Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Nýtt upphaf
– nýævintýri
Við opnum2. júní
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉF héldu áfram að
hækka í verði í Kauphöllinni í gær.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,83%
og er nú 5.648 stig. Viðskipti með
hlutabréf námu 13,8 milljörðum
króna, þar af fyrir 10,4 milljarða með
bréf Tryggingamiðstöðvarinnar, sem
eru tilkynnt viðskipti síðan á föstu-
dag. Bréf Straums-Burðaráss hækk-
uðu um 4,2%, bréf Alfesca og Lands-
bankans um 3,7%. Bréf Atorku og
Mosaic lækkuðu um 1,8%.
Gengi krónunnar styrktist í gær
um 0,31%. Gengi dollars er nú
72,55 krónur, evran 92,4 krónur og
gengi pundsins 134,72 krónur.
Áfram hækkun
í Kauphöllinni
● FÉLAG í eigu
Bjarna Ármanns-
sonar, forstjóra
Glitnis, Lands-
sýn, hefur keypt
50 milljónir hluta í
bankanum á
genginu 16,9.
Kaupvirði bréf-
anna er því 845
milljónir króna.
Eftir viðskiptin eiga Bjarni og fjár-
hagslega tengdir aðilar tæplega 183
milljónir hluta í Glitni, eða um 1,3%
af skráðu hlutafé. Bréf Glitnis hækk-
uðu í gær um 2,4% og var lokagengi
þeirra 17,3. Miðað við það er mark-
aðsvirði hluta er tengjast Bjarna
3.165 milljónir króna. Markaðsvirði
þess hlutar er Landssýn keypti í gær
hækkaði um 20 milljónir króna yfir
daginn.
Kaupir í Glitni fyrir
845 milljónir
Bjarni Ármannsson
● KÁRI Kárason
mun frá 15. júní
nk. taka við fram-
kvæmdastjóra-
stöðu hjá Ice-
lease, dóttur-
félagi Icelandair
er stundar flug-
vélaviðskipta á al-
þjóðamarkaði.
Kári, sem var um
tíma framkvæmdastjóri Flugleiða-
hótelanna, hefur undanfarið verið
aðstoðarframkvæmdastjóri Icelease
en tekur við starfinu af Halldóri Vil-
hjálmssyni. Frá þessu var greint í At-
vinnublaði Morgunblaðsins um
helgina en þar birtist röng mynd. Fyr-
ir mistök fylgdi með mynd af alnafna
Kára og starfsbróður hjá Icelandair
og er beðist velvirðingar á því.
Kári yfir Icelease
Kári Kárason
BANDARÍSKA samheitalyfjafyrir-
tækið Barr Pharmaceuticals er talið
hafa lagt fram hærra tilboð en
Actavis í króatíska samheitalyfja-
fyrirtækið Pliva. Í frétt á fréttavef
breska viðskiptablaðsins Financial
Times segir að talið sé að tilboð
Barr hjóði upp á 2,1 milljarð
Bandaríkjadollara, eða liðlega 150
milljarða íslenskra króna en Acta-
vis hafi boðið 1,85 milljarða dollara.
Í fréttinni segir að Barr sé talið
eiga meiri möguleika á að hreppa
Pliva en Actavis, nema Actavis
hækki tilboð sitt. Þá segir í frétt-
inni að talið sé að Zeljko Covic, for-
stjóri Pliva, sé meðmæltur því að
Barr verði fyrir valinu, þar sem þá
séu líkur á að yfirstjórn félagsins
verði nánast óbreytt.
Halldór Kristmannsson, forstöðu-
maður innri og ytri samskipta Acta-
vis, segir ótímabært að segja til um
hvort Actavis muni hækka tilboð
sitt í Pliva. Ekki sé komið að því að
leggja fram bindandi tilboð í félag-
ið.
Barr hefur verið í samstarfi við
Pliva frá því í maí á síðasta ári en
þá hófu félögin í sameiningu þróun
tiltekinna lyfja. Ef Barr kaupir
Pliva verður það fyrsta yfirtaka
bandarísks samheitalyfjafyrirtæks
á þeim markaði í Evrópu.
Ýtt í formlegt söluferli
Pliva var ekki til sölu fyrr en í
kjölfar þess að Actavis lagði fram
óformlegt tilboð í félagið í mars síð-
astliðnum. Upphaflegt tilboð Acta-
vis hljóðaði upp á 1,6 milljarða doll-
ara en þegar því var hafnaði
hækkaði félagið tilboð sitt í 1,85
milljarða dollara. Deutsche Bank
hefur verið falið að annast formlegt
söluferli fyrir Pliva.
Samkeppnin eykst um Pliva í Króatíu
● SAMKVÆMT fregnum breskra
miðla er búist við því að farsímafyr-
irtækið Vodafone tilkynni í dag 15
milljarða punda tap af rekstri síðasta
árs, sem yrði mesta viðskiptatap í
sögu Bretlands. Þetta jafngildir um
2.000 milljörðum króna. Reiknað er
með tilkynningu um endurskipulagn-
ingu á rekstri, sem hafi í för með sér
uppsagnir hjá 6.000 starfsmönnum
Vodafone.
2.000 milljarða
tap Vodafone