé falleg síld, nokkuð stór, en hann viti ekki um fituinnihaldið. Hann segir að rannsóknaskipið Árni Frið- riksson hafi fundið nokkra bletti hér og þar. „Þetta gekk mjög vel hjá okkur núna í seinni veiðiferðinni. Við vorum ekki nema átta tíma á miðunum, en það skiptir öllu máli að vera fljótur að dæla síldinni úr nótinni, því hún byrj- ar að drepast eftir klukkutíma. Þá sekkur hún og verður eins og grjót í nótinni. Við erum með mjög öfluga dælu og vorum til dæmis ekki nema 45 mínútur að dæla síðasta kastinu, um 600 tonnum, um borð. Við tókum einu sinni 1.250 tonna kast og vorum ekki nema tvo og hálfan tíma í allt að kasta á síldina, snurpa og dæla um borð,“ segir Kristbjörn. Kristbjörn fór fyrst á síld 1963 og hefur verið skipstjóri síðan. Hann segir að hann hafi ekki trú á því að síldin gangið mikið inn í lögsöguna núna. Kalda tungan sé sérlega köld og nái langt suður eftir svo það sé lík- legra að síldin gangi norður með henni en að hún fari til suðurs og síð- an undir tunguna og inn í íslenzku lögsöguna. „Maður ætti að vera hættur þessu fyrir löngu, en það er erfitt. Þetta er eins og að fara í lax. Það er alltaf jafn- gaman,“ segir Kristbjörn. Kolmunnaskip með síld Börkur landaði 100 tonnum af norsk-íslenzku síldinni í Neskaupstað um helgina og í gær var Vilhelm Þor- steinsson að landa 300 tonnum þar. Skipin hafa verið á kolmunnaveiðum norður af Færeyjum og fengu þau síldina á þeim slóðum. Gunnþór Ingvason, útgerðarstjóri hjá Síldar- vinnslunni, segir að skip hennar, Börkur og Beitir, séu á kolmunna- veiðum, en muni snúa sér að síldinni eftir sjómannadag, þegar hún verði orðin feitari. Gera má ráð fyrir að það sama eigi við vinnsluskipin. Þau bíði fram yfir sjómannadag. Sigurður VE með fyrstu síldina                        !"# $    Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir Síldveiðar Kristbjörn Árnason hef- ur lengi verið á síld. Hann á ekki von á mikilli göngu inn í íslenzku lögsöguna á þessari vertíð. KB LÍFEYRIR ... flú átt fla› inni! fiegar flú flarft ekki lengur a› mæta til vinnu eftir langa starfsævi viltu njóta lífsins. Bú›u flig undir spennandi starfslok me› flví a› ávaxta skyldu- og vi›bótarlífeyris- sparna›inn flinn hjá KB banka í KB Lífeyri. Yfir 70 flúsund einstaklingar eru me› lífeyrissparna› sinn í KB Lífeyri og fleir sem eru einnig í vi›skiptum vi› KB banka njóta enn betri kjara í bankafljónustu. Kynntu flér KB lífeyri í næsta útibúi e›a í síma 444 7000. KB Lífeyrir samanstendur af Frjálsa lífeyrissjó›num, Vista og Lífeyrisauka. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali TIL LEIGU Í SUÐURHLÍÐUNUM Í RVÍK Um er að ræða raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Húsið skiptist í 4 svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, tvö baðherbergi o.fl. Nánari upplýsingar gefur Kjartan@eignamidlun.is og á skrifstofu. Opið hús í dag á milli kl. 17-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.