Morgunblaðið - 30.05.2006, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
!
"
# $%
!"#
&
'
( "
"
# $%
#$$ % &&&' ' ( )*+ ),-.
/01
2, 3 !3 4 5 #
)
!*
"
!*
*
+
!
, *
Sauðárkrókur | Brunavörnum
Skagafjarðar hefur formlega verið af-
hentir tveir bílar, sem stórbæta
tækjakost slökkviliðsins sem aðsetur
hefur á Sauðárkróki. Við athöfn, sem
efnt var til af þessu tilefni, sagði Ósk-
ar Stefán Óskarsson slökkviliðsstjóri
að nú væru mikilvæg tímamót hjá
slökkviliðinu með tilkomu þessara
tveggja ágætu bíla.
Lýsti Óskar nýjum Renault Kerax
412 hestafla tankbíl, sem keyptur er
af Ólafi Gíslasyni & co - Eldvarnamið-
stöðinni hf. en framleiddur hjá
slökkvibifreiðaverskmiðjunni Wawrz-
aszek í Póllandi. Bíllinn er á þremur
driföxlum og ber rúma 11.000 lítra af
vatni auk 200 lítra af léttvatni og get-
ur dælt 4.000 lítrum á mínútu. Sagði
Óskar að bíll þessi væri sá stærsti og
öflugasti sem nú væri í eigu Íslend-
inga, en skrifað var undir kaupsamn-
ing bílsins í lok ágúst á síðasta ári.
Svipaður bíll, heldur minni, frá sama
framleiðanda og innflytjanda, fer til
Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.
Fram kom í ræðu Óskars að kaup-
verð bílsins með öllum viðbótarbúnaði
væri 20,5 milljónir króna.
Notaður körfubíll
Þá gerði Óskar grein fyrir kaupum
sveitarfélagsins á körfubíl sem feng-
inn var frá Akureyri, þar sem þar
þurfti á bíl að halda sem næði lengra
og hærra en þessi getur, en hann
hinsvegar hentaði hér mjög vel. Sagði
Óskar að hér væri um gjörbyltingu að
ræða sem gerði slökkviliðsmönnum
kleyft að vinna af mun meira öryggi
við björgun fólks úr hærri bygging-
um, en körfubíll hefur ekki áður verið
í tækjakosti slökkviliðsins. Um er að
ræða Volvo-bíl, árgerð 1983, sem hef-
ur mestu vinnsluhæð 23 metra en get-
ur einnig unnið 15 metra útfrá sér.
Þakkaði Óskar sveitarstjórnar-
mönnum að hafa nú gert langþráðan
draum að veruleika, að liðið eignaðist
einn besta slökkvibíl sem völ væri á,
en einnig og ekki síður að bregðast
svo skjótt við þegar körfubíllinn
bauðst, þar sem kaup á honum voru
ekki inni á áætlunum sveitarfélagsins
að þessu sinni.
Tveir nýir bílar stórbæta
tækjakost slökkviliðsins
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Nýtt tæki Óskar Stefán Óskarsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum
Skagafjarðar, ávarpar gesti við hlið nýja slökkvibílsins.
Eftir Björn Björnsson
AKUREYRI
LANDIÐ
SAMIÐ hefur verið við Örn Inga Gíslason,
fjöllistamann, um gerð heimildarmyndar um
byggingu menningarhússins við Strandgötu
á Akureyri.
Megin markmiðið með
verkefninu er að skrá-
setja vandlega í myndum
og orðum undirbúning
og framkvæmd Menn-
ingarhúss og tónlistar-
skóla. Tilgangurinn er sá
að bæjarbúar og aðrir
geti fylgst með fram-
vindu verksins og einnig
til þess að stuðla að því að góðar sögulegar
heimildir verði til um framvindu verkefn-
isins, skv. frásögn á heimasíðu bæjarins.
„Þetta er mín hugmynd og hún var reynd-
ar í tvennu lagi; mér fannst að líka ætti að
fylgjast með og mynda breytingu miðbæj-
arins samkvæmt verkefninu Akureyri í önd-
vegi, en það er svo stórt fyrirtæki og hefði
tekið svo langan tíma að ekki var hægt að
festa hönd á það núna. En bæjaryfirvöld
vilja hins vegar fylgjast með þessu húsi, sem
á eftir að standa í margar aldir,“ sagði Örn
Ingi við Morgunblaðið um samning sinn við
Akureyrarbæ, vegna menningarhússins.
„Ég hef aldrei fengið svona skemmtilegt
verkefni.“
Örn Ingi segir stefnt að því að myndin
verði um það bil klukkustundarlöng og að
hún verði frumsýnd strax í framhaldi þess að
húsið verður vígt.
„Mér vitanlega hefur ekkert sveitarfélag
gert svona samning. Slík mynd hlýtur að
verða gerð um tónlistarhúsið í Reykjavík, en
við erum að minnsta kosti á undan!“
Örn Ingi gerir
heimildarmynd
um menn-
ingarhúsið
Örn Ingi Gíslason
Fræðimenn | Framhaldsstofnfundur Fé-
lags sjálfstætt starfandi fræðimanna á
Norðurlandi verður haldinn í Húsmæðra-
skólanum gamla við Þórunnarstræti á Ak-
ureyri í dag, þriðjudag, kl. 20.
„ÉG er bara að drepa tímann,“
segir Aðalsteinn Vestmann, list-
málari og fyrrverandi kennari,
spurður um tilurð sýningar sem
hann er nú með í Deiglunni í
Listagilinu á Akureyri. Alli sýn-
ir þar 60 verk, bæði vatnslita-
og akrýlmyndir. Sýningin hófst
fyrir helgi og er opin daglega
kl. 14 til 18.
Aðalsteinn Vestmann starfaði
í áratugi sem myndmennta-
kennari við Barnaskóla Ak-
ureyrar en sinnti listinni jafn-
framt. Eftir að hann hætti
kennslu fyrir þremur árum hef-
ur hann verið duglegur að
mála. „Aðalatriðið er að láta
sér líða vel og mér líður illa ef
nokkrir daga líða án þess að ég
geti sullað! Ég þarf ekki annað
en að ná mér í liti og dunda í
þrjá til fjóra tíma; þá er ég
endurnærður.“
Aftur í abstrakt
Listamaðurinn sýnir gesti
sínum, blaðamanninum, vatns-
litamyndirnar. „Þessar eru elst-
ar,“ segir hann og bendir upp í
eitt hornið. „Þarna er ég svona
í og með að líkja eftir ein-
hverju.“ Eftir því sem neðar
dregur þekkir hvert mannsbarn
á Akureyri líklega staðina á
myndunum, „en svo fékk ég
leið á þessu og fór alveg út í
abstrakt,“ segir Alli og snýr sér
í hálfhring – bendir á nýjustu
myndirnar. „Þarna leyfi ég
penslunum bara að ráða. Engin
teikning, bara að byrja og ég
er svo heppinn að ég á dálítið
góða pensla!“
Á einni myndinni eru svo föl-
ir hestar að þeir sjást varla. En
það er engin tilviljun. „Þetta
eru hestar að handan. Þegar
við hjónin keyrðum einhverju
sinni framhjá kirkjugarðinum
varð mér litið þangað niður eft-
ir og sagði við Birnu að það
hlyti eitthvað að vera að þess-
um hestamönnum; hvort þeir
héldu að það væru reiðgötur í
kirkjugarðinum? Hún svaraði
því engu og þegar ég leit þang-
að aftur voru auðvitað engir
menn og engir hestar. Ég sá
bara nýteknar grafir.“ Hann
hlær og segir svo: „Margt getur
vitlausum dottið í hug, eins og
þar stendur.“
Nú má ég allt
Alli kenndi lengi, sem fyrr
segir, og segir það í raun hafa
hamlað sér nokkuð sem lista-
manni – börnin hafi stundum
haft orð á því að myndir hans
væru óskiljanlegar og þær
skoðanir líklega verið ættaðar
frá foreldrunum. „En eftir að
ég hætti að kenna get ég gert
hvað sem er. Nú kemur það
engum við hvað ég geri!“
Hann vann lengi með börnum
og segir þau ávallt hreinskilin.
„Einu sinni spurði mig stúlka
sem var að byrja hjá mér hvort
ég væri nokkuð strangur. Pabbi
segir það og mamma segir það!
bætti hún við. Þegar ég lofaði
henni að vera ekki strangur
létti henni greinilega og faðm-
aði mig. Blessað barnið.“
Síðasti sýningardagur Alla
Vestmann í Deiglunni er næsti
mánudagur, annar í hvíta-
sunnu.
Á nýjustu myndunum leyfi
ég penslinum bara að ráða …
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Aðalsteinn Vestmann „Aðalatriðið er að láta sér líða vel og mér líður
illa ef nokkrir daga líða án þess að ég geti sullað!“