Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 23

Morgunblaðið - 30.05.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 23 MENNING Viðerum flutt – en bara stutt Við opnum2. júní PÍANÓLEIKARINN Tinna Þor- steinsdóttir mun spila á einleiks- tónleikum á alþjóðlegu listahátíðinni Festspillene í Bergen 2. júní næst- komandi. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni „Unge talenter“ þar sem er sérstaklega beint sjónum að ungu og upprennandi tónlistarfólki og í ár er áherslan á tónlistarfólk frá Norðurlöndunum. Listahátíðin í Bergen er mjög viðamikil og virt listahátíð og þykir það mikill heiður fyrir listamenn að fá að koma þar fram. Tinna mun meðal annars flytja verk sem hún frumflutti á Myrkum músíkdögum í fyrra en það voru píanóverk sem voru sérstaklega skrifuð fyrir hana. Þetta eru verk eft- ir Þorstein Hauksson, Áskel Másson, Kolbein Einarsson, Misti Þorkels- dóttur og Steingrím Rohloff. Auk þess mun hún flytja verk eftir Jón Leifs og Edvard Grieg en tónleikarn- ir fara fram í Troldhaugen þar sem Grieg bjó. „Ég verð auðvitað að spila „Brúðkaupið á Troldhaugen“ eftir Grieg fyrst ég er að spila í Trold- haugen. Ég get ekki staðist freist- inguna,“ segir Tinna og hlær. „Sum af íslensku verkunum eru síðan krydduð með tölvuhljóðum og það verður þess vegna skemmtilegt að vera með eitthvað aðeins öðruvísi í Troldhaugen.“ Tinna hefur farið víða með þessa efnisskrá, að frátöldum tónverkunum eftir Grieg og Jón Leifs. Fyrir um ári fór hún með íslensku píanóverkin til Þýskalands þar sem hún spilaði þau meðal annars í norrænu sendiráð- unum í Berlín. Þar var Per Boye Hansen, listrænn stjórnandi listahá- tíðarinnar í Bergen, á meðal gesta og hann bauð henni í kjölfarið að koma til Bergen að ári. „Það er alveg stór- kostlegt fyrir mig að fá svona tæki- færi,“ segir Tinna glöð í bragði. Tónlist | Listahátíðin í Bergen Morgunblaðið/ÞÖK Tinna Þorsteinsdóttir leikur á heimaslóðum Edvards Griegs. Flytur ný íslensk píanóverk Það kom svolítið á óvart aðborgarstjórnarkosningarnarsnerust ekki um fegurð borg- arinnar. Þetta er ekki sagt í neinu gríni. Það hefði verið eðlilegt að feg- urð yrði kosningamál í Reykjavík ef öll sú umræða sem farið hefur fram um skipulagsmál og byggingarlist síðustu ár og misseri er höfð í huga. Reykjavík er á köflum illa skipu- lögð, í henni eru allt of margar ljót- ar byggingar, ekki síst nýjar, göml- um húsum er mörgum hverjum illa við haldið og stræti og torg eru skít- ug. Þetta skiptir borgarbúa miklu máli. Sumir halda því fram að ljótt umhverfi geti beinlínis verið heilsu mannsins hættulegt. En um þetta var lítið talað í kosn- ingabaráttunni. Umræða um Hring- brautarfíaskóið fuðraði upp. Það var einna helst að frjálslyndir töluðu um verndun húsa við Laugaveginn. En það var ekkert talað um að Laugavegurinn er ferlega ljót gata sem stendur, gömlu húsunum þar er illa við haldið, eldri steinhús þar eru flest hver ekki til sóma og nýbygg- ingar flestar hrein hörmung fyrir utan að þrifnaður er ekki nægilegur við þessa aðalverslunargötu borg- arinnar. Svo heita margar versl- anirnar líka hallærislegum nöfnum. Það er satt að segja ekkert gaman að labba Laugaveginn.    ÍReykjavík hefur átt sér stað mik-il uppbygging síðustu ár. Mörg ný hús hafa risið, stór og smá, bæði í gamla miðbænum og utan hans. Allt of mörg þessara húsa eru ekki fal- leg. Ástæðan er líklega sú að það eru engar kröfur gerðar til þess að nýbyggingar séu fallegar. Eigendur lóða eða byggingaréttahafar fá bara úthlutað byggingaleyfi sem flestir nýta til þess að reisa hús með sem hagkvæmasta hætti. Fegurðarsjón- armið sitja því á hakanum. Þetta er vandamál. Það er ótækt að verktak- ar og aðrir sem reisa hús í borginni hafi einir eitthvað um það að segja hvernig hús eru reist. Ef fegurðar- sjónarmið eru ekki höfð að leiðar- ljósi við mótun umhverfisins þá end- ar það með ósköpum. Það vill enginn eiga heima í ljótri borg. Það vill heldur enginn heimsækja ljóta borg. Til þess að hamla gegn þessari þróun ætti Reykjavík að stofna nefnd sem tekur fagurfræðilega af- stöðu til allra nýrra bygginga í borginni. Hún mætti líka hafa eft- irlit með því að gömlum húsum sé vel við haldið og að stræti og torg séu hrein. Allar meiriháttar skipu- lagsbreytingar þyrfti líka að bera undir þessa fegurðarnefnd. Það gæti komið í veg fyrir slys eins og nýju Hringbrautina og stórbygg- ingaröðina við Sæbrautina svo dæmi séu nefnd. Og ekki væri verra ef búðanöfn þyrftu einnig að fara fyrir nefndina, það þyrfti þá ekki að stofna sérstaka búðanafnanefnd.    Þessi hugmynd verður aug-ljóslega ekki vinsæl meðal þeirra sem aðhyllast ekki miðstýr- ingu. Það þarf heldur ekki mikið ímyndunarafl til þess að sjá það fyr- ir að margir muni nú rifja upp feg- urðarnefndir og aðrar nefndir sem Sovétmönnum datt í hug að stofna á sínum tíma, oftast með hræðilega lé- legum árangri. Væri til dæmis ekki hætta á að hér myndi verða til op- inber lína í byggingarlist? Og myndi hún ekki taka mið af pólitískri hug- myndafræði valdhafa hverju sinni? Þetta eru réttmætar spurningar. Pólitík 21. aldarinnar er þó allt önn- ur en 20. aldarinnar að því leyti að hún er ekki hugmyndafræðileg. Hún snýst ekki um grundvallar- hugmyndir um það hvernig við hugsum. Og þar með fjallar hún ekki um menningu eða fagurfræði. Pólitík nú fjallar hins vegar um völd og hagsmuni. Og vafalítið gætu komið upp þær aðstæður í ein- stökum tilfellum að fegurðarnefnd af þessu tagi eða þeir sem á end- anum ráða því hvað eða hvernig er byggt og breytt þyrftu að vega og meta hvort fagurfræðilegir hags- munir eða peningalegir ættu að ráða ferðinni. Og þar gæti pólitík skipt máli. En í hverju tilfelli fyrir sig væri það þá einfaldlega pólitískt úrlausnarefni að finna lausn ef hagsmunirnir stönguðust á. Þetta þýðir þó ekki að fegurðarnefndin sjálf ætti að vera pólitísk. Þvert á móti ætti hún að vera eins ópólitísk og hún getur verið, skipuð fólki sem ekki tilheyrir pólitískum flokkum.    Það er nauðsynlegt fyrir Reykja-víkurborg að huga að fegurð- inni. Séu peningalegir hagsmunir látnir ráða því hvernig byggt er og skipulagt þá er sennilega frekar hætta á því að hér muni einsleitnin ríkja eða einhver hálfopinber (verk- taka)lína. Og borgin má ekki við því öllu lengur. Til merkis um það er ef til vill heimsókn rússnesks generáls hingað til lands í fyrra. Hann var frá Múrmansk sem er hafnarborg við strönd Kólafjarðar á Kólaskaga í norðvesturhluta Rússlands. Borgin var endastöð rússnesku járnbraut- anna við strönd Norður-Íshafs. Fyr- ir norðan hana voru höfuðbæki- stöðvar sovéska flotans í norður- höfum en nú liggja þar ryðgaðir kláfar og leka eiturefnum út í um- hverfið. Borgin er einn af útnárum heimsins og sorglegur minnisvarði um Sovétkerfið. Generállinn skoð- aði Reykjavík. Hann var mjög ánægður með borgina. Hann sagði hana fallega, hún minnti hann svo mikið á heimabæ sinn! Fegurðarnefnd Reykjavíkur ’Til þess að hamla gegnþessari þróun ætti Reykjavík að stofna nefnd sem tekur fagurfræðilega afstöðu til allra nýrra bygginga í borginni.‘ Morgunblaðið/Kristinn throstur@mbl.is AF LISTUM Þröstur Helgason Það er satt að segja ekkert gaman að labba Laugaveginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.