Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 19
MINNSTAÐUR
Hallormsstaður | Nemendur Hall-
ormsstaðarskóla fengu Grænfán-
ann í annað sinn um helgina sem
viðurkenningu fyrir góðan árang-
ur í umhverfismálum.
Fulltrúi Landverndar afhenti
fánann á Hallormsstað en nú
blakta 16 nýir fánar við íslenska
skóla áður en sumarleyfi hefjast. 8
skólar eru að fá fána í fyrsta
skipti, 5 í annað skipti og 3 í
þriðja skipti. Skólar á grænni
grein er alþjóðlegt verkefni til að
auka umhverfismennt og styrkja
umhverfisstefnu í skólum. Þeir
skólar sem vilja komast á græna
grein í umhverfismálum leitast við
að stíga sjö skref í þessa átt.
Þegar því marki er náð fá skól-
arnir leyfi til að flagga Grænfán-
anum næstu tvö ár en sú við-
urkenning fæst endurnýjuð ef
skólarnir halda áfram góðu starfi.
Grænfáninn er umhverfismerki
sem nýtur virðingar víða í Evrópu
sem tákn um árangursríka
fræðslu og umhverfisstefnu í skól-
um.
Vistverndarhópar á Héraði
Þær 15 fjölskyldur á Fljótsdals-
héraði sem tóku þátt í umhverf-
isverkefninu Vistvernd í verki sl.
vetur fengu einnig afhentar við-
urkenningar frá Landvernd á
Hallormsstað um helgina. Voru
tveir visthópar útskrifaðir og auk
þess fengu Anna Björk Hjalta-
dóttir, umhverfisfulltrúi Fljóts-
dalshéraðs og Agnes Brá Birg-
isdóttir, sem voru leiðbeinendur
hópanna, sérstök leiðbeinenda-
skírteini þar sem þær hafa bæði
lokið leiðbeinendanámskeiði og
leiðbeint sínum fyrsta visthópi.
Vistvernd í verki er íslenska
nafnið á verkefninu Global Action
Plan (GAP) sem sett hefur verið á
laggir í 19 löndum. Verkefnið er
sérstaklega sniðið til að stuðla að
sjálfbærri þróun neðan frá gras-
rótinni. Það snýr að sjálfbærum
lífsstíl og styður og hvetur fólk til
að tileinka sér lífsvenjur og heim-
ilishald sem hlífir umhverfi og efl-
ir heilsu.
Grænfáninn í 2. sinn Nemendur og kennarar Hallormsstaðarskóla hafa
lagt sig fram við að sinna umhverfismálum í skólastarfinu.
Huga að umhverfinu Hluti tveggja vistverndarhópa sem fengu viðurkenn-
ing frá Landvernd.
Vistvernd í
verki á Héraði
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Egilsstaðir | Rokktónleikarnir
Road Rage Festival verða í Sel-
skógi nk. laugardag. Þar koma
fram austfirsku hljómsveitirnar
Wartburg, Milano, South On Chair,
Miri, Concrete og Tropical Nude
Fantasy. Kvennahljómsveitin With
Out The Balls frá Fljótsdalshéraði
og norska hljómsveitin Quiritatio
koma einnig fram. Tónleikarnir
hefjast kl. 18 í skóginum og er að-
gangur ókeypis. VegaHúsið stendur
að tónleikunum og er tekið fram að
um áfengislausa skemmtun sé að
ræða.
Á laugardag kl. 17 verða einnig
haldnir aðrir rokktónleikar á Egils-
stöðum, í íþróttamiðstöðinni og
koma þar fram þau Snorri Snorra-
son, Bríet Sunna, Ingó og Vignir í
Írafári, ásamt Tinnu Guðjónsdóttur
og Eiríki Hafdal. Miðaverð á þá
tónleika er 1.800 krónur en að-
standendur vefjarins austurlandid-
.is bjóða öllum 10. bekkingum á
Austurlandi frítt inn.
Tvennir rokktón-
leikar á Egilsstöðum
Mótmæla lengingu | Dreifbýlis-
og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs
lýsir furðu sinni á að hvergi í
skýrslu um nýjan veg frá Ármóta-
seli í Jökuldalsheiði að Skjöldólfs-
stöðum 2 á Jökuldal sé minnst á
þau neikvæðu áhrif sem færsla
þjóðvegar 1 út fyrir Gilsá hafi fyrir
íbúa á Efri-Jökuldal. Þau séu fólgin
í lengingu vegar nr. 923 sem tengi-
vegar og augljósri minni þjónustu
við þennan hluta sveitarfélagsins.
Nefndin tekur því að fullu undir
kröfu nærri 30 íbúa Efra-Jökuldals
í bréfi til Vegamálastjóra um ný-
bygging vegar frá Gilsá að Arnórs-
stöðum samhliða lagningu hring-
vegar og þar með væri komið á
móts við neikvæð áhrif fram-
kvæmdanna fyrir íbúa Efri-Jökul-
dals, sem og aðra sem um veg 923
fara.