Morgunblaðið - 30.05.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 30.05.2006, Síða 33
Pétur var vinur allra og allir vissu hver aðalmaðurinn var. Pétur, þú ert fallegasti engillinn á himninum og fylgir okkur hvar sem við erum. Við kveikjum á kertum og höfum þig í bænum okkar á hverju kvöldi. Hvíldu í friði elskulegi vinur, við söknum þín og okkur mun ætíð þykja mjög vænt um þig. Minning þín lifir alltaf í hjarta okkar og við munum aldrei gleyma þér. Sendum fjölskyldu Péturs okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þínir vinir og skólafélagar í ME frá Reyðarfirði. Elísabet, Hulda, Hjördís, Thelma, Margrét, Sigurjón og Ívar. Um óttuskeið gengur ungur piltur af stað. Hann ætlar heim. Leiðin er löng. Það er milli landshluta að fara. Hugurinn ber hann áfram. Það hall- ar að miðmorgni og enginn á ferli á reginfjöllum. Veðrið er bærilegt, frost en stillt. Hann er léttklæddur og heldur ótrauður áfram þrátt fyrir að enn sé nætursvalt. Við blasa snæviþakin öræfi og eyðisandar. Hann ákveður að stytta sér leið. Þetta er 17 ára fullhugi sem treystir á mátt sinn og megin, enda íþrótta- maður í góðri þjálfun. Hann vílar ekki fyrir sér að taka stefnu út á hina þöglu víðáttu. Hann ætlar heim. Dagurinn líður, tugir kílómetra eru að baki. Það er sumar samkvæmt almanakinu, íslenskt sumar sem hop- ar auðmjúklega fyrir valdi vetrarins ef svo ber undir. Pilturinn lendir ut- an alfaraleiðar, enda vandratað á víð- áttum öræfanna. Hann er einn á ör- lagaslóð. Kólgubakki magnast í norðri. Fyrr en varir er skollin á hríð. Margt hreystimennið hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir vægðar- leysi veðráttunnar þegar hún snögg- lega bregður sér í vetrarham. Svo fór hér. Það er sá nöturlegi raunveru- leiki, sem enginn fær breytt. Enn einu sinni hefur Vetur konungur hrifið náttúrunnar barn í sinn kalda faðm. Hér var það Pétur Þorvarð- arson. Blessuð sé minning hans. Þessi för minnir okkur á mikilvægi þess að vera ávallt vel búin þegar lagt er á fjöll og að ætíð sé vitað um ferðir okkar. Gleymum því aldrei. Pétri heitnum kynntist ég ekki persónulega en hann stundaði bolta- íþróttir með syni mínum. Hann var dáður af félögum sínum í boltanum fyrir hæfni og frískleika á því sviði. Þar er skarð fyrir skildi. – Æsku- maður er horfinn á braut. – Minn- ingin lifir. Fjölskyldan á Kirkjubæ vottar að- standendum Péturs sína dýpstu sam- úð. Þú, sem að harmi þrungin(n) stynur og þreytist undir byrði kífs, treystu því, að hinn tryggi vinur, er tímum ræður hels og lífs, þín muni græða sorgarsár og sérhvert þerra harmatár. Þó að þér félli þungt að skilja við þinn í æsku náinn son, gefðu þig undir Guðs þíns vilja og gleddu þig í þeirri von, að þú hann munir síðar sjá sælunnar helga landi á. Þar sem að geisla bjartur bjarmi blikar um skæra himinslóð og alskínandi ástarvarmi alsæla gerir jarðarþjóð, í þeim sólbjarta sælugeim sjást þeir, sem skilja hér í heim. (Kristján Jónsson Fjallaskáld.) Kveðja, Baldur Grétarsson. Okkur langar að minnast í nokkr- um orðum félaga sem féll óvænt frá. Þegar við fréttum að þú værir týndur gerðum við okkur ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar leið á daginn fórum við að gera okkur grein fyrir hversu alvarlegt þetta var og sváfu flestir okkar lítið um þá nótt. Morguninn eftir fóru þeir af okkur sem gátu að leita að þér ásamt fjölda annarra sjálfboðaliða og björgunar- sveitarmanna. Þrátt fyrir þann fjölda