Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
H
ljómsveitin Theodore
Supergrass var
stofnuð árið 1993 í
háskólabænum Ox-
ford sem er norð-
vestur af Lundúnum, af gítarleik-
aranum og söngvaranum Gaz
Coombes (sem þá var aðeins 16
ára gamall), trommaranum Danny
Goffey og bassaleikaranum Mick
Quinn. Þeir Gaz og Goffey höfðu
áður en Supergrass var stofnuð
verið saman í hljómsveitinni The
Jennifers sem var spáð miklum
frama, en eftir eina smáskífu, sem
Nude Records-plötufyrirtækið gaf
út, leystist sveitin upp. Gaz og
Danny ákváðu þó að vinna áfram
saman og þegar þeir komust í
kynni við bassaleikarann og skóla-
félaga þeirra, Mick Quinn, tók
sveitin, sem nú er á leið til Íslands,
formlega til starfa.
Til allrar hamingju leið ekki á
löngu þar til fornafnið Theodore
var látið fjúka og innan árs var
sveitin sú heitasta í Bretlandi.
Supergrass á nú að baki fimm
breiðskífur og sú sjötta kvað vera í
bígerð, eða hvað?
„Já, eða eiginlega,“ viðurkennir
Danny. „Við erum þessa dagana
heima hjá Gaz [Coombes, gítar-
leikara og söngvara Supergrass]
að semja og spila. Við erum í raun-
inni bara nýbyrjaðir að leggja drög
að næstu plötu sem kemur að öll-
um líkindum út á næsta ári, þ.e.a.s.
ef allt fer samkvæmt áætlun.“
Hlakka til sumarsins
Vitið þið hvernig hún mun
hljóma?
„Við erum ennþá að reyna að ná
eins konar heildarhljómi en ég
held að hún muni vera hressari og
hraðari en síðasta plata – núna
finnst mér við vera að færa okkur í
áttina að fönkhljómi áttunda ára-
tugarins. Við erum mun ákafari en
á seinustu plötu.“
Ég átti samtal við Rob (Coomb-
es, hljómborðsleikara Supergrass)
stuttu eftir að síðasta plata ykkar
Road to Rouen kom út og hann tal-
aði um að upptökuferlið á þeirri
plötu hefði verið ykkur mjög erfitt.
Á það við núna líka?
„Nei, nei, alls ekki. Okkur geng-
ur mun betur núna og okkur tókst,
held ég, að yfirstíga öll okkar
vandamál með þeirri plötu. Við
höfum mjög jákvætt hugarfar til
þessarar plötu og við hlökkum
mikið til sumarsins og til þess að
fara að spila á tónleikum.“
Stjórnið þið sjálfir upptökum á
þessari plötu?
„Já, eins og er. Við ætlum að sjá
til hvort það sé þörf á öðrum upp-
tökustjóra en eins og er munum
við sjálfir reyna að stjórna upp-
tökum.“
Sér á báti
Supergrass kom fram á sjón-
arsviðið þegar Brit-pop-senan var í
algleymingi en þið hélduð samt
uppteknum hætti eftir að hún fjar-
aði út. Áttuð þið kannski ekkert
sameiginlegt með þeirri senu?
„Mér hefur alltaf fundist við
vera sér á báti en það voru margar
skemmtilegar sveitir sem áttu sín
bestu ár á þessum tíma. Ég hélt
sjálfur mikið upp á Pulp, Oasis og
Blur – eins og svo margir aðrir –
og þetta var mjög skemmtilegt
tímabil í tónlistarsögunni. En auð-
vitað finnst mér að við séum öðru-
vísi. Annars hefði ég ekki trú á því
sem við erum að gera.“
Nú eigið þið fimm plötur að baki
á rúmum tíu árum. Sérðu ein-
hverja ákveðna þróun frá fyrstu
plötunni og til þeirrar sem þið er-
uð að taka upp?
„Persónulega finnst mér við allt-
af verða betri og betri með hverri
plötu. Ég efa að við munum nokk-
urn tímann fara aftur að hljóma
eins og við gerðum á I Should
Coco. Við höfum þroskast mikið
frá þeim tíma – enda vorum við á
táningsaldri þegar sú plata kom út
– og svo höfum við gengið í gegn-
um hluti sem hafa haft mikil áhrif
á okkur?“
Eins og hvaða hluti?