bar leitin því miður ekki árangur fyrr en rúmri viku eftir að þú týndist. Hversu langt þú labbaðir sýndi hversu hraustur þú varst og að þú gafst aldrei auðveldlega upp. Það er einmitt eitt af því sem einkenndi þig í íþróttum og við munum aldrei gleyma. Í óvissunni sýndi sig hversu mörg- um þykir vænt um þig. Kertafleyt- ingin í Tjarnargarðinum var ákveðin með stuttum fyrirvara en þrátt fyrir það mætti fjöldi manns sem sýndi hvað þú áttir marga að. Enda varst þú alltaf hress og gast alltaf komið manni í gott skap með hnyttnum skrýtlum og skondnum atvikum, jafnvel eftir súra tapleiki í hand- boltaferðum komst þú okkur í gott skap. Við minnumst til dæmis þegar við vorum í síðustu ferðinni okkar með þér þegar þú misstir símann þinn á jörðina. Þá öskraðir þú: „Nei, síminn minn er „goth“,“ því eftir höggið var skjárinn alveg svartur. Þetta sýnir að þú sást alltaf ein- hverja bjarta hlið á málunum. Nú ertu vonandi kominn á betri stað en við munum alltaf muna eftir þér og skondnu atvikunum þínum. Hvíldu í friði. Félagar þínir úr handboltanum. Jæja, Pétur okkar, núna er komið að lokum, í huganum rísa upp ótal minningar og myndir frá horfnum tímum, í huganum geymist ávallt um þig ljúf og falleg saga. Hjá þér, Pétur minn, var alltaf heillastund, þú komst með gleði og frá þér fór maður aldrei með dapran svip. Pétur minn, því miður skilja leiðir okkar hér. Það er hægt að taka ótakmarkað- an tíma til að tala um minningar um þig, elsku Pétur. Að svona ungur og efnilegur strákur eins og þú þurfir að kveðja okkur svona fljótt og á sorg- legan hátt því þú áttir framtíðina fyr- ir þér. Þú átt alltaf stað í hjarta okk- ar, við höfum sjaldan kynnst svona yndislegum og hressum strák sem elskaðir lífið eins og þú. Alltaf þegar þú talaðir og brostir þá kom bros á varir okkar. Þessi tími sem við höfum þekkt þig hefur verið yndislegur, við eigum margar minningar um þig og þeim gleymum við aldrei. Þú átt ávallt eftir að eiga stað í hjarta okk- ar. Þetta er erfitt fyrir okkur öll og verðum við því að hjálpast að og vera sterk. Núna ertu kominn á góðan stað og passar okkur, þú ert æðisleg- ur strákur, mundu það. Við dáumst einnig af fjölskyldu þinni hvað hún er sterk og viljum votta henni samúð okkar. Takk fyrir allt, kæri vinur. Hafdís Þ. og Heiður Dögg. Elsku Pétur minn, nú ertu farinn frá okkur langt um aldur fram. Við hugsum ávallt um af hverju þú fórst frá okkur, þú sem varst sá allra besti drengur sem hugsast getur. Lífið getur verið svo ömurlega ósann- gjarnt. Af hverju þú, Pétur? Hvað við erum búnir að velta þessu mikið fyrir okkur. Þú varst vinur okkar allra og vildir engum manni illt vegna góð- mennsku þinnar og allrar þeirrar gleði sem þú gafst af þér. Það er al- veg ótrúlegt hvað við eigum margar minningar um þig og það fáránlega er að þær eru allar svo góðar og við sitjum hérna saman að hugsa til þín með bros á vör, hvað við getum hleg- ið mikið að þeim öllum. Þú varst svo mikill kjáni sem var það besta og þú sem heilsaðir manni í hvert skipti þegar maður hitti þig með orðum eins og „hvað segir þú kjell, ert’ ekki hress“ og það með brosi langt út að eyrum og hvað þú komst manni alltaf til að hlæja og í sérstaklega gott skap. Þegar við fréttum að þú værir týndur, trúðum við ekki öðru en að þú myndir finnast á lífi, því ekkert annað kom ekki til greina. Þú sem varst bara einfaldlega nettasti, skemmtilegasti og yndislegasti drengur í heiminum og ægilegur „player“. „We’re jamming“ söng Bob Marley og við munum alltaf minnast þess hvað þú dýrkaðir hann og nú færðu loks að hitta hann í eigin per- sónu. Djammið er ekki eins án þín, því maður var vanur að koma til þín og fá pressa í nefið og syngja hástöfum með þér. Við gætum rifjað upp svo óteljandi margar minningar um þig, drengur, við erum búnir að sitja sam- an dögum saman og rifja upp minn- ingar um þig. Við megum ekki verða reiðir yfir því að þú fórst svona snemma frá okkur, við getum ekki annað en þakkað fyrir að hafa kynnst þér og að þú hafir fundist, að hafa átt þig sem svona góðan vin. Hugsunin um að sjá þig aldrei framar er alveg ömurleg og óraunveruleg, þú verður alltaf stór hluti í lífi okkar allra sem þekktu þig. Við erum vissir um að við munum hittast aftur í öðru lífi, skil- aðu kveðju til Bobs Marley. Við söknum þín kallinn og munum ávallt gera það. Við elskum þig vinur, hvíldu í friði. Þínir bestu vinir, Jón Einar og Skúli Andrés. Það er svo erfitt að trúa því að þú hafir yfirgefið heiminn á þennan hátt. Allir vildu trúa því að þú mundir bjarga þér því það gerðir þú alltaf. Það var ekki hægt annað en brosa og vera í góðu skapi nálægt þér því þú varst alltaf svo brosmildur og góður við okkur, sama hvað á gekk. Margar minningar eru ógleymanlegar eins og allir íþróttaleikirnir og tímarnir sem við eyddum saman, bæði hér fyrir sunnan og fyrir austan. Við gleymum aldrei helginni í vetur þeg- ar þú komst hingað og Ylfa fékk að kynnast þér. Samband þeirra hefur verið mikið og gott síðan. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig og geta ekki eytt fleiri stundum saman. Þú munt alltaf verða ljós í hjarta okkar. Við vottum fjölskyldu Péturs inni- lega samúð og biðjum guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Það gleymist ei sem geymist innst í hjarta. Auður Hlín og Ylfa. Það er ekki auðvelt að kveðja unga menn hinstu kveðju. Unga menn sem að öllu jöfnu hefðu átt langa framtíð fyrir höndum. Það er þó komið að því að við verðum að horfast í augu við það að Pétur er dáinn. Við sjáum hann ekki aftur í þessu jarðlífi, þenn- an ljóshærða glaðlega dreng sem hefur verið hluti af tilveru okkar og samfélagi í allt of skamman tíma. Fótbolti skipaði stóran sess í lífi Péturs en hann og Jörgen bróðir hans voru miklir áhugamenn um hann. Sigga mamma þeirra bræðra var líka óþreytandi að fylgja þeim eftir og styðja við þá iðju. Mættu margir taka hana að fyrirmynd hvað það varðar. Það skilaði enda góðum árangri og þeir bræður voru þegar fram liðu stundir, með efnilegustu drengjum Hattar í fótboltanum. Pétur var nemandi í Egilsstaða- skóla allan grunnskólagöngu sína. Þó svo að skólinn og námið skipuðu e.t.v. ekki efsta sæti í áhugamálum Péturs var þó ekki þannig að hann væri til vandræða. Þvert á móti kom hann sér vel í skólanum. Við sem störfuð- um með honum þar, nemendur og starfsmenn, minnumst hans sem ákaflega ljúfs drengs sem fyrst og fremst var jákvæður og þægilegur í viðmóti þó svo að auðvitað hafi hann eins og frískra drengja er gjarnan siður, stundum verið til í hafa smá líf og fjör í kringum sig. Þessir persónueiginleikar Péturs voru þess valdandi að honum varð vel til vina. Hann var vinsæll meðal jafn- aldra sinna og fráfall hans er þeim því vafalaust afar þungbært. Við von- um að þið skólasystkini hans og fé- lagar takið þessu áfalli með því æðru- leysi sem unnt er og látið góðu minningarnar um hann lifa með ykk- ur og styrkjið hvert annað eftir mætti. Pétur var íþróttamaður og hraust- ur drengur en þó fór það svo að hann mætti öflum sem voru honum yfir- sterkari. Við getum ekki gert okkur í hugarlund líðan hans og hugsanir þegar hann tókst á við sjálfa náttúr- una. Það er þó víst að hann hefur tek- ið á öllu sínu. Vafalaust hefur honum verið hugsað heim til foreldra sinna og bræðra og þannig er okkur nú öll- um farið. Við sendum ykkur fjöl- skyldunni hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Megi góður guð styrkja ykkur og láta minn- inguna um góðan dreng lifa með okk- ur öllum. Fyrir hönd nemenda og starfs- fólks Grunnskólans Egilsstöðum og Eiðum Börkur Vígþórsson og Sigurlaug Jónasdóttir skólastjórnendur. Fimmtudaginn 11. maí síðastliðinn var að venju „old boys“ æfing hjá körfuknattleiksdeild Hattar á Egils- stöðum. Þar sem meistaraflokkur, sem keppt hafði í úrvalsdeildinni í vetur var hættur að æfa voru nokkrir sprækir strákar úr meistaraflokki með í hópnum. Einn þeirra var Pétur Þorvarðarson sem ekki ætlaði að detta úr formi í körfunni, þó æfingar féllu niður í nokkrar vikur. Eins og gengur þá var létt yfir mönnum, sumarið fram undan og ungu og frísku strákarnir í léttum leik meðan hinir eldri svitnuðu hraustlega við að elta þá um allan völl. Engan grunaði að þetta væri í síðasta sinn sem Pét- ur Þorvarðarson myndi spila körfu. En sú varð raunin, helgina eftir lést hann eftir ótrúlega þrautargöngu, sem fáir hefðu leikið eftir. Kom þá glöggt í ljós, að kraftur hans og þrek, bæði líkamlegt og andlegt, var mun meira en nokkur, gerði sér grein fyr- ir. Pétur var góður félagi sem lét sig ekki vanta á æfingar né við fjárafl- anir í þágu félagsins. Félagsþroski hans var mikill sérstaklega þegar hafður er í huga ungur aldur hans. Slíkan þroska skortir oft í kapp- hlaupi samtímans þar sem allir vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð og fáir eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig í þágu íþróttafélaganna. Pétur hafði þennan ungmannafélagsanda sem svo er nefndur og fyrir það verður hans minnst í íþróttafélaginu Hetti. Um leið og þeir sem starfa innan körfuknattleiksdeild Hattar kveðja góðan dreng með söknuði, sendum við foreldrum hans, bræðrum og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í friði. f.h. stjórnar körfuknattleiksdeild- ar Hattar, Eymundur Sigurðsson og Hafsteinn Jónasson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 33 MINNINGAR ✝ GuðmundurHafsteinn Frið- riksson fæddist í Reykjavík 17. júlí 1948. Hann lést á Sjálfsbjargarheim- ilinu Hátúni 12 í Reykjavík 18. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðríðar L. Guð- mundsdóttur, f. 13. 8. 1924, og Friðriks Hafsteins Sigurðs- sonar, f. 11.2 1914, d. 29.2. 2000. Systk- ini Guðmundar eru Ómar, f. 1942, Ámundi, f. 1946, Auður, f. 1949, Sigurður, f. 1957, Lilja, f. 1959, og Sigurrós, f. 1960. Guðmundur kvæntist 20. júní 1970 Ragnheiði Hauksdóttur. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Haf- steinn, f. 3. janúar 1972, kvæntur Swastika Guðmundsson, f. 24. des- börn. a) Gréta Ingibjörg, f. 18. október 1999, b) Sveinbjörn Sæv- ar, f. 22. júní 2001. 2) Arnar Már Jóhannsson, f. 14. október 1981, unnusta hans er Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir, f. 18. maí 1982. Guð- mundur ólst upp í Reykjavík og gekk í Lindargötuskólann. Tæp- lega 12 ára fór hann að Kárhóli í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu til hjónanna Önnu Þorsteindóttur og Inga Tryggvasonar og var þar fyrst í eitt og hálft ár og síðan á sumrin til u.þ.b. 18 ára aldurs. Hann stundaði almenna verka- mannavinnu frá unglingsárum, m.a. í Rúgbrauðsgerðinni og hjá Eimskip. Hann flutti til Vest- mannaeyja 1974 og bjó þar til árs- ins 1979. Þar gerði hann út lítinn bát jafnframt sem hann vann sem kranamaður. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur aftur starfaði hann sem atvinnubílstjóri, á með- an heilsan leyfði, fyrst hjá Stein- dóri og síðan hjá Bæjarleiðum og einnig við akstur stórra vörubif- reiða hjá Gunnari og Guðmundi ehf samhliða leigubílaakstrinum. Síðustu árin dvaldi hann á Sjálfs- bjargarheimilinu í Hátúni 12. Útför Guðmundar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ember 1969, þeirra barn drengur, f. 22. mars 2006. 2) Eyþór, f. 18. ágúst 1978, í sambúð með Þórdísi Ósk Sandholt f. 10. febrúar 1979. Börn hans með Hörpu Ein- arsdóttur: a) Aron Örn, f. 1. desember 1998. b) Hrafnhildur Sunna, f. 26. júní 2000. Seinni kona Guðmundar 26. októ- ber 1996 er Margrét Sigurðardóttir lyfja- tæknir, f. 16. júlí 1947, dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar, f. 11. ágúst 1916, d. 28. október 1994, apótekara á Húsavík og Sauðárkróki, og Margrétar Magn- úsdóttur, f. 30. október 1918, d. 24. apríl 2006. Synir Margrétar eru: 1) Sigurður Jóhann Hall- björnsson, f. 22. júlí 1969 hans Í dag kveðjum við með trega ást- kæran bróður, mág og frænda, sem farinn er yfir móðuna miklu langt fyr- ir aldur fram. Steini var búinn að heyja erfiða baráttu við MS-sjúkdóm- inn og var búinn að vera mikið veikur undanfarin ár og má því segja að hvíldin sé honum kærkomin. Steini eins og við kölluðum hann var þriðji í röðinni af sjö systkinum. Hann var tvígiftur og á tvo drengi af fyrra hjónabandi, Hafstein og Eyþór. Seinni kona hans Margrét hefur reynst Steina frábærlega og hefur hún staðið eins og klettur við hlið hans í hans erfiðu veikindum. Steini gekk drengjum hennar, Arnari og Sigurði í föðurstað. Steini var þeirri náðargáfu gæddur að vera mjög mikill húmoristi og er hann einn af fáum mönnum sem við höfum séð ná öllum gervum Ladda grínista fullkomlega. Alltaf var stutt í húmorinn hjá honum og má með sanni segja að það hafi haldið honum að einhverju leyti gangandi í hans erf- iðu veikindum, sem sást best nú síð- ustu árin er hann átti orðið erfitt um tal, að þá þurfti nú oft ekki mikið til að koma honum til að hlæja. Hann var trúlega langmesti húmoristinn af sín- um systkinum án þess að á nokkurn sé hallað. Við hjónin og börnin okkar eigum margar góðar minningar um Steina, Möggu og Arnar í okkar frábæru ferðalögum um landið þvert og endi- langt í húsbílunum okkar og var þá ýmislegt brallað og Steini ávallt hrók- ur alls fagnaðar. Svo má ekki gleyma öllum ferðunum í sumarbústaðinn sem Steini og Magga eiga fyrir norð- an. Einnig eigum við góðar minningar frá okkar skemmtilegu spilakvöldum, en þá spiluðum við Kana langt fram á nótt og var þá Captain Morgan ómiss- andi með „sítrónu“. Allar þessar góðu minningar um hann munu ávallt verða geymdar í okkar hjörtum. Elsku Magga, Hafsteinn, Eyþór, Arnar, Siggi og Gugga, megi góður guð styrkja ykkur í ykkar sorg. Minn- ingarnar um góðan dreng lifa áfram. Farðu í friði, elsku bróðir, mágur og frændi. Sigurður og fjölskylda. GUÐMUNDUR HAFSTEINN FRIÐRIKSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.