„Bara … það hefur margt geng-
ið á. Við höfum eignast börn og
lent í ýmsu … ég get eiginlega
ekki farið út í smáatriði en við er-
um öruggari í trú okkar á því hvað
það þýðir að vera í hljómsveit og
að búa til tónlist.“
Besta starf í heimi
Hafið þið ennþá jafngaman af
því að búa til tónlist og þegar þið
voruð að byrja?
„Já, við erum allir mjög ástríðu-
fullir gagnvart tónlistarsköpun og
við hlustum allir mjög mikið á alls
kyns tónlist. Það er margt sem við
eigum enn ógert.“
Hvað ertu að hlusta á þessa dag-
ana?
„Eins og er hlusta ég mikið á
Elliott Smith sem mér finnst
frábær en svo er ég ennþá að
hlusta mikið á David Bowie sem ég
fæ aldrei leið á. Ef þú hlustar á
Supergrass má heyra áhrif frá
Bowie, The Jam, Jimi Hendrix og
Neil Young og þetta eru þeir tón-
listarmenn sem við hlustum ennþá
á.“
Áður en Supergrass var stofnuð
vorið þið Gaz saman í hljómsveit-
inni The Jennifers. Hvernig tími
var það?
„Það var mjög gaman. Við vor-
um mjög ungir og þetta var eig-
inlega bara skólahljómsveit eða
vinagengi sem fékk tækifæri til að
spila um alla Evrópu.“
Var ykkur þá ljóst að þið vilduð
gera þetta að ykkar ævistarfi?
„Já, þegar það gengur vel og
þeir sem starfa saman eru vinaleg-
ir og tillitssamir er þetta besta
starf í heimi. En lífið er fullt af
óvæntum uppákomum og það er
hættulegt að fullyrða um nokkurn
skapaðan hlut. Okkur finnst alla
vega ennþá gaman að fara í hljóm-
leikaferðalög og á meðan þetta er
skemmtilegt munum við halda því
áfram.“
Spila kannski
tökulög á Íslandi
Hvað finnst þér um bresku tón-
listarsenuna?
„Mér finnst hún mjög skemmti-
leg og hún er mun fjölbreyttari en
hún var fyrir tíu árum. Ef þú ert
til dæmis hneigður til einnar
stefnu eru mun fleiri hljómsveitir
að spila í þeim einstaka geira. Mér
finnst svolítið eins og að gít-
arböndin séu að koma aftur og það
er gaman.“
Ég veit að það er mikil eftir-
vænting fyrir tónleikum ykkar hér
á Íslandi, vitið þið hvaða lög þið
ætlið að spila?
„Nei, ekki ennþá. Ég held að við
séum að spila svolítið seint um
daginn þannig að mér finnst lík-
legt að þetta verði háværir tón-
leikar. Kannski eitthvað af nýju
lögunum sem við erum að semja en
það mun koma í ljós þegar nær
dregur. Svo getur verið að við spil-
um einhver tökulög – það er aldrei
að vita.“
Hvergi nærri hættir
F.v. Danny Goffey, Gaz Coombes, Mick Quinn og Rob Coombes. Supergrass spilar laugardaginn 3. júní í risatjaldi
sem staðsett verður í skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu HÍ. Miðasala fer m.a. fram á midi.is.
Breska sveitin Super-
grass kemur fram á
tónlistarhátíðinni
Reykjavík Trópík
3. júní næstkomandi.
Höskuldur Ólafsson sló
á þráðinn til trommu-
leikara sveitarinnar
Dannys Goffeys og
spurði hann meðal ann-
ars út í sjöttu breiðskíf-
una sem nú er í vinnslu.
hoskuldur@mbl.is
„Við erum ennþá að reyna að ná eins konar heildar-
hljómi en ég held að hún muni verða hressari og hraðari
en síðasta plata – núna finnst mér við vera að færa okk-
ur í áttina að fönkhljómi áttunda áratugarins. Við erum
mun ákafari en á síðustu plötu.“
Tónlist | Styttist óðum í að tónlistarhátíðin Reykjavík Trópík hefjist
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
X-MEN 3 kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára
The DaVinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
X-Men 3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára
Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8 og 11
Cry Wolf kl. 10 B.i. 16 ára
Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6 og 8
Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.50
Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4
LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ?
www.xy.is
200 kr afsláttur
fyrir XY félaga
MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ?
eee
S.V. MBL.
eee
VJV - TOPP5.is
LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI.
NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS
eee
V.J.V.Topp5.is
eee
D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